Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjávarútvegsráðherra og stjórnendur í sjávarútvegi undrast áhugaleysi á sjávarútvegsnámi
aðir eru úr sjávarút-
vegsfræðum frá Há-
skólanum á Akureyri
ganga almennt í fjöl-
breytt og vel launuð
störf, jafnt hjá sjávar-
útvegsfyrirtækjum sem
tölvufyrirtækjum,
bönkum og sjóðum.
Sj ávarútvegsráðherra
og stjórnendur sjávar-
útvegsfyrirtækja lýsa
furðu sinni á því að að-
sókn í nám af þessu
tagi skuli ekki vera
meiri en raun ber vitni.
í MORGUNBLAÐINU í gær
kom fram að aðsókn í nám á sviði
sjávarútvegs, bæði á framhalds-
skóla- og háskólastigi, væri mjög
dræm og hefði minnkað verulega að
undanfömu. Stjórnendur náms-
brauta lýstu yflr áhyggjum vegna
þróunarinnar. Bentu margir á að
neikvæð fjölmiðlaumræða um sjáv-
arútveg undanfarið hefði gefíð ungu
fólki ranga mynd af þeim störfum
sem í boði væru í sjávarútvegi. í
hugum unga fólksins væru störf í
sjávarútvegi láglaunastörf í frysti-
húsum.
Arni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði að það hefði komið
sér verulega á óvart hve dræm að-
sóknin að sjávarútvegsnámi Háskól-
ans á Akureyri væri.
„Það læðist að manni sá grunur
að sú umræða sem verið hefur í
gangi undanfarið, þar sem sjávarút-
vegurinn er tengdur við byggða-
vandann og byggðaþróunina í nei-
kvæðu ljósi, hafí haft áhrif á þetta,“
segir Arni. Hann segir aðspurður að
erfítt verði að breyta umræðunni, en
Sjávarútvegsfræðingar
eftirsótt vinnuafl
Nemendur sem útskrif-
hún sé á skjön við stöðu greinarinn-
ar í heild. Eins og stendur sé hún
mjög góð og hafi farið batnandi.
Ekkert bendi til þess að erfiðleikar
muni eiga sér stað í greininni, þótt
hún sé ávallt háð breytingum í nátt-
úrunni og á erlendum mörkuðum,
þar sem 99% afurðanna séu flutt út.
Vegna þessarar góðu stöðu atvinnu-
greinarinnar eigi hann erfítt með að
skilja hvers vegna ungt fólk sýni því
lítinn áhuga að starfa við hana.
Eðlilegt að starfa við undir-
stöðuatvinnuveg þjóðarinnar
Aðspurður um hvort hann teldi
það bæta stöðuna ef námið yrði
tengt betur við atvinnulífið sagðist
hann ekki telja að það myndi breyta
miklu. „Það hefur verið reynt til
dæmis í Fiskvinnsluskólanum en
hefur ekki leitt til verulegrar aukn-
ingar í umsóknum. Ég á erfitt með
að átta mig á því á þessu stigi af
hverju þessi dræma aðsókn stafar
en ef svo heldur sem horfir þá þarf
auðvitað að skoða málið.“
Þegar Morgunblaðið grennslaðist
fyrir um störf þeirra sem útskrifast
hafa úr sjávarútvegsfræði frá Há-
skólanum á Akureyri kom í ljós að
flestir, ef ekki allir, voru í vel laun-
uðum störfum af margvíslegum
toga, sem öll tengdust sjávarútvegi.
Morgunblaðið spurði tvo þeirra út í
námið og störfin sem þeir fást nú
við.
Haraldur Grétarsson lauk námi í
sjávarútvegsfræði frá Háskólanum
á Akureyri árið 1994. Hann var
staðráðinn í að fara í þetta nám
jafnvel þótt hann þekkti lítið sem
ekkert til sjávarútvegsins áður en
hann hóf námið. „Ég lít á háskóla-
nám sem fjárfestingu og því verður
ekki breytt að ísland lifir af sjávar-
útveginum, en milli 70 og 80%
gjaldeyristekna þjóðarinnar koma
þaðan. Undirstaða þjóðarinnar er
sjávarútvegurinn og ég gat ekki
hugsað mér að vinna ekki á þvi sviði
sem mest verðmætasköpun á sér
stað,“ segir Haraldur, sem nú er
framkvæmdastjóri Onward Fishing
Company, dótturfyrirtækis Sam-
herja í Skotlandi. Hann fékk strax
vinnu hjá Samherja að loknu námi
og í byrjun síðasta árs tók hann við
stöðunni í Skotlandi.
