Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 37

Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 37 Herhvöt lífs- kj araby ltingar manns Að kenna öðrum um KVIKMYIVDIR S a m b f ó i n SOUTHPARK: BIGGER, LONGER AND UNCUT ★ ★% Leikstjóri: Trey Parker. Handrit: Trey Parker, Matt Stone og Pam Brady. Raddir: Trey Parker og Matt Stone. Paramount Pictures 1999. ÉG hef aldrei séð þátt í sjónvarps- þáttaröðinni um uppátæki strák- anna í South Park, sem nefnast Trufluð tilvera á íslensku. Og þótt þessi kvikmynd sé meira eins og einn stór brandari, þykja mér fyrstu kynni mín af þessum drengjum bara ánægjuleg og eru þeir Kenny, Kyle, Stanley og Cartman ósköp sætir og aðlaðandi í breiskleika sínum. í þessari mynd svindla vinimir sér inn á kanadíska kvikmynd þar sem tveir náungar, sem hafa undar- legan neðanmittishúmor, gera ekk- ert annað en að ryðja út úr sér fúkyrðum. Brátt hafa allir í skólan- um séð myndina og smitast af tals- máta þeirra. Óánægðar mæður taka tál óspilltra málanna í uppreisn sem endar með að Clinton segir Kanada stríð á hendur. Eins og kanadíska myndin geng- ur þessi mikið út á dónahúmor, mun íronískari þó, þar sem menn (og meira að segja djöfullinn) bresta í viðkvæmnissöng á ótrúlegustu stundum. Hér er á gjörsamlega fár- ánlegan hátt gert grín að öllu sem bandarískt er, og þörfínni fyrir að kenna öðrum um í stað þess að líta í eigin barm. Sagan sjálf er ágæt og mjög fynd- in framan af en fer að verða helst til löng undir lokin. En eins og nafnið á myndinni gefur til kynna eru höf- undar greinilega fegnir að vera komnir úr sjónvarpinu, þar sem fátt leyfist, og rasa út á öllum sviðum; ímyndunarafli, lengd og dónahúmor. Hildur Loftsdóttir Tímarit • TÍMARITIÐ Vcfnirer komið út, öðru sinni. Um er að ræða veft- ímarit Félags um 18. aldar fræði. Að þessu sinni birtast í ritinu sjö frum- samdar greinar um íslenskan skáld- skap á „hinni löngu átjándu öld“. Þær eru flestar unnar upp úr erind- um sem haldin hafa verið á málþing- um Félags um átjándu aldar fræði á undanfömum árum. Meginþema þeirra er íslenskur skáldskapur upplýsingaraldar. Meðal efnis era þrjár greinar sem fjalla um áhrif og þýðingar erlendra bókmennta. Sig- urður Pétursson gerir grein fyrir áhrifum klassíkur á latínukveðskap Islendinga. Kristján Amason fjallar um þýðingar íslenskra skálda 17. og 18. aldar á klassískum ljóðum. Heimir Pálsson skrifar um Klop- stock, höfund kvæðabálksins Mess- íasar sem íslendingar þekkja í þýð- ingu séra Jóns á Bægisá. Þá er ennfremur að finna grein eftir Mar- gréti Eggertsdóttur um kveðskap kvenna á 17. og 18. öld. Auk þessa birtast í Vefni þrjár greinar sem fjalla um kvæði Egg- erts Ólafssonar. Guðrún Ingólfs- dóttir fjallar um náttúrasýn. Gamansemi Eggerts Ólafssonar er svo til umræðu í greinum Steinunn- ar Haraldsdóttur og Sveins Yngva Egilssonar. Ritstjórar Vefnis eru Kári Bjarnason ogSveinn Yngvi Egils- son. Veffang tímaritsins er WWW.bok.hi.is/vefnir. BÆKUR Efnahagsmál VIÐSKIPTIN EFLA ALLA DÁÐ eftir Þorvald Gylfason. Reykjavík, Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar. 359 bls. 1999. ÞORVALDUR Gylfason, prófes- sor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands, er öðrum íslensk- um hagfræðingum duglegri að skrifa greinar um efnahagsmál fyrir almenning. Viðskiptin efla alla dáð er fimmta ritið sem hann gefur út á þessum áratug með safni slíkra greina. Greinamar hafa flestar birst áður á ís- lensku og nokkrar þeirra hafa einnig birst erlendis. Að vanda kemur Þor- valdur víða við, bæði í tíma og rúmi, og honum fylgh’ engin lognmolla. Þorvaldur telur það skyldu fræðimanna að nota þekkingu sína til að sjá hvað má betur fara og benda á það og dregur ekkert af sér í viðleitni sinni til að uppfylla þá skyldu. Hann gagnrýnir jafnframt aðra hagfræð- inga sem hafa haft að- stöðu til að benda á ýmislegt sem af- laga hefur farið í íslensku efnahagslífi í gegnum tíðina en hafa lítið látið í sér heyra. Þorvaldur við- urkennir að það sé reyndar ekki allt- af þakklátt hlutverk að flytja boð- skap sem stjórnvöldum líkar illa (bls. 61) og víst er að skrif hans hafa iðulega farið fyrir brjóstið á þeim sem fjallað er um og þeim verið mót- mælt. Þorvaldur er kröfuharður maður og ver engum tíma í að dásama það sem er einungis þokkalega gert. Engum er hælt fyrir hænuskref í rétta átt. Þorvaldur viU stórstígar framfarir. I einni gi-eimnni veltir hann því fyrir sér hvort hann sé