Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 43
-----------------------------fK
varðveita þig og geyma og veita
ömmu og okkur öllum hinum styrk
til að takast á við missinn sem við
nú stöndum frammi fyrir.
Guttormur Guttormsson.
Þær flugu oddaflug yfir Lyng-
hagann, gæsimar, einn kyrran
laugardagsmorgun fyrir skömmu. I
þeirri andrá var afi Óli á spítalan-
um að stríða við dauðann. Nú eru
gæsirnar á braut og stríðinu er lok-
ið. Það er tómlegt á heiðum og
hljóðara á Lynghaganum.
Hann afi tilheyrði þeirri kynslóð
sem nú skilar dýrum arfi til afkom-
enda sinna, þeirri kynslóð sem lifað
hefur róttækustu umbyltingartíma
mannkynssögunnar. Kreppan á
fjórða áratugnum, önnur heims-
styrjöldin, búferlaflutningarnir,
heimsvaldastefnurnar, vísinda-
framafarirnar, lífskjarabyltingin
og frjálsræðisvindamir mörgu, öll
þessi ósköp mótuðu lífsskilyrði og
viðhorf þeirrar kynslóðar sem í
þessu umróti velktist. Það hefur ef-
laust verið auðvelt að týna áttum á
þessari vegferð, láta glepjast af
gylliboðum falsspámanna eða láta
velmegunina spilla sér. Afi stóð
alltaf föstum fótum í þessum hvið-
um. Kannski vegna þess að hann
var víðsýnn, öldungis hégómalaus
og nægjusemi var honum í blóð
borin.
Lynghagi 8 var heimili ömmu og
afa í hartnær hálfa öld og varð fyrir
vikið einn af þessum föstu punktum
í tilverunni sem hverju barni er
hollt að eiga. Það var sama hvenær
maður datt fyrirvaralaust inn um
dyragættina, alltaf var manni tekið
með kostum og kynjum. Amma
galdraði vanalega stóra máltið á
augabragði og afi hafði þessa þægi-
legu návist sem lægir allan asa og
friðar hverja sál. Fyrirhyggja hans
tryggði stórri fjölskyldu öryggi og
alltaf var hald í afa ef þrengdi að.
Hann afi verður mér um alla
framtíð fyrirmynd um farsælan
mann. Hann var ekki áberandi
maður en skar sig úr fjölda fyrir
prúðmennsku og hæverskt yfir-
bragð. Hann var vanur að gæta
hófs í orðum og gjörðum, mælti
jafnan viturlega. Hlýr var hann.
Gerði meiri ki-öfur til sjálf sín en
annarra og lagði alúð í hvert það
verkefni sem hann tók sér fyrir
hendur. Svo var hann líka listrænn.
Vatnslitamyndirnar hans báru
næmu auga og drátthagri hönd fag-
urt vitni. Síðast en ekki síst var afi
Óli skemmtilegur, sneri oft spaugi-
lega út úr hlutunum við mikla ká-
tínu. Þegar öllu er til skila haldið
var afi einhver besti maður sem ég
hef kynnst.
Farfuglarnir munu snúa aftur í
vor. Afi, sem alltaf var væntanleg-
ur, er það ekki lengur. Eftir standa
áhrif hans, í hugum okkar sem elsk-
uðum hann og virtum, mann fram
af manni.
Halldór Friðrik Þorsteinsson.
Mágur minn, Ólafur H. Bjarna-
son, fæddist í Reykjavík en ólst frá
sex ára aldri upp á Reyðarfirði þar
sem hann var tekinn í fóstur af
hjónunum Þorsteini Jónssyni kaup-
félagsstjóra og Sigríði Þorvarðar-
dóttur Kjerúlf sem var stjúpsystir
Ragnheiðar móður hans. Ólafur
átti stóran frændgarð, fimm systk-
ini og fjögur fóstursystkini. A
heimilinu í Hermes naut hann góðs
atlætis, kynntist atvinnulífi staðar-
ins og hlaut allgóða menntun á
þeirrar tíðar mælikvarða. í kaupfé-
laginu á Reyðarfírði kynntist hann
Bergljótu Guttormsdóttur frá Hall-
ormsstað, sem þar var þá við versl-
unarstörf. Gengu þau í hjónaband
árið 1938 er Ólafur hafði lokið námi
í Samvinnuskólanum. Til Reykja-
víkur fluttust ungu hjónin árið eftir
og þar áttu þau síðan heimili í full
60 ár, fyrst á Leifsgötu 4, síðan á
Þórsgötu 5 og frá árinu 1955 á
Lynghaga 8.
