Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUN BLAÐIÐ UMRÆÐAN Arkitekt á hálum ís í MBL. hinn21. okt. svarar Hlédís Sveins- dóttir grein minni er birtist í Mbl. þann 19. okt. sl. þar sem ég saka hana um að reyna að afmá nafn mitt og framlag til hönnunar á húsinu við Austurstræti 8-10. I stað þess að gera heiðarlega tilraun til að svara mér efnis- lega, tekur hún til bragðs að drepa mál- inu á dreif með þokuk- enndu og ill skiljan- legu orðfæri, mót- sögnum og hag- ræðingu á sannleikanum. Hlédís segist hafa farið fyrir heilu skrúð- fylkingamar af fyrirmönnum þjóð- arinnar, sem allir hafí hlaðið hana lofi fyrir góðar hugmyndir. Hún gat þess að sjálfur forsætisráðherrann hefði verið þar í flokki. Allt er þetta ágætt út af fyrir sig, en það felst engin vöm í því að vera að nudda sér utan í yfirþjóðina. Hlédís fullyrðir að þegar ég hafi komið að verkinu þá hafi það verið „komið á lokast- ig útlitshönnunarlega séð“. Líklega á hún við að hönnun útlits hafi verið komin á lokastig. Ef svo er, þá fer hún með hrein ósannindi. Hið rétta er að alger- lega nýtt útlit var skapað vegna nýrra forsenda og frekari hugmyndavinnu. Að sama skapi tóku grunnmyndir miklum breytingum. Hún segir ennfremur :„Grunn- form byggingarinnar hélt sér svo að sjálfsögðu allan tímann svo og aðalhönnunarþemað, sem ég hafði lagt upp með í byrjun.“ Hvað svo sem þetta orðasull þýðir nákvæm- lega, þá er Hlédís að fullyrða opin- —--—- Umhverfis- og náttúruvernd á íslandi í 30 ár Áranqur oq staða, mistðk oq möquleikar Afmælisráðstefna Landverndar laugardaginn 30. október kl. 14.00-17.30 í félagsheimilinu Seltjarnarnesi - við sundlaugina Dagskrá Vernd hafsins gegn mengun - Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri Verndun auðlinda landsins - Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri Náttúruvernd á íslandi - Árni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins íslendingar og umhverfismál - Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur ísland í samfélagi þjóðanna - Tryggvi Felixson, Landvernd Verndun menningarlandslags - Stefán Gíslason, Staðardagskrá 21 Samantekt í ráðstefnulok - Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður Ráðstefnustjóri: Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður Aðgangseyrir 1.000 kr. - 500 kr. fyrir námsmenn og frítt fyrir 18 ára og yngri AUir velkomnir 'VÍf LANDVERND Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík, sfmi 552 5242, fax 562 5242. Netfang: landvernd@landvemd.is Veffang: www.landvernd.is Höfundarréttur Eg bendi Hlédísi á að tilraun hennar til að eigna sér höfundarrétt á þessu húsi umfram það sem hún sannanlega á, segir Orri Arnason, er alvarlegt brot á siða- reglum Arkitektafélags ---------7--------------- Islands. berlega að ég eigi ekki tilkall til höfundarréttar á húsinu. Ég mót- mæli þessu harðlega og bendi á að ég er löglega skráður annar höf- undur verksins. Ég bendi ennfrem- ur á þá staðreynd, að þegar við lögðum inn teikningar til bygging- arnefndar þá hafði hún ekki öðlast réttindi til þess. Uví fór ekkert út af teiknistofunni án míns samþykkis. Þess vegna er gjörsamlega út í hött hjá Hlédísi að