Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Osönnum ásökunum formanns ‘Rafiðnaðarsambandsins svarað í Morgunblaðinu 20. okt. sl. birtist ótrúlega rætin grein Guðmundar Gunnars- sonar, formanns Raf- iðnaðarsambandsins. Hún er full af ósönn- um aðdróttunum og ásökunum í garð und- irritaðs og virðist hafa þann tilgang fyrst og fremst að skaða æru og starfs- heiður eins mikið og verða má. Jafnframt ræðst hann harka- lega á Vinnueftirlitið og þar með starfs- menn þess og stjórn, sakar stofnunina um að vera „viljalaust verkfæri í höndum at- vinnurekenda". Arásir Guðmundar á persónu undirritaðs eru með þeim hætti að þau dæma sig sjálf dauð og ómerk. Ekki verður þó komist hjá því að svara a.m.k. hluta þeirra rangfærslna sem koma fram í of- ^annefndri grein. Það sem Guð- mundur segir um persónuleg af- skipti mín af málum tveggja trúnaðarmanna er með öllu ósatt. Annað tilvikið hefur hreinlega aldrei kom- ið til minna kasta og það veit Guðmundur. Hann heldur því fram að ég hafi breytt gild- issviði tiltekinna reglna og það hafi síðan orðið til þess að trúnaðarmanni var vikið úr starfí. Þetta er út í hött. Gildis- sviðið er hluti regln- anna og birtist með þeim í stjórnartíðind- um og hefur sitt gildi óháð því sem ég og aðrir segja. Hitt er síðan annað mál að óánægja var með þetta ákvæði og beitti stjórn Vinnueftirlitsins sér fyrir breytingu á því og tók hún gildi í júlí sl. I hinu tilvikinu koma deilur um aðbúnaðarmál í stóru iðnfyrirtæki og samskipti eftir- litsmanns Vinnueftirlitsins og trúnaðarmanns í fyrirtækinu þar vissulega við sögu. Persónuleg af- skipti mín af því máli voru þau ein að tala máli trúnaðarmannsins við stjórnendur fyrirtækisins. Var það gert í samráði við trúnaðar- Vinnueftirlit Stefna Vinnueftirlitsins, segir Eyjólfur Sæmundsson, er sú að leitast við að styrkja stöðu öryggis- trúnaðarmanna. manninn sjálfan og forvígismenn verkalýðsfélags hans sem tóku málið upp við undirritaðan. Guðmundur minnist reyndar ekki á þriðja málið, honum er e.t.v. ókunnugt um það. Fyrir fá- um misserum var öryggistrúnað- armaður við stóra framkvæmd rekinn úr starfi vegna deilna við yfirmann sinn. Vinnueftirlitið tók málið upp við forstjóra viðkom- andi fyrirtækis og kom því til leiðar að öryggistrúnaðarmaður- inn var endurrráðinn. Ummæli Guðmundar í minn garð persónulega varðandi ofan- ritað eru alröng og ekkert minna en ærumeiðandi rógur og aðför að mannorði mínu. Stefna Vinnueft- irlitsins er sú að leitast við að styrkja stöðu öryggistrúnaðar- manna og annarra, sem um vinnu- vernd fjalla á vinnustöðum, eins og unnt er með fræðslu, beinum samskiptum og á annan hátt. Það sem Guðmundur Gunnars- son segir í grein sinni um að „Vinnueftirlitið sé viljalaust verk- færi í höndum atvinnurekenda" er alvarleg ásökun á hendur öll- um starfsmönnum stofnunarinnar og ekki síst fjögurra fulltrúa laun- þegasamtakanna í stjórn hennar. En þessu fer víðs fjarri. Stofnun- in starfar samkvæmt lögum og reglum að því markmiði að for- varnir séu viðhafðar á vinnustöð- um gegn vinnuslysum og sjúk- dómum sem stafað gætu af vinnuumhverfinu. Þetta eru grundvallarhagsmunir launa- manna en einnig hagsmunir vinnuveitenda og samfélagsins alls. í stjórn stofnunarinnar eru fulltrúar launþega og vinnuveit- enda sem gerir báðum aðilum kleift að koma sjónarmiðum sín- um að. Stofnunin er því ekki á mála hjá einum né neinum. Eg Eyjólfur Sæmundsson fullyrði að stjórnarmenn hafa í gegnum tíðina unnið að fram- gangi vinnuverndar af fullum heilindum, bæði fulltrúar laun- þega og vinnuveitenda, þó vissu- lega hafi stundum verið tekist á um leiðir. Við framkvæmd eftirlitsins er ekki siður algengt að vinnuveit- endur kvarti undan „íþyngjandi" kröfum stofnunarinnar um úr- bætur en að fulltrúar launþega kvarti undan því gagnstæða. Á síðasta ári gáfu eftirlitsmenn vinnuveitendum 12.818 skrifleg fyrirmæli um úrbætur og settu fram 1.370 ábendingar. Þvingun- arúrræðum (notkun bönnuð) var beitt í 454 tilfellum. Þótt vissu- lega sé misbrestur á því að þetta sé allt framkvæmt þegar í stað