Ólafur vann í 43 ár hjá Toll-
stjóraembættinu, lengst af sem
fuEtrúi en síðasta skeiðið sem yfir-
maður endurskoðunardeildar.
Hann þótti traustur embættismað-
ur, reglusamur og stundvís og kom
sér vel meðal starfsfélaga. Launa-
kjör opinberra starfsmanna voru
um miðja öldina langtum lýrari en
síðar varð. Til af bæta fjárhaginn
hafði Ólafur um tíma rekstur með
höndum, stóð meðal annars að
prjónastofu. Var vinnudagur hans
lengst af mjög langur og frístundir
takmarkaðar.
Heimili þeirra hjóna var íburðar-
laust en vel búið og notalegt. Ólafur
og Bergljót voru samhent í flestu
þótt skapgerð þeirra væri ólík, hús-
freyja létt í lund, nokkuð ör og gat
látið gamminn geisa er svo bar und-
ir, húsbóndinn rólyndur og hlé-
drægur en þó glettinn og kíminn
við kunnuga. Úr lyndiseinkunnum
þeirra varð góð og þægileg blanda
sem setti svip á heimilislífið og ætíð
var eftirminnilegt að sækja þau
heim. Nú eftir á að hyggja urðu
þær samverustundir alltof fáar.
Gestkvæmt var á heimili þeirra,
ekki síst seinni árin eftir því sem af-
komendunum fjölgaði.
Leið fjölskyldunnar lá að vonum
oft til Austurlands og þar dvöldust
börn þeirra iðulega á unglingsár-
um. Eg minnist úr æsku ljúfra
stunda er fjölskyldan af Þórsgöt-
unni kom í Hallormsstað, oftast um
hásumar, og bar með sér andblæ af
framandi borg. Það ríkti eftirvænt-
ing með tilheyrandi spennu áður en
þau renndu í hlað og þeim fylgdi
ungviði sem að lokum varð fjögurra
barna hópur, fyrst Sigríður Helga,
alltaf kölluð Sirrý, og síðar bræð-
urnir Guttormur, Þorsteinn og
Eggert. Börnin fæddust á tímabil-
inu 1939-1952. Enginn er á ber-
angri sem á slíkan hóp og smám
saman fjölgaði niðjunum sem ég
veit enga tölu á.
Ólafur átti sér mörg hugðarefni
sem hann ræktaði flest í kyrrþey í
naumum frístundum. Hann var list-
hneigður eins og fleiri í hans ætt,
málaði sér til ánægju, tók ljós-
myndir og hafði yndi af söng og
bóklestri. Um tíma var hann í
Karlakór Reykjavíkur. Ólafur
íylgdist vel með þjóðmálum en var
ekki virkur þátttakandi á þeim
vettvangi. Hann hafði ríka réttlæt-
iskennd og sjálfstæði landsins var
honum hjartans mál eins og fyrir
flesta af hans kynslóð.
Það er ljúft að minnast Ólafs H.
Bjarnasonar nú að leiðarlokum.
Með honum er genginn traustur og
heilsteyptur eljumaður og ljúfur
fjölskyldufaðir og afi. Við Kristín
sendum Bergljótu, börnum þeirra
og frændgarðinum öllum samúðar-
kveðjur.
Hjörleifur Guttormsson.
Ólafur H. Bjarnason mágur
minn, Lynghaga 8 í Reykjavík, er
farinn á vit feðra sinna eftir langa
ævi sem markaðist af farsæld og
hagsæld. Fyrirhyggja, ráðdeild og
trúmennska voru þeir eðliskostir
sem koma fyrstir í hugann þegar
þessa manns er minnst, svo og um-
hyggja fyrir þeim sem að honum
stóðu.
