Morgunblaðið - 28.10.1999, Page 76
Fyrir 65 ára og eldri
t?-
TrausL
íslenska,
murvorui
Síðan 1972 i:
Leitíð tílboða! ■■ StBÍfipi
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKSIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER 1999
VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK
Umfangsmikil leit að þremur mönnum við erfíðar aðstæður á Ytriflóa Mývatns
fZ-Jf
■ Tveggja manna/6
Einn fundinn
og tveir
Leitinni haldið áfram í dag
EINN maður fannst látinn á Mývatni í fyrrinótt og tveir aðrir sem með
honum voru eru taldir af. Leit að mönnunum hófst í fyrrakvöld og stóð
óslitið fram yfir myrkur í gærkvöldi. I upphafi voru leitarskilyrði afar erf-
ið og veður slæmt á svæðinu. Björgunarsveitir og tæki komu víða að frá
Norðausturlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina þeg-
ar veður fór skánandi í gærmorgun. Leit hefst að nýju í dag í birtingu og
mun þá fjöldi kafara taka þátt í leitinni.
Morgunblaðið/Kristján
Þyrla Landhelgisgæslunnar fann bát mannanna í gærmorgun og tókst að draga hann til lands fyrir hádegi. Var ekki að sjá að báturinn hefði orðið
fyrir skemmdum. Á myndinni má sjá hóp björgunarsveitarmanna draga bátinn upp úr vatninu.
látinn
taldir af
Mennirnir þrír voru að vinna
við að leggja nýjan ljósleiðara yfir
Mývatn og lögðu af stað á litlum
trébáti um kvöldmatarleytið í
fyrrakvöld. Um svipað leyti fór
veður versnandi og um kvöldið
var orðinn hvass austan vindur og
snjókoma. Björgunarsveitir hófu
leitina við afar erfið skilyrði í
myrkrinu undir miðnætti og fram
á nótt. í fyrstu var óttast að fjórir
menn hefðu verið í bátnum. Vatn-
ið var mjög gruggugt og krapi í
fjörum og áttu kafarar því mjög
erfitt um vik. Undir morgun var
síðan komið ágætis veður og hélst
það bjart og stillt í allan gærdag.
Að sögn Smára Sigurðssonar
björgunarsveitarmanns tóku alls
um 80 manns þátt í leitinni í gær-
dag. Þegar mest var voru um 50
manns við leit í einu og 8 hundar.
Notaðir voru 7 slöngubátar björg-
unarsveita, auk báta heima-
manna, bæði smábátar og önnur
fley í eigu Kísiliðjunnar. Heldur
færri tóku þátt í leitinni í fyrr-
inótt en í morgunsárið jókst um-
fangið til muna og þyrla Land-
helgisgæslunnar hóf leit skömmu
fyrir kl. 7.
Þegar dimma tók í gærkvöldi
var dregið úr umfangi leitarinnar
og voru fjórir bátar látnir halda
áfram að slæða í myrkrinu fram
til miðnættis, en dregið var úr leit
á landi. Björgunarmenn höfðu
vonast eftir að birtu nyti af tungli,
en um kvöldmatarleytið var kom-
ið þreifandi myrkur.
Gert er ráð fyrir að björgunar-
sveitarmenn hefji leit kl. 9 í dag
þegar fullbjart verður orðið. Þá
munu um 20 kafarar taka þátt í
leitinni. Búið er að ákveða að kaf-
ararnir einbeiti sér að því svæði
sem ekki var hægt að fínkemba á
bátum.
Reykjahlið
Kisiliðjan
Batunnn fannst
um 300 metra
frá Syðrihöfða
r r
Lega Ijosleiðarans
yfir Ytriflóa og
líkleg leið bátsins
Syðriflói
MÝVATN
2km
Lýsi hf. flytur hluta
starfsemi sinnar
Davíð Oddsson um mögulega fjölgun ríkja sem taka upp evrana
Lifrar-
bræðslu hætt
íReykjavík
BRÆÐSLU á lifur hefur verið hætt
í verksmiðju Lýsis hf. á Grandavegi
42 og fer bræðslan nú fram í Þor-
lákshöfn. Einnig verður vinnslu lifr-
armjöls hætt á Grandaveginum þeg-
ar unnið hefur verið úr því hráefni
sem þar er tii. Stefnt er að því að í
lok janúar á næsta ári fari öll lifrar-
mjölsframleiðsla einnig fram í Þor-
lákshöfn.
