Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 48
a(t8 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jirí Pelíkan var
fæddur árið
1923 í Olomuc á
Mæri í Tékklandi,
sonur myndhöggv-
ara. Hann var aðai-
ritari og síðar for-
seti Alþjóðasam-
bands stúdenta
1953-63 og sjón-
varpsstjóri í Prag
1963-68. Eftir það
var hann ritstjóri
'*■ tímarits landflótta
Tékka. Hann lést í
Rómarborg 26. júní
1999. f dag, 28.
október, er þjóðhátíðardagur
Tékklands.
Jirí Pelíkan lifði tímana tvenna
og þrenna. Þegar hann var sextán
ára skólastrákur settu Þjóðverjar
hann í fangelsi fyrir að dreifa flug-
ritum gegn hernámi þeirra. Eftir
hálft ár var hann látinn laus til
reynslu, en gerðist þá bæjarritari í
þorpinu Koronec undir fölsku nafni
og skilríkjum sem gerðu hann sex
árum eldri. Þar starfaði hann af
■VCiiklum krafti í andspyrnuhreyfing-
unni.
Þegar stríðinu lauk varð hann
brátt virkur í stúdentahreyfingunni
og formaður Stúdentasambands
Tékkóslóvakíu 1948. Sama ár varð
hann þingmaður en jafnframt til
1951 formaður sérstakrar háskóla-
nefndar á vegum
kommúnistaflokksins
sem meðal annars átti
að dæma um hæfni
kennara og nemenda í
háskólum. Ætlunin var
í upphafi að mismuna
þeim sem höfðu átt
samstarf við þýska
hemámsliðið og fjölga
stúdentum úr alþýðu-
stétt, en sú skilgrein-
ing var ósjaldan teygð
og toguð. Jirí segir í
endurminningum sín-
um, að í þeirri stöðu
hafi hann gert sig með-
sekan um marga óhæfu.
Allan síðara hluta þessarar aldar
var Pelíkan alþekktur í stjórnmála-
og menningarlífi Tékkóslóvakíu og
einnig á alþjóðavettvangi. Árið 1953
verður hann framkvæmdastjóri Al-
þjóðasambands stúdenta (IUS),
sem hafði aðsetur í Prag frá stofn-
un þess 1946. Árið 1956 varð hann
forseti sambandsins og gegndi því
embætti til 1963. Þá var hann gerð-
ur að sjónvarpsstjóra í Prag. I því
hlutverki varð hann einn áhrifa-
mesti forystumaður þeirra breyt-
ingartilrauna sem síðar voru
kenndar við „Vorið í Prag“ 1968.
Hann varð það ár formaður utan-
ríkismálanefndar sambandsþings-
ins í Prag.
Eftir innrás Sovétríkjanna í
ágúst 1968 var hann sviptur emb-
ættum sínum og í fyrstu ýtt til hlið-
ar í sendiráð Tékkóslóvakíu í
Rómarborg. Hann varð brátt einn
helsti forystumaður landflótta
Tékka og var sviptur ríkisborgara-
rétti heimalandsins. Hann sat síðar
á Evrópuþinginu á vegum ítalska
sósíalistaflokksins. Eftir „flauels-
byltinguna" í Prag 1989 og skipt-
inguna í Tékkland og Slóvakíu
gerðist hann liðsmaður tékkneskra
sósíaldemókrata en vorboðarnir frá
1968 áttu reyndar ekki mikinn
hljómgrunn lengur heima fyrir.
Ég sá Pelíkan fyrst í Sofíu sum-
arið 1955 þegar við Ingvar Gíslason
og Þórir Éinarsson fórum þangað á
ráðsfund Alþjóðasambandsins. Árið
1956-57 var ég síðan áheyrnarfull-
trúi Stúdentaráðs Háskóla Islands
á skrifstofu sambandsins í Prag. Þá
fyrst tók ég að kynnast honum í
daglegri umgengni.