Haraldur segist geta mælt með
náminu og segir að sjávarútvegur-
inn sé áhugaverð grein þar sem fullt
sé af krefjandi störfum. „Námið á
fullan rétt á sér á íslandi í dag. Við
munum áfram lifa af sjávarútvegin-
um og það hlýtur að vera krafa að
við menntum fólk á því sviði. Sjáv-
arútvegurinn er hluti af okkar lífi
eins og tölvur eru á nýrri öld. Það
þýðir ekki fyrir okkur að afneita
tölvutækninni og sama gildir um
sjávarútveginn, við getum ekki af-
neitað því að hann er undirstaða
okkar velferðarkerfis," segir Har-
aldur að lokum.
Margir starfa hjá
Tölvumyndum
Rúnar Þór Sigursteinsson er líka
sjávarútvegsfræðingur frá HA og
útskrifaðist sl. vor. Hann starfar hjá
Tölvumyndum hf. við að setja upp
Wisefish-hugbúnað, sem er sérstak-
ur aukapakki af Navision Financi-
als-hugbúnaðinum ætlaður sjávar-
útvegsfyrirtækjum. Rúnar Þór er
úr sjávarútvegsfjölskyldu svo leiðin
lá í þann geira, að hans sögn.
Rúnar vann með náminu hjá
PriceWaterhouseCoopers á Akur-
eyri en að loknu námi bauðst honum
starf hjá Tölvumyndum þar sem
einir átta aðrir sjávarútvegsfræð-
ingar starfa. „Við störfum við ráð-
gjöf og uppsetningu á Wisefish-bún-
aðinum í sjávarútvegsfyrirtækjum
hérlendis, í Kanada, Bandaríkjun-
um og í Færeyjum. Búnaðurinn er
alhliða upplýsingakerfi sem kemur
öllu í fyrirtækinu við, allt frá birgð-
um til bókhalds, útgerðar, jgæða-
kerfis og launaútreikninga. Astæð-
an fyrii' því að sjávarútvegsfræðing-
ar eru fengnir í þessi störf er líklega
sú að það er auðveldara að kenna
okkur á tölvur en að setja tölvu-
fræðinga inn í það hvernig sjávarút-
vegsfyrirtækin virka,“ segir Rúnar'.
Hann segir að námið henti vel í
þetta starf sem og fjölmörg önnur
þar sem það sé þverfaglegt. Hann
segir að þær hugmyndir sem menn
telji að ungt fólk hafi af störfum í
sjávarútvegi séu algerlega á mis-
skilningi byggðar. Þeir sem útskrif-
ist með háskólapróf á þessu sviði
séu í þjónustu- og tæknistörfum, en
ekki á lágum launum í frystihúsa-
vinnu. „Fyrst fóru flestir sem út-
skrifuðust til starfa hjá sölusam-
böndunum, síðan urðu þeir eftir-
sóttir í gæðastjórnun og nú eru þeir
fengnir í þjónustugreinar og tölvu-
bransann,“ útskýrir Rúnar.
Þörfín fyrir menntað vinnuafl
að margfaldast
Stjórnendur sjávarútvegsfyrir-
tækja kváðust einróma hafa mjög
góða reynslu af fólki útskrifuðu úr
sjávarútvegsfræðum, að öðrum
ólöstuðum. Hjá Utgerðarfélagi
Akureyringa starfa þrír sjávarút-
vegsfræðingar og segir Guðbrandur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri UA,
að þörf fyrirtækjanna fyrir fólk með
þessa menntun sé að margfaldast,
sérstaklega á sviði vöruþróunar og
markaðsmála. „Það eru að verða
breytingar í greininni. Ég held að
einingunum muni fækka og þær
stækka og aukin eftirspurn verði
eftir séi’hæfðara vinnuafli," segir
Guðbrandur.
Róbert B. Agnarsson, fram-
kvæmdastjóri SÍF ísland, lýsir
furðu sinni á því að fieiri skuli ekki
sækjast eftir þessu námi, miðað við
mikilvægi sjávarútvegs fyrir þjóð-
arbúið. Líklega þui’fi að kynna nám-
ið betur fyi’ir ungu fólki þar sem
fjölmörg tækifæri bjóðist ungu fólki
með þessa menntun, bæði hérlendis
sem erlendis.
