Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 10
L
P
I 10 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
FRÉTTIR
f
MORGUNBLAÐIÐ
l
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar á landsfundi
Fomeskjan í umhverfís-
málum birtíst í líki
framsóknarráðherra
Morgunblaðið/Kristján
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, flytur setningarræðu við upphaf landsfundar á Akureyri.
STEINGRÍMUR J. Sigfússon for-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs sagði í setningar-
ræðu sinni við upphafi Landsfund-
ar flokksins á Akureyri í gær, að
umhverfismál væru mikilvægustu
málefnin og viðfangsefnin um þess-
ar mundir. Þar væri sérstaða
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs einna skýrust og að sá
málaflokkur væri einn sá stærsti og
afdrifaríkasti sem við okkur á ís-
landi og reyndar við mannkyninu
öllu blasti. Steingrímur gagnrýndi
Framsóknarflokkinn harkalega
vegna stefnu flokksins í umhverfis-
og stóriðjumálum.
„Það er ekki síst okkar hlutverk
að ryðja braut nýjum viðhorfum,
opna augu fólks og afla skilnings á
nauðsyn þess að breytt verði um
hugsunarhátt og gildismat. Stund-
um heyrist sú fullyrðing að þar sem
umhverfismálin séu í eðli sínu
hnattræn stoði lítt að taka á þeim af
eigin frumkvæði innanlands. í raun
séu umhverfismálin einmitt rök
fyrir því að sjálfstæði þjóða sé
hverfandi og samruni í stærri heild-
ir sé það sem koma skal. Hér er um
fullkomnlega mótsagnakenndan
málflutning að ræða. Staðreyndin
er einmitt sú að umhverfismálin
eru hvoru tveggja algerlega stað-
bundin og hnattræn í senn.“
Steingrímur sagði fulltrúa forn-
eskjunnar í umhverfismálum birt-
ast okkur í líki helstu talsmanna
ríkisstjórnarflokkanna og þeirra
sem þeim fylgja að málum þótt þar
sé vissulega einnig að finna undan-
tekningar í báðum stjórnarflokkum
sem virðast flestir af einhverjum
ástæðum bera nafnið Ólafur.
Forneskjan holdgerð í ráðherr-
um Framsóknarflokksins
„Einkum og sér í lagi er þó forn-
eskjan holdgerð í ráðherrum Fram-
sóknarflokksins sem hafa bersýni-
lega misst úr nokkra áratugi í um-
ræðunni. Dugir ekki einu sinni til
þótt umhverfisráðherra sé komung
manneskja á mótorhjóli því dapur-
legastur af öllu er hennar hlutur
eða hennar hlutskipti. Mér hefur
stundum orðið hugsað til þess að á
undanfórnum dögum þegar
byggðavandi á Austfjörðum er not-
aður til að þess að réttlæta fórnir á
sviði umhverfismála sem menn
myndu væntanlega ekki reyna að
verja eða réttlæta ella hvar við sé-
um á vegi stödd.“
Steingrímur sagði ástandið í
byggðamálum hafa farið versnandi
ár frá ári í sex ár og að þær ríkis-
stjómir sem við völd hafa setið
mest lítið gert til að spoma þar við
fæti. „Framsóknarflokkurinn hefur
nú setið í ríkisstjóm á annað kjör-
tímabil og ber þ.a.l. fulla ábyrgð
ásamt Sjálfstæðisflokknum á
ástandinu. Ríkisstjórnin bítur nú
höfuðið af skömminni með því að
nota hið ískyggilega ástand í
byggðamálum sem sérstök rök fyr-
ir því að byggja erlenda stóriðju á
Austfjörðum og fóma óbætanleg-
um náttúruverðmætum á altari
virkjana til að selja henni rafmagn.
Framsóknarflokkurinn ber höf-
uðábyrgð á því í hvaða hnút þau
mál eru komin og á þeirri illvígu
deilu sem nú er að rífa þjóðina í
sundur. Minnumst þess hvert upp-
hafið var þegar Halldór Ásgríms-
son kom með álver í föðurhendi til
Austfirðinga skömmu fyrir síðustu
alþingiskosningar. Það var utanrík-
isráðhema en ekki iðnaðarráð-
herra, utanríkisráðherra og þing-
maður Framsóknarflokksins í
Austurlandskjördæmi sem færði
mönnum gleðiboðskapinn."
Losar sig með klókindum
út úr byggðamálunum
Steingrímur sagði stefnu í mál-
efnum undirstöðuatvinnugreina
landsbyggðarinnar eins og landbún-
aðar og sjávarútvegs einnig mikil-
væga. Þar þyrfti að gjörbreyta um
áherslur og framfylgja stefnu sem
styðji við byggðina og tryggi viðun-
andi atvinnuöryggi í stað þeirra
frumskógarlögmála sem nú ríktu.
„Davíð Óddsson, sem hefur verið
yfirmaður byggðamála í talsvert á
9. ár, hyggst nú af klókindum sínum
losa sig út úr þeim málaflokki og
telur væntanlega ekki vænlegt til
vinsælda til framtíðar litið að hafa
hann lengur með höndum."
