Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Verk eftir Gustav Mahler á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í kvöld Kveðja til aldarinnar Morgunblaðið/Kristinn Einsöngvari og hljómsveitarstjóri í návígi: Raimo Laukka og Petri Sakari. Tveir fræknir Finnar ganga til liðs við Sin- -------- ---------7----;-- fóníuhljómsveit Islands á tónleikum sveitarinn- ar í kvöld, þar sem fiutt verða tvö verk eftir Gustav Mahler. Hér eru á ferð hljómsveitar- stjórinn góðkunni Petri Sakari og baríton- söngvarinn Raimo Laukka. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti þá félaga að máli, söngvarann á leið á æf- ingu og hljómsveitar- stjórann útkeyrðan að æfingu lokinni. PETRI Sakari er íslenskum tónlist- arunnendum að góðu kunnur en hann var aðalstjómandi Sinfóníu- hljómsveitar Islands á árunum 1988-93 og aftur 1996-98. Hann segir það gaman að koma aftur sem gestur. „Það er góð tilfinning, ég var hér svo lengi,“ segir hann og bætir við að það sé ákveðinn léttir að hafa ekki lengur allar þær skyld- ur á herðum sem óhjákvæmilega fylgja því að vera aðalhljómsveitar- stjóri. „Mér finnst ég vera frjáls- ari,“ segir hann. Raimo Laukka er meðal fremstu barítonsöngvara Finnlands en hann syngur nú í fyrsta sinn með Sinfón- íuhljómsveit íslands. Hann er hins vegar ekki með öllu ókunnugur stjómandanum Petri Sakari, en þeir hafa unnið saman áður, nú síð- ast í Jólaoratóríu Bachs, þar sem allar kantötumar sex vom fluttar á einum tónleikum. Dapurlegt og fallegt Laukka syngur fyrst og fremst í ópemm en þykir gaman að breyta til og syngja með heilli sinfóníu- hljómsveit. Söngvar fórasveinsins þykir honum heillandi verkefni. „Hér er á ferðinni hinn ungi Ma- hler. Þetta hefur orðið mjög vin- sælt verk og það er ekkert skrýtið - þetta er stórkostleg tónlist með miklum og sterkum tilfínningum. Verkið er mjög dapurlegt og um leið mjög fallegt. Tæknilega er það erfitt og krefst mikillar einbeiting- ar. Þetta er meiri ögmn en óperan - í jákvæðri merkingu þess orðs,“ segir hann. Laukka stendur stutt við á Islandi að þessu sinni, næsta fmmsýning hjá honum er í Helsinki á laugardaginn, þar sem hann syngur í ópera Menottis, The Consul, en hann er á samningi hjá Finnsku þjóðarópemnni. Hann hef- ur sungið mörg af helstu baríton- hlutverkum óperabókmenntanna, svo sem Fígaró í Rakaranum í Sevilla, Escamilo í Carmen, Onegin í Evgeni Onegin, Germont í La Traviata, Don Giovanni, Don Car- los í Valdi örlaganna og Wolfram í Tannháuser. Hann hefur sungið undir stjóm þekktra hljómsveitar- stjóra á borð við Gennadi Rozdest- vensky, Leif Segerstam, Myung Wung Chung, Neeme Járvi og Daniel Bairenboim. Laukka hefur m.a. komið fram á óperusviði í Bonn, Strassborg, í ríkisóperanni í Berlín, á óperahátíðinni í Sa- vonlinna í Finnlandi, auk þess sem hann hefur komið fram á tónleikum í Bandaríkjunum. Hljómar að miklu leyti eins og Mahler Um efnisskrá tónleikanna segir Sakari að þar sem hugmyndin hefði frá upphafi verið að spila tvö verk eftir Mahler, hefði þótt vel við hæfi að velja eitt af fyrstu verkunum sem hann samdi, Söngva föra- sveinsins, og svo hans allra síðasta verk, Sinfóníu nr. 10. „Maður getur ekki sagt að sinfónían sé ófullburða verk, því hann lauk við að skrifa tónlistina, en var einungis kominn skammt á veg með hljómsveitarút- setninguna. Það vantar líka greini- lega nokkrar hljómsetningar og kontrapunktískar útfærslur, sem hann hefði áreiðanlega gert hefði honum enst til þess aldur. Það varð svo verkefni Cookes, sem hefur að flestu leyti tekist vel. Þetta hljómar að miklu leyti eins og Mahler," seg- ir Sakari. „Mér þykir við hæfi að stjóma tíundu sinfóníunni á þessum síðustu tónleikum mínum á Islandi á þessu árþúsundi. Hún er ágætis kveðja til aldarinnar, því þetta er jú einskonar kveðjusinfónía," heldur hann áfram. Sakari hefur haft í nógu að snú- ast síðan hann kvaddi Sinfóníu- hljómsveit