Morgunblaðið - 28.10.1999, Page 20

Morgunblaðið - 28.10.1999, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Ályktanir á aðalfundi SR Islenskar áhafnir á flutningaskipin A AÐALFUNDI Sjómannafélags Reykjavíkur sl. þriðjudag voru tvær ályktanir samþykktar ein- róma. Ananrs vegar ályktun um að íslenskar áhafnir skuli vera á ís- lenskum ílutningaskipum í varnar- liðsflutningum og hins vegar krafa um starfsemi við Reykjavíkurhöfn sem tengist atvinnulífi hennar. Ályktunin varðandi varnarliðs- flutningana er eftirfarandi: „Undanfarin ár hafa íslensk og bandarísk skipafélög skipt á milli sín vöruflutningum fyrir banda- ríska varnarliðið í Keflavík. Bandarísk lög gera þá kröfu til þarlendra skipafélaga að áhöfn þessara skipa sé bandarísk. í mill- iríkjasamningum er venja að jafn- ræði og gagnkvæmni ríki í við- skiptum. Svo er ekki í þessu tilliti. íslensk stjórnvöld gera ekki, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur íslenskra farmannasamtaka þarum, að ís- lensku flutningaskipin í varnarliðs- flutningunum séu mönnuð íslend- ingum. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn 26. október 1999, ítrekar hér með kröfu sína um að stjórnvöld geri það að skil- yrði að skip íslensku flutningsaði- lanna séu mönnuð Islendingum. Verði stjórnvöld ekki við kröfum félagsins mun félagið áskilja sér fullan rétt til að framfylgja kröfum sínum með öðrum viðeigandi að- gerðum.“ Lifandi starfsemi Ályktunin varðandi Reykjavík- urhöfn hljóðar svo: „Um áratuga skeið var Reykja- víkurhöfn miðpunktur allrar at- vinnustarfsemi höfuðborgarinnar. Þar barst á land mestur hluti að- fluttra nauðsynja, þaðan voru fluttar út verðmætustu útflutn- ingsvörur landsmanna allra og þangað komu nánast allir farþegar til landsins sem sigldu með far- þegaskipum. Nú er hins vegar svo komið að mestur hluti verðmætaskapandi atvinnustarfsemi höfuðborgarinn- ar hefur verið flæmdur frá gömlu höfninni í miðborg Reykjavíkur og í mörgum tilvikum langt út fyrir borgina til annarra sveitarfélaga. Menning sjómanna, hafnar- verkamanna og annars alþýðufólks hefur um aldir verið aðalsmerki gömlu hafnarinnar og nánasta um- hverfis hennar. Þetta fólk skóp það samfélag sem við í dag búum við. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn 26. október 1999, gerir þá kröfu til Reykjavík- urborgar að gamla höfnin lifi, ekki sem aðsetur sinfóníu- og listmuna- húsa, heldur lifandi starfsemi sem tengist atvinnulífi hennar." ESB gengur illa að semja við Marokkó DEILUR milli aðildarríkja Evrópusambandsins hamla nú samningum um veiðiréttindi ESB innan lögsögu Marokkó. Núverandi samningur ESB og Marokkó renn- ur út þann 30. nóvember, en samn- ingurinn er sambandinu mjög mik- ilvægur, einkum Spánverjum og Portúgölum. Hundruð skipa þaðan hafa stundað veiðarnar við Marok- kó. Mörg ríki norðarlega í Evrópu- sambandinu hafa lýst andstöðu sinni við að miklum fjármunum sé varið í kaup á veiðileyfum við Mar- okkó. Þetta eru lönd eins og Eng- land, Holland, Þýzkaland og Sví- þjóð enda njóta þau í litlu eða engu þeirra veiðiheimilda, sem um kann að semjast. Þessar þjóðir vilja ekki að meira fé sé varið til kaupa á veiðiheimildum í framtíðinni, en nú er varið til þess samkvæmt gildandi samningi. Á fjárhagsáætlun Evrópusambandsins til næstu sjö ára er gert ráð fyrir að 125 milljón- um ekú verði árlega varið til þess- ara veiðileyfakaupa, en það svarar til 9,5 milljarða króna. Þá hefur komið fram krafa frá ít- ölum um að þeir fái veiðileyfi við Marokkó. Það kemur illa heim og saman við þær fyrirætlanir stjórn- valda í Marokkó að drega verulega úr veiðum ESB innan lögsögu sinn- ar. Það er því ljóst að erfitt verður að ná samningi, sem allir aðilar geta sætt sig við. Lögð verður áherzla á aukin samvinnuverkefni, auknar fjárfestingar í sjávarútvegi Marokkó, auknar landanir ESB- skipa í landinu og að skipverjar frá Marokkó verði hluti af áhöfnum skipanna. Þá er gert ráð fyrir að Marokkó fari fram á aukinn aðgang að mörkuðum ESB fyrir ávexti og grænmeti. Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins munu ræða þessi mál á fundi sínum undir lok mánaðarins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Búið er að ráða starfsfólk hjá Útgerð Arnars við vinnslu á beitukóngi og starfsemin komin í fullan gang. Á myndinni eru starfsmenn fyrirtækisins við vinnu fyrstu dagana. Vinnsla á beitukóngi hafín í Stykkishólmi Stykkishólmi - Beitukóngur hefur verið unninn í Stykkishólmi í nokk- ur undanfarin ár. Fyrirtækið Is- hákarl hf var stofnað í þeim til- gangi. En fyrirtækið lenti í ýmsum mótbyr og varð gjaldþrota nú í spmar. Eignir þrotabúsins keypti Útgerð Amars í Stykkishólmi og hefur nú hafíð vinnslu á beitukóngi. Það eru hjónin Guðbjörg Egilsdótt- ir og Guðbrandur Björgvinsson sem þar eru eigendur. Fyrir á fyr- irtækið 147 tonna fiskibát ,Arnar SH 157. Guðbrandur sagði aðspurður ástæðan fyrir því að hann keypti eignir Ishákarls væru þær að hann hefði trú á að beitukóngsveiðar og vinnsla eigi framtíð fyrir sér. Til að svo geti orðið þarf að auka veiðarn- ar. Nú leggja upp hjá honum 3 smá- bátar, sömu bátar og lögðu upp hjá íshákarl og er það of lítið magn sem frá þeim koma til að standa undir rekstri. Lágmark er að vinna 10 tonn af beitukóngi á dag. Hann ætlar sér að láta Amar SH 157 á beitukóngsveiðar í vor og tryggja með því nægilegt hráefni. Beitu- kóngsvertíðin stendur frá miðjum júní og fram undir áramót. Hafr- annsóknarstofnun áætlar að veiða megi 1000 -1200 tonn af beitukóngi árlega í Breiðafirði. Til að brúa bilið á milli vertíða ætlar Guðbrandur að verka saltfisk í húsnæðinu. Arnar SH er með 400 tonna þorskkvóta og verður sá afli undirstaða í saltfis- kvinnslunni. Að sögn Guðbrandar er beitu- kóngurinn seldur til Japans. Sölu- horfur eru góðar og verðin á upp- leið. Það er SH sem annnast söluna. Hjá beitukóngsverksmiðjunni vinna 7 manns. Möskvastærð mæld í álnum REGLUGERÐ um stærð möskva í loðnunótum hefur verið breytt í kjölfar Österbris-málsins svokall- aða og er nú miðað við fjölda möskva á hverja alin í stað innan- máls möskvanna áður. I meira en tvo áratugi hefur möskvastærð í loðnunótum verið miðuð við innanmál möskva, eða 19,7 millímetrar. í kjölfar Österbr- is-málsins urðu nokkrar umræður meðal sjómanna, útvegsmanna og netagerðarmanna um hvernig skynsamlegast væri að standa að mælingu svo lítilla möskva og hvaða reglur ættu að gilda þar um. Hafrannsóknastofnun var falið að skoða málið og lagði hún til að reglugerðinni yrði breytt og ekki yrði miðað við innanmálið heldur við 64 umferðir á alin eða 32 möskva. Þá er netið strengt eftir lengd netsins og möskvamir taldir á alin. Þetta er talin heppilegri mælingaraðferð og hentugri við framleiðslu á netinu vegna þess að gildleiki þess er misjafn og innan- málið þar með einnig. Þessi aðferð en einnig talin heppilegri til að ná fram því sem alltaf hefur verið stefnt að, þ.e. að sleppa smæstu loðnunni í gegn. Alin verið mislöng Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir al- in hafa verið notaða sem mælik- varða í sambandi við loðnunætur áratugum saman, jafnt af ungum sem öldnum. „Alin hefur reyndar verið mislöng á ýmsum tímum, auk þess sem talað er um danska alin og norska alin. í þessu sambandi er einnig talað um ákveðið margar tommur og þumlunga í einni alin en lengd þeirra er einnig mismunandi eftir því hvaða alin er átt við. Nið- urstaðan var hins vegar sú að miða við danska alin sem er 62,7 sentím- etrar eða 24 danskir þumlungar. Þessi mæling hefur tíðkast meðal sjómanna og netagerðarmanna og við sjáum enga ástæðu til að breyta því,“ segir Jón. Við biájumst velvirðingar á því aó flest hljómtæki okkar hljóma svo skýrt að þú heyrir gjarnan eitthvað sem þú áttir ekki von á. i Conrad-Johnson CAV50 lampamagnari þigalltaf langað til að heyra hvað hann er að segja REYNISSON & BLÖNDAL WWW.ROGB.IS SÉRVERSLUN MEÐ HLJÓMTÆKI • SKIPHOLTI 25 • 105 REYKJAVIK • SÍMI 51 I 6333 • INFO@ROGB.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.