Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 22
I
22 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Um tólf milljónir manna tóku þátt í kröfugöngum fyrir friði í Kólumbíu um helgina
Friðarviðræður hafnar
milli stiórnar og skæruliða
Bogota, Brussel, SÞ. Reuters.
FRIÐARVIÐRÆÐUR stjórn-
valda og skæruliða hófust loks á
sunnudag, eftir að tilraunir í þá
veru höfðu ítrekað runnið út í
sandinn síðasta árið. Nefnd á veg-
um ríkisstjórnar Kólumbíu hélt þá
til fundar við leiðtoga helstu
skæruliðahreyfingar marxista,
Byltingarhers Kólumbíu (FARC), í
héraðinu Uribe, sem er á valdi
skæruliða. Munu samninganefnd-
irnar reyna að komast að sam-
komulagi um tólf efnisatriði vænt-
anlegs friðarsamkomulags. Verður
varla hlaupið að því í ljósi blóðugra
átaka síðustu þrjátíu ára, sem kost-
að hafa tugi þúsunda manna lífið.
Ljóst er að erfitt mun verða að
ganga að kröfum skæruliða, en
þeir setja framkvæmd róttækrar
endurskoðunar á þjóðskipulagi
landsins sem skilyrði fyrir friðar-
samningum. Hafa skæruliðarnir
jafnframt farið fram á að meðlimir
í FARC verði látnir lausir úr fang-
elsum, en neita kröfum stjórnvalda
um að þeir láti af mannránum og
eiturlyfjasölu, sem eru megintekju-
lindir þeirra.
Viðræður eru nú hafnar milli stjórnvalda
og marxískra skæruliða í Kólumbíu um
hvernig binda megi enda á átökin, sem
geisað hafa í landinu í yfír þrjá áratugi.
Ekki fer á milli mála að almenningur í Kól-
umbíu þráir frið, því talið er að allt að 12
milljónir af um 40 milljónum íbúa hafí tek-
ið þátt í friðargöngum í borgum landsins
um síðustu helgi.
Aðdragandinn brösóttur
Samningaumleitanir um við-
ræðugrundvöll voru hafnar í janú-
ar á þessu ári, en tóku skjótan endi
þegar skæruliðar sökuðu stjórn-
völd um að standa í leynimakki
með vopnuðum sveitum hægri-
manna. Þráðurinn var þó tekinn
upp að nýju í vor og tilkynnti ríkis-
stjómin í byrjun maí að samkomu-
lag hefði náðst um dagskrá friðar-
viðræðnanna. Upphafi þeirra var
þó frestað nokkmm dögum síðar
og aftur í byrjun júlí, þegar til
deilna kom um hugsanlega þátt-
töku alþjóðlegra eftirlitsnefnda í
friðarferlinu. Eftir að skæruliðar
hófu svo sókn í átt til höfuðborgar-
innar Bogota um miðjan júlí, leit út
fyrir að ekkert yrði af friðarvið-
ræðunum.
Ríkisstjórn Andres Pastrana
forseta lét þó nýlega af kröfum um
að erlendir aðilar hefðu eftirlit með
svæðum sem eru á valdi skæruliða,
og tókst þannig að fá þá að samn-
ingaborðinu. Þrátt fyrir augljósan
friðarvilja meðal þjóðarinnar hefur
Pastrana verið gagnrýndur fyrir að
gefa of mikið eftir, án þess að fá
neinar tryggingar í staðinn.
Skæruliðarnir virðast hafa litla
samúð meðal Kólumbíumanna og í
nýlegri skoðanakönnun kváðust
þrír fjórðu aðspurða telja að fram-
ganga þeirra í samningaviðræðun-
um væri óheiðarleg.
Pastrana hefur vísað þessari
gagnrýni á bug og bendir á að það
sé stór áfangi að fá skæruliðana til
Að minnsta kosti tvær milljónir manna tóku þátt í friðargöngu
í Bogota, höfuðborg Kólumbfu, á sunnudag.
að ganga til samninga. „Friður er
langt ferli sem ekki næst frá degi
til dags,“ sagði Pastrana á föstu-
dag, þar sem hann var í heimsókn
á Spáni. Kvaðst hann vona að sam-
komulag næðist áður en kjörtíma-
bil hans rennur út árið 2002, en
sagðist ekki geta ábyrgst að það
tækist. „Það sem skiptir höfuðmáli
er að taka fyrsta skrefið og að póli-
tískur vilji sé fyrir hendi til að gera
það,“ sagði Pastrana.
