Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra um gagnrýni formanns VMSI Höfum ekki grafíð undan stöðugleikanum Morgunblaðið/Bernhald Jóhannesson Matartími hjá slökkviliðsmönnum á Hellu og Hvolsvelli. Slökkviliðsmenn ásamt leiðbeinendum. Morgunblaðið/Kristinn Erfitt getur reynst að glöggva sig á gildi peningaseðla við fyrstu sýn. Efsti seðillinn á myndinni er ófalsaður en sá neðri er hinsvegar falsaður. Greitt með fölsuðum seðlum í MH ÞRIR falsaðir þúsund króna seðlar komust í umferð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í vikunni. Uppgötv- aðist hátterni ókunnra og óprútt- inna viðskiptaaðila skólans í gær og í fyrradag þegar seðlamir fúndust, en þeir eru mjög líkir löglegum seðlum, þótt heldur sé pappírinn í þeim nokkru þykkari og stamari auk þess sem litimir em dekkri en í hinum löglegu. Þá vantaði segul- þráð og vatnsmerki í fölsuðu seðl- ana. Tveir seðlanna fundust á þriðju- dagskvöld þegar verið var að gera upp sölu dagsins eftir miðasölu á skóladansleik MH og sá þriðji, sem fannst í gær, hafði að líkindum verið notaður í viðskiptum við matsölu skólans. Strax var haft samband við lög- regluna og henni afhentir fölsuðu seðlamir. Að sögn Gunnars Hallgrimsson- ar, útskriftamema og starfsmanns matsölu MH, var gripið til þess ráðs að bregða öllum peningaseðlum eft- ir viðskiptin í gærmorgun upp í skært ljós til að kanna áreiðanleika þeirra, eftir að sá falsaði uppgötvað- ist, en þeir reyndust sem betur fer góðir og gildir. Að sögn Ingvars A. Sigfússonar, rekstrarstjóra Seðlabankans, eru 1,5 milljónir þúsund króna seðlar í umferð á Islandi, en árlega koma fram 15-20 seðlar, sem reynast fals- aðir eða um 0,001% af gildum þús- und króna seðlum í umferð. Heyri það hins vegar til algjörra undan- tekninga ef eftirlíkingar af öðmm fölsuðum seðlum koma fram. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vísar því á bug að stjórnvöld hafi grafið undan stöðugleika í landinu og að gengið hafi verið á bak kosn- ingaloforða eins og Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands Islands, hélt fram í setn- ingarræðu sinni á þingi VMSI sl. þriðjudag. Björn Grétar sakaði stjórnvöld um að hafa ekki staðið við sín loforð um að vera bakhjarl- ar launastefnu sem tryggði stöðug- leika og vaxandi kaupmátt. „Það er ekki hægt að færa nein rök fyrir þessu. Þvert á móti emm við að skila ríkissjóði með miklum afgangi. Við höfum staðið að því með Seðlabankanum að vextir hafa hækkað og við emm að fresta framkvæmdum,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð sagði það rangt að hann hefði gengið á bak kosningalof- orða frá í vor. „Ég var sakaður um það í kosningabaráttunni, ekki bara af andstæðingum heldur jafnvel af samherjum, að ég hefði ekki gefið nein kosningaloforð, þannig að það væri fróðlegt að vita hvaða kosningaloforð átt er við,“ sagði Davíð. UM 47% íslendinga eru mjög eða frekar sammála því að Reykjavík- urflugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni í Reykjavík, um 31% eru ósammála því en um 22% hafa ekki myndað sér skoðun á því. Þetta kemur fram í skoðanakönn- un sem Pricewaterhouse Coopers gerði í lok september á viðhorfi ís- SLÖKKVILIÐSMENN á Hellu og Hvolsvelli tóku það undarlega ró- lega þegar eldur kom upp í hús- inu á Bakkavöllum í Hvolhreppi um síðustu helgi. í stað þess að reyna að slökkva eldinn fengu þeir sér kaffi og borðuðu nestið sem þeir höfðu tekið með sér. Þetta átti sér hins vegar eðlileg- ar skýringar því