Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • ARTÚR konungur er eftir Rosalind Kerven í þýðingu Þor- steins Jónssonar. Rakinn er ferill þjóðsagnahetjunnar Artúrs kon- ungs og riddara hringborðsins og kryddað með ýmsum fróðleiks- molum frá fyrri tíð. Margar lit- myndir eru á hverri síðu, bæði teikningar og ljósmyndir, en sag- an er ætluð börnum og ungu fólki. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 64 bls. prentuð á Italíu. Verð: 2.380 kr. • ENGAN asa Einar Áskell eftir Gunillu Bergström er komin út á ný í lítils háttar endurskoðaðri þýð- ingu Sigrúnar Árnadóttur. Bóídn hét áður Engan æsing Einar As- kell. Svo sem í öðrum bókum um Ein- ar Áskel er hér fjallað um mannleg samskipti í daglega lífinu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin erprentuðíDanmörku, hún er 30 bls. Verð: 1.880 kr. • ARFUR og umbylting er eftir Svein Yngva Egilsson. I bókinni fjallar höfundur um úrvinnslu Jónasar Hall- grímssonar, Gríms Thom- sens, Benedikts Gröndals, Gísla Brynjólfssonar og fleiri róman- tískra skálda á bókmenntaarfi miðalda og tengsl þeirra við erlenda skáldjöfra og samtímaviðburði. Þessi skáld reisa þjóðlega menn- ingu og skáldskap á grunni forn- aldarinnar og voru jafnframt í hringiðu evrópskrar sögu og hug- mynda. Þau sóttu sér yrkisefni í fomnorrænar goðsagnir, miðalda- sögur og íslenska og erlenda frels- isbaráttu. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Arfur og umbylting erfyrsta bókin ínýrri ritröð Hins íslenska bókmenntafélags og Reykjavíkur Akademíunnar og hlotið hefur nafnið „Islensk menn- ing“. Bókin er 395 bls. meðnafna- og heimildaskrá. Sveinn Yngvi Egilsson Morgunblaðið/Sverrir Skóla- tónleikar ÍMH TÓNLEIKAR Hljómsveitar Tón- Iistarskólans í Reykjavík í sal Menntaskóians við Hamrahlíð verða á laugardag kl. 17. Þetta eru fyrstu tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans á þessu skólaári og stjórnandi hans er Kjartan Óskarsson. Á efnisskrá eru Slavneskur mars op. 31 eftir P. Tchaikovsky og Sinfóma nr. 3 í Es-dúr op. 55 Eroica eftir L.v. Beethoven. Hvað ungur nemur BÆKUR A f m æ I i s r i t STEINARI VÖRÐU til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri. 317 bls. Utg. Rannsókn- arst. Kennaraháskóla íslands. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999. ÞURÍÐUR J. Rristjánsdóttir hefur verið farsæll kennari. Þess minnast vinir hennar og sam- starfsfólk sem nú votta henni virð- ing sína með samantekt og útgáfu þessa afmælisrits. En Þuríður varð sjötug fyrir tveim árum og lét þá af störfum. Auk viðtalsþáttar, þar sem tveir kennarar ræða við Þuríði um ævi hennar og störf, inniheldur bókin fjórtán ritgerðir eftir jafnmarga höfunda og einum betur. Allt tengist það skóla- og uppeldismálum með einum eða öðrum hætti. Ólafur J. Proppé ríð- ur á vaðið með eins konar forystu- grein, Þróun samræmdra prófa í íslenskum skólum frá 1880 til 1977. Efnið er þó víðtækara en fyrir- sögnin gefur til kynna því höfund- ur fer í stórum dráttum yfir skóla- söguna sem hefst með óskipulegu fræðslustarfi á fyrri öld, aðallega í þétt- býli, en þróast smám saman í átt að skipu- legu skólakerfi sem nær til landsins alls og þá með vaxandi áherslu á samræm- ingu. Þar sem Þuríður var prófessor við Kennaraháskólann lýtur efni bókarinnar langmest að bai'na- og unglingakennslu. Allar eru greinarnar fróðlegar og vafalaust í takt við tímann. Þarna skrifar fólk Þuríður J. Krisijánsdóttir indum eins og sáfræði og uppeldisfræði fylgja líka snúin orð og hugtök sem venju- legur lesandi vistar ekki fyrirhafnarlaust í höfði sínu. » Menntastofnanir og skólakerfið fylgja þróun samfélagsins,« segir Ólafur J. Proppé. Það er sann- leikur en þó ekki nema hálfur sannleik- ur. Enda þótt hinum dæmigerða kennara líði óvíða betur en inn- an veggja skólastof- unnar meðal sinna með reynslu, fólk sem hefur numið fræðin og síðan sannreynt gildi þeirra í starfi. Orðið rannsókn kemur víða fyrir. Sumir byggja á eigin rannsókn. Aðrir á gaumgæfi- legri athugun eða hugboði. Og víða er líka stuðst við erlendar rann- sóknir. Sumir útlista fræði sín með tölfræði, og þá með tilheyrandi súlum, línuritum og töflum. Það má heita stéttareinkenni kennara að líta háalvarlegum aug- um á hlutverk sitt. Skrif þeirra bera þess alltént merki. Þarna er lítt farið með gamanmál. Hugvís- SIEMENS Haust-Búhnykkur! Siemens uppþvottavél SE 34200 Ný þvottavél frá Siemens WM 54060 Sannkölluð hjálparhella í eldhúsinu. