Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR • Lesið í málverk BEINAGRINDUR TOGAST Á UM REYKTA SÍLD James Ensor INN í yfirlitsgrein mína um listafiakk um meginlandið, sem birtist 20. október, ruglaðist röng mynd þá vísað var til stórsýningar á verkum belgíska málarans James Ensors (1860-1949), f konunglega fagurlistasafninu í Brussel. Yíxlaði síðum í gamalli bók um úthverfa innsæið, expressjónismann, og er því sjálfur valdur að mistökunum. Doðrantur af sýningarskrá, myndir og aðrar heimildir hafa ekki skilað sér ennþá, en slíka þyngd sendi ég heim með skipspósti. Myndin sem birtist var hins vegar af málverki eftir dansk-þýska málarann Emil Nolde, eiginlega Emil Hansen, (1867-1918) og ber greinileg höfundareinkenni hans. Báðir máluðu þeir iðulega hrjúf, undarleg og á stundum afskræmd andlit og grímur í hráum og sterkum Iitatónum og teljast ótvírætt í framvarðsveit expressjónismans. Meira óræði og dulúð er í verkum Noldes, en hvassari þjóðfélagsádeila og krufning samtímans í verkum Ensors, svo jaðrar við hreinan karikatúr, sem hann lagði raunar einnig fyrir sig í sinni beittustu mynd. Ég skulda lesendum blaðsins leiðréttingu, jafnframt að leitast við að bregða Ijósi á hin sérstöku einkenni í list málarans James Ensors, um sína daga og jafnvel enn umdeilda listamann. Vek jafnframt endurtekið athygli á hinum stórmerka listviðburði í Briissel og frábæra listasafni. Seinna kemur ítarlegri grein um sýninguna ásamt lífsferli hans í Lesbók, en ég get illa haft þessi mistök á samviskunni óleiðrétt þangað til. Vil engan veginn fylla hóp þeirra mörgu gagnrýnenda sem hafa farið illa að hinum merkilega málara og mikla áhrifavaldi. Málverkið Beinagrindur togast á um reykta sfld, frá 1891, er þótt lítil sé, eða 16 x 21,5 sm, meðal þekktari verka Ensors, og hefur mjög verið í sviðsljósinu í tengslum við sýninguna. Hér er listamaðurinn sjálfur í hlutverki síldarinnar sem gangrýnendur bítast á um, tæta og sundurflá. Ensor var reiður listamaður, reiður út í þjóðfélagið, félaga sína í málarastétt, borgarastéttina og skeit heila kraðakið út sem mest hann mátti í verkum sínum, þar sem grímur, innihaldslitlir líkamningar og beinagrindur tákngera andúð hans á yfirborðs-hráskinnaleik og uppskafningshætti. Eru um leið sem árétting á forgengileika, tilgangsleysi og tvíræði tilverunnar. Ensor var þannig einn þeirra listamanna sem var alla tíð upp á kant við þjóðfélagið og leitaði til raunsæis hins óraunverulega til að tákngera og lýsa fyrirbærum þess. Afhjúpaði og krufði lífsvettvanginn af þeirri tegund innsæi, sem var undanfari öfugsnúinna hugaróra seinni tima, hafði drjúg áhrif á slíkar pælingar inn í afkima undirvitundarinnar, og um leið niðurrif viðtekinna hefða og gilda í málverkinu. Hér var Ensor á vissan hátt nokkurs konar arftaki Hieronymusar Bosch, Pieter Brueghels eldra og Joachim Patinirs og tengiliður í átt til surrealismans, en einnig manna eins og George Grosz, Otto Dix og jafnvel Edward Kienholz. Stfll Ensors skilar sér mætavel á þessari mynd, ádeila, ísmeygilegt háð og hrár sprengikraftur einkenna útfærsluna sem og allt vinnuferlið, ásamt því að hún er á mörkum málverks og karikatúrs. Er hvorutveggja málverk sem máluð meinfyndni, en hið myndræna inntak yfírgnæfir og lyftir henni á hærra svið. Engin tilviljun að skikkjur beinagrindanna eru í andstæðulitunum, rautt - grænt og bakgrunnurinn nákaldur með hráu og fölbláu innslagi, sem er eins og vísun til framrásarinnar, firrðarinnar, fallvaltleika mannlegrar dómgreindar og forgengileika tímans. Þótt myndefnið sé siður en svo yndisþokkafullt hefur málverkið einhveija óræða og óútskýranlega útgeislan sem jaðrar við töfra, lyftir því upp yfir meðalmennskuna, ögrar og rífur í skoðandann, einnig sem hrein fagurfræði í sjálfu sér þótt harla öfugsnúin sé. Með slíkum myndum lagði Ensor grunn að afskræmingu og afbrigðileika í myndlist, perversitet, eins og menn orðaþað, sem fijótlega kom einnig fram í málverkum ýmissa samtíðarmanna hans og haft hefur viðvarandi áhrif fram á daginn í dag eins og fyrr segir og listavettvangurinn er berlega til vitnis um. Bragi Ásgeirsson Listamaður í óbyggðum MYNDLIST Listasafn Árnnsinga MÁLVERK GÍSLI SIGURÐSSON Sýningin er opin kl. 14 til 17 frá fimmtudegi til sunnudags og lýkur 31. október. EINS og getið var nýlega í gagn- rýni um öræfasýningu Listasafns íslands mun orðið öræíl upphaflega hafa merkt óhóf eða