Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 35 1» Reuters Rannsóknir sýnast leiða í ljós að áhyggjur krakka af útliti sínu, einkum ófhóflegri iíkamsþyngd, geti leitt þá fund tóbaksins. Krakkar tengja reykingar við þyngd KRAKKAR sem vilja léttast eru líklegri til að fikta við reyking- ar, að því er vísindamenn greina frá í októberhefti lækna- ritsins Pediatrics. „Við komumst að þvi, að það á við um bæði stráka og stelpur, að krakkar sem hafa hugsað um að byrja að reykja eru líklegri til að vera að velta fyrir sér lík- amsþyngd sinni,“ sagði einn vís- indamannanna, Alison Field, við læknadeild Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Einnig kom fram í rannsókn- inni, að meiri líkur voru á að þeir krakkar, sem voru að reyna að léttast, reyktu, heldur en þeir sem ekki voru að reyna að létt- ast. Rannsóknin beindist að rúmlega 16 þúsund krökkum á aldrinum níu til fjórtán ára. Þeir voru spurðir spurninga um hversu þungir þeir væru, og hvort þeir gerðu eitthvað og þá hvað til að Iéttast. Óánægðar stúlkur Krakkarnir voru einnig spurðir hvort þeir reyktu eða hugleiddu að byrja að reykja. Um sex prósent höfðu hugleitt að byrja, og um níu prósent höfðu reykt. „Stúlkur sem voru óánægðar með útlit sitt voru tvisvar sinnum líklegri til að hafa hugleitt að byrja að nota tóbak,“ sagði Field. Við rannsóknina var ekki spurt hvort krakkarnir reyktu beinlínis til þess að léttast, vegna þess að „við vildum ekki að þeir héldu að við værum að gefa í skyn að það væri leið til að léttast,“ sagði Field. Strákar sem stunduðu líkamsrækt dag- lega voru 90% líklegri til að hafa fiktað við reykingar. Fyrir sex árum voru birtar niðurstöður rannsóknar sem leiddi í ljós að hóflegar reyking- ar auðvelduðu fitubrennslu. En einnig var varað við því að reyk- ingar væru mun hættulegri en sú aukna líkamsfita sem þær gætu losað viðkomandi við. Michael Jellinek, bamageð- læknir við sjúkrahús í Massachusetts í Bandaríkjunum, sagði að þótt hann teldi ekki að krakkar reyktu fyrst og fremst til að léttast hefði slíkt áhrif. „Eg held að það sé gífurlegur þrýstingur á krakka að vera grannir og reykingar geta haft áhrif á það.“ Varað við „sniffí“ Heimilisvörur geta verið vímuefni Medical Tribune News Service. FORELDRUM bandarískra nem- enda á aldrinum 10-17 ára hefur verið ráðlagt að vara þá reglulega við hættunum sem stafa af „sniffi", þ.e. því að anda að sér gufum frá lími, málningu eða ræstivökvum. Sérfræðingar Bandarísku barna- lækningaakademíunnar (AAP) segja að besta leiðin til að koma í veg fyrir að böm taki þátt í sniffi sé að ræða það oft og hreinskilnislega við þau. Samkvæmt nýlegri rannsókn AAP hafa 62% bandarískra nem- enda á aldrinum 10-17 ára annað- hvort heyrt af eða orðið vitni að sniffi. 26% sögðu að vinir þeirra sniffuðu. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að 59% þátttakendanna voru 12 ára eða yngri þegar þeir heyrðu í fyrsta sinn af sniffi eða sáu fólk sniffa. Skelfilegar aukaverkanir „Foreldrar hafa áhyggjur af áfengi og eiturlyfjum en þeir átta sig ef til vill ekki á því að heimilis- vörur geta einnig verið hættuleg vímuefni," sagði Joel Alpet, forseti AAP. „Börn hafa dáið þegar þau sniffa í fyrsta sinn,“ sagði Edward Jacobs, formaður nefndar AAP sem berst gegn notkun vímuefna. „Fólk þarf ekki að sniffa í tíu ár til að verða fyrir hræðilegum aukaverkunum og það er engin leið að spá um hverjir geti dáið í fyrsta sinn sem þeir sniffa." Reuters Sniff getur haft hroðalegar aukaverkanir í för með sér. Myndin sýnir götubam anda að sér