vera með einhverjar dylgjur um að fyrir hennar náð sé mín einnig getið sem arkitekts að húsinu á skiltum er hanga utan á því. Væntanlega hefur byggingar- fyrirtækið Armannsfell haft alla forgöngu um að haga þessu svo sem venja er tO. I grein sinni leggur Hlédís áherslu á að hún vilji geta sam- starfsmanna sinna „þegar þess er kostur“ og svo að hönnun hafi verið komin á lokastig þegar við hófum samstarf. I ljósi þessa hefði auðvit- að verið eðlilegt að fyrrverandi samverkamanns hennar hefði verið getið á títt nefndum skOtum og í annarri umfjöllun. En því skyldi þetta vera með öðrum hætti? Jú, einfaldlega vegna þess að svo mikl- ar breytingar urðu á húsinu að við Hlédís mátum það svo að ekki væri ástæða tO. Nú kannast Hlédís ekk- ert við þetta, en skiltin tala sínu máli um fyrri skoðun hennar. Hlédísi finnst upphlaup mitt með öOu óskiljanlegt einkum í ljósi þess að ég hafi aðeins unnið með henni í 8 mánuði af rúmlega 2ja ára hönn- unarferli byggingarinnar. Sann- leikurinn er sá að verkið var mjög stutt á veg komið þegar ég byrjaði og er mér óskiljanlegt hvað Hlédís var að gera þessa 16 mánuði. Tími og afköst fara greinOega ekki alltaf saman, um það bera teikningamar glöggtvitni. Eg bendi Hlédísi á að tilraun hennar til að eigna sér höfundar- rétt á þessu húsi umfram það sem hún sannanlega á er alvarlegt brot á siðareglum Arkitektafélags ís- lands. Eðli málsins vegna er ekki hægt að útkljá þessa deilu á síðum dagblaða. Það þarf að gerast á rétt- um vettvangi. Ég hef því kært mál- ið til siðanefndar Arkitektafélags- ins. Þar munu starfsbræður okkar Hlédísar kynna sér teikningar hennar fyrir okkar samstarf og bera þær saman við afrakstur sam- vinnu okkar. Þá mun verða úr því skorið, á faglegan hátt, hvort efni var til að ég léti yfir mig ganga þá ótrúlegu óskammfeilni Hlédísar að ætla að ræna mig hugverki, sem ég hef lagt metnað minn í að vanda í hvívetna. Höfundur er arkitekt. Verkbókhald KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Slmi 568 8055 www.ishndia.is/kerfisthroun Með lyf í kenn- aratöskunni MÉR er enn í fersku minni þegar Jóna kennarinn minn gaf mér og bekkjarfé- lögum mínum sam- viskusamlega lýsis- pillur í byrjun hvers skóladags, reyndar íyrir allnokkrum ár- um. Þetta voru litlar gular pillur með ein- hverju hvítu innan í. Ég veit ekki hvort þær voru hollari en þær lýsispillur sem framleiddar eru í dag en bragðgóðar væru þær. Töflurnar sem Jónum nútímans er ætlað að dreifa í kennslustofun- um samkvæmt læknisráði eru hins vegar ósjaldan af öðru tagi. Mörg- Grunnskólar Hvergi í grunnnámi kennaranema, segir Helgi Grfmsson, er að fínna leiðbeiningar um lyfjagjöf. hundruð skammta af rídalíni er að finna í kennaratöskum og hugsan- lega í kennaraborðum víðsvegar um landið. Rídalín er lyf sem er ætlað ofvirkum nemendum og er það náskylt amfetamíni. Af ein- hverjum undarlegum ástæðum er mörgum kennurum ætlað að dreifa lyfjum til nemenda sinna. Hvergi í grunnnámi kennaranema er að finna leiðbeiningar um lyfjagjöf. Hvergi á íslandi er kennurum boðið upp á endur- menntunarnámskeið í lyfjagjöf. Það er svol- ítið sérstakt að þeir starfsmenn sem starfa í skóla og hafa menntun