Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
r
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
A *
Framkvæmdastjóri ASI um dóm Félagsdóms vegna leikskólakennara í Arborg
Sérlögum gefið mikið vægi
miðað við allsherjarlöggjöf
Fyrsti sop-
inn úr
vatnspósti
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
vígði vatnspóst hjá Grímsstaða-
vör við Ægisíðu í gær. Vatns-
pósturinn er sá fyrsti af mörgum
sem Vatnsveita Reykjavíkur mun
setja upp víðs vegar í borginni á
næstu árum. Kristinn E. Hrafns-
son hannaði vatnspóstinn.
Verkið er byggt á upprúllaðri
garðslöngu steyptri í brons.
Slangan er sett á steinsteyptan
stöpul og á honum er áletrað
nafn póstsins, en hann nefnist
Vatn - Vatn.
ARI Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands, segir að
niðurstaða Félagsdóms varðandi fjöldauppsagnir leikskólakennara í
Árborg sé mjög undarleg og honum finnist dómurinn gefa sérlögum
mikið vægi miðað við allsherjarlöggjöfina. Það sé auðvitað fráleitt ef
ekki gildi sömu reglur alls staðar á vinnumarkaðnum. Ögmundur Jón-
asson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að niður-
staða Félagsdóms sé eðlileg, félag sé sýknað af því að bera ábyrgð á
atburðum sem það hafi ekki staðið fyrir.
Morgunblaðið/Kristinn
Lokuðum fundi um kampýlobakter-sýkingar lauk í gær
Upplýsingar verða
veittar eftir helgi
LOKUÐUM haustfundi Hollustu-
vemdar lauk síðdegis í gær. Ekki
fengust upplýsingar um niðurstöður
sem fram kunna að hafa komið í er-
indum um kampýlobakter, sem flutt
voru á fundinum, en umfjöllun um
niðurstöður rannsókna á bakterí-
unni og sýkinga af völdum hennar
mun vera ástæða þess að ákveðið
var að hafa fundinn lokaðan. Her-
mann Sveinbjömsson, forstjóri
Hollustuvemdar, sagði að upplýs-
inga af fundinum væri að vænta
fljótlega upp úr helgi.
Umhverfísráðherra kom ekki
að ákvörðun um að loka fundi
A fundinum í gær vora flutt
a.m.k. fjögur erindi sem vörðuðu
kampýlobakter-sýkingar og/eða
sóttvarnii- sérstaídega.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð-
herra, segir það ekki rétt að ráðu-
neyti hennar hafi átt þátt í þeirri
ákvörðun að loka haustfundi Holl-
ustuvemdar í gær vegna viðkvæmr-
ar umræðu um kampýlobakter.
„Þama er einhver misskilningur á
ferð. Þetta er fundur sem Hollustu-
vernd ríkisins heldur ásamt heil-
brigðiseftirliti sveitarfélaga og það
er algerlega þeirra ákvörðun hvern-
ig þeir standa að honum.
Ég hef rætt þetta við forstjóra
Hollustuvemdar vegna þess sem
kom fram í Morgunblaðinu og það
er alveg ljóst, að þeirra skýring á
því að hafa fundinn lokaðan er sú, að
þeir era ennþá með í vinnslu rann-
sóknina á útbreiðslu kampylóbakter
í matvælum. Þeir hafa ekki enn skil-
að niðurstöðum hennar til mín. Holl-
ustuvemd ríkisins er með forsvar í
þeirri rannsókn en þar koma einnig
að landlæknisembættið og yfirdýra-
læknisembættið," segir Siv.
En vora upplýsingamar þess eðl-
is að ráðherra telji lokun fundarins
réttlætanlega? „Það get ég ekki
metið þar sem ég er ekki búin að fá
niðurstöður í hendur. En það er
mjög brýnt að það sé opinská um-
ræða um útbreiðslu kampýlobakter
og fólk geri sér grein fyrir því að
það er hægt að koma algerlega í veg
fyrir sýkingar með því að elda, t.d.
kjúkling, á réttan hátt.“
Áskrifendaferð til
Washington DC
MORGUNBLAÐIÐ í samstarfí við Flugleiðir stend-
ur fyrir fjórðu áskrifendaferðinni til útlanda á
næstunni. Að þessu sinni er boðið upp á ferð til
Washington DC í Bandaríkjunum. Aður hafa verið
farnar ferðir til Minncapolis og Parísar.
