Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 52
^ffl FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Stærðfræðin, skólinn og tölvan FYRIR næstum 30 árum komu á markað- inn frumstæðar reiknivélar, sem við, þáverandi mennta- skólakennarar í stærðfræði, fréttum af og fögnuðum mjög. kenndi þá við Menntaskólann á Ak- ureyri, og haustið 1972 safnaði ég meðal nemenda þar áskrift- um að reiknidósum þessum og samdi um hagstæð kaup á c.a. 170 stykkjum af Can- on-reiknivélum hjá innflytjandanum, „Skrifvélinni hf‘. Eg minnist þess sérstaklega, hve innbyggðu horna- föllin og önnUr sambærileg inn- byggð föll skiptu miklu máli. Þá var að vísu ekki einhugur um að leyfa notkun reiknidósa á prófum í menntaskólum, en ég hafði brenn- ^andi áhuga á, að þær yrðu viður- kenndar, sem leyfileg hjálpargögn. Til að mæta réttmætri gagnrýni gengust eigendur þeirra í MA und- ir það, að hver reiknidós væri til al- mennra nota og gengi milli manna eftir þörfum í öllum prófum. Ekki veit ég fyrir víst, hvort þær voru leyfðar á stúdentsprófi í hinum menntaskólunum vorið 1973, en vorið 1972 hafði ég á stúdentspróf- inu fengið að láni borðreiknivélar hjá skrifstofu bæjarverkfræðings og leyfði notkun þeirra þrátt fyrir Jón Hafsteinn Jónsson andstöðu skólameista- rans við þetta tiltæki. Notkun reiknidósa á grunnskólastigi varð til þess, að þar var slakað á kröfum í brot- areikningi. Ein afleið- ing þessa er lítil færni í talnameðferð og skortur á námsaga, sem á framhaldsskól- astigi veldur örðug- leikum í bókstafa- reikningi og ýmsum vandamálum sem því tengjast. til utlaada -auðvelt að muna SÍMINN www.simi.is EG Skrifstofiibúnaður ehf. Ármúla 20 s(mi 533 5900 fax 533 5901 VOIQ, Blöndunartæki Vola blöndunartæki hafa verið margverðlaunuð fyrir sérstakan stíl og fágun, en hönnuðurinn er hinn þekkti danski arkitekt Arne Jacobsen, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir framúrskarandi arkitektúr. Tækin eru fáanleg í litum, krómuð og í burstuðu krómi. Vola - Dönsk hönnun TenGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást í byggingavöruverslunum um land allt Hjartanlegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig og sýndu mér margvíslegan sóma í tilejhi af áttrœðisajmœli mínu 18. september. Lagadeild Háskála íslands flyt ég sérstakar þakkir fyrir að gangast fyrir glœsilegu málþingi mér til heiðurs 2. október í hátíðarsal Háskólans. Ármann Snævarr. Nám Upplýsingaflóðið, segir Jón Hafsteinn Jónsson, er ekki til þess fallið að glæða skilning og skyn- semi. Fremur hið gagn- stæða. Ný bylting í sjónmáli Nú heldur önnur stærðfræðit- engd tölvubylting innreið sína á framhaldsskólastigið, og er hún gagnmerk eins og notkun reikni- dósanna forðum, en þó e.t.v. ekki án alvarlegra fylgikvilla, sem tengjast ótímabærri notkun. Um er að ræða forrit til symbólskra reikninga („eins og MATHEMATICA og MAPLE). Þessi forrit framkvæma með óskeikulleik þær stærðfræði- aðferðir, sem kynntar eru á fram- haldsskólastiginu. En hvaða hætt- ur gætu fylgt slíkum gersemum? Ymsir virðast telja, að útbreidd eign og notkun tölva í framhalds- skólunum, sé flestra meina bót og geri bara „góða skóla enn betri“!, en það er hægt að fara offari, þrátt fyrir góð áform með gagnleg fræði og glæsta tækni. Upplýsingaflóðið, sem nú er að kaffæra skólaæskuna, er ekki til þess fallið að glæða skilning og skynsemi, fremur hið gagnstæða, og yfirvöld menntamála gætu fund- ið framhaldsskólanemum upp- byggilegri iðju, en vafur á verald- arvefnum. Annars vil ég hér leiða hjá mér almenna umræðu um skólamál, og