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig (nauðsynlegt fyrir viðkvæmt leirtau), fjórföld flæðivörn með Aqua-Stop. Þetta er uppþvottavál eins og þú vilt nafa hana. ^ Á þessu fína verði núna: ^ stgr. Berðu saman verð, gæði og þjónustu! Umboðsmenn um land allt! Þvottavál eins og allir vilja eignast! • Algjör nýjung: Sérstakt krumpuvarnarkerfi • Tekur6 kg • Óvenjustór lúga • 15 þvotta- og sérkerfi • 35 mínútna hraðkerfi • 1000sn./mín. • Allar innstillingar mjög auðveldar • Glæsileg hönnun • Vélin er algjörlega rafeindastýrð • Þvottavirkniflokkur A • Orkuflokkur A • Mjög þýðgeng og hljóðlát þvottavél Á frábæru kynningarverði: -J stgr. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 • www.sminor.is kæru nemenda veit hann sjaldnast hvar hann stendur þegar út fyrir skólalóðina kemur. Atvinnu- og viðskiptalífið úti í þjóðfélaginu lýt- ur t.d. allt öðrum lögmálum. Og þar ríkir annars konar tíðarandi. Góðæri skilar sér seint og illa inn fyrir dyr skólanna. Og samfélagið, sem virðir menntun til fjár, metur starf kennarans gjarnan sam- kvæmt því. Öðrum stofnunum fremur hættir skóla til að einangr- ast. Miðstýring, samræming og sterk handleiðsla frá æðri stöðum breytir því ekki. Skólamenn, sem leggja efni til bókar þessarar, skrifa samkvæmt því, horfa gjarn- an á viðfangsefnið innan frá. Hver og einn heldur sig við sitt afmark- aða svið. Lítið er farið ofan í stóru málin. Það er helst að maður staldri við orð Þuríðar sjálfrar þar sem hún ber saman lengd fram- haldsskólans hér og erlendis og spyr hvort íslensk ungmenni séu ekki orðin of gömul þegar þau hefja háskólanám. Og það er hverju orði sannara. Skólagangan er orðin hér allt of löng. Auðvitað ættu stúdentar að útskrifast hér átján ára eins og í öðrum löndum. Auðvelt væri það ef þeir hæfu menntaskólanám tólf ára. Og strax keyrðir á fulla ferð! Þuríður nefnir af hógværð sinni nítján ára aldur- inn. Það væri spor í áttina. Að lokum skal bent á að heiti bókarinnar, Steinar í vörðu, felur í sér hnyttilega skírskotun. Þegar margir hlaða kemur hver með sinn steininn. Og þannig var rit þetta byggt upp. En Þuríður var líka fædd og uppalin á Steinum í Staf- holtstungum. Og það er raunar kennimark góðrar sögu. Að upp- haf og endir renni saman! Erlendur Jónsson Nýjar bækur • Fánar heimsins og Heimsatlas eru handbækur í þýðingu Áma Óskarssonar. Fánar heims er með öllum þjóðfánum heims, auk fána héraða, yfirráðasvæða, flotafána, fána alþjóðasamtaka og fána sem ekki eru lengur í notkun en skipt hafa máli í rás sögunnar. Fánarnir eru allir sýndir í réttum litum og fjallað er um tilurð þeirra, sögu og táknfræði og gerð skil hugmyndun- um sem búa að baki þeim og hlut- verki þeirra í lífi þjóðanna. Fánar heimsins er því í senn yfiriit yfir stjórnmálasögu allra sjálfstæðra ríkja heimsins og lýsing á helstu staðreyndum um fána, svo sem liti, hlutföll og lögun. Einnig er fjallað um skjaldarmerki ríkja og em- bætta, helstu hugtök í skjaldar- merkjafræði skýrð og saga ein- stakra skjaldarmerkja rakin. Heimsatlas er smækkuð útgáfa af Heimsatlas Máls og menningar sem út kom á sl. ári. Útgefandi er Mál og menning. Bækurnar eru 240 og 192 bls. Verð: 1.980 kr. hvor bók. ♦ ♦ ♦— Veggmynda- sýning í Há- skóla Islands OPNUÐ verður veggmyndasýning í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Islands laugardaginn 30. október kl. 16 í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu franska rithöf- undarins Honoré de Balzac. Á sýningunni er sagt frá ævi Balzac, gerð grein fyrir helstu verkum hans, eftirminnilegustu persónum og hugmyndum hans um list skáldsögunnar og þjóðfélag samtíma síns.“ I fréttatilkynningu segir: „Hon- oré de Balzac (1799-1850) er talinn vera upphafsmaður raunsæis- skáldsögunnar í vestrænum bók- menntum. Hann lifði á tímum mik- illa þjóðfélagsbreytinga í kjölfar frönsku byltingarinnar og í verk- um sínum leitaðist hann við að lýsa því hvernig einstaklingum reiddi af við ólíkar aðstæður. Hann er einkum þekktur fyrir skáldsögur- öð sína La Comédie humaine eða Hinn mannlega gleðileik, sem sam- anstendur af u.þ.b. tuttugu skáld- sögum sem var ætlað að gefa eins heildstæða og nákvæma lýsingu á samfélagi samtímans og framast var kostur. Texti veggmyndanna er á frönsku en ágrip á íslensku fylgir með. Sýningin stendur til 14. nóv- ember og er aðgangur ókeypis. HU-GSKQT Samamyndalöknr 1 0% afsláttur í október Nethyl 2 S. 587 8044
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.