Karl Blöndal, blaðamaður á Morgunblaðinu,
verður fararstjóri í ferðinni en hann er sérfróður
um bandarísk stjórnmál. Hann starfaði í sjö ár sem
fréttaritari Morgunblaðsins í Bandarikjunum og
þekkir vel til staðhátta. Flogið er til Baltimore síð-
degis miðvikudaginn 17. nóvember og tekin rúta til
Washington sem tekur um 40 mínútur. Flogið er
heim að kvöldi sunnudagsins 21. nóvember. Gist er
á ferðamannahótelinu Howard Johnson Hotel &
Suites í íjórar nætur og er verðið 39.300 kr. á mann
í tvíbýli.
Hvíta húsið í Washington.
Áskrifendur sem vilja nýta sér þetta tilboð geta
haft samband við söluskrifstoíú Flugleiða í Kringl-
unni í dag kl. 10-16 en sætafjöldi er takmarkaður.
Karl verður á skrifstofu Flugleiða í Kringlunni milli
kl. 10-12 í dag til að svara fyrirspurnum.
í dómi Félagsdóms er komist að
jieirri niðurstöðu að uppsagnir leik-
skólakennaranna séu ekki ólöglegar,
en Launanefnd sveitarfélaga höfðaði
málið gegn Félagi íslenskra leik-
skólakennara. Ari sagði að sér fynd-
ist að það lægi í dómsorðinu, þótt
það væri ekki sagt beinum orðum,
að ef þessi aðgerð hefði verið fram-
kvæmd á almennum vinnumarkaði
þá hefði lagabreytingin á vinnulög-
gjöfinni frá árinu 1996 gilt og að-
gerðin þá verið ólögleg.
I dóminum segir oi'ðrétt: „I 4. gr.
laga nr. 75/1996 sem breyttu 1. nr.
80/1938 um stéttarfélög og vinnu-
deilur segir svo: „Vinnustöðvanir í
skilningi laga þessara era verkbönn
atvinnurekenda og verkföll þegar
launamenn leggja niður venjuleg
störf sín að einhveiju eða öllu leyti í
því skyni að ná tilteknu sameigin-
legu markmiði. Sama gildir um aðr-
ar sambærilegar aðgerðir af hálfu
atvinnurekenda eða launamanna
sem jafna má til vinnustöðvunar."
Engin sambærileg breyting hefur
verið gerð á ákvæðum laga nr.
94/1986 um kjarasamninga opin-
beraa starfsmanna. Þrátt fyrir að
gögn málsins beri með sér að um
fjöldauppsagnir hafi verið að ræða
hjá leikskólakennurum í Árborg
verður þeim uppsögnum, án skýrra
lagaákvæða, ekki jafnað til aðgerða
sem jafna megi til vinnustöðvunar
og brots á friðarskyldu."
Aii sagði að hann væri mikið á
móti því að nota aðferðir eins og
þessar og hefði skrifað um það.
Hann teldi aðferðirnar ólöglegar og
að þær kæmu í bakið á launafólki
fyrr eða seinna. Hann hefði áhyggj-
ur af því að löggjafinn færi í það í
framhaldi af þessum dómi að laga
reglurnar að sínum vilja og það yrði
ekki bara staldrað við ríkisstarfs-
menn heldur farið yfir allan markað-
inn og gerðar breytingar á uppsagn-
arreglum hjá fólki sem aldrei hefði
beitt svona aðgerðum og ætti aldrei
möguleika á því.
Ari bætti því við aðspurður að það
væri alveg ljóst að þetta mál yrði
skoðað nánar innan Alþýðusam-
bandsins.
Eðlileg niðurstaða
Á vef Alþýðusambandsins segir
Ástráður Haraldsson hæstaréttar-
lögmaður að dómurinn afhjúpi nauð-
syn þess að afnema með öllu lögin
um kjarasamninga opinberra starfs-
manna.
Ögmundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, sagði að niðurstaða Félags-
dóms væri eðlileg, félag væri sýknað
af því að bera ábyrgð á atburðum
sem það stóð ekki fyrir.
