Morgunblaðið - 28.10.1999, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
HAUKURSKAG-
FJÖRÐ JÓSEFSSON
+ Haukur Skag-
fjörð Jósefsson
fæddist á Sauðár-
króki 6. janúar 1937.
Hann lést á Sólvangi
í Hafnarfirði 21.
október siðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Elín Aðalbjörg Jó-
hannesdóttir frá
Sauðárkróki, f. 29.
september 1905, d.
4. maí 1995 og Jósef
Stefánsson, f. 4. nó-
vember 1905 á Sauð-
árkróki. Hann býr
nú á Dvalarheimili
aldraðra á Sauðárkróki. Haukur
átti níu systkini og var næs-
tyngstur sex eftirlifandi systk-
ina. Hin eru: Jóhannes Stefán, f.
11. október 1927, Erla Skag-
íjörð, f. 21. mars 1930, Hjalti
Skagfjörð, f. 3. október 1933,
Þorbergur Skagfjörð, f. 1. des-
ember 1935 og Svavar Skag-
fjörð, f. 27 nóvember 1940.
Haukur lærði húsgagnasmíði
hjá Helga Einarssyni í Reylgavík
og húsasmíði hjá föður sínum
sem rak Trésmiðjuna Björk á
Sauðárkróki.
Árið 1959 kvænt-
ist Haukur eftirlif-
andi konu sinni,
Guðrúnu Stefáns-
dóttur Hjalfalin,
skrifstofukonu í
Reykjavík, sem bús-
ett er í Garðabæ.
Dætur þeirra eru:
Sigríður Dúna, f.
21. mars 1957; Elín
Aðalbjörg, f. 22. nó-
vember 1960. Eigin-
maður hennar er
Alfreð V. Sigurjóns-
son og eiga þau tvo
syni: Hauk Viðar og Brynjar
Smára; Helga Kristín, f. 29. des-
ember 1961. Sambýlismaður
hennar er Reynir Krisfjánsson
og eiga þau tvo syni: Andra Má
og Birgi Rafn; Erla Björk, f. 18.
september 1965. Eiginmaður
hennar er Gunnlaugur Reynis-
son. Börn Erlu eru: Ingi Þór og
Þórdís.
títför Hauks fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast tengdaföður míns, Hauks
Jósefssonar.
Það lá ekki í eðli Hauks að gefast
upp þótt á móti blési og er hetjuleg
barátta hans við erfið veikindi til
margra ára til marks um þá miklu
þrautseigju og viljastyrk sem hann
hafði til að ná settum markmiðum.
Þegar ég fyrst kynntist Hauki, fyr-
ir meira enn tuttugu árum, var
hann að koma fótunum undir sig
eftir að hafa yfirgefið æskustöðvar
sínar, Skagafjörðinn, nokkrum ár-
um áður. Það var ekki auðvelt þá,
frekar en í dag, að koma suður og
hefja nýtt líf næstum frá grunni.
Fyi-stu kynni mín af Hauki voru
þegar ég sem ungur maður kom í
Nökkvavoginn þar sem fjöldskyld-
an bjó. Allt frá fyrstu tíð fór vel á
með okkur og um nóg að spjalla,
enda báðir iðnaðarmenn að at-
vinnu. Haukur hafði sem ungur
maður lært húsa- og húsgagna-
smíði sem nýttist honum vel í sínu
starfi. Hann var mikill fagmaður og
lagði metnað sinn í að skila vand-
aðri vinnu í hverju sem hann tók
sér fyrir hendur. Enda var það svo
að margir viðskiptavinir hans héldu
tryggð við hann og leituðu til hans
aftur og aftur með verkefni sem
þurfti að leysa.
Hann var maður fullur ákefðar
og lét drauma sína rætast. Eitt af
því fyrsta sem hann gerði eftir að
hafa flutt í Nökkvavoginn var að
byggja sér bílskúr. Þegar hann
flutti í Garðabæinn unni hann sér
ekki hvíldar fyrr en hann hafði
stækkað skúrinn þar um meira en
helming. Kom hann sér upp að-
stöðu þar sem hann gat sinnt öllum
verkum bæði stórum og smáum.