Þeim fækkar ört fornvinunum og
söknuðurinn verður sárari eftir
hvern genginn guma, og í hugleið-
ingum, þrungnum trega og eftirsjá,
bregður fyrir fyrstu kynnum. Gam-
an þótti sveitapilti austan af landi
að koma á Þórsgötu 5 haustið 1946,
slengjast inn í fjörugt heimilislíf
systur og mágs þar sem undurfríð
dóttir og ærslafullir synir, tveir að
tölu, léku um gólf. Hinn þriðji átti
síðan eftir að líta dagsins ljós.
Fyrsta kvöldið þótti Ólafi við hæfi
að sýna fáráðlingnum nánasta um-
hverfi og gengum við niður Skóla-
vörðustíginn fram hjá „head quar-
ters“ (aðalstöðvum) KRON eins og
hann orðaði það og lá leiðin síðan
niður á Grundarstíg þar sem hann
lauk upp stærðar prjónastofu sem
hann starfrækti um skeið. Þannig
fékk sveitamaðurinn dálitla nasa-
sjón af því sem iðjað var í höfuð-
staðnum. Eftirminnilegar eru
ánægjustundir á Þórsgötunni við
gnægtaborð í hópi heimilisfólks,
kostgangara, lundfagrar vistar-
meyjar frá Hvammi á Völlum og
gesta sem að garði bar.
Ólafur og Bergljót systir mín
kynntust á Reyðarfirði á fjórða ára-
tugnum þar sem hann ólst upp á
menningarheimilinu Hermes hjá
þeim Þorsteini Jónssyni kaupfé-
lagsstjóra og Sigríði Þorvarðar-
dóttur. Til þess lágu þau tengsl að
móðir Sigríðar var seinni kona
Magnúsar Blöndals Jónssonar,
hins þjóðkunna prests í Vallanesi,
móðurafa Ólafs. Hermes-heimilið
var rómað austanlands. Þar var tíð-
um margt um manninn. Fjölmar-
gir, sem áttu leið til Reyðarfjarðar,
komu í hús kaupfélagsstjórans og
stórrar fjölskyldu hans og nutu þar
gestrisni og höfðingslundar. Þar
var glatt á hjalla, söngur, gleði og
gaman og því var ekki að undra að
fóstursonurinn drægi nokkurn dám
af uppeldinu. Eftir nám í Sam-
vinnuskólanum giftust þau Begga
og Óli og hlutskipti þeirra varð hið
sama og sagt er frá ýLandi og son-
um, að fara suður. Attu þau fyrst
heima á Vesturgötu, síðan á Vífils-
götu 2, Þórsgötu og síðast á Lyng-
haga frá 1955, kyrrlátum stað það-
an sem spölkom er út á Ægissíðu.
Þar þótti keikum öldungi, fráum á
fæti, gaman að spóka sig í útsun-
nanblænum.
Ólafur Bjarnason var traustur
maður og trúr og mátti ekki vamm
sitt vita. Hann var svívökull heimil-
isfaðir og bar líka hag ættmenna
sinna og tengdafólks mjög fyrir
brjósti. Þegar vanda bar að hönd-
um var gott til hans að leita og vin-
ar í þörf neyta. Hversu tryggur
hann var vinum sínum sýndi sig í
gestrisni, greiðasemi og höfðing-
legu viðmóti. Hann var smekkvíst
snyrtimenni, bæði í heimilishaldi,
húsbúnaði og klæðaburði og heimili
þeirra Bergljótar ber því vitni. Þar
em veggir skreyttir myndum, þó
nokkram sem húsbóndinn hafði
málað. Hann var í hvívetna vel
verki farinn og er óhætt að segja að
flest léki honum í hendi. Fyrr á ár-
um, að minnsta kosti, hafði Ólafur
yndi af ljóðum, einkum þeirra
skálda sem vildu veg íslands sem
mestan. Einar Benediktsson var
honum næsta hugstæður. Ólafur
var íhugull maður og gagnrýninn á
málefni líðandi stundar en umtals-
góður var hann og lastaði ekki
nokkurn mann fjarstaddan. Með
glöðu yfirbragði, þar sem stutt var í
hláturinn, naut hann þess að heyra
sagt frá skringilegum atvikum og
var fundvís á broslegar hliðar mála
og það sem kyndugt var í fari
manna. A honum sannaðist ekki
orðskviðurinn að svo ergist hver
sem hann eldist því að sjaldan
skipti hann skapi og hreytti ekki í
menn ónotum né óvildarorðum.