Spurður um þau sjónarmið að það
beri að afnema lög um kjarasamn-
inga opinberra stai'fsmanna, sagði
Ögmundur að það væri ýmislegt í
lögum um opinbera starfsmenn sem
hann vildi breyta til góðs fyrir
starfsmenn og í samráði við samtök
þeirra. „Hvað varðar ábyrgð á hóp-
uppsögnum þá era ákvæði um það
efni í lögum. Ég tel þau vera full-
nægjandi, en ef einhverra breytinga
er þörf verður það aðeins gert í sam-
vinnu og samráði við viðkomandi
samtök," sagði Ögmundur.
Hann sagði að varðandi hópupp-
sagnir, sem hann hefði löngum var-
að við og hvatt til að menn færu
mjög varlega með sem tæki í kjara-
baráttu af ótta við að það kæmi
launafólki í koll þegar til lengri tíma
væri litið, væri það allt önnur um-
ræða og ætti að taka í allt öðra sam-
hengi en þessu. Lög og reglur sem
vinnumarkaðurinn starfaði sam-
kvæmt þyrftu að byggjast á gagn-
kvæmri virðingu beggja aðila og því
yrði ekki breytt með valdboði.
Kortasala
þrefaldast
MIKILL áhugi er á að-
gangskortum hjá Leikfélagi
Akureyrar og hefur salan þre-
faldast frá síðasta leikári, sam-
kvæmt upplýsingum frá LA.
Kortin gilda á þrjár sýning-
ar, Klukkustrengi eftir Jökul
Jakobsson, Blessuð jólin eftir
Arnmund Backman og Tó-
bakströð eftir Erskine Cald-
well. Nokkrar samstaiíssýn-
ingai' verða einnig í boði og fá
kortagestir afslátt af miðaverði
á þær sýningar.
Kortasala hjá LA hefur ekki
gengið jafn vel í mörg ár og er
greinilegt að fólk kann vel að
meta verkefnin sem í boði verða
þetta leikárið, segir ennfremur í
fréttatilkynningu írá LA.
Andlát
JON ODDSSON
JÓN Oddsson hæsta-
réttarlögmaður lést í
gær, 58 ára að aldri. Jón
fæddist 5. janúar árið
1941 í Reykjavík. Hann
var sonur hjónanna
Odds Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Mjólkur-
félags Reykjavíkur, og
Eyvarar Ingibjargar
Þorsteinsdóttur hús-
freyju.
Jón lauk prófi í ensku
og verslunarfræðum frá
Wilson CoUege í Lund-
únum árið 1957, stúd-
entsprófi frá Verzlunar-
skóla íslands árið 1961 og lögfræði-
prófi frá Háskóla íslands árið 1968.
Hæstaréttarlögmaður varð hann árið
1972.
Jón gegndi ýmsum störfum á
námsáram sínum, svo sem frétta-
mennsku við Ríkisútvarpið, en að
loknu lagaprófi hóf hann rekstur
málflutningsskrifstofu í Reykjavík og
síðar í Garðabæ eða árið 1986. Einnig
rak hann fasteignasöluna Eignagarð
sf. frá 1977 til 1986. Þá var hann ráð-
gefandi lögfræðingur Ríkisútvarps-
ins frá 1. júlí 1968 til 1. janúar 1974
og fasteignasölunnar
Eigna sf. í Reykjavík
1971 til 1972.
Jón hefur í gegnum
tíðina gegnt ýmsum fé-
lags- og trúnaðarstörf-
um og á námsárum sín-
um var hann m.a. vara-
formaður Stúdentaráðs
Háskóla íslands og full-
trúi ráðsins í Háskóla-
ráði 1964-65. Hann var
auk þess ritstjóri Stúd-
entablaðsins 1. desem-
ber 1963 og Áramóta-
blaðs stúdenta árið 1964
og síðar formaður
Orators eða 1965-66.
Jón var m.a. í landskjörstjórn á ár-
unum 1987-90 og í stjómskipaðri
nefnd til að semja lagafrumvarp að
áfengisvörnum og öðrum vímuefna-
vörnum 1990 til 1992. Að auki vai'
hann einn af stofnendum Heima-
stjórnarsamtakanna vorið 1991 og
skipaði efsta sæti framboðslista sam-
takanna í Reykjaneskjördæmi við al-
þingiskosningarnar í apríl 1991.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er Val-
gerður Bára Guðmundsdóttir. Hann
lætur eftir sig uppkomin börn.