að þeir voru á reykköfunarnámskeiði á vegum Brunamálaskóla Brunamála- stofnunar ríkisins. Eftir að hafa setið á skólabekk í tvo daga var lendinga til staðsetningar Reykja- víkurflugvallar en spurt var: Ertu sammála eða ósammála því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni í Reykjavík? Úrtakið var 1.100 manns alls staðar að af landinu á aldrinum 18 til 75 og var nettósvar- hlutfall um 61%. Húsið brennur og slökkviliðið í kaffí farið að Bakkavöllum og kveikt í gamla íbúðarhúsinu í æfingar- skyni. fbúðarhúsið að Bakkavöll- Lítill munur var á afstöðu karla og kvenna til málsins en nokkur munur var á afstöðu íbúa höfuð- borgarsvæðisins og íbúa lands- byggðarinnar. 45,5% íbúa höfuð- borgarsvæðisins eru mjög eða frekar sammála því að hann verði áfram í Vatnsmýrinni, 36,5% eru mjög eða frekar ósammála og um 18% hafa ekki myndað sér skoðun. Um 50% íbúa landsbyggðarinnar eru mjög eða frekar sammála, um 21,5% eru mjög eða frekar ósam- mála og um 28,5% hafa ekki mynd- að sér skoðun. Flestir nefndu Keflavík Þeir sem voru mjög eða frekar ósammála því að fiugvöllurinn yrði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni voru spurðir: Hvar á flugvöllurinn frekar að vera staðsettur? Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 43,5% Keflavík, um 13% sögðu utan Reykjavíkur/byggðar, um 12% sögðu Hafnarfjörður/Hafnarfjarð- arhraun, um 3% Sandskeið og um 28,5% nefndu annað. um hafði lokið tilgangi sínum og staðið autt í mörg ár. Þórður Bogason og Oddur Hallgrímsson frá slökkviliðinu í Reykjavík voru aðalkennarar á námskeiðinu og voru þeir slökkviliðsmönnum á Hellu og Hvolsvelli til halds og trausts þegar íbúðarhúsið á BakkavöII- um var brennt. Að æfingunni lokinni var húsið látið brenna eins og hægt var og siðan var það rifið með gröfu og grafið. Lést í bílslysi MAÐURINN sem lést í bílslysi í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjar- sýslu á mánudagskvöld hét Sigurður Thorlacius Rögnvaldsson, jarð- skjálftafræðingur, til heimilis að Sjávargötu 9 í Bessastaðahreppi- Hann var fæddur 11. janúar árið 1964 og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Stór ’fíkni efnafundur UM 230 grömm af hassi og á bilinu 10 til 20 grömm af amfetamíni fund- ust við húsleit í iðnaðarhúsnæði í vesturbæ Kópavogs síðdegis í gær. í húsinu voru nokkrir menn á fertugs- aldri við vinnu og viðurkenndi einn þeirra að hann ætti efnin. Arkin og kjarnavopnin „Okkur kann að skjátlast“ „OKKUR kann að skjátlast en ýmsar vísbendingar gefa okkur enn sem fyrr tilefni til að gruna að kjarnavopn hafi verið stað- sett á Islandi." Bandaríska stórblaðið Was- hington Post hafði þetta í gær eftir William M. Arkin, einum höfundi skýrslu, sem birtist ný- lega í tímaritinu Bulletin of Atomic Scientists, en þar er full- yrt að kjarnorkuvopn hafi verið á Islandi á árunum 1956-’59. Bandaríkjastjóm neitaði því formlega fyrir helgi að kjarna- vopn hefðu verið á Islandi á dögum kalda stríðsins, en slík yfirlýsing er óvenjuleg að því leyti að það er stefna Banda- ríkjastjómar að neita hvorki né játa neinu um staðsetningu kjamavopna. Skoðanakönnun um staðsetningu Reykjavrkurflugvallar Helmingur vill flugvöll áfram í Vatnsmýrinni Sérblöð f dag ISSfiðUR KSÍ að falla á tíma í lands- liðsþjálfararáðningu / B1 Kristinn Hafliðason til Raufoss í Noregi / B8 Með Morgun- blaðínu í dag fylgir 12 síðna blað frá Kringlunni, „Kringlukast“. Fylgstu r,i t ð nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.