Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 46

Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ unnið störf sín af vandvirkni og elju- semi. Sem margur annar fór Jón þó ekki varhluta af mótlæti í lífinu en hann sigraðist á hverri raun og svo . mikið er víst að þar naut hann dyggrar aðstoðar eiginkonu sinnar Yalgerðar Báru Guðmundsdóttur. Á því langa og erfiða ári sem Jón þjáðist af sjúkdómi sínum átti hann og marga aðra hauka í homi, sem litu til með honum og hjálpuðu og þ.á m. var okkar sameiginlegi vinur Valur Sigurbergsson sem sýndi í verki einstakan góðvilja og sanna vináttu. Eg og eiginkona mín sendum Völu Báru, börnum Jóns og barna- bömum og systmm hans okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja. Ólafur Stefánsson. Pittskíraljós erskyggtumstund ogmyrkvuðsýn. Paðlifnarsenn hjá leið hvers manns ogskærarskín. Ólafur Thóroddsen. Fallinn er frá góður drengur og að honum er mikil eftirsjá. Svo lengi sem ég man eftir mér, man ég eftir Jóni Oddssyni, en hann var heimagangur á bemskuheimili mínu. Við áttum Vesturbæinn að umgjörð æsku okkar. Stuttur spöl- ur var milli heimila okkar. Við á Hagamel og hann á Grenimel. Einu sinni var honum falið það verðuga verkefni að sækja mig fótgangandi í hinn víðfræga leikskóla Laufásborg og hafði ég þá lifað um hálfan ára- tug. Á þessum árum mátti næstum telja bflaeign bæjarbúa á tám og fingram. Þótt úti væri kuldi og hörkufrost varð heimferðin að eftir- ~2 minnilegri skemmtun vegna líflegra frásagna hans. Talsverður aldurs- munur var milli okkar og vissulega leit Jón á mig í þá daga sem litla bamið í fjölskyldunni sem var lauk- rétt. Svo liðu árin, þótt milli okkar væri tíðindalaust í einhvem tíma, skárast leiðir jafnan aftur og vinátt- an var alltaf söm. Þessi ágæti vinur minn verður mér lengi minnisstæður fyrir margra hluta sakir: Drengslund var honum í blóð borin, brennandi rétt- lætiskennd og trygglyndi. Háttvísi var honum eiginleg í samskiptum við aðra menn. Fjölfróður menning- armaður, skarpgreindur og fram- úrskarandi skemmtilegur. Gæddur frjóu ímyndunarafli og gat komið með hárfmar athugasemdir um menn og málefni ef því var að skipta. Og þótt Jón yljaði stundum andstæðingum sínum undir uggum var hann bæði vinsæll og vinmarg- ur._ Á síðasta ári greindist Jón Odds- son með þann sjúkdóm, sem dró hann til dauða. Þeim tíðindum tók hann af fágætri stillingu. Hann hafði satt að segja ekki undan að hugga alla þá sem áttu um sárt að binda vegna veikinda hans. Hann snéri dæminu við, það var hann sem veitti uppörvun, miðlaði af lífs- reynslu sinni og fróðleik. Og þá var Jón í essinu sínu, því hann kunni flestum mönnum betur að segja sögur. Fáir atburðir vora svo ómerkflegir og hversdagslegir að honum tækist ekki að gera þá áhugaverða og skemmtilega, þegar hann sagði frá þeim. Eins og allir góðir sögumenn leyfði Jón yfirleitt sögunni að taka völdin og fara sínu fram, lúta sínum eigin lögmálum. Annars hefði heldur aldrei orðið nein saga. Eg hygg að einn höfuð- kostur Jóns sem lögmanns hafi ver- ið sá, að hann beitti því sem hann átti til og fundið gat til að gæta hagsmuna skjólstæðings síns. Skipti þá engu, hvort fyrir urðu háir sem lágir. Jón vissi, að einatt á skjó- stæðingurinn sér aðeins eina hlíf, þar sem er lögmaður hans. Hann vissi einnig sem var, að það var ekki ein hlið á hverju máli heldur marg- ar. En það vita ekki allir, því miður. Menn sem áttu torsótt mál að sækja, en vora sjálfir trúaðir á málstað sinn, leituðu gjarna til Jóns, stundum eftir að þeir höfðu gengið bónleiðir til annarra lögmanna. Jón sá þá gjama leið þar sem öðram höfðu virst sundin lokuð. Skarp- skyggni hans og baráttugleði stuðl- aði þannig að því, að fleiri en ella fengu leiðréttingu á sínum málum sem löggjöf gerir ráð fyrir. Og nú þegar Jón Oddsson flytur mál sitt fyrir þeim dómara, sem æðstur er, veit ég að honum mælist vel sem endranær. En ég veit einn- ig, að hann getur leitt margt vitnið og ekki aðeins mig, til að votta, að hann lagði sitt á vogarskálarnar um ævina til að skilja við heiminn betri en þegar hann sá hann í fyrsta sinn. Á kveðjustund er þökkuð af heil- um hug samfylgdin og Guð beðinn um að blessa góðan dreng. Eigin- konu Jóns, Valgerði Bára, og fjöi- skyldu hans votta ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigríður Ingvarsdóttir. Góður drengur er frá fallinn eftir glímu við