bylt- ingarmaður og kemst að þeirri nið- urstöðu að hann sé það oftast. Hvort sem lesandi er sammála Þorvaldi um annað efni bókarinnar eða ekki er vart hægt að deila um þessa, höfund- urinn er lífskjarabyltingarmaður. Þoi’valdi er hagvöxtur hugleikinn og hann tiltekur ýmis dæmi um lönd sem hafa náð góðum árangri, era á góðri leið frá fátækt til ríkidæmis. Hann skoðar hvaða leiðir famar hafa verið og vOl að Islendingar taki sér það sem vel hefur verið gert til fyrirmyndar. A sama hátt nefnir hann ýmis erlend víti Islendingum til vamaðar og fjölmörg innlend dæmi. Hann telur að þótt vel hafi gengið að ýmsu leyti undanfarin ár á Islandi þá sé hægt að gera mun bet- ur. Það þurfi að gera ef þær þjóðir sem best standa sig á sviðþefnahags- mála eigi ekki að skilja Islendinga eftir. I samræmi við titil bókarinnar era kostir frjálsra viðskipta víða tíundaðir og þeir sem standa í vegi þeirra skammaðir. Innlendir sem erlendir sérhags- munahópar og stjóm- mála- eða embættís- menn sem era að mati Þorvaldar latir eða spilltir fá sérstaklega á baukinn. Stfll Þorvaldar er skýr og hressilegur og þeir sem hann telur að hafi verið dragbítar á framfarir era lítt öfund- sverðir af því að þurfa að sitja undir skömmunum. Hetjm-nar í bókinni era þeir sem sagt hafa hug sinn og barist gegn sérhagsmunum og aft- urhaldi, hafa flutt óþægileg tíðindi þegar þess hefur þurft. Pilturinn í ævintýrinu um nýju fötin keisarans er söguhetja að skapi Þorvaldar. Það er óhugsandi að reyna að fylgjast með umræðu um íslensk efnahagsmál án þess að lesa skrif Þorvaldar og þetta rit er engin und- antekning. Sldptir þá engu hvort lesandinn er yfirleitt sammála höf- undinum eða ekki. Það er því akkur í því að safna greinum Þorvaldar saman á þennan hátt og vísast eiga greinasöfnin eftir að verða fleiri því Þorvaldi liggur mikið á hjarta. Þorgeir Kjartansson og Rúna K. Tetzschner. Ljóða- og tón- listaruppákoma á Næstabar LITIÐ ljós á jörð stendur fyrir ljóða- og tónlistaruppákomu á Næstabar í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Rúna K. Tetzschner stofnaði Lítið ljós í minningu eiginmanns síns, Þorgeirs Kjartanssonar, sem lést árið 1998. Tilgangurinn er m.a. að búa til nýjan vettvang þar sem skapandi einstaklingar - Iítið Ijós á jörð - geta tjáð list sína, segir í fréttatilkynningu. Á uppákomunni verður lögð áhersla á tengsl ljóðupplesturs, leikrænnar tjáningar, söngs og tónlistarflutnings. Listamenn- irnir sem fram koma í kvöld eru Sveinbjörn Halldórsson sem les ljóð eftir Þorgeir Kjartansson (1955-1998), Þorsteinn Víkingur, Steinar Vilhjálmur Jóhannsson, Birgitta Jónsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir lesa eigin ljóð. Margræð hljóð Product 8 munu hljóma og tónlistarmenn úr ýms- um áttum leika á hljóðfæri: Hörður Bergmann, orgelleikari, Einar Jónsson, básúnuleikari, gítarleikararnir Steingrímur Eyfjörð, Kristinn H. Árnason og Ársæll Másson, trompetleikar- inn Hjalti Gíslason og Þorbjörn Magnússon sem leikur á konga- trommur. Að lokum mun Rúna K. Tetzschner lesa upp 20 mín- útna kvæði sitt sem hún tileinkar manni sínum, Þorgeiri Kjartans- syni, við undirleik tónlistar- mannanna. Ljóð og djass á Nauthóli DJASSTRÍÓ Árna Heiðars leikur valinkunnan vetrardjass á Kaffi Nauthóli í kvöld, fimmtudagskvöld, milli þess sem skáldin Andri Snær Magnason, Davíð Stefánsson og Steinar Bragi lesa við kertaljós úr nýjum óútkomnum verkum sínum. Djasstríóið skipa þeir Arni H. Karlsson (píanó), Tómas R. Einars- son (kontrabassi) og Matthías MD. Hemstock (trommur). Dagskráin hefst kl. 20:30 og stendur fram eftir kvöldi. Aðgang- ur er ókeypis. ------» ♦ ♦.- Málverka- sýning í Kaffí- setrinu GARÐAR Jökulsson opnaði sýn- ingu í Kaffisetrinu, Laugavegi 103, um síðustu helgi. Þar sýnir þann 20 lítil málverk undir heitinu íslenskt landslag og náttúra. Myndirnar era málaðar í akrýl-, olíu- og vatnslitum. I fréttatilkynn- ingu segir að myndirnar séu heppi- legar til tækifærisgjafa og verðið sé hófstillt. Þetta er 24. einkasýning Garð- ars. ■— ■ © Eucerin ijt' Súrefnisvörur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14-18 f Snyrtihöllinni Garðatorgi, Garðabæ, Fjarðarkaups Apóteki, Hafnarfirði, Hagkaupi Skeifunni og Egilsstaða Apóteki, Egilsstöðum. Málningar- límbönd Skilnr ekki eftir sig límrestar Þunn, mjúk og teygjanleg HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Þorvaldur Gylfason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.