Pelíkan var einkar líflegur maður
og þægilegur í viðmóti og hafði
mikla útgeislun. Hann var ólíkur
flestum kerfismönnum austantjalds
sem ýmist voru fullir af þumbara-
skap eða svo fleðulegir að manni of-
bauð. Hann var mikill gleðimaður,
elskaði vín, víf og söng og dansaði
czardas af hjartans lyst. Hann var
og einn þeirra sem vildi leysa hvers
manns vanda, hversu smávægileg-
ur sem öðrum þótti. Hann var í eðli
sínu einskonar fyrirgreiðslupóli-
tíkus og kom það fram með ýmsum
hætti. Grátbroslegt smádæmi um
þetta má nefna frá heimsmóti æsk-
unnar í Moskvu 1957.
Babak kunningi okkar frá Teher-
an hafði kynnst rússneskri stúlku,
en fékk ekki að bjóða henni upp til
sín, því hún hafði ekki passa til að
komast inn í háskólabygginguna
þar sem Babak hélt til. Babak sneri
sér til Bugrofs kunningja síns, aðal-
fulltrúa sovétstúdenta, en hann var
ekkert nema reglufestan. Loks
tókst honum að fá nokkurra
klukkutíma leyfi fyrir stúlkuna eitt
kvöld. Þá kom í ljós að sama kvöld
átti Babak að sitja skyldufund með
stúdentum frá Túnis. í öngum sín-
um hringdi Babak í sjálfan Pelíkan,
útskýrði málavexti og spurði hvort
einhver annar gæti ekki farið fyrir
sig á fundinn. „Taktu bara á móti
stúlkunni," sagði Pelíkan „ég skal
fara, ég þarf hvorteðer einhvern-
tíma að hitta formann Túnis-stúd-
enta.“
Einnig er minnisstætt þegar
Bjarni Beinteinsson formaður
Stúdentaráðs kom á fund fram-
kvæmdanefndar IUS veturinn 1957
og gagnrýndi hálfvolga afstöðu
sambandsins til uppreisnarinnar í
Ungverjalandi haustið áður. Hann
fékk í staðinn harða gagnrýni frá
Alsírstúdentum fyrir fjandsamlega
afstöðu íslenskra stúdenta til ný-
lendustúdenta á öðrum fundi sama
haust. Bjarni var óviðbúinn þessari
árás, en þá kom Pelíkan til nokk-
urrar hjálpar úr forsetastóli og út-
skýrði málið á þann veg að hlutur
Islendinga varð heldur skárri.
Eftir að Pelíkan var orðinn sjón-
varpsstjóri tók hann brátt ein-
dregna afstöðu með frjálslyndisöfl-
um. Segja má að hann hafi smám
saman opnað sjónvarpið sem fjöl-
miðil þrátt fyrir mikla andstöðu
innan Flokksins, enda var hann oft-
ar en einu sinni hætt kominn í þeim
átökum. Þetta kom ýmsum þeim
samlöndum hans á óvart, sem
JIRI
PELÍKAN
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN ÞORBERGSDÓTTIR
frá Sléttu í Fljótum,
Dalbraut 27,
Reykjavík,
lést að morgni þriðjudagsins 26. október.
Jarðsett verður frá Áskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 10.30.
Ásta Sveinsdóttir,
Páll Sveinsson,
Bragi Sveinsson,
Karl Sveinsson
og fjölskyldur.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EGILL ÓLAFSSON
safnvörður,
Hnjóti,
Örlygshöfn,
Rauðasandshreppi,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. október.
Minningarathöfn fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. nóvem-
ber kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á sjóð til styrktar flugminjasafni og minjasafni Egils Ólafs-
sonar og er í vörslu Eyrarsparisjóðs, Patreksfirði.
Jarðað verðurfrá Sauðlauksdalskirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00.
Ragnheiður Magnúsdóttir,
synir, tengdadætur
og barnabörn.