sjúkdóm sem allt í senn er þögull, ásækinn og ógnvekjandi. Sá illvígi vekur ávallt upp óteljandi spumingar um leið okkar í mann- legri vist, um dauðann og tilverana. Jón Oddsson tók því sem verða vildi af einstakri ró og æðraleysi og hug- hreysti okkur sem skynjuðum manninn með ljáinn með gáska og kímni. Á sjúkrabeði var hann við- ræðugóður sem aldrei fyrr og leiddi gamla vini um ný lönd sem venju- legur maður sér ekki í amstri dags- ins. Mannþekking Jóns var með af- brigðum og frásagnarsnilld hans gerði persónur hans og mannlegt líf fyrri ára ljóslifandi eins og á leik- sviði væri. Jón var ótæmandi sagna- brannur á síðustu áram ævi sinnar og þreyttist aldrei á að draga fram persónur, mannlega eiginleika og setja fram í nýju ljósi atburði og menn. Fáranleikinn var ekki síst Jóni umhugsunarefni þegar hann sýndi okkur svart á hvítu hve mann- leg barátta er léttvæg þegar barist er um völd, peninga eða virðingu og dauðinn nálægður. Lögmaðurinn hrærist öðram fremur í átakaheimi þar sem menn standa oft berskjald- aðir eftir að verjendur eða sækjend- ur hafa tínt af þeim spjarirnar og allt vald er lagt í hendur dómara. Hispursleysi Jóns vakti oft undrun mína og þegar ég spurði hann hví oft væri svo hart barist sagði Jón að málfylgni og yfirgripsmikil útlistun væri nauðsynlegt í hörðum heimi réttarsala. I gegnum lögmanns- störfin var Jón vanur að skyggnast undir yfirborðið og draga fram nýj- ar hliðar sem öðrum virtist erfitt að koma auga á. Á yngri áram rak Jón lögmanns- stofu í Garðastræti þar sem hann vann oft langan vinnudag. Honum var umhugað um skjólstæðinga sína og fylgdi málstað þeirra oft betur eftir ef þeir vora fátækir og um- komulausir. Á þeim áram var Guð- mundar- og Geirfinnsmálið í upp- siglingu og upprennandi, framsæknir lögmenn tóku að sér að verja ungmenni sem vora hneppt í gæsluvarðhald í einhverju dular- fyllsta máli sem upphefur komið í íslenskri réttarfarssögu. Jón tók að sér að verja Sævar Ciesielski, þann sakboming sem átti eftir að sýna mestan baráttukjark við að verja sakleysi sitt. Undirritaður var þá sannfærður um að óhreint mjöl væri í pokanum. Fór ég alloft á fund Jóns til að frétta af málflutningi og sá ég að hér var hinn smái og knái að berjast við Golíat. En í engum vafa er ég um að barátta og inn- blástur Jóns hefur gefið Sævari aukið þrek og áræði til að berjast við málatilbúning sem lagður var fram í svartasta skammdegi ís- lenskrar réttarfarssögu. Jón átti á fyrri áram í baráttu við slæman augnsjúkdóm og hafði bet- ur. Nú lýtur hann guðlegu valdi sem enginn mannlegur máttur hefur áhrif á og minnir okkur hin á að lífið er stutt. Jón er af grandvöra heið- ursfólki kominn. Fólki er taldi sína höfuðprýði að ganga beint í baki mót nýjum degi með bros á vör. Jón brást aldrei þeim lífsstfl. Innileg- ustu samúðarkveðjur era sendar eiginkonu, Valgerði, sem studdi hann við hvert fótmál svo og böm- um og systram. Sigurður Antonsson. Látinn er í Reykjavík langt um aldur fram, vinur minn og kollega, Jón Oddsson, hæstaréttarlögmað- ur, eftir alllanga og að síðustu snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Jón var fæddur 5. janúar 1941 og því aðeins 58 ára gamall, þegar hann lést. Eftir stúdentspróf frá Verslunarskóla Islands 1961 settist Jón í lagadeild Háskóla Islands og lauk þaðan prófi með afburðaeink- unn, 226 stigum 1968. Snemma varð ljóst að Jón stefndi markvisst að lögmannsstarfi; hann varð héraðs- dómslögmaður sama ár og hann út- skrifaðist úr lagadeild eftir flutning fjögurra prófmála og hæstaréttar- lögmaður 15. maí 1972, aðeins 32 ára gamall. Jón gegndi lögmannsstarfi alla ævi og átti starfið og lögfræðin al- mennt ríkan þátt í lífi hans. Jón var afburðagreindur og hæfur lögmað- ur eins og einkunnir hans í lagadeild gáfu vísbendingu um. Jón gat verið harður í hom að taka og höfðingja- djarfur, en allra manna lítillátastur við þá sem síður máttu sín eða áttu undir högg að sækja. Sá sem þetta ritar minnist Jóns Oddssonar fyrst,_ ef minnir svíkur ekki, árið 1975. Eg sat þá í varast- jóm Lögmannafélags Islands og vora vikulegir fundir félagsins haldnir síðdegis á miðvikudögum í húsnæði félagsins á Óðinsgötu 5. Páll S. Pálsson, hrl. var á þessum áram formaður félagsins og stýrði félaginu af röggsemi eins og hans var von og vísa. Jón Oddsson hafði verið boðaður á fund stjómarinnar til þess að gera nánari grein