Rólyndur var hann, hógvær og hóf-
samur í hvívetna.
Ólafur átti kyn sitt að rekja til
mikilhæfra manna. Séra Magnús í
Vallanesi þekktu allir Austfirðing-
ar og sjálfsævisaga hans er prýðis-
verk. Bjarni frá Vogi, bróðir Magn-
úsar, var háskólakennari og
mikilvirkur rithöfundur. Langafi
Ólafs, Pétur Eggerz kaupstjóri á
Norðeyri, var mikill framfaramað-
ur í verslun og til hans átti Ólafur
að sækja áhugann á verslun og við-
skiptum. I móðurætt Ólafs var
margt fríðleiksfólk og kippti honum
þar í kynið.
Illvígan hjartasjúkdóm, sem
þjáði Ölaf alllengi og dró hann til
dauða, bar hann af æðruleysi.
Eg þakka mági mínum kærlega
fyrir samveruna og óska honum
góðrar ferðar til annarra heim-
kynna.
Þórhallur Guttormsson.
Við hjónin sendum vináttu- og
minningarkveðjur vegna, fráfalls
vinar okkar, öðlingsins Ólafs H.
Bjarnasonar fyrrverandi deildar-
stjóra, sem lengst af bjó á Lyng-
haga 8 hér í borg. Jafnframt send-
um við eftirlifandi eiginkonu hans,
Bergljótu Guttormsdóttur, bömum
þeirra og öðrum afkomendum hug-
heilar samúðarkveðjur.
Kynni fjölskyldna okkar Ólafs
hófust fyrir þremur og hálfum ára-
tug á þann skemmtilega og ljúfa
hátt að dóttir okkar Ásthildur og
sonur þeirra Þorsteinn felldu hugi
saman. Síðan gengu þau í heilagt
hjónaband og eignuðust þrjú
mannvænleg börn.
Ólafur var traustur maður og
mikið prúðmenni og stoltur af því
að vera Austfirðingur. Hann var vel
af guði gerður bæði til líkama og
sálar. Vel lesinn og fylgdist ávallt
vel með.
Kynni fjölskyldnanna byggðist á
því að þær hittust jafnan á stórum
stundum og hátíðum.
Fyrir nokkram árum fóru þau
Asthildur og Þorsteinn ásamt börn-
um sínum og foreldrum beggja og
systur Þorsteins í hálfs mánaðar
ökuferð um Danmörku og hluta af
Þýskalandi. Þarna kynntumst við
Ólafi mjög vel og eru minningar frá
þessari ferð okkur öllum ógleyman-
legar.
Síðustu tvö skiptin sem við hitt-
um Ólaf var í lok ágústmánaðar sl.
við brúðkaup Bergljótar Þorsteins-
dóttur sonardóttur Ólafs og daginn
eftir við skírn Magnúsar Friðriks
Halldórssonar langafabarns okkar
Ólafs beggja. Þar lék Ólafur við
hvern sinn fingur og var að vanda
bráðskemmtilegur.
Um leið og við þökkum Ólafi fyr-
ir traust og góð kynni viljum við
minna á að minningin um góðan
dreng mun ætíð lifa.
Guð blessi ykkur öll sem vorað
Ólafi kær og hann mun lifa í minn-
ingunni.
Þorbjörg og Halldór Rafnar.
Árið 1942 réðst Ólafur Bjarnason
til starfa hjá tollstjóraembættinu í
Reykjavík. Hann var þá aðeins 27
ára að aldri og starfslok hans hjá
embættinu urðu ekki fyrr en við
aldursmarkaskil hjá opinberam
starfsmönnum árið 1985, er hann
náði 70 ára aldri. Hafði hann þá
starfað þar í 43 ár eða nær allan
sinn starfsaldur.
Ólafur starfaði fyrstu árin við
skrifstofustörf við innheimtu al-
mennra gjalda en síðar við tollút-
reikning og endurskoðun.
