Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 57

Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 5 7 UMRÆÐAN ÉG má til með að taka þátt í þeirri um- ræðu sem undanfarið hefur birst hér á síð- um Mbl. um samkyn- hneigð. Sr. Ragnar Fjalar leyfði sér að tjá sína skoðun og líkti samkynhneigð við sjúkdóm eða einhvers konar brenglun. Ég skil vel hvað hann á við. Ef Guð hefur ekki skapað fólk með slíkar kenndir og það hefur ekki valið það sjálft hlýtur eitthvað annað að koma til. Biblían kallar það synd. Það er syndin sem hefur afbakað svo margt sem Guð hefur skapað. Margir hafa valið að kalla hana eitthvað annað en hljóta samt að vita hvað ég er að tala um. Það er óhagganleg staðreynd að til eru margir fyrrum samkynhneigðir sem hafa fengið lausn og lækningu fyrir kraft Jesú Krists. Þótt ég trúi að samkynhneigð sé ekki eðlileg er hitt allt eins satt að við erum öll syndarar. Ef ekki væri fyrir náð og miskunn Guðs myndum við öll vera skilin eftir í syndum okkar. En góðu fréttirnar eru þær að fyrir- gefningu og lausn fá allir sem til Jesú Krists leita. Jesús sagðist hafa komið í heiminn til þess að frelsa hann, en frá hverju ef allt er skapað af Guði og engin synd er til? Með þessum orðum vil ég svara Ragnari Ragnarssyni, framkv.stj. Samtakanna ’78, og fleirum sem vilja taka vers úr Biblíunni úr sam- hengi og vitna í þau sér til fram- dráttar. Vissulega eru allir menn skapaðir af Guði. En hvað svo, seg- ir Biblían ekki líka frá falli manns- ins - syndinni sem kom inn í heim- inn og að við megnum ekki að frelsa okkur sjálf. Jesús kom til að sætta okkur við Guð (ekki að sætta Guð við okkur) með því að taka á sig syndir okkar og deyja á krossi. Með því vill Hann leysa okkur und- an syndinni, ekki samþykkja hana. M.ö.o. Hann hefur í kærleika sín- um náðað okkur en við verðum að meðtaka náðargjöf- ina. Laun syndarinnar eru dauði, en náðar- gjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú. Róm. 6:23. Biblían er mjög skýr á því að samkyn- hneigð sé synd. En ég vil taka það fram að hún er jafn skýr á því að margt annað er synd og er samkyn- hneigð ekkert flokkuð sem meiri eða minni synd en önnur. Synd er bara synd og þess vegna þurfum við öll á Frelsara að halda. Ég veit að sum ritningarvers eru óþægilegri en önnur en það væri ekki sanngjarnt í allri þessari um- ræðu um samkynhneigð og kristna trú að vitna ekki í hvað Biblían segir raunverulega um þá hluti. Hér eru aðeins nokkrir ritningar- staðir til að styðja mál mitt: Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. 3. Mós. 18:22 og 20:13. (Gamla testam.) Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, Samkynhneigð Ef kirkjan vill starfa í kærleika, segir Edda Sif Sigurðardóttir, verður hún að boða fólki sann- leikann eins og hann kemur fyrir í orði Guðs. karlmenn frömdu skömm með karlmönnum... Róm. 1:26-27. (Nýja testam.) Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoða- dýrkendur, hórkarlar né kynvill- ingar... Guðs ríki erfa. Og þetta VORUÐ þér sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists. 1. Kor. 6:9- 11. (Nýja testam.) Þessir ritning- arstaðir segja okkur að samkyn- hneigð er synd og að sannarlega er til lausn frá henni. Kirkjan rænir fólk lausninni ef hún ætlar að sam- þykkja syndina. Ef Þjóðkirkjan leggur blessun sína yfir hjónabönd fólks af sama kyni er hún um leið að segja að slíkt sé eðlilegt og heil- brigt, og það það sem verra er; að Biblían sé ekki orð Guðs. Sönn kristin trú er byggð alfarið á orð- um Biblíunnar og sönn kristin kirkja ætti auðvitað að vera það líka. Því miður er fólk innan Þjóðk- irkjunnar sem setur sínar skoðanir ofar orðum Guðs í baráttu sinni fyrir „réttindamálum" samkyn- hneigðra í nafni kærleikans. Fyrir- gefið, en á þetta fólk meiri kær- leika en Guð sjálfur og hefur það betri lausn en Hann? Raunveru- legur kærleikur helst alltaf í hend- ur við sannleikann. Veist þú ekki, að gæska (kærleikur) Guðs vill leiða þig til iðrunar. Róm. 2:4. Að lokum vil ég benda á að þetta mál er ekki einkamál samkyn- hneigðra því þeir eru ekki ein- göngu að fara fram á rétt til að lifa sínu einkalífi, heldur vilja þeir sannfæra hvem og einn um að samkynhneigð sé jafn eðlileg og náttúruleg og gagnkynhneigð. Og ef Þjóðkirkjan ákveður að blessa hjónabönd þeirra hefur það for- dæmisgildi út í allt samfélagið. Því miður eru til ótal rök fyrir því að áróður geti hvatt fólk til samkyn- hneigðs atferlis í skemmri eða lengri tíma. Ef kirkjan vill starfa í kærleika verður hún að boða fólki sannleikann eins og hann kemur fyrir í orði Guðs. Höfundur hefur lokið námi frá Impact Bible School íFlorida. Heimaskrifstofan frd H SAUDER I® Teg. 3776 lokaður. Hæð 185,2 cm. Breidd 105,4 cm. Dýpt 52,4 cm. Það þarf ekki mikið pláss fyrir heimaskrifstofuna frá SAUDER. Frábær lausn fyrir þá sem vilja vinna heima við fyrsta flokks aðstæður. Til í fleiri útfærslum og litum. Húsgagnahöllin gefur möguleikunum rými. C HUSGAGNAHOLLIN Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Slmi 510 8000 Biblían og samkynhneigð Edda Sif Sigurðardóttir 7 1 yafsláttur AFSLATTURAF TRIUMPH UNDiRFATNAÐI 4=!, Ivrnpi5 Kringlunni 8-12 sími 553 3600 Mikið úrval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvaii landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. Öflug hlaupabraut með stillanlegum æfingabekk Rafdrifin hlaupabraut Hraði 0-16 km/klst. Hæðarstilling, neyðarstopp, fullkomið tölvumælaborð auk stillanlegs æfingabekks með handlóðum, 2-4-6 pund. Hægt að leggja saman. Stgr. 215.257, kr. 226.586. Stærðir: L 173 x br. 83 x h. 134 cm. «. Reiðhjólaverslunin_ ORNINNP' STOFNAÐ1925 hntusncftisi ijh - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588-9890 <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.