eitthvað yfir- gengilegt og má skilja það svo að á öræfum verði náttúruhrifin svo sterk að maðurinn stendur orðlaus gagnvart þeim og fær ekki skilið eða túlkað þau til hlítar; öræfin eru honum ofviða, en einmitt þess vegna geta þau líka orðið lista- manninum óþrjótandi uppspretta myndefnis og innblásturs. Þetta sannast enn á sýningu Gísla Sigurðssonar sem nú stendur yfir í Listasafni Árnesinga. Þar sækir hann myndefni sitt til fjalla og fer víða um hálendið upp af Biskupstungum og inn á Kjöl. Myndirnar á sýningunni eru heil-' steyptar og margar áhrifamiklar og mun agaðari, til dæmis í litavali, en sumar myndirnar á síðustu sýning- um Gísla. Greinilegt er að óbyggð- irnar eru honum hugleiknar og að hann hefur lengi borið mynd þeirra með sér. Myndirnar af Kili sýna til dæmis hvemig eyðilegt landslagið umbreytist í mismunandi birtu og veðri, er stundum hreint og að- gengilegt en stundum eins og ógn- vekjandi iða myrkra afla. í óbyggðum má sjá ótrúlegustu litabrigði, einkum í ljósaskiptunum, en Gísli fer varfæmislega í að túlka þau þótt í sumum myndunum megi sjá sterka og loftkennda liti. Þess í stað leggur hann megináherslu á að gefa áhorfandanum sterka tilfínn- ingu fyrir efniskennd öræfalands- lagsins með jarðbundnum litum og einfaldri byggingu þar sem furðu- myndir teiknast eins og af sjálfs- dáðum fram í landslaginu, án allrar tilgerðar eða ofhlæðis. Flest era verkin unnin með hefð- bundnum hætti en í nokkrum myndum málar Gísli þó aftan á plexigler og límir svo pappa framan á til að ná fram dýpt í flötinn. Þau verk eru einnig áhugaverð þótt hefðbundnari verkin beri af. Gísli fer nokkuð víða og fyllir stærri sal- inn í safninu af myndum en samt er yfir sýningunni sterkur heildar- svipur. GRAFÍK SIGRID VALTINGOJER í LISTASAFNI Árnesinga má einnig sjá eins konar yfirlit yfir vinnu grafíklistakonunnar Sigrid Valtingojer síðustu tuttugu árin. Sigrid hefur þesssi tuttugu ár verið í fremstu röð íslenskra grafíklista- manna, sýnt oft hér heima og er- lendis, og hlotið verðlaun fyrir. Það er því skemmtilegt að geta séð hér úrval verka hennar frá þessu frjóa og fjölbreytilega tímabili. Þekktust er Sigrid fyrir ætingar sínar, enda hefur það verið helsti miðill hennar, en á sýningunni má líka sjá tréristur frá síðustu þrem- ur áram sem sýna að henni hentar sú aðferð ekki síður þótt ólík sé og geri allt aðrar kröfur um meðferð lita og forma. Eins og Sigrid segir sjálf í texta sem fylgir sýningunni er greinilegt að landslagið leitar æ meira á hana eins og oft vill verða um þá sem stunda myndlist á Islandi. Þegar mikilfenglegt landslagið er daglega fyrir augum manns vilja form fjall- anna birtast á ólíklegustu stöðum í myndunum og taka oft á endanum alveg yfir. Á sýningunni má vel sjá hvernig myndgerðin sveiflast milli afstraktforma og hreinna lands- lagsforma, landslagsafstrakjsónar og frjálsrar náttúrutúlkunar sem kannski er sterkust í síðustu mynd- unum, tréristunum, þar sem leikur- inn með form og liti er frjálslegri en áður og Sigrid nýtur sín í samspili grófrar áferðar og fínlegra lita. Sýningin er í senn gott yfirlit yfir feril hennar og væntanlega vís- bending um það hvert hugur henn- ar stefnir nú. Jón Proppé Niflunga- hringur- inn á myndbandi Á KOMANDI vetri mun Richard Wagner-félagið í samvinnu við Félag íslenskra fræða sýna upp- færslu Metropolitan í New York á Niflungahringnum af myndbandi í Norræna húsinu. Sýningarnar hefjast laugardaginn 30. október kl. 13 með Rínargullinu. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna Niflungahringinn með hliðsjón af notkun Richards Wagner á íslenskum fornbók- menntum, en nú styttist í það að rannsóknir Árna Björnssonar á þessu viðfangsefni birtist á prenti í útgáfu Máls og menningar. Árni hefur tekið að sér að hafa umsjón með myndbandssýningunum og leiða áhorfendur inn í Hringóper- urnar fjórar með útskýringum og tilvísunum til notkunar Wagners á frumheimildunum. Er þetta ein- stakt tækifæri fyrir Islendinga til að kynnast Niflungahringnum út frá þessum sjónarhóli, segir í fréttatilkynningu. Uppsetning Metropolitan-óperannar er til- tölulega hefðbundin, og verður þessi sama uppfærsla á fjölunum þar ytra nú síðla vetrar. Leik- stjóri er Otto Schenk og hljóm- sveitarstjóri James Levine. Sýnt verður á stóra veggtjald- inu í sal Norræna hússins. Ensk- ur skjátexti. Aðgangur er ókeyp- is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.