virðist mikill meirihluti fulltrúa vinnuveitenda og starfsmanna telja að eftirlitið skili árangri samkvæmt þjónustukönnun sem ráðgjafafyrirtæki gerði nýlega fyrir stofnunina. Starf Vinnueftir- litsins er ekki hafið yfir gagnrýni og auðvitað eiga sér stað mistök við svo umfangsmikla starfsemi. Ýmislegt mætti betur fara og því er stöðugt unnið að framþróun á ýmsum sviðum, m.a. með upp- byggingu umfangsmikils gæða- kerfis. Ásakanir formanns Raf- iðnaðarsambandsins eiga hins vegar ekkert skylt við málefna- lega gagnrýni. Höfundur er forstjóri Vinnueftirlits rúdsins. ÍSLENSKT MAL Enn á ég bréf að þakka frá Bjarna Sigtryggssyni í Kaup- mannahöfn. Hann segir: „Komdu innilega blessaður Gísli: Mér finnst við verðum að standa vörð um gömul og góð íslensk orð, sem standa mörg hver höllum fæti gagnvart hug- leti nútímans. Það er þegar fólk nennir ekki að Ijúka hugsun sinni og slettir almennum orð- um sem gera merkinguna óljósa. Eg hef áður nefnt við þig ofnotkun orðsins „einstakling- ar“ þegar hægt væri að þrengja og skýra merkinguna betur og ekki er sérstaklega átt við ein- stakling sem andstæðu við hóp manna. Lengi höfum við líka glímt við drauginn Aðila, sem einnig sljóvgar merkingu frásagnar. Nú er frændi hans, uppvakn- ingurinn Meðlimur, faiinn að láta á sér kræla æ oftar. Áhafn- armeðlimir hafa nýverið sést á prenti þar sem átt var við áhöfn skips, og „meðlimir trúarsafn- aðar...“ stóð ritað í Netmogga á dögunum um ólánsöm „sóknar- böm“ sem bmnnu inni með trúarleiðtoga sínum í Texas fyi-- ir fáum ámm. (Frændur okkar Færeyingar nota orðið limur yfíi’ íslenska orðið meðlimur, og myndu margir heykjast á þess- ari ofnotkun ef þeir hefðu fær- eyskuna í huga.) Að öðm efni. Þegar við ferð- umst flugleiðis um nokkurn veg fer tímatal líkamans stundum úr skorðum. Þetta á helst við þegar flogið er í austurátt, síður í vestur og hreint ekki þegar ferðast er suður eða norður, enda fylgjum við þá réttum tíma. Þetta kallast á ensku, jet- lag“ eða þotubil. Það fínnst mér afleit þýðing og nota heitið „þeytu“ - sem líkist að mörgu leyti þreytu, ef ekki líka streitu. Við þjótum - eða þeytumst - í þotu þvert á tímabelti heimsins. Loks ein spuming: Orðasam- bönd komast í tísku. Eitt þeirra Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1028. þáttur er „... til (einhvers) tíma“. Nú er það nær oftast notað í merking- unni „um langt bil, í langan tíma“. Er það rangt munað hjá mér að það hafi lengst af haft merkinguna „þar til fyrir ein- hverju“? Dæmi: „Hann var til skamms tíma formaður fyrir X...“ í merkingunni: „Hann var formaður fyrir X þar til fyrir skömmu.“ Bestu kveðjur, þinn gamli nemandi... Eftirskrift: Þetta sá ég birtast á tölvu- slgá: Átvaglið Finnbogi fjömki var fjarskyldur Jörmundi mörfíki. Þegarfrændumirgátu þeirfóruogátu feitt kjöt og höfðu með smjörlíki.“ Til áréttingar frá umsjónar- manni: Ofnotkun orðsins einstakl- ingur í staðinn fyrir maður er afar leiðinleg. Eg geri ráð fyrir enskum áhrifum. I ensku er orðið man í fleirtölu men, en jafnan haftum karlmenn, ogþví hafa Englendingar brugðið á það ráð að nota orðið individu- al. Við öpum þetta svo eftir með þarflausu tali um „einstakl- inga“, því að við getum notað orðið menn bæði um karla og konur. Einstaklingur í okkar máli er til dæmis andstæðan við félag eða hóp manna. ★ Hlymrekur handan kvað: Tilkynnti Sigga í Seli, svo að vel heyrði Keli, aðsínværiflík engri annarri lík, sem sagt nærhald úr næturþeli. ★ Þá er hér bréf frá Reykjavík með vísu sem er bragfræðilegt afreksverk. „Kæri Gísli. I síðasta bréfi mínu til þín minntist ég á, að ungu fólki gengi stundum treglega að skilja gamlan kveðskap, eink- um ef þar brygði fyrir fornum kenningum. Er ég hitti ungt fólk nýlega, bárust í tal gamlar sagnir um Ásgrím Vigfússon (1758-1829), er nefndur var hinn illi. Hann var kvæntur konu, er Sigríður hét. Hún mun hafa sótzt mjög eftir honum, og var sagt, að hún hefði heitið að gefa fátæklingi köku, ef hún næði að giftast Ásgrími. Eigi stóð hún við fyrirheitið, og eftir það var hún nefnd Sigga kaka. Orð lék á því, að Sigríður léti bónda sinn eigi einhlítan. Af því tilefni var þetta kveðið: Ásgríms tetur eigi getur betur, enaðlánalundistáls, lægis-mána-grund til hálfs. En nú brá svo við, að fyrr- nefnd ungmenni skildu kenn- ingarnar: „lundur stáls“ og „lægis mána grund“. - Skiln- ingur unglinganna reyndist þarna betri en ég hugði. Vinsaml. Guðm. Guðmundsson.