Þegar frá leið og hann hafði kom-
ið sér vel fyrir fóru að koma nýjar
hliðar í ljós á Hauki sem hann hafði
ekki sýnt áður. Hann fór að stunda
ýmis áhugamál. Meðal annars var
trjárækt og skíðamennska honum
hugleikin. Ekki er mér kunnugt um
hvort hann hafi stundað skíði á sín-
um yngri árum á Sauðárkróki, en
eftir að hann fékk áhugann hér fyr-
ir sunnan leið ekki á löngu þar til
hann var orðinn liðtækur skíða-
maður. Eftir að veikindi hans mein-
uðu honum að fást við skíðin beindi
hann áhuga sínum að öðrum hugð-
arefnum. Fullur áhuga eignaðist
hann rennibekk þar sem til urðu
ýmsar skálar og skrautmunir sem
skreyttu heimili hans og ættingja.
Þrátt fyrir að vera vel að sér í viðar-
fræðum leitaði hann sér upplýsinga
víða um hvernig best væri að
standa að þessu áhugamáli sínu til
að ná sem bestum árangri. Það var
ekkert öðruvísi með þetta áhuga-
mál en annað sem hann tók sér fyr-
ir hendur, hlutirnir áttu að vera í
lagi og fagmannlega unnir.
I gegnum öil sín veikindi heyrði
ég Hauk aldrei kvarta. Hann var
barn þess tíma þar sem fólk flíkaði
ekki tilfinningum sínum. Hann var
ákveðinn í skoðunum og sagði þær
á tæpitungulausan hátt og kraft-
mikilli íslensku ef svo bar við. Að
sama skapi var hann bóngóður
maður og gott að leita til hans með
verkefni sem þurfti að leysa.
Kæri Haukur, ég bið guð að
geyma þig og votta fjölskyldu þinni
samúð mína.
Reynir Kristjánsson.
+ Óskar Jacobsen
fæddist í Reykja-
vík 29. janúar 1923.
Hann lést í Reykja-
vík 20. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru þau Frið-
semd Jónsdóttir og
Karl Anton Jacobs-
en. Voru þau sjö,
Óskar og systkini
hans.
Óskar kvæntist eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Guði-únu Á.
Magnúsdóttur, f.
6.1. 1956, og áttu
þau 11 börn, sem eru: Karl Sig-
urgeir, f. 23.5. 1942, Þórarinn
Kolbeinn, f. 9.7. 1944, Magnús
Friðrik, f. 17.9. 1948, d. 16.2.
1990, Sigrún Svanfríður, f. 3.2.
1950, Esther Rut, f. 22.4. 1951,
Óskar Helgi, f. 20.6. 1953, Gunn-
Okkar langar að kveðja föður
okkar með nokki-um orðum.
Elsku pabbi, okkar hugur leitar
til þín aftur og aftur. Við hugsum
um þær stundir í gamla daga þegar
þú sýndir okkur alltaf stuðning og
varst okkur góður pabbi. Þú varst
okkur góð fyrirmynd og alltaf gam-
an að horfa á þig koma heim frá
vinnu, hvernig þú gekkst alltaf svo
virðulegur og reistur heim að hús-
inu. Vinnan var þér mikils virði, og
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fyigi útprentuninni. Auðveldust er
nióttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld 1
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 5C9 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nónari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
ar Þór, f. 23.5. 1955,
Fríða, f. 6.2. 1957,
Elsa Inga, f. 3.8.
1960, Hjörtur, f.
2.10. 1961, og
Helga, f. 18.12.
1962.