Þessi flutningur var samþykktur á
, j^tjómarfundi Lýsis hf. fyrr í mánuð-
"^num og að sögn Katrínar Péturs-
dóttur hjá Lýsi hf. er flutningurinn
liður í samruna Lýsis hf., Fiskafurða
og Lýsisfélagsins.
Starfsleyfið fyrir bræðslu og
vinnslu mjöls á Grandaveginum var
að renna út og segir Katrín að þar
sem vinnsla af þessu tagi gefi frá sér
, ^yktmengun sé augljóslega slæmt að
vera með hana í miðju íbúðarhverfi.
Gætum þurft að breyta stefnu
stjórnvalda í peningamálum
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra vék m.a. að
Evrópumálefnum í ræðu sinni á hádegisverðar-
fundi Bresk-íslenska verslunarráðsins í London
í gær, og sagði að engin knýjandi þörf væri á því
að Island sækti um aðild að Evrópusambandinu.
Ekki væri þó hægt að útiloka aðild í eitt skipti
fyrir öll. Hann sagði að íslensk stjómvöld
myndu fylgjast grannt með þróun gjaldmiðils-
samstarfsins í Evrópu. Ljóst væri að ef reynsl-
an af hinni sameiginlegu mynt, evrunni, yrði góð
myndi það líka hafa jákvæð áhrif á íslandi,
vegna þeirrar einföldunar sem fækkun gjald-
miðla hefði í för með sér í viðskiptum við önnur
Evrópulönd.
„A þessu stigi væri hins vegar útilokað fyrir
okkur að taka upp hinn nýja gjaldmiðil vegna
þess að ástandið í efnahagsmálum okkar er
gjörólíkt því sem er í flestum þeim löndum
sem tekið hafa upp evruna. Við höfum um
nokkurt skeið unnið að því að ná stjórn á of-
hitnun í hagkerfi okkar, til dæmis með vaxta-
hækkunum á sama tíma og flestar ríkisstjórnir
í „evrulandi“ hafa reynt að stuðla að frekari
hagvexti og þar hafa vextir farið lækkandi á
þessu ári. Ef hins vegar Bretar taka upp evr-
una, og jafnvel líka Danmörk og Svíþjóð,
þyrftum við hugsanlega að gera einhverjar
breytingar á stefnu okkar í peningamálum. Á
þessari stundu er hins vegar efnahagslegum
hagsmunum okkar vel borgið við núverandi
aðstæður. Af þessari ástæðu og mörgum öðr-
um er það staðreynd að enginn mælanlegur
kostnaður fylgir því fyrir okkur um þessar
mundir að standa fyrir utan ESB en aðild að
sambandinu hefði í för með sér mikla ókosti,“
sagði forsætisráðherra.
Áhugi á fjárfestingu á íslandi
Fundurinn var vel sóttur, en á honum voru
m.a. menn víða að úr bresku viðskiptalífi. Meðal
fundargesta var Elliot Morley, sjávarútvegsráð-
herra Bretlands. Urðu miklar umræður að lok-
inni ræðu Davíðs og komu fram fjölmargar fyr-
irspurnir úr sal.
Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið eftir
fundinn að bersýnilega væri áhugi á aukinni er-
lendri fjárfestingu á Islandi enda hefðu skilyrði
til fjárfestingar á íslandi batnað verulega og
landið þætti í auknum mæli áhugaverður kostur
fyrir erlenda fjárfesta.
ísland í þriðja sæti skv.
tímaritinu Economist
„Menn höfðu líka áhuga á að heyra með hvaða
hætti við erum að taka á „reglugerðafarganinu"
heima, því það er vandamál fyrir fyrirtæki og
rekstur víða.
Ég vakti athygli á því í ræðunni að í næstsíð-
asta hefti Economist kemur fram að ísland sé í
þriðja sæti á lista yfir lönd í heiminum þar sem
auðvelt sé að stofna ný fyrirtæki, næst á eftir
Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi,“ sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra.