Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 2
2 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tíð smáhlaup vísbending um aukinn jarðhita undir Mýrdalsjökli
Sjöunda hlaupið í Jökulsá
frá miðjum september
SJÖUNDA hlaupið á tæpum einum
og hálfum mánuði hófst í fyrrakvöld
í Jökulsá á Sólheimasandi. I gær
var rafleiðnin komin í 330 míkró
S/cm, en vatnsmagn var aftur á
móti óvenju lítið. Sverrir Elefsen
hjá Orkustofnun segir að þessi tíðu
hlaup séu greinilega tilkomin vegna
aukins jarðhita undir Mýrdalsjökli.
Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlis-
fræðingur segir að nokkurra
skjálfta hafi orðið vart í vesturhluta
jökulsins, en engin vísbending sé
um að þeir tengist þessum hlaupum
eða aukinni leiðni í vatnsföllum frá
Mýrdalsjökli.
Síritandi mælar í Jökulsá gerðu
viðvart kl. 19 þegar hlaupið var að
byrja. Leiðni vatnsins jókst síðan í
gær en vatnsmagn í ánni var frem-
ur lítið. Sverrir segir að jarðhiti hafi
greinilega mikil áhrif á vatn í ánni,
en bræði ekki mikinn jökul.
Vel fylgst með ánum
með nýrri tækni
Hann segir ástæðuna fyrir þess-
um hlaupum vera aukinn jarðhita
undir Mýrdalsjökli, það sé alveg
klárt. Hann segir að menn viti ekki
hversu algeng slík hlaup hafi verið
hér áður, og það hafi kannski verið
meira fyrir tilviljun að menn hafi
tekið eftir þeim. Með tilkomu nýrr-
ar mælitækni hafi gefist tækifæri
til að skrá hverja smáspýju sem
kemur og það hafi ekki verið gert
áður. Hann segir að hlaupin núna
séu þó örugglega tíðari en verið
hefur. „Pað má segja að það sé
ákveðin atburðarás í gangi. Það er
að leka jarðhitavatn í árnar. En
þetta er ekki hlaup af neinni stærð-
argráðu sem þarf að óttast,“ segir
Sverrir.
Mælar voru settir í Jökulsá á Sól-
heimasandi og Múlakvísl í lok júlí.
Sverrir segir að menn séu ennþá að
læra að lesa úr mælingunum og
hvað þær hafi að segja. Þá segir
hann að það þurfi að átta sig á
hverri á fyrir sig, því ámar hagi sér
á ólíkan hátt.
Að sögn Sverris tengjast hlaupin
sigkötlunum sem menn fóru að
taka eftir í sumar á jöklinum. Hann
segii- það ekki koma á óvart að það
taki vatnið nokkra mánuði að skila
sér í árnar sem renna frá jöklinum.
Það hafi sést áður, sérstaklega í
Skeiðará. Talið er að sigketillinn
sem olli stóra hlaupinu í Jökulsá á
Sólheimasandi 18. júlí sl. hafi orðið
til nokkru áður en menn tóku eftir
honum og að vatnið sem kom í
hlaupinu hafi ekki myndast á stutt-
um tíma.
Að sögn Sverris er erfitt að spá í
framhaldið. Honum þykir ólíklegt
að vatn sé að safnast fyrir einhvers
staðar sem menn sjái ekki og telur
líklegra að vatnið sé að skila sér.
Hald lagt á
70 mynd-
bönd með
barnaklámi
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
undir höndum 70 myndbönd með
bamaklámi, sem hún lagði hald á í
Reykjavík um miðbik mánaðarins.
Sá sem talinn er eiga myndböndin
var yfirheyrður hjá lögreglunni en
er ekki í varðhaldi. Grunsemdir eru
uppi um að myndböndin hafi verið
leigð út.
Alls lagði lögreglan hald á 3.800
myndbönd hjá ætluðum eiganda og
þar af reyndust við flokkun 2.000
þeirra vera klámefni að bamaklám-
myndböndunum meðtöldum.
Lögreglan á eftir að taka ákvörð-
un um hvort málið verði sent ríkis-
saksóknara til ákærumeðferðar, en
í almennum hegningarlögum liggur
allt að 6 mánaða fangelsi við dreif-
ingu klámmynda en auk þess liggja
sektir við því einu að hafa í vörslu
sinni klámefni með börnum.
J í ‘■r. j t
j-S, “III Sliiíl i
Morgunblaðið/Kristján
Borðuðu
öll „augun“
Gerðarbeiðni hafnað í stóra ffkniefnamálinu
Akvörðun sýslumanns
kærð til héraðsdóms
Akureyri. Morgunblaðið.
BÖRNIN á leikskólanum Holta-
koti