fyrir þeim áformum sínum að opna útibú víðs vegar um land og ferðast á milli og geta þannig sinnt viðskipta- mönnum á landsbyggðinni, enda vora eingöngu lögmenn á Akureyri, í Keflavík og Vestmannaeyjum þá, ef rétt er munað. Eitthvað munu þessar fyrirætlanir Jóns heitins hafa farið fyrir brjóst stjómar- manna L.M.F.I., og stóð styrinn um hvort útibúaáætlun Jóns væri í samræmi við lög félagsins. Mér er mjög minnisstætt hve hart Jón brástvið aðfínnslum stjórnarmanna við útibúaáætlun sinni, enda taldi Jón um réttlætismál að ræða fyrir landsbyggðina. Stór orð féllu á fundinum, en þau era löngu gleymd; eftii' lifir aðeins minningin um tvo snjalla málflutningsmenn þar sem annar var ungur ofurhugi, en hinn reyndur og roskinn, báðir góðir fé- lagar og vinir til áratuga. Kynni okkar Jóns Oddssonar urðu svo meiri eftir að ég kynntist einum afburðamanninum enn í lög- mannastétt, Jóni E. Ragnarssyni, hrl., sem eins og nafni hans Odds- son, lést langt um aldur fram, að- eins 46 ára gamall. Vinátta Jónanna var djúp og rík og birtist ef til vill best í einni fegurstu minningingar- grein sem ég hef lesið í seinni tíð, en svo skrifaði Jón Oddsson um nafna sinn, Jón E. Ragnarsson, 21. júní 1983: „Með djúpum söknuði og trega er mætur vinur, Jón E. Ragn- arsson, hæstaréttarlögmaður, kvaddur hinstu kveðju. Vordagai' lífs hans voru bjartir og fagrir og stórmerki á lofti og fyrirheit, en sumarið leið alltof fljótt. Áður en varir er ævinnar dagur að kveldi. Þeim dómi verður ekki áfrýjað. Á sorgarstund við dánarbeð æskuvin- ar er hollt að hugleiða ljóðlínur frænda hans, Einars Benediktsson- ar, skálds. Og því er svo erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stafni?“ Um kynni okkar þriggja get ég ntað langt mál, en mun ekki gera. Eg var ávallt þiggjandi í viðskiptum við Jónana ekki síst í juridiskri um- fjöllun, enda þeirra yngstur og af þeim báðum þá ég góð ráð varðandi lögmennsku, ráð sem ég tel mig búa að æ síðan. Hin síðari ár vora samskipti okk- ar Jóns Oddssonar einkum fólgin í reglulegum símtölum þar sem víða var komið við og eru það nánast einu skiptin í mínu lífi eftir að Jón E. dó, að ég tala í síma uppundir klukkutíma í einu og jafnvel ein- staka sinnum lengur. Við andlát Jóns Oddssonar er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann sem vin og félaga og söknuður að missa góðan dreng svo fljótt. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við Heiðrún Valgerði Bára, eftirlifandi eiginkonu Jóns, svo og börnum hans og öðram ættmennum sem eiga um sárt að binda. Manna eins og Jóns Oddssonar er gott að minnast. Sigurður Georgsson. • Fleiri minningargreinar um Jón Oddsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t -4 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR GÍSLASON framkvæmdastjóri, Nóatúni 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 29. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þórunn Guðmundsdóttir, Eygló Helga Haraldsdóttir, Eiður Guðnason, Guðmundur Haraldsson, Ástbjörg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR S. MATTHÍASSON, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 30. október kl. 14.00. Kolbrún Ingólfsdóttir, Ægir Rafn Ingólfsson, Ragna Margrét Norðdahl, Inga Dís Ingólfsdóttir, Pétur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað frá hádegi föstudaginn 29. október vegna útfarar PÁLMA GUÐMUNDSSONAR. Bjöm Arnórsson, umboðs- og heildverslun, Laugarnesvegi114. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSTA RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Vatnsholti 9c, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 29. október kl. 14.00 Margeir Jónsson Jóna Margeirsdóttir, Margrét Margeirsdóttir, Ásta Ragnheiður Margeirsdóttir, Margeir Margeirsson, Valur Margeirsson, Haukur Margeirsson, Guðmundur Margeirsson, Arnþór Margeirsson, Guðjón Stefánsson, Ingibjörg Reykdal, Birna Sigurðardóttir, Halldóra Ingimarsdóttir, Ingibjörg A. Frederiksen, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, GUNNAR HAFSTEINN MAGNASON, er lést miðvikudaginn 20. október sl. verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 29. október kl. 14:00. Sigríður Elíasdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Salome Eiríksdóttir, Hólmsteinn Brekkan, Tinna Brekkan, Sara Brekkan, Ólöf Eir Brekkan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.