HAFSTEINN
SVEINSSON
Hafsteinn
Sveinsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
júlí 1917. Hann lést
á Landspítalanum
17. október síðast-
Iiðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Sveinn Teitsson og
Sigríður Sigurðar-
dóttir og áttu þau
tvo syni. Eftirlif-
andi bróðir Haf-
steins er Pétur
Sveinsson, f. 26.
febrúar 1914. Pétur
er kvæntur Kristínu
Sveinbjörnsdóttur og eiga þau
þrjú börn, Sigurð, Droplaugu
og Þóru.
Hafsteinn kvæntist Jensínu
Steini frændi. Það er erfitt að sjá
á eftir þér og sárt mun ég sakna
þín. Ég þekki ekkert annað en að
hafa þig í nágrenninu. Mín fyrstu ár
naut ég þeirra forréttinda að búa
undir sama þaki og þú. Ég á hæð-
inni og þú í risinu. Auðvitað
komumst við ekki hjá því að kynn-
ast hvor öðrum. Ég var eina bamið í
húsinu á þessum tíma og óhjá-
kvæmilega hef ég heimtað hjá þér
athygli. Það er frábært að eiga góð-
an frænda sem hægt er að líta upp
til og það máttu vita að þú varst
Guðrúnu Sigurðar-
dóttur, f. 1. nóvem-
ber 1913 að Hlíð í
Garðahreppi í Gull-
bringusýslu, d. 1.
september 1988.
Þeim varð ekki
barna auðið.
Hafsteinn lauk
barnaskólaprófi og
fór snemma að
vinna. Hann vann
sem sjómaður til
margra ára. Einnig
vann hann við bif-
reiðaakstur og
fleiri störf hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur í
áratugi.
Útför Hafsteins fór fram frá
Fossvogskapellu 27. október.
enginn venjulegur frændi.
Þér auðnaðist ekki að eignast
böm og þ.a.l. vissir þú kannski ekki
alveg hvernig ætti að gantast í þeim.
Þú fórst þínar eigin leiðir við að ná
athygli okkar krakkanna, lést okkur
bregða, þóttist ætla að elta okkur
uppi, loka okkur inni í skápum,
frystikistum eða það versta af öllu,
að keyra okkur upp á heiði og skilja
þar eftir. Svo þegar krakkarnir mku
í burtu sem fætur toguðu stóðst þú
eftir og skellihlóst. Oft rakstu upp
stór augu yfir því hversu hratt þau
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, ömmu
og systur,
SIGRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR,
Dverghömrum 32.
Þorbjörn Guðmundsson,
Katrín Björk Svavarsdóttir,
Bryndís ísfold Hlöðversdóttir,
Árni Rúnar Hlöðversson.
Símon Konráðsson, Doris Konráðsson
og systkini.
+
Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug, minning-
argjafir, kort, skeyti og blómasendingar vegna
andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
SÖLVA PÁLSJÓNSSONAR
frá Stakkadal í Aðalvík,
Réttarholtsvegi 67,
Reykjavík.
Laufey J. Guðmundsdóttir,
Halldóra J. Sölvadóttir, Sveinbjörn Guðjónsson,
Hermann T. Sölvason, Marianne Person,
Margrét S. Sölvadóttir,
Axel H. Sölvason, Björk Geirdal,
Magnús Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
mundu hann aðallega sem hinn
harðvítuga unga línumann frá ár-
unum kringum 1950. Þeim sem
höfðu kynnst honum síðar, var
þetta á hinn bóginn ekkert undrun-
arefni. Hann hafði greinilega lært
mikið af hremmingum fyrri ára
ekki síður en kynnum sínum af um-
heiminum.
í tvo áratugi var Pelíkan einn
helsti talsmaður þeirra sem hrökkl-
ast höfðu frá Tékkóslóvakíu eftir
hernám Sovétríkjanna. Allan þann
tíma var hann aðalritstjóri tímarits
þeirra, Listí. Seinast hitti ég hann á
gömlum veitingastað okkar á kosn-
ingadaginn í Prag vorið 1996. Hann
sagðist þá nýlega hafa hitt og borið
saman þækurnar við nokkra gamla
kunningja frá Kína, Japan, Italíu,
Búlgaríu, Indlandi og víðar sem
voru í forystu IUS á okkar dögum.