Islands. Hann stjórnaði um skeið Lohja-hljómsveitinni í Finnlandi, og að undanförnu hefur hann stjórnað hljómsveitum í Hollandi, Þýskalandi, Rúmeníu, Mexíkóborg og víðar, auk þess sem hann hefur stjómað helstu hljóm- sveitum Norðurlanda. Framundan era tónleikar í Singapúr og tón- leikaferð með svissnesku fílharm- óníuhljómsveitinni. A næstunni tek- ur hann einnig við stjórn sinfóníu- hljómsveitarinnar í Gávle í Svíþjóð. „Eg er í lausamennsku núna, í fyrsta sinn í ellefu ár,“ segir hann. Aðspurður hvernig honum líki það frelsi segir hann það afar góða til- finningu. „Eg hef betri tíma fyrir sjálfan mig og fjölskylduna - og líka aðeins betri tíma til að undir- búa mig.“ Spannar allan tón- smíðaferil Mahlers Á EFNISSKRÁ tónleikanna í kvöld eru tvö verk eftir Gustav Mahler: Lieder eines fahrenden Gesellen eða Söngvar förasveinsins og Sin- fónía nr. tíu. Segja má að verkin spanni allan tónsmíða- feril Mahlers, þar sem hið fyrra er meðal eldri verka tón- skáldsins, frá árunum 1884-85, en hið seinna, tíundu sinfóníuna, auðnaðist honum ekki að ljúka við fyrir dauða sinn 1911. Mahler hafði mælt svo fyrir að drögunum að sin- fóníunni skyldi eytt en ekkja hans gat ekki fengið sig til þess. Árið 1953 fékk tónlistar- fræðingurinn Deryck Cooke leyfi Ölmu Mahler til þess að ljúka við verkið, sem var framflutt í þeirri gerð 1963, við góðar undirtektir Mahler- aðdáenda. „Hamingjan mun aldrei ná að blómgast mér“ Mahler var hljómsveitar- stjóri við Cassel hirðleikhúsið í Vínarborg þegar hann samdi Söngva förusveinsins á áran- um 1884-85. Við leikhúsið starfaði ung og fögur sópran- söngkona, sem Mahler varð yf- ir sig ástfanginn af, en ekki virðist hún hafa endurgoldið ást hans, svo ekki varð meira úr þeim kynnum. Mahler orti sjálfur ljóðin og skrifaði í bréfi til vinar síns: „þessi lítilmót- legu orð ná ekki að lýsa hinu minnsta broti af ást minni (til hennar)“. Þótt árin liðu gat Mahler ekki gleymt söngvun- um sem hann hafði samið í ást- arsorg sinni og í fyrstu sinfóní- um hans má heyra þætti úr þeim. Söngvarnir era að mestu litaðir dökkum litum og endur- spegla þannig tilfinningar tón- skáldsins. Vott af jákvæðum tóni má greina í lok annars ljóðsins, þótt textinn segi „hamingjan mun aldrei ná að blómgast mér“. Sögupersóna ljóðaflokksins er hin ráfandi, leitandi manngerð sem víða finnst í verkum frá rómantíska tímabilinu, ungi maðurinn sem þjakaður af ástarsorg leitar huggunar í faðmi náttúrunnar. Tilhugsunin um dauðann Mahler mun hafa verið full- kunnugt um að hann ætti skammt eftir ólifað þegar hann hóf að vinna að gerð tí- undu sinfóníunnar sumarið 1910. Læknar höfðu greint hjá honum alvarlegan hjartasjúk- dóm - og eins og hjá sönnum rómantíker gagntók sorgin Mahler við tilhugsunina um dauðann. Yfirleitt er talið erfitt að tengja tónlist Ma- hlers við atvik í lífi hans en öðru máli gegnir um tíundu sinfóníuna. Á þeim tíma virð- ist honum allt vera að hrynja, hjónabandið, heilsan og staða hans í Vín og í handritsdrög- unum er að finna ýmsar at- hugasemdir í þá vera: „Djöf- ullinn dansar við mig“, „Geð- veiki gagntekur mig auman“, „Þurrkið mig út svo ég geti gleymt að ég sé til“, „Miskunna mér Drottinn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ og „Verði þinn vilji“ eru dæmi um hugrenningar tónskálds- ins, sem lesa má innan um nóturnar. Þar era einnig orð- sendingar til eiginkonu Ma- hlers, hin síðasta í lok fimmta þáttar, „Almschi, að lifa fyrir þig og deyja fyrir þig“. SIEMENS Haust-Búhnykkur! Berðu saman verð, gæði og þjónustu! KG 36V20 235 I kælir, 105 I frystir. Hxbxd=186x60x64 sm. .ÆBÆÍUiJkr. »stgr. 198 I kaelir, 105 I frystir. Hxbxd = 170x60x64 sm. frr. m,stgr. Umboösmenn um land allt! 198 I kælir, 65 I frystir. H x b x d = 1 50 x 60 x 64 sm. 61 m900. Æcr» é 4SMITH& Y NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 • www.sminor.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.