Á áranum kringum 1960 og þar á
eftir var vinnutilhögun við tollaf-
greiðslu aðfluttra vara á þann hátt
að innflytjendur lögðu innkaupa-
reikning sinn yfir erlendis keypta
vöru inn hjá embættinu sem þá toll-
merkti vöruna og reiknaði út gjöld
þau er greiða skyldi af viðkomandi
innflutningi. Að þvi búnu gekk
þessi útreikningur til endurskoðun-
ardeildar fjármálaráðuneytisins,
sem var undanfari ríkisendurskoð-
unar, þar sem endurskoðun fór
fram áður en varan fékkst leyst út.
Var þetta ferli þungt í vöfum og taf-
samt fyrir innflytjendur og oft
þrautin þyngri að koma vöru sinni í
gegnum toll.
Á árunum eftir 1963 varð mikil
þróun á sviði tollamála og samstarf
þjóða á milli jókst mjög. Fljótlega
þar á eftir tók embættið sjálft við
endurskoðuninni og var Ólafur þá
annar af tveim starfsmönnum við
embættið sem því starfi gegndi.
Hélst svo um sinn uns núverandi
háttur var upptekinn, að innflytj-
endur sjálfir skyldu tollmerkja vör-
una og reikna út lögboðin gjöld af
henni. Endurskoðunin var eftir
sem áður hjá embættinu og fram-
kvæmd fyrirfram og áður en tollaf-
greiðsla var leyfð.
Á árunum kringum 1970 og þar á
eftir urðu talsverðar mannabreyt-
ingar hjá embættinu og upp úr þvr'
vai’ð Ólafur deildarstjóri við toll-
endurskoðunardeildina, sem hann
gegndi þar til hann lét af starfi.
Allir sem til þekkja vita að hér er
um mikið starf og fjölþætt að ræða
sem reyndar liggur í augum uppi
þegar til þess er horft að um eða yf-
ir 70% af innflutningi til landsins
hlýtur tollafgreiðslu í Reykjavík.
Oft vildi við brenna að rekið væri á
eftir að varan fengist tollafgreidd
og beindist kvabbið þá ekki síst að
endurskoðendunum.
Starf sitt rækti Ólafur af kost-
gæfni og nákvæmni. Má jafnvel
segja að hann hafi rækt það af nær-
færni, því athugasemdir eru misvel
þegnar af þeim, sem þær beinastr
gegn. Hann átti sér ekki óvildar-
menn svo ég viti og segir það nokk-
uð um samskipti hans við innflytj-
endur.
Ólafur var fríður maður sýnum,
meðalmaður á hæð, hvikur í hreyf-
ingum, glaðlyndur en enginn mál-
ski-afsmaður. Hann hafði sig því
ekki mjög í frammi, dags daglega,
en var góður viðskiptis og hlaut al-
mannaorð bæði af samstarfsfólki
og viðskiptavinum. Slíkra manna er
gott að minnast að löngu samstarfi
loknu. f *
Ekki kynntist ég Ólafi mikið utan
vinnu og mannamóta í tengslum við
hana. Ég átti þó því láni að fagna að
kynnast þremur af börnum hans í
starfi. Sömu sögu er af því að segja,
að þar fór mannkosta- og hæfileika-
fólk, sem gott var að eiga að sam-
starfsfólki.
Era konu Ólafs, börnum þeirra
og öðram aðstandendum færðar
samúðarkveðjur við fráfall hans.
Bjöm Hermannsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og
bróðir,
JÚLÍUS SIGURÐSSON,
Hvassabergi 14,
Hafnarfirði,
andaðist á líknardeild Landspítalans mánu-
daginn 25. október.
Lilja Jónsdóttir,
Elísabet Guðbjörnsdóttir, Sigríður Gísladóttir,
Ingi Rafnar Júlíusson, Brynhildur Sigurðardóttir,
Jón Páil Júlíusson, Gísli Sigurðsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNAR GUÐMUNDSSON,
Kjalariandi 28,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn
26. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ólöf Sigríður Gísiadóttir,
Gíslína Gunnarsdóttir,
Sigríður Gunnarsdóttir, Magnús I. Þorgeirsson,
Kristín Gunnarsdóttir, Sigurjón Guðmundsson,
Gunnar Gunnarsson, Brynja Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
«r