“ Biblía umsjónarmanns í bragfræði er bók Sveinbjörns Beinteinssonar: Bragfræði og háttatal. Hún er ótrúlegt af- reksverk. Vísan, sem er í bréfi Guðmundar Guðmundssonar, er hvorki meira né minna en stuðlafall, frárímað, frumþrí- stiklað, síðþrinnað, fjölhent. Og spreyti menn sig nú á þessu. Kærar þakkir til bréfritara. ★ „Lorelei“: Pau hittust á haustdegi köldum, það var hrollkalt að búa í tjöldum. EnGeiriáttiromm ogGunnavarðbomm. - Eg veit ekki af hvers konar völdum! (Ólafur Bjöm Guðmundsson.) Auk þess fær Ari Trausti Guðmundsson gott stig fyrir að festa rækilega meginland Evrópu í veðurfregnum. Hvað gera einhleypir? ÉG, þótt ungur sé, aðeins tæplega fert- ugur, hef um lengri eða skemmri tíma lent í því að standa einn í lífsbaráttunni og hef- ur þá oft komið upp sú staða að það er frekar lítið við að vera. Vina- og kunningjahópurinn er giftur og/eða í sam- búð og því hentar fé- lagsskapur einhleyps manns ekki og félags- skapur hjónafólks hentar manni kannski ekki heldur. Það var fyrir um það bil fjórum árum að ég sá auglýsingu í dagblaði þar sem félagsskapurinn vildi bæta við sig félögum og þar kynntist ég fyrst Félagi fráskilinna og ein- stæðra og viti menn, þarna reynd- ist vera fólk sem er í sömu aðstöðu og ég, þ.e.a.s. fólk í leit að félags- skap og afþreyingu með fólki í sömu stöðu. Tilurð félagsins má rekja til þess að fyrir 10 árum sat stofnandi þess, Hrafnkell Tryggvason, einn á Kaffivagninum úti á Granda og sötraði kaffi. Hann var nýlega fráskilinn og honum leiddist. Hann fór að leiða hugann að því hvort hann væri virkilega einn í þessari stöðu eða hvort einhverjum fleir- um kynni líka að leiðast einveran. Hann ákvað því að auglýsa í dag- blöðum eftir fólki í því augnamiði að stofna félagsskap fyrir einstæða og kom þá fljótt í ljós að hann var sannarlega ekki einn í þessari stöðu. Undirtektir við stofnun fé- lagsins voru það góðar að það er enn við lýði nú 10 árum síðar. Þetta segir sína sögu og þörfin fyrir slík- an félagsskap var og er enn greini- lega brýn. Markmið Félags fráskilinna og einstæðra er áhersla á mannleg samskipti þar sem félagsmönnum gefst kostur á að vera virkir þátt- takendur í félagsstarfínu. Félagið er ekki hagsmunafélag heldur fyrst og fremst ætlað til afþreying- ar og ánægju félagsmönnum til handa. Þarna gefst fólki kostur á að kynnist fjölda annarra sem eru í þeim hugleiðingum að hafa ánægju af lífinu, - fólk sem hefur fengið nægju sína af að vera eitt heima hjá sér og vill fremur vera samvist- um við aðra í sam- bærilegri aðstöðu. Fundir félagsins eru haldnir annað hvert laugardag- skvöld og er reynt að hafa eitthvað um að vera hverja helgi. Einnig er starfræktur gönguhópur sem fer í gönguferðir tvisvar í viku. Að fundunum loknum er fyrir því hefð að hvíla lúin bein og spjalla saman yfir kaffibolla. Undirritaður vill, fyrir hönd fé- Félagsskapur Markmið Félags fráskil- inna og einstæðra er áhersla á mannleg sam- skipti, segir Guðmund- ur Valtýsson, þar sem félagsmönnum gefst kostur á að vera virkir þátttakendur í félags- starfinu. lagsins, hvetja fólk til að kynna sér starfsemi þess og kanna hvort þarna sé hugsanlega á ferðinni fé- lagsskapur sem gæti hentað því sjálfu eða einhverjum sem það þekkir og er fráskilinn eða ein- stæður. Félagsskapurinn er fyrir hendi, það þarf aðeins að bera sig eftir björginni. Nýir meðlimir eru að sjálfsögðu velkomnir og geta þeir haft samband við undirritað- an. Afmælisfundur er haldinn í kvöld í Risinu, Hverfisgötu 105, og eru allir þeir sem verið hafa félags- menn í gegnum árin velkomnir. Höfundur er í stjórn Félags fráskil- inna og einstæðra. Guðmundur Valtýsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.