Ótrúleg þátttaka í friðargöngum
Almenningur í Kólumbíu lét
væntingar sínar til viðræðna
skæruliða og stjómvalda berlega í
ljós um helgina, því meira en fjórð-
ungur landsmanna, um 12 milljón-
ir, tók þátt í friðargöngum. Kom
fólk saman í um 700 borgum og
bæjum og krafðist þess bundinn
yrði endi á ofbeldisverkin, sem orð-
ið hafa um 35 þúsund manns að
bana á síðasta áratug og neytt 1,5
milljón manna til að yfirgefa heim-
ili sín.
Friðargöngurnar voru skipu-
lagðar af borgaralegum samtökum
er nefnast „No mas“, sem útleggst
á íslensku „Ekki meira“. Njóta þau
stuðnings stjórnvalda, sem fagna
slíkum þrýstingi á hreyfíngar
skæruliða. Markmið samtakanna
er að knýja stjórnvöld og skæru-
liða til að semja um vopnahlé og
FBI og fsraelar fylgjast með dómsdagssöfnuðum
Ottast hermdarverk
Jerúsalem. AFP, Keulers.
BANDARÍSKA leyniþjónustan,
FBI, hefur að undanfömu aðstoðað
ísraelsku leyniþjónustuna við að
bera kennsl á félaga í kristnum
dómsdagssöfnuðum, sem hafa hugs-
anlega í hyggju að svipta sig lífi um
aldamótin eða sprengja upp moskur
múslima í Jerúsalem.
Israelska dagblaðið Haaretz
sagði á þriðjudag að Shlomo Ben
Ami, öryggismálaráðherra í ísrael,
hefði átt fund með Janet Reno,
dómsmálaráðherra Bandaríkjanna,
í Washington á mánudag þar sem
rætt var um aðgerðir gegn félögum
dómsdagssöfnuðunum. Óttast er,
að þeir muni grípa til ofbeldis enda
trúi þeir því, að það geti flýtt fyrir
endurkomu Krists.
Meira en 60 reknir á árinu
ísraelar ráku eftir helgina úr
landi 21 mann, þar af fimm böm.
Var um að ræða 20 Bandaríkja-
menn og einn Astrala, félaga í söfn-
uðunum „Sonum bænarinnar“ og
„Musteri Salómons“. Voru þeir
grunaðir um að ætla að sprengja
upp Al-Aqsa-moskuna á Musteris-
fjallinu eða svipta sig lífi. Al-Aqsa-
moskan er þriðji mesti helgistaður
múslima.
Fyrir hálfum mánuði ráku ísrael-
ar burt hóp manna, aðallega íra,
sem var talinn vera kominn til
landsins í svipuðum erindum, og
hefur þá alls verið vísað burt frá
landinu meira en 60 manns á árinu.
Búist er við milljónum kristinna
pflagríma til Landsins helga um
aldamótin og hafa ísraelsk yfirvöld
þungar áhyggjur af því, að innan
um allan þann fjölda kunni að leyn-
ast ofsatrúarmenn, sem líklegir eru
til einhverra óhæfuverka.
hefja friðarviðræður af alvöru og
heiðarleika. Krefjast þau þess að
óbreyttir borgarar verði ekki leng-
ur fórnarlömb ofbeldisverka og
átaka.
Það sýnir þó vel hve ástandið er
eldfimt að einungis nokkrum
klukkustundum áður en friðar-
göngurnar hófust sprungu þrjár
öflugar sprengjur í borginni
Medellin, þar sem ofbeldisverk eru
daglegt brauð. Enginn hefur lýst
yfir ábyrgð á sprengingunum, en
lögregla segir að skæruliðar, eitur-
lyfjasalar og vopnaðir hópar
hægrimanna liggi allir undir grun.
ESB og SÞ leggja hönd
á plóginn
Evrópusambandið hét því á
mánudag að aðstoða ríkisstjórn
Kólumbíu við að semja frið við
skæruliða. Chris Patten, sem fer
með utanríkismál í framkvæmda-
stjórn sambandsins, sagði eftir
fund með Pastrana að hann myndi
skoða efnisatriði viðræðnanna
vandlega, áður en tekin yrði
ákvörðun um hvernig aðstoðinni
yrði háttað. „Við þurfum á stuð-
ingi Evrópumanna að halda,“
sagði Pastrana að fundinum lokn-
Þá munu Sameinuðu þjóðimar
skipa sérstakan sendimann til að
fylgjast með friðarferlinu í Kól-
umbíu. Búist er við að Kofi Annan,
framkvæmdastjóri SÞ, muni bráð-
lega tilnefna Jan Egeland, fyrrver-
andi aðstoðarutanríkisráðherra
Noregs, til starfans, en hann vann
meðal annars að friðarsamkomu-
laginu sem ísraelar og Palestínu-
menn undirrituðu í Ósló árið 1993.
Ekki er þó ljóst hvaða hlutverki
sendimaður SÞ muni gegna, og er
það komið undir framvindu mála í
friðarviðræðum skæruliða og
stjómvalda í Kólumbíu.