Steingi'ímur gerði velferðar- og
kjaramál einnig að umræðuefni í
setningarræðu sinni og sagði að
Vinstrihreyfingin muni standa vörð
um velferðar- og samtryggingar-
kerfið, en varðstaðan væri erfíð,
vegið væri að undirstöðum velferð-
arkerfisins og aðferðirnar sóttar í
smiðju nýfrjálshyggjunnar.
Stærsta orustan framundan myndi
snúast um einkavæðingaráform
stjómvalda á sviði velferðarþjón-
ustu og mikilvægrar almannaþjón-
ustu, eins og fjarskipta og orkuöfl-
unar og dreifingar. Þeirri stefnu
hafnaði Vinstrihreyfingin. „Það er
ekki síst þegar kemur að varðstöð-
unni um velferðarkerfið, baráttunni
fyrir félagslegum kjarasamningum
eða því að sameignir þjóðarinnar
séu ekki afhentar fáeinum útvöld-
um á undirvirði sem reynt er að
beita hinum efnismiklu röksemdar-
færslum um að vinstrimenn séu á
móti,“ sagði Steingrímur benti
fundarmönnum á að vera stoltir af
því að vera á móti þess háttar
breytingum á þjóðfélagi okkar.
Auðlind fólgin í sjálfstæði
þjóðarinnar
Þá benti hann einnig á að ástæða
væri til að standa vaktina þegar
kæmi að menningu okkar og tungu.
Einnig þar væri á ferðinni andvara-
leysi og frjálshyggjan léti sér ekk-
ert óviðkomandi, menningarstofn-
anir eins og Ríkisútvarpið fengju
ekki einu sinni að vera í friði.
Steingrímur benti einnig á að
Vinstrihreyfingin hefði einnig hlut-
verki að gegna þegar kæmi að
spurningunni um alþjóðasamskipti
og varðstöðu um sjálfstæði þjóðar-
innar. Annað stórt viðfangsefni
væri með hvaða hætti sambandi
okkar við önnur Evrópuríki og
Evrópusambandið yrði háttað.
„Það er enginn minnsti efi í mínum
huga að í sjálfstæði þjóðarinnar er
fólgin auðlind sem við íslendingar
eigum ekki að fórna, í sjálfstæðinu
felast engar andstæður þess að
rækta góð samskipti við sína ná-
granna og viðskiptaaðila. Að því
leyti má segja að þróunin í alheims-
viðskiptum sé að leggjast á sveif
með þeim þjóðum sem vilja verja
sjálfstæði sitt og standa untanvið
miðstýrðar hagsmunablokkir eins
og Evrópusambandið er,“ sagði for-
maðurinn.
Hann sagði í lok ræðu sinnai- að
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
hefði stóru og ábyrgðarmildu hlut-
verki að gegna í íslenskum stjórn-
málum. „Við skulum ekki og mun-
um ekki bregðast því hlutverki. Við
skulum halda myndarlega á þeim
málstað vinstristefnu og umhverfis-
verndar sem við höfum tekið að
okkur að bera fram.“
Tillaga um að fyrirtæki
selji sér siðareglur
VIÐ umræður um þingsályktunartillögu Sam-
fylkingar um setningu siðareglna í viðskiptum á
fjármálamarkaði, sem fram fóru á Alþingi á
fimmtudag, tóku Pétur Blöndal og Ásta Möller,
þingmenn Sjálfstæðisflokks, undir þá skoðun að
æskilegt væri að fyrirtæki á fjármálamarkaði
settu sér siðareglur. Lögðu þau hins vegar
áherslu á að fyrirtækin sjálf yrðu að eiga frum-
kvæði að gerð slíkra reglna.
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylk-
ingar, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunar-
tillögunnar og sagði hún í framsögu að fyrst og
fremst væri markmiðið að vekja upp umræðu
um viðskiptasiðferði á íslandi. Sagði hún að
nokkuð hefði skort á það hér á íslandi að bank-
ar, sparisjóðir og aðrar fjármálastofnanir settu
sér almennar siðareglur. Til að íslenskur verð-
bréfamarkaður mætti þróast eðlilega öllum til
hagsbóta væri hins vegar nauðsynlegt að hlúa að
heilbrigðum og gagnsæjum viðskiptaháttum á
fjármagnsmarkaðnum.
Tveir stjórnarþingmenn tóku þátt í umræðum
um þessi mál og lýstu þau Pétur H. Blöndal og
Ásta Möller, sem bæði eru þingmenn Sjálfstæð-
isflokks, sig fylgjandi því að fyrirtæki settu sér
siðareglur. Það kæmi ekki síst fyrirtækjunum
sjálfum til góða, þannig stuðluðu þau að því að
viðskiptavinir bæru traust til fyririækisins, sem
aftur bætti ímynd þess, og um leið hag þess.
Ekki valdboð að ofan
Einnig lagði Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram-
boðs, orð í belg og kvaðst ánægð að fá tækifæri
til að taka þátt í umræðu á Alþingi um traust,
heiðarleika og siðferði. Um mál sem þessi ætti
að geta náðst góð sátt.