Alyktun um virkjunarframkvæmdir á Austurlandi
lögð fram á þingi VMSÍ
Lýsa yfir stuðningi
við álver og virkjun
SAUTJÁN aðilar í forystu verka-
mannafélaga víðs vegar um landið
lögðu í gær fram ályktun um virkj-
unarframkvæmdir á Austurlandi á
þingi Verkamannasambands ís-
lands. I ályktuninni er lagt til að
þingið styðji eindregið áform um
nýtingu orkunnar til orkufreks iðn-
aðar í Austurlandsfjórðungi. Jafn-
framt er lögð áhersla á að Fljóts-
dalsvirkjun ásamt álveri við Reyð-
arfjörð séu án efa áhrifamestu að-
gerðir til að vinna gegn þeirri
byggðaröskun sem átt hafi sér stað
mörg undanfarin ár í fjórðungnum.
Framkvæmdir sem fyrst
Þá er það undirstrikað að mikil-
vægt sé að framkvæmdir við
Fljótsdalsvirkjun hefjist sem fyrst
að nýju, þannig að áform um upp-
Skiptar skoðanir
á þinginu og óvíst
hver niðurstaðan
verður
byggingu álvers við Reyðarfjörð
verði ekki sett í uppnám.
Undir ályktunina skrifa 17 for-
ystumenn í verkamannafélögum og
þar af eru 10 frá Austurlandi. Hall-
dór Bjömsson, formaður Eflingar,
skrifar undir ályktunina ásamt for-
mönnum verkamannafélaganna í
Keflavík, Akureyri, Akranesi,
Húsavík, Blönduósi og Rangár-
vallasýslu, svo nokkrir séu nefndir.
Sigurður Ingvarsson, forseti AI-
þýðusambands Austurlands, lagði
ályktunina fram. Hann segir að
undirtektir hafi verið misjafnar og
erfitt sé að meta á þessu stigi
hvaða afgreiðslu ályktunin fær á
þinginu.
Að sögn Sigurðar er þetta stórt
mál fyrir alla þjóðina. Virkjunar-
framkvæmdir muni leiða til þess að
mikið verði á seyði á Austurlandi
fram til ársins 2015 og það tímabil
geti menn síðan notað til að byggja
fjórðunginn upp til framtíðar.
„Okkar vantar einhverja svona
vítamínssprautu til að snúa fólks-
flóttanum við. Við fyrsta áfanga ál-
vers myndum við fá til baka þann
mannfjölda sem við höfum verið að
glata á síðustu 10 árum. Og síðan
mikið meira í framhaldinu,11 segir
Sigurður.
Andlát
EGILL
ÓLAFSSON
EGILL Ólafsson,
bóndi og safnvörður
frá Hnjóti í Rauða-
sandshreppi í V-
Barðastrandarsýslu er
látinn. Hann fæddist á
Hnjóti 14. október
1925. Foreldrar hans
voru Ólafía Egilsdóttir
ljósmóðir og Ólafur
Magnússon bóndi.
Egill stundaði nám í
Héraðsskólanum á
Núpi og lauk þaðan
prófi 1943. Prófi frá
Bændaskólanum á
Hvanneyri lauk hann
1946. Egill starfaði á Hnjóti allt sitt
líf. Auk búskapar starfaði hann sem
flugvallarvörður á Vestfjörðum frá
árinu 1973 og var landgræðsluvörð-
ur á Vestfjörðum frá árinu 1971.
Egill hafði brennandi áhuga á
varðveislu menningarverðmæta,
ekki síst úr atvinnusögu landsins.
Hann safnaði munum sem tengjast
landbúnaði og sjávarútvegi, en
þekktastur er hann þó fyrir flug-
minjasafn sem hann
byggði upp á Hnjóti.
Safnið var formlega
opnað árið 1991.
Egill tók virkan þátt
í félagsmálum og
gegndi ýmsum tiúnað-
arstörfum fyrir Rauða-
sandshrepp. Hann var
formaður Búnaðarfé-
lagsins Örlygs í Rauða-
sandshreppi tvívegis á
árunum 1951-1979,
formaður Sparisjóðs
Rauðasandshrepps
1977-1983, fox-maður
stjómar Ræktunar-
sambands V-Barðastrandarsýslu
1961-1978, í stjórn Mjólkursamlags
V-Barðastrandarsýslu í áratugi og
formaður náttúruverndamefndar V-
Barðastrandarsýslu 1973-1990.
Egill var sæmdur í’iddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu árið
1989.
Egill var kvæntur Ragnheiði
Magnúsdóttur. Þau eignuðust fjög-
ur böm.