láta nægja að lýsa mig sammála Helgu Sigurjónsdóttur, sem verið hefur afkastamikil og þolgóð í gagnrýni sinni á ríkjandi skólastefnu. Það sem mér gengur til með þessum skrifum, er hvort tveggja í senn, að lýsa hrifni minni af ofan- nefndum hjálparmeðulum og ótta við, að þau verði ekki notuð með nægilegri gát, þegar raungreina- kennarar framhaldsskólanna hafa náð fullu valdi á þeim. Neikvæðu áhrifin gætu orðið þau, að nemend- um yrði um of hlíft við skilnings- vanda nýs námsefnis, og það kæmi í bakseglin nokkrum áföngum síðar. Ofuráhersla á eitthvað, sem kallast uppeldis- og kennslufræði, og stað- ið hefur í þrjá áratugi, hefur ekki komið í veg íyrir að grunnskólinn félli í það fen að láta nemendur sigla áreynsluminnstu leiðina án þess að meta, hvað best sé til fram- búðar og skili gleggstum skilningi, og ég hef enga trú á að kennsluf- ræðingarnir bjargi framhaldsskól- anum frá því að ganga í þessa sömu gildru. Furðulegt tómlæti Enginn skilji orð mín svo, að ég fagni því, hve lítinn áhuga fram- haldsskólinn og kennarar hans sýna þessari nýju tækni. Þó að knýja beri nemendur til að leysa verkefni án tækjahjálpar, þá er það ekki vansalaust, ef kennarar og leiðbeinendur í stærðfræðitengd- um greinum eru sjálfir fákunnandi í notkun þessara nútímalegu hjálp- armeðala, og það eru engar máls- bætur að þetta er ekki á lista yfir kennsluskylt námsefni í neinni ákveðinni grein. Nokkur hópur framhaldsskólanema þekkir þessi forrit meir og minna, og því er það enn meir ámælivert, ef framhalds- skólinn stuðlar ekki að því að kenn- araliðið afli sér þekkingar á þeim. Ég var nú í októbermánuði á námskeiði í MAPLE, ætluðu fram- haldsskólakennurum. Aðsóknin að námskeiðinu var nánast engin (tveir starfandi framhaldsskóla- kennarar). Ymsir af þeim kennur- um og skólastjórum, sem gefinn var kostur á að sækja námskeið þetta eða senda þangað starfsfólk, spurðu bara, hvort þar væri nokk- uð, sem ætti heima í fyrstu stærð- fræðiáföngunum, rétt eins og fram- haldsskólakennari verði frambærilegur af því einu að kunna kennsluefni sitt klippt og skorið, og svo auðvitað að hafa pappíra upp á tilskilda viðveru í uppeldis- og kennslufræðum! Sjálfur er ég hættur störfum fyr- ir fáum árum, en hafði þá kynnt mér MATHEMATICA lítillega. Þátttaka mín í námskeiðinu var því e.t.v. nokkuð undarleg, en mér bauðst að vera með vegna hinnar litlu eftirspurnar. Nú get ég hins vegar ekki orða bundist yfir tóm- lætinu hjá stéttinni, sem ég til- heyrði áður og kalla ennþá mína, en ég sé á henni merki um svipaðar breytingar og Helga Sigurjóns- dóttir hefir margsinnis lýst og skil- greint varðandi grunnskólakenn- ara. Hvað er framundan Fyrir mitt starf var tilkoma vas- areiknisins sú bylting, sem mestu máli skipti, en þá varð loks hægt að leggja fram marktæk verkefni á prófum án þess að óttast mjög að óheppni og slysni kynnu að skekkja eðlilega einkunnadreifingu. A sama hátt mun tilkoma symbólsku reikn- iforritanna nú skipta sköpum fyrir háskólastigið og þær deildir fram- haldsskólans, sem gera alvörunám- skröfur. Um leið verður brýnt að skapa í framhaldsskólanum elítun- ámsleiðir, sem geri raunvísindum betri skil en áður var mögulegt. Annað væru svik við þá framhalds- skólanemendur, sem hafa hæfileika og vilja til að verða sér og samfé- laginu til gagns og sóma. Höfundur er fyrrv. menntnskóla- kennari. Er líf eftir HALON? ISLENSKUR sjáv- arútvegur og íslensk- ar sjávarafurðir al- mennt hafa þá ímynd úti í hinum stóra • heimi, að vera hreinar og af fyrsta gæða- flokki. Þessi góða ím- ynd er það sem hefur gert