tO þess að gefa lyf eru hins vegar oft gerðir „stikkfrí" þegar kemur að lyfja- gjöf til nemenda. Skólahjúkrunarfræðingar I öllum grunnskólum eru starf- andi skólahjúkrunarfræðingar sem í námi sínu hafa hlotið menntun og þjálfun í lyfjagjöf. Ekki hafa heilsugæsluyfirvöld í öllum sveit- arfélögum hins vegar séð ástæðu til þess að ætla skólahjúkrunar- fræðingum að sjá um lyfjagjöf tfl nemenda. Ég geri ráð fyrir að ein- hverjir hugsi sem svo að kennar- arnir hljóti að redda lyfjunum al- veg eins og þeir redda málum þegar böm slasa sig á skólalóðun- um. Of oft hljóðar verklýsing skólahjúkrunarfræðinga upp á lítið meira en að mæla hæð, sjón og þyngd nemenda með nokkurra ára fresti og sprauta þá stöku sinnum gegn sjúkdómum - að ógleymdum varnaraðgerðum gegn helsta „heil- brigðisskaðvaldi“ alls mannkyns, Helgi Grímsson Ár aldraðra Jenna Jensdóttir „Viskan örvar hug til starfsu Vor er indælt, eg það veit, þá ástar kveður raustin, En ekkert fegra’ á fold eg leit En fagurt kvöld á haustin. (Steingrímur Thorsteinsson.) Vétur hefur nú tekið við af góðviðris hausti á landi okkar. Þeir sem lifað hafa marga áratugina eru sennflega sam- mála um það, að vor og haust veki sterkari viðbrögð í vit- undinni, en hinar tvær árstíðimar. Annars vegar þegar náttúran býr sig í skrúða, og minnir á bernsku mannsins, er blóm og jurtir vakna til lífs. Hins vegar hið hrörnandi líf er líður tæplega sterkasta gróðri jarðar að komast áfallalaust af. Ævi mannsins fylgir einnig þessu ferli. Og á sama hátt og við dýrkum og dáum fegurð og uppvöxt þess er náttúran býr best, eru kenndir okkar tO bemsku og Síðara æviskeið mannsins virðist nú skoðað á jákvæð- arí hátt í Ijósi raunveruleik- ans. Eflaust hefur umræðan nú orðið til þess að betur sé hugsað um lífskjör og skilyrði aldraðra. æsku mannsins hinar sömu. Þetta er eðlilegt af því við er- um hluti af náttúrunni og lút- um því sömu örlögum. Það er mikils vert að huga að því, að nú á tímum opnast sí- fellt betri sýn tfl þeirra mögu- leika er haust og vetur fela í sér til aðlögunar betra og skemmtilegra mannlífi. Eins er það með síðara æviskeið mannsins. Það virðist nú skoð- að á jákvæðari hátt í ljósi raunveruleikans. Eflaust hefur hin mikla umræða nú, á Ári aldraðra orðið til þess að betur á að hugsa um lífskjör og skilyrði þeirra sem komnir eru á efri ár. Og það sem mest er um vert, mistök hafa verið viðurkennd og af þeim á að læra. Því ættu allir sem tilheyra þessum aldurshópi og finna til vonleys- is og depurðar að reyna, eins og hugur þeirra leyfir, að sjá hina ljósu punkta, sem mjög hafa skírst á árinu. Þeir eru tO góðs fyrir þá sem á eftir koma. Öll eigum við einhverja sem við elskum og óskum alls þess besta sem komandi tímar bera með sér. Jákvæðar hugsan- ir eru græðandi smyrsl á tflfinningar gagnvart því sem fram fer í samfélaginu. Og ef vel er, gætir áhrifa þeirra oft til þeirra er mest þurfa með. Auðnist öldruðum slík gæska verður léttbærara að lifa, ef sár veikindi hamla því ekki, en þau aldursgreina ekki. Því mega aldraðir ekki gleyma. Kærleiksrík samkennd er öflum nauðsyn, hvert sem aldursskeiðið er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.