Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 70
70 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Útgáfutónleikar Emilíönu Torrini í kvöld ' ~v /» >• 4 Ég er bara Emilíana o g bora í nefíð Sagan af Charlie I og II Þó að stúlkan sé rétt orðin tvítug liggur við að hún sé kölluð Emilíana „gamla“ Torrini, svo lengi hefur hún yljað Islendingum um hjartaræturnar. Að vísu hefur lítið heyrst í henni síðustu misseri, en í vikunni kom nýja platan „Love in the Time of Science“ út. Ivar Páll Jónsson forvitnaðist örlítið um nýjustu atburði í lífí listamannsins unga. EMILÍANA Torrini er löngu þjóðkunn fyrir söng sinn . . . nei stopp, vond byrjun, byrja aftur. „Ég hef aldrei verið rneð tónlist- arstefnu," segir Emilíana aðspurð hvort nýja platan sé fráhvarf frá fyrri verkum. „Ég er þó að fatta meira og meira núna hvað hún er ólík því sem ég hef gert áður. Ég er að prófa eitthvað nýtt; tónlistin er „elektrónískari" en fyrr. Næsta plata verður ábyggilega bara með einni blokkflautu," segir hún. Hún segir að platan sé erfiðari en þær fyrri. „Þetta eru ný lög en á hinum voru lög sem flestir þekktu og höfðu heyrt mig syngja. Mamma mín fékk smá „hmm . . .“ þegar hún heyrði hana fyrst (hermir eftir mömmu) „Jæja já.“. Svo hlustaði hún á hana fjórum sinnum og núna tekur hún plötuna ekki af fóninum. Þetta er þannig plata," segir hún. „Þetta er ástarplata," heldur hún áfram, „samt fjallar hún ekki endi- lega um ást milli konu og karl- manns, heldur bara um ástina al- mennt. Eitt lagið er um það hvemig Ekta mamma með spaghettipottinn, gargandi á íjölskylduna. er að vakna á morgnana. „Gerðu eitthvað, þótt það sé ekki nema horfa í kringum þig og njóta þín. Vertu latur, á góðan hátt!“,“ segir Emilíana í laginu. Stressuð fyrir tónleikana Utgáfutónleikarnir eru í kvöld og annað kvöld. Seinni tónleikarnir eru aðallega ætlaðir fjölmiðlafólki. Hún segist vera stressuð, þrátt fyr- ir mikla reynslu í tónleikahaldi. Allt í einu segir hún við blaðamann: „Það fer þér betur að vera óskipu- legur,“ og hlær. Þar á hún við annað viðtal þegar undirritaður var ekki með tilbúnar spumingar. „Þú rugl- ast bara á því að vera að kíkja á blaðið!" Emilíana býr úti í London og verður þar núna þegar platan verð- ur kynnt erlendis. Hún var að kaupa sér íbúð í austurhlutanum. „Ef ég eignast einhvem pening hef ég kannski efni á því að flytja heim og kaupa mér íbúð,“ segir hún. Hún segir að það sé æðislegt að búa í London. „Mér líður rosalega vel þar núna. Ég er svona „austur- pía“ og bý í ágætu hverfi. Þar eru allir markaðimir. Ég gæti ekki búið í vesturborginni, í snobbinu. Ég geng um á blómamarkaðinum með innkaupakörfu og gamla tösku,“ segir Emilíana. Henni líkai- þó ekki við mengun- ina í stórborginni. „Ef maður fer í neðanjarðarlestina springur maður út í bólum. Alltaf þegar maður kem- ur hingað heim er maður hóstandi upp úr sér drullunni." Hún hlýtur að vera með hljóm- sveit, ekki satt? „Nei, ég ætla bara að syngja með segulbandi," svarar hún í stríðnistóni, „karókístemmn- STROKUBRUÐURIN í mbl.is Taktu þátt í leiknum’. m JAPISS ing ræður ríkjum. Nei, ég er með Sigtrygg Baldurs- son trommara, Charlie hljómborðsleikara frá Frakklandi, gítarleikarann úr Faithless og Charlie er á bassanum. Hún er stelpa,“ segir hún. Hvemig eru Charlie og Charlie að- greind? „Við köllum þau Charlie I og Charlie II. Nei, reyndar ekki, en það kemur oft fyrir að annað svarar þegar hitt er ávarpað.