Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eyfirsk fyrirtæki hyggja á markaðssókn í Færeyjum UNDIRBUNINGUR ferðar full- trúa eyfirskra fyrirtækja til Færeyja stendur nú yfir en At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinnur að honum. Farið verður ut- an 15. nóvember næstkomandi. AUs fara fulltrúar 11 fyrirtækja í Eyja- firði til Færeyja, úr iðnfyrirtækj- um, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Tilgangur ferðarinnar er að koma á tengslum og viðskiptasamböndum á þessum markaðssvæðum. íslensku sendinefndinni verður í upphafi kynnt atvinnu-, við- skipta- og þjóðlíf í Færeyjum, en mun síðan hitta fulltrúa frá fær- eyskum fyrirtækjum. Þannig verður reynt að koma á beinum samböndum í þeirri von að lagður verði grunnur að framtíðarverk- efnum. Utflutningsráð Islands í samvinnu við Færeysku menning- arstovuna hafa það verkefni með höndum að finna færeysk fyrir- tæki sem áhuga hafa á að senda fulltrúa á fundina. Að heimsókn lokinni mun eyfirsku fyrirtækjunum standa til boða aðgangur að markaðsfræðing- um í Færeyjum og greiðir Útflutn- ingsráð föst laun þeirra. Vinna fyr- irtækjanna sjálfra mun þannig ráða miklu um árangurinn af Færeyja- heimsókninni, en fyrirhugað er að fyrirtækjum gefist einnig kostur á að taka þátt í sýningunni Ton’ek 2000 í Færeyjum á næsta ári. Astæða fararinnar er m.a. sú að fulltrúar fyrirtækjanna skynja mai-kaðstækifæri í Færeyjum og hafa mörg þeirra um skeið haft hug á að kanna þann markað frekar. Færeyingar virðast hafa áhuga á Islandi og íslenskum vörum og fer hann vaxandi. Þá má nefna að nú bjóðast vikulegar áætlunarsigling- ar vöruflutningaskipa milli Akur- eyrar og Þórshafnar í Færeyjum. Leikfélag Akureyrar og Menor Atján handrit bárust í leikritasamkeppni LEIKFÉLAG Akureyrar og Menningarsamtök Norðlendinga, Menor, standa sameiginlega að einþáttungssamkeppni en frestur til að skila inn handriti rann út 1. október síðastliðinn. Alls bárust átján handrit og hefi ur dómnefnd nú tekið tO starfa. í henni eiga sæti Sigurður Hróars- son, leikhússtjóri fyrir hönd Leik- félags Akureyrar, Sigurður Hall- marsson, leikari og fyrrverandi skólastjóri á Húsavík, tOnefndur af Menor og sr. Hannes Örn Blandon, prófastur í Eyjafirði, tilnefndur af Bandalagi íslenskra leikfélaga. Stefnt er að því að verðlauna ARBONNE INTERNATIQNAL Jurtasnyrtivörur ón ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðið um land allt. þrjá einþáttunga og verður niður- staðan kynnt í janúar á næsta ári. Fyrstu verðlaun eru 150 þúsund krónur, önnur verðlaun 75 þúsund krónur og þriðju verðlaun sömu- leiðis 75 þúsund krónur. Bankar og fjármálastofnanir á Norðurlandi gefa verðlaunin. Leikfélag Akureyrar ráðgerir að sýna einþáttunginn sem hlýtur fyrstu verðlaun á árinu 2000. Þá ætla LA og áhugaleikfélög á Norðurlandi að setja upp fleiri einþáttunga úr keppninni, jafnt verðlaunaverkin sem önnur ef áhugi er fyrir og um semst við höfunda. Skákmót TÍU mínútna mót fyrir 45 ára og eldri verður haldið á vegum Skákfélags Akureyrar í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. októ- ber og hefst það kl. 20. Hausthraðskákmót Skákfé- lags Akureyrar verður haldið næsta sunnudag, 31. október og hefst það kl. 14. Teflt verð- ur í Skipagötu 18, 2. hæð. Flytjum hjólbarðaverkstæði okkar í austurenda Hekluhúss við Dalsbraut. Opnum föstudagsmorguninn 29. október í glæsilegu húsnæði og nú geta allir komið inn í hlýjuna og fengið sér kaffisopa á meðan Svenni Bjarman og hans lið sér um bílinn. Oll bestu merkin í hjólbörðum á hagstæðu verði. Felgur — nýjar og notaðar. Verið velkomin! Höldur ehf. elsta hjólbarðaverkstæðið á Akureyri, símar 461 3000, 461 5100, fax 461 5104. Morgunblaðið/Kristján Súlan EA á veiðar eftir 100 daga stopp „Kominn tími til að fara að gera eitthvaðu ÍSLENSKU nótaveiðiskipunum er farið að fjölga á loðnumiðun- um við Kolbeinsey, eftir að fréttist af ágætis veiði þar síð- ustu daga. Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA, kallaði sína menn til skips í gærmorg- un og hélt á miðin við Kolbeins- ey. Ekki var annað að sjá en skipverjarnir væru nokkuð glaðhlakkalegir á svip og til- búnir í slaginn en Súlan hefur Iegið við bryggju á Akureyri frá því um miðjan júlí eða í ríf- lega 100 daga. „Það leggst alltaf vel í okkur að halda til veiða, ekki síst nú eftir langt og strangt stopp og því kominn tími til að fara að gera eitthvað,“ sagði Bjarni skipstjóri skömmu fyrir brott- för. Hann sagðist þó hafa vissar áhyggjur af því að tíðarfarið gæti haft áhrif á veiðarnar enda erfiðasti tími ársins að fara í hönd. Skipveijar á Súlunni leystu landfestar kl. 10 í gærinorgun og á myndinni er Kristján Pét- ursson að hífa kaðalinn um borð. Félag vélsleðamanna við Eyjafjörð Aðalfundur í Blóma- skálanum AÐALFUNDUR Félags vélsleðamanna í Eyjafirði verð- ur haldinn í Blómaskálanum Vín við Hrafnagil í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. október, og hefst hann kl. 20.30. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður myndasýning og einnig verða ýmis hagsmunamál sleða- fólks á svæðinu til umræðu. Aðalfundurinn markar nokk- urs konar upphaf vélsleðatíðar- innar við Eyjafjörð ár hvert en þar gefst kjörið tækifæri til að spá í spilin fyrir veturinn og rifja upp minnisstæða atburði frá síðasta vetri. Boðið er upp á kaffiveitingar í boði félagsins. Markmið Félags vélsleða- manna í Eyjafirði er að vinna að hagsmunamálum vélsleða- fólks á svæðinu og ekki síst að stuðla að betri vélsleðamenn- ingu, t.d. að hamla gegn óþarfa akstri vélsleða í þéttbýli. Fé- lagið stendur fyi’ir ýmsum við- burðum og þar ber hæst árlega útilífssýningu sem ber nafnið Vetrarsport en hún verður haldin í íþróttahöllinni á Akur- eyri dagana 13. og 14. nóvem- ber næstkomandi. Listasafnið á Akureyri Fyrirlestur um Tví- æringinn JÓN Proppé myndlistargagn- rýnandi heldur íyrirlestur um tvíæringinn, stærstu sýningu á samtímalist sem haldin er reglulega í Feneyjum. Fyrir- lesturinn verður fluttur á Listasafninu á Akureyri föstu- daginn 29. október kl. 21. Tvíæringurinn var haldinn í 48. sinn í sumar, en í á aðra öld hefur hann verið einn af há- punktunum í alþjóðlegu sýn- ingarhaldi. Verk frá sextíu löndum voru á sýningunni og voni þau í sérbyggðum skál- um, en auk þess var fjölmörg- um af þeim listamönnum sem mesta athygli hafa vakið boðið að sýna í sérstöku sýningar- rými þar sem yfir tíu þúsund fermetrar voru til ráðstöfunar. Jón Proppé fór á tvíæring- inn í sumar og heldur erindi um sýninguna í Listasafninu. Með erindinu mun hann sýna fjölmargar skyggnur af verk- um listamannanna á sýning- unni auk þess að fjalla um helstu stefnur og nýjungar sem þar mátti greina. Bæjarráð fjallar um nektardansstaði Ekki heimild til að banna starfsemina NEKTARDANSSTAÐIR voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær, en nú nýlega hafa tvö erindi vegna þeirra borist bæj- arráði. Þrír skemmtistaðir á Akur- eyri bjóða upp á slíka dansa um þessar mundir. Annað erindið er frá Norð- andeild Stéttarfélags íslenskra fé- lagsráðgjafa en í því eru bæjaryf- irvöld spurð hvemig þau ætli að bregðast við því ástandi sem skap- ast hefur. Þá var lögð fram ákorun til bæjarstjórnar Akureyrar frá opnum fundi jafnréttisnefndar sem haldinn var síðasta sunnudag þar sem því er beint til bæjaryfir- valda að nú þegar verði rekstur nektardansstaða á Akureyri bann- aður. Bæjamáð bendir á með vísan til núgildandi laga að bæjarstjórn hafi ekki heimild til að banna slíka starfsemi í bæjarfélaginu, en sam- kvæmt upplýsingum bæjarráðs er unnið að breytingum á þeim lögum og reglum sem um þessi mál gilda. Samþykkti bæjarráð á fundi sínum í gær að senda umrædd er- indi til félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis með ósk um upplýsingar um það hvaða vinna er í gangi á vegum hins opinbera til að stemma stigu við óæskileg- um áhrifum umræddrar starfsemi á íslenskt samfélag, en bæjarráð telur að þær ábendingar og at- hugasemdir sem fram hafa komið um starfsemi nektarstaðanna og áhrif þeirra séu þess eðlis að full ástæða sé til að taka þær alvar- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.