lími úr plastpoka í Buenos Aires í Argentínu. Rannsóknin leiddi ennfremur í Ijós að 73% bamanna höfðu fengið fræðslu í skólunum um hættuna sem stafar af sniffi, en aðeins 56% sögð- ust hafa rætt það við foreldra sína. Varanleg megrun Icdical Tribune News Servicc. OF feitt fólk sem megrast getur haft vemlegan fjárhagslegan ávinning af megruninni - svo fremi að það þyngist ekki aftur, að því er fram kemur í nýlegri rannsókn bandarískra vlsindamanna. Varanleg megrun minnkar lík- urnar á því að fólk fái ýmsa sjúk- dóma eins og sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma, sem kalla oft á dýra lyfjameðferð og langa sjúk- dómslegu. Óraunhæft markmið? Að sögn vísindamannanna er sá hængur á að til að draga úr þess- um kostnaði má fólk ekki þyngjast aftur og þeir viðurkenna að það geti oft og tíðum reynst „óraun- hæft markmið“. Vísindamennirnir skýra frá þess- ari niðurstöðu í októberhefti tíma- ritsins Amerícan Journal of Public Health og er þetta íyrsta rannsókn- Reuters Menn leggja ýmislegt á sig til að losna við aukakílóin. Þessar konur fóru á ákveðninámskeið hjá suður-kóreaska hernum til að herða sig í þcim ásetningi að léttast. sparar fé in á tengslunum milli megrunar og fjárhagslegs ávinnings. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að 10% minni lík- amsþyngd minnki áætlaðan kostn- að fólks ævina á enda vegna sjúk- dóma, sem tengjast offitu, um 2.200-5.300 dali, andvirði 158- 380.000 króna. í þessum tölum er tekið tillit til kostnaðar af háþrýstingi, kólester- ólhækkun, sykursýki, hjartasjúk- dómum og heilablóðfalli. Ávinning- urinn gæti þó reynst enn meiri því ekki var tekið tillit til annarra sjúk- dóma, sem rekja má til offítu, svo sem gallblöðrusjúkdóma, slitgigtar i hnjám og ákveðinna tegunda krabbameins. Vísindamennirnir segja að bar- áttan við aukakílóin geti verið mjög erfið og hvetja lækna til að líta á offitu sem þrálátan sjúkdóm sem þarfnist meðferðar. Heilræði viku Hvað er frunsa? Frunsa, HSV-1, er algengur vínrs sem orsak- ast af Herpes simplex vírus.1 -3 vikum eftir að smit hefur átt sér stað finnur þú fyrir frunsunni sem óþægilegum seiðingi (vör- inni. Stuttu síðar myndast vökvafyllt blaðra sem breytist í sár. Sárið myndar hrúður semfellurafá8-10dögum. Frunsur taka sig upp aftur hjá u.þ.b. 25% þeirra sem smitast en oftast hverfa þær alveg á 10-15 árum. Hættan er mest þegar ónæmiskerfi líkamans er viðkvæmt. Til að forðast smithættu verður m.a að gæta hrein- lætis í kring um sárið og forðast snertingu. Leitið frekari ráða hjá lyfjafæðingum okkar. V Lyf&heilsa Kröftuq oq áhrifarík bætiefni Gerirþú kröfur til þeirra bœtiefna, sem þú kaupir? Auðvitað gerir þú það! Þess vegna viljum viö benda þér á BlO-bætiefnin frá danska lyfjafyrirtækinu Pharma Nord. ■ BlO-bætiefnin eru framleidd samkvæmt ströngustu kröfum um lyfja- framleiðslu. ■ BlO-bætiefnín eru hrein náttúruleg bætiefni. ■ A bak við hvert bætiefni liggja margra ára rannsóknir og þróunarvinna, sem tryggir hámarksvirkni. ■ Hvert hylki og tafla eru sérpökkuð I þynnupakkningum. Það auöveldar alla meðhöndlun og tryggir hreinlæti. BIO-QUINON Q1Ö BIO-BILOBA BIO-SELEN+ZINK BIO-CHROM eykurúthald og orku. skerpir athygli og einbeitingu. Dregur úr hand- og fótkulda. er áhrifaríkt andoxunarefni. stuðlar að bættu sykurjafnvægi líkamans, dregur úr þreytu og tilefnislausu hungri. : -ViTAMfN • BIO-FIBER • BIO-GLANDIN ESIUM • BIO MARIN • BIO-/INK BlO-bætiefnin - fyrir þá, sem gera kröfur! 'r Vatnsgórðum 18 - Slmi 530 7100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.