Buchanan
ræðst á
Safíre
Washington. AP, The Daily Telegraph.
PAT Buchanan, sem á mánudag
sagði sig úr Repúblikanaflokkn-
um og gekk til liðs við Umbóta-
flokkinn, hefur sakað einn
þekktasta dálkahöfund Banda-
ríkjanna fyrir
að ganga er-
inda Israels-
stjórnar.
Er Buchan-
an mætti til
viðtals í þætt-
inum „Good
Morning
America“ á
Pat Buchanan
sjonvarps-
stöðinni ABC
lýsti þáttastjómandinn Diane
Sawyer dálkahöfundinum Willi-
am Safire á New York Times,
sem „vini“ Buchanans. Þeir
störfuðu saman í starfsliði Ric-
hards Nixons, íyrrum Banda-
ríkjaforseta. Buchanan brást
hinn versti við og sagði „William
Safire er ekki vinur minn og ég
tel hann ekki vera heiðvirðan
mann. Ég stend fyrir það að láta
hagsmuni Bandaríkjanna ganga
íyrir. Safire hefur, að mínu mati,
alltaf tekið hagsmuni Israels
fram yfir hagsmuni eigin lands.“
Bætti Buchanan því við að
menn yrðu að láta þjóðarhags-
muni Bandaríkjanna vega
þyngra en hagsmuni annarra
ríkja og ætti það einnig við um
ísrael.
Talsmaður Safires sagði að
hann myndi að svo stöddu ekki
tjá sig um þessar yfirlýsingar
Buchanans en að hann hefði
ágætis vettvang til að svara fyr-
ir sig.
Buchanan hefur þrívegis sóst
eftir því að verða forsetaefni
repúblikana. Hann hyggst nú
berjast fyrir því að verða full-
trúi Umbótaflokksins, sem
stofnaður var á sínum tíma af
auðkýfingnum Ross Perot, í
forsetakosningunum á næsta
ári.
Lipponen um leiðtogafundinn í Heisinki
Einhugur um
aðildarviðræður
Strassborg. Reuters.
PAAVO Lipponen, forsætisráð-
herra Finnlands, sagði í gær að sér
sýndist leiðtogar Evrópusambands-
landanna vera sammála um að tekin
verði um það ákvörðun á fundi leið-
toganna í Helsinki í desember að
hefja aðildarviðræður við sex ríki til
viðbótar við þau
sex sem þegar
hafa hafið slíkar
viðræður.
„Ég tel að eft-
ir Helsinki-fund-
ríkin
mn mum
EVRÓPA^
viðræður um aðild þess að svo
komnu máli.
Tillögur framkvæmdastjómarinn-
ar verða ræddar á leiðtogafundinum
í Helsinki. Lipponen, sem verður
gestgjafi fundarins þar sem Finnar
fara með formennslm í ráðherraráði
sambandsins
þetta misserið,
sagði það vera „í
sex i „annarrar
lotu“-hópnum geta tekið þátt í full-
um aðildarviðræðum. Um þetta
ríkir einhugur," sagði Lipponen á
blaðamannafundi eftir að hafa
ávarpað Evrópuþingið í Strass-
borg.
Staða Tyrklands enn óljós
Framkvæmdastjórn ESB lagði til
fyrr í mánuðinum að Slóvakíu, Lett-
landi, Litháen, Búlgaríu, Rúmeníu
og Möltu ýrði boðið að hefja full-
gildar viðræður um ESB-aðild á ár-
inu 2000, og slást þar með í hóp sex
annarra ríkja sem hófu viðræður í
lok marz í fyrra.
Framkvæmdastjórnin hefur jafn-
framt mælt með því að Tyrkland
verði viðurkennt sem tilvonandi að-
ildarríki, án þess að hafnar verði
hæsta máta ólík-
legt“ að mögulegt
verði að ákveða
einhverja tiltekna
dagsetningu sem
stefnt skuli að því að næsta fjölgun
aðildarríkja kæmi til framkvæmda.
Hann tók einnig fram að staða Tyrk-
lands væri enn óljós.
„Við vinnum hörðum höndum að
því að ná jákvæðri niðurstöðu á
Helsinki-fundinum, hvað Tyrkland
varðar," sagði Lipponen, en bætti
við að til þess að svo mætti verða
yrðu stjórnvöld í Ankara að gefa
frá sér „viss teikn“.
Lipponen vildi ekki útskýra hvort
hann ætti við skiptingu Kýpur eða
stöðu mannréttindamála í Tyrk-
landi. „Við höfum ekki tekið ákvörð-
un um neins konar „gátlista" í þessu
sambandi. Það er betra að það sé
undir stjórninni í Ankara sjálfri
komið að meta hvaða teikn þetta
ættu að vera.“