Þá hefði verið gaman að vera fluga
á vegg.
Pelíkan kom einu sinni til Is-
lands, haustið 1988, og hélt erindi á
vegum Samtaka um vestræna sam-
vinnu. Auk þess hitti hann gamla
og nýja kunningja og nokkra ráð-
herra, átti blaðaviðtöl og kom fram
í sjónvarpinu. Sendifulltrúi
Tékkóslóvakíu bað um að fá að
hitta hann með leynd. Hann reynd-
ist í hjarta sínu stuðningsmaður
Pelíkans og sjónarmiða hans. Sein-
asta kvöldið snæddi hann með
nokkrum kunningjum á Óðinsvéum
og eftir það fóru sum okkar með
honum upp á Hótel Sögu. Að skiln-
aði veltum við því fyrir okkur hvar
og hvenær ætti að hittast næst.
„Því ekki í Prag?“ spurði Pelíkan.
Ári seinna varð flauelsbyltingin.
Árni Björnsson.
gátu hlaupið þessi litlu kríli. Þannig
nálgaðist þú okkur krakkana. Þetta
var ekki nýtt fyrir mér því ég vissi
hverslags gæðablóð þú varst. Öðru
máli gegndi um bömin í hverfínu.
Sum þeirra læddust á tánum til að
spyrja eftir mér ef þau vissu af þér
heima fyrir. Þær eru sætar þessar
æskuminningar og þar markaðir þú
djúp spor sem ekki verða frá mér
tekin.
Frá því ég man eftir mér vannst
þú alltaf hjá Strætó á þvottastöðinni
á Kirkjusandi. Þegar unglingsárin
gengu í garð bjó ég í Laugamesinu.
Á þeim ámm kynntumst við mjög
vel. Oft stoppaði ég hjá þér á kvöldin
þegar þú varst á útopnu við að
skrúbba vagnana. Svo kom það
varla fyrir að ég færi í Laugardals-
laugina án þess að hitta þig þar.
Það er mér minnisstætt þegar ég
kom einu sinni heim til þín og þú
varst á leið til vinnu. Þú náðir þér í
Martíní-flösku og lítið glas og svo
skelitir þú einum í þig. Því næst
bauðstu mér, óhörnuðum unglingn-
um, en ég þorði ekki að þiggja veit-
ingamar. Þú skildir ekkert í þessari
vitleysu minni, „þetta gerir þér bara
gott“, sagðir þú og fussaðir. Kannski
var þetta það sem laðaði mig að þér,
þessi einlægni sem frá þér skein.
Þótt ég væri enn þá krakki komstu
fram við mig sem jafningja, flokkun-
arkerfi eins og manngreinarálit, ald-
ur og önnur tölfræði vom hlutir sem
þú lést lönd og leið. Það má segja að
þú hafir lifað í tímaleysi, enda varstu
ungur í anda og hress fram í rauðan
dauðann.
Á námsámm mínum í Mennta-
skólanum við Sund, sem var í næsta
nágrenni við þig, var gott að eiga þig
að. Það var ávallt hægt að stoppa við
hjá þér ef mér datt það í hug eða
missti af strætó. Þá fékk ég oft að
fljóta með þér heim ef þú varst að
fara á vakt. Ég vil svo þakka þér
kærlega fyrir alla strætómiðana
sem þú gaukaðir að mér meðan á
menntaskólaárunum stóð. Það var
þín leið til að styrkja mig til náms og
kom það sér vel.
Sá arfur sem eftir þig liggur er
mikill og það má draga margan lær-
dóm af því hvernig þú lifðir. Þú
varst ávallt kóngur í þínu litla ríki.
Síðast en ekki síst vil ég þakka þér
af einhug þann kærleik og þá hlýju
sem þú barst til mín meðan þú lifðir.
Veganestið frá þér er mér ómetan-
legt.
Hlynur Áskelsson.