“ Ég er alveg ég Nú skiptir ímyndin miklu í „bransanum" ytra. Er Emilíönu Torrini umhugað um hana? „Nei, það er mjög erfitt að fá mig til að hugsa um svoleiðis. Ég er þannig að ef ég sé asnalegan stóran hatt set ég hann á hausinn. Ég nenni ekki að fara að búa til ímynd sem ég get svo ekki staðið við. Ég get ekki farið að keppa við sjálfa mig á myndum og gera mig að einhvem glam- úrpíu sem ég er ekki. Ég reyni bara að vera ég. Og ég er alveg ég. Ég hef ekk- ert breyst síðan ég var sextán og ætla ekki að fara að breyta mér núna út af einhverri ímynd,“ segir hún ákveðin. „Ég er bara svona „naughty catholic girl“,“ segir hún og hlær dátt. Hún var sextán þegar hún sló í gegn héma heima. Var hún of ung? „Nei, alls ekki. Ef ég á að segja alveg Morgunbiaðið/Kristinn eins og er fattaði ég þetta ekki. Sem betur fór. Ég er bara fyrst núna að átta mig á því að það er þokkalega mikið að selja níu þúsund plötur. Ég pældi aldrei í þessu. Ég labbaði um göturnar og furðaði mig á því af hverju fólk væri að stara á mig. Það vora líka svo mikil læti í mér í skóla og fólk tók eftir mér þá. Breytingin var þess vegna kannski ekki svo mikil. Aðalstyrkur minn hefur verið að láta ekki segja mér fyrir verkum og gera það sem mig hefur langað til,“ segir hún. Regnbogar með kristöllum Hvað er hún að gera þegar hún er ekki að stússast í tónlistinni? „Ég föndra bara,“ svarar hún og hlær. „Bý til hurðarhúna, asnalegar gar- dínur eða regnboga með kristöllum. Ég hef gaman af því að vera ein og dútla. Svo borða ég líka sushi; það liggur við að ég borði þjónana.“ Nú halda margir að líf tónlistar- mannsins sé eitt samfellt skemmt- anahald. Er aldrei erfitt að vakna á morgnana? „Nei, þetta er nefnilega svo fyndið. Það halda allir að maður sé bara að djamma fram á nótt, en það er ekkert svoleiðis. Ég nenni ekki að vera í einhverjum bekkjar- partíum á hverjum degi. Mér finnst skemmtilegast að umgangast fólk sem er ekki í tónlist og talar um eitthvað annað,“ segir hún. Gerir ekki ráð fyrir neinu Emilíana Torrini segist alls ekki vera örugg um að „meika það þarna úti“. „Nei, guð. Það era svo ótrúlega margar frábærar plötur sem kom- ast hvorki lönd né strönd. Ég geri ekki ráð fyrir neinu. Maður verður nefnilega aldrei særður ef vænting- amar era engar. Ég vil bara fá að lifa af tónlistinni, fá að gera plötur, svona eins og Tom Waits.“ Hefur hún annars einhver fram- tíðaráform? Vill hún til dæmis stofna fjölskyldu? „Fara að pumpa út börnum? Jú, auðvitað, ég er svona ekta mamma með spaghetti- pottinn, gargandi á fjölskylduna. Vil fá að ráða öllu og skipta mér af. En það sem ég hugsa fyrst og fremst um er að semja tónlist, enda gengur það svo vel núna,“ segir hún, „nokkrar hljómsveitir úti hafa verið að biðja mig um að vinna með sér; „pródúsera“, syngja og semja. Það er mjög spennandi," segir Emi- líana Torrini.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.