Óskar ólst upp í
Reykjavík. Eftir
stutta skólagöngu
fór hann að vinna
og vann hann hin
ýmsu störf framan
af, en 1953 hóf hann
störf við Áburðar-
verksmiðju rikisins
þar sem hann sá um
mæladeild verksmiðjunnar, þar
til 1993 að hann lét að störfum
vegna aldurs.
títför Óskar fer fram frá Fríkir-
kjunni í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
einnig vinnufélagarnir sem þú tal-
aðir svo oft um. Eins er okkur
minnisstætt þegar við fengum að
fara með upp í „verksmiðju" eins og
þú kallaðir það, því þar voru jú
græjurnar. En það starf skapaðir
þú sjálfur með dugnaði og fórnfýsi.
Sá gífurlegi áhugi þinn á að kynna
þér og lesa þér til um alla hluti hef-
ur eflaust átt sinn þátt í því að þú
varst vel metinn og fróður um þína
vinnu, því þær eru ekki fáar fræði-
bækurnar sem þú hefur lesið um
ævina.
Okkur verður líka hugsað til
sumarsins með miklu þakklæti,
þegar þú og mamma fóruð til Norð-
ur-Ameríku í langa og vel heppn-
aða ferð. Þetta var eins og dýrmæt
gjöf að fá að eyða yndislegum sum-
ardögum með ykkur, og ekkert
okkar vissi hversu dýrmætar mín-
úturnar voru. Við höfðum öll tölu-
verðar áhyggjur af því í upphafi
ferðar, hvernig þér myndi heilsast
að vera á ferðalagi í heilan mánuð.
En þökk sé Guði, þú varst manna
hressastur og dróst ekki af þegar
allir vildu fara að versla eða fara á
flakk. Og þegar billjardborðið var
annars vegar varstu léttur á fæti og
stóðst yfirleitt uppi sem siguivega-
rinn.
Þetta voru góðar stundir, gefnar
af Guði sem rissi að ævidagar þínir
voru ákveðnir og allir skráðir í hans
bók.
Börnin.
Í
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
AXEL THORARENSEN,
Stuðlaseli 32,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. október.
Jóhanna Thorarensen,
Hannes Thorarensen, Guðrún Gunnarsdóttir,
Kristín Thorarensen, Víglundur Þorsteinsson,
barnabörn og barnabamabörn.
OSKAR
JACOBSEN
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
EINAR PÁLL JÓNASSON,
Hrauntungu 38,
Kópavogi,
lést á Landspítaianum þriðjudaginn
26. október.
Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir,
Jónas Haukur Einarsson, Hrafnhildur Einarsdóttir,
Helgi Einarsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJARNI HELGASON,
Garðvangi,
Garði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að kvöldi
þriðjudagsins 26. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elísabet Þórhallsdóttir.
+
Ástrík eiginkona min,
ÁSTRÚN J. SÍVERTSEN,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 27. október.
Marteinn Sívertsen.
+
Ástkær systir mín, vinkona og amma okkar,
VILBORG SÆMUNDSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 48,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugar-
daginn 30. október kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Jóna Sæmundsdóttir,
Sæmundur Eiðsson, Elva Björk Sigurðardóttir,
Hafsteinn Sæmundsson, Sigrún Sæmundsdóttir,
Arnar Steinn Sæmundsson.
Á-
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur-
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR G. HALLDÓRSSON
fyrrv. fasteignasali,
Selvogsgrunni 22,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur þriðjudaginn 26. október.
Jarðsungið verður frá Þjóðkirkjunni í Hafnar-
firði þriðjudaginn 2. nóvember kl. 15.00.
Stella Sæberg,
Margrét Þórðardóttir,
Sigríður Þórðardóttir,
Sjöfn Þórðardóttir,
Svala Þórðardóttir,
Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir,
Kristján Kristjánsson,
Árni Sæberg Kristjánsson,
Guðmundur J. Hallbergsson,
Björgvin Vilmundarson,
Árni J. Sigurðsson,
Gísli Sveinsson,
Skúli Guðmundsson,
Valgerður S. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Systir mín,
MARÍA HAFLIÐADÓTTIR,
Bjarkargötu 12,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 29. október kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Félag nýrnasjúkra.
Áslaug Hafliðadóttir.