Pétur og Ásta gagnrýndu hins vegar orðalag
þingsályktunartillögunnar, en þar segir að Al-
þingi álykti að fela viðskiptaráðherra að sjá um
að allar stofnanir og fyrh'tæki á fjármálamark-
aðnum setji sér sérstakar siðareglur í viðskipt-
um, auk þess sem tekið er fram að siðareglurnar
skuli lagðar fyrir viðskiptaráðherra til staðfest-
ingar.
Sögðu þau að fyrirtækin sjálf yrðu að hafa
frumkvæði að gerð siðareglna, reglur sem þess-
ar væru einungis gagnlegar ef fyrirtæki sæju
sér hag í að setja þær sjálf. Orðalag tillögunnar
fæli hins vegar í sér valdboð að ofan.
Lýsti Pétur sig tilbúinn til að styðja tillögu
Samfylkingar ef viðskiptaráðherra væri einungis
„hvattur" til að stuðla að því að fyrirtæki settu
sér siðareglur og kom fram í máli Lúðvíks Berg-
vinssonar, Samíylkingu, að hann væri fyrir sitt
leyti reiðubúinn til að orða tillöguna öðruvísi ef
það mætti verða til að sátt næðist um málið.
Skoðanakönnun DV
á fylgi flokkanna
Framsókn
og Vinstri-
grænir I
jafnstórir I
Framsóknarflokkurinn hefur
tapað um fjögurra prósentu-
stiga fylgi miðað við síðustu al-
þingiskosningar ef marka má
skoðanakönnun sem DV gerði á
fylgi stjórnmálaflokkanna á
miðvikudagskvöld.
Vinstrihreyfingin - grænt
framboð bætir hins vegar við
fylgi sitt um rúmlega 5 pró-
sentustig og hefur samkvæmt
skoðanakönnuninni jafnmikið
fylgi og Framsóknarflokkurinn
eða rúmlega 14%. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur einnig bætt við
sig fylgi miðað við síðustu kosn-
ingar um rúmlega 10 prósentu-
stig en Samfylkingin tapar
fylgi, um 9 prósentustig%, sem
og Frjálslyndi flokkurinn um
rúmlega 2 prósentustig. Aðrir
flokkar fá samtals 0,5% fylgi.
Urtakið í könnun DV var 600
manns og var jafnt skipt milli
höfuðborgarsvæðis og lands-
byggðar, auk kynja. Þeir sem
voru óákveðnir eða neituðu að
svara voru samtals 32,4%.
Spurt var: „Hvaða lista
mundir þú kjósa ef þingkosn-
ingar færu fram núna?“ Sé að-
eins miðað við þá sem afstöðu
tóku í könnuninni kvaðst 51%
kjósa Sjálfstæðisflokkin, miðað
við 40,7% í kosningunum í maí
sl„ 17,7% Samfylkinguna miðað
við 26,8% í maí, 14,5% Vinstri-
hreyfinguna - grænt framboð
miðað við 9,1% í maí, 14,3%
Framsóknarflokkinn miðað við
18,4% í maí og 2% Frjálslynda
flokkinn miðað við 4,2% í maí.
Vinstrihreyfingin - grænt
framboð er samkvæmt þessu
með 0,2% meira fylgi en Fram-
sóknarflokkurinn en sá munur
telst innan skekkjumarka.
Svar við fyrirspurn
á Alþingi
Hald lagt á
meira magn
fíkniefna
I
ÞAÐ sem af er þessu ári hefur
lögreglan lagt hald á 42.751
gramm af kannabisefni, 4.947
grömm af amfetamíni, 6.742
einingar af e-pillum og 784
grömm af kókaíni. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í
skriflegu svari dómsmálaráð-
herra við fyrirspurn Rannveig-
ar Guðmundsdóttur og Guðrún-
ar Ögmundsdóttur, þingmönn-
um Samfylkingar, um fíkniefni
og vopn sem hald hefur verið
lagt á.
I svari ráðherra kemur fram
að hald hefur verið lagt á
nokkru meira magn af fíkniefn-
um það sem af er þessu ári
heldur en í fyrra og hitteðfyrra.
Árið 1996 var hins vegar lagt
hald á sambærilegt eða meira
magn fíkniefna.
I fyrra var þannig aðeins lagt
hald á 13.810,6 grömm af »
kannabisefnum, 8.992 grömm
árið 1997 en 40.279 grömm árið
1996. Lagt var hald á 1.806
grömm af amfetamíni árið
1998, 2.066 grömm árið 1997 og
6.117 grömm árið 1997. Loks
var lagt hald á 2.104 einingar ef
e-pillum árið 1998, 3.397 eining-
ar árið 1997 og 2.199 einingar
árið 1996.
Upplýsingum um upptöku
vopna í tengslum við rannsókn
fikniefnabrota á þessu sama
tímabili hefur ekki verið haldið
saman, að því er fram kemur í
svari dómsmálaráðherra við
fyrirspurn þingmannanna.