okkur kleift að byggja upp það þjóð- félag sem við búum við í dag. Þessi ímynd er hinsvegar mjög fall- völt og auðvelt er að sverta hana. Mönnum hefur orð- ið tíðrætt um áhrif þess að hefja hvalveið- ar á söluhæfi fiskafurða okkar, hinsvegar hefur lítið farið fyrir um- ræðu um það hvemig umhverfis- mál fléttast inn í og gera fiskinn okkar að álitlegri söluvöru. Olíu- mengun í sjónum við Seyðisfjörð hefur t.d. ekki góð áhrif á þessa ím- ynd. Meðal margra þátta sem tengdir eru umhverfismálum sjávarútvegs- ins eru slökkvikerfi um borð í skip- um. Mörg skipanna í íslenska flot- anum eru útbúin með HALON slökkvikerfum. HALON er tví- mælalaust eitt öflugasta slökkvi- efni sem völ er á og því ekki að ástæðulausu að það er að finna víða. HALON hefur hinsvegar þá aukaverkun, að það eyðir ósonlagi Guðmundur Arason jarðarinnar með til- heyrandi gróðurhúsa- áhrifum. Eins og flestum er kunnugt hafa þjóðir heims tekið sig saman um að útiloka notkun efna sem eyða óson- lagi jarðar og hefur þar aðallega verið beint sjónum manna að CFC efnum eins og „aerosol" úðabrúsum og „freon“ kælivökv- um fyrir kælikerfi. Ekki hefur gengið eins vel að útiloka notkun HALON efna og er það ill skiljanlegt því talið er að HALON sé allt að fimm til tíu sinnum hættulegra ósonlaginu en freon og aerosol efni. Með reglugerð nr. 187 frá því í vor hefur þessu verið snúið við, þannig að innan vissra tímamarka skulu menn hafa skipt út HALON kerfi fyrir eitthvað annað umhverf- isvænna. Samkvæmt reglugerðinni skulu þeir sem reglugerðin nær til hafa skilað greinagerð fyrir 1. nó- vember 1999 til Hollustuverndar ríkisins um hvemig verði staðið að útskiptingu HALON slökkvibúnað- ar og hvenær það verði gert. Eru þeir sem telja sig falla undir þenn- an flokk hvattir til að skoða reglu- gerðina og gera viðeigandi ráðstaf- anir svo ekki komi til sekta frá hinu Umhverfisvernd Viljum við vera í farar- broddi, spyr Guðmund- Gífurlegt úrval af nyjum jólaefnum V/RKA Mörkin 3 - Sími 568 7477„ Opið Mánud.—föstud. kl. 10—18 Laugard. kl. 10—16 til 20/12 ur Arason, í umhverfis- málum í fískiðnaði? opinbera. Reglugerðin er t.d. að- gengileg á heimasíðu Hollustu- vemdar ríkisins á www.hollver.is. Eftirfarandi tafla gerir grein fyr- ir þeim tímamörkum sem hafa verður í huga. (tafla-1428) Til viðbótar þessu hefur um langt skeið verið bannað að flytja inn HALON til landsins og að losa það út í andrúmsloftið í tilraunaskyni. Þvi hafa menn ekki getað prófað þau kerfi sem upp era sett og einn- ig hafa þeir lent í vandræðum ef út- hleyping hefur orðið af kerfinu fyr- ir slysni eða í eldsvoða. Standa þá slökkvikerfin ónothæf sökum þess að ekki má flytja HALON inn til landsins nema með sérstöku ráð- herraleyfi. Hlýtur það að vera ókostur að lifa við slíka áhættu. Það er skoðun greinarhöfundar, að ekki eigi að þurfa að þvinga ís- lenska rekstraraðila til þess að menga ekki andrúmsloftið með ósoneyðandi efni vegna þess að við íslendingar erum í fararbroddi á sviði fiskveiða og framleiðslu fiska- furða. Við ættum ekki að láta það vitnast um okkur að við séum sof- andi á verðinum í þessum málum. Við eigum að vera í fararbroddi hvað þetta snertir, halda því sam- keppnisforskoti sem við höfum varðandi gæði fisksins en ná hins- vegar auknum árangri með því að koma fram sem sérfræðingar í um- hverfishæfum fiskveiðum. Til lengri tíma litið hlýtur slíkt að skila sér í hækkuðu verði afurðanna og þar af leiðandi bættri afkomu greinarinnar. Höfundur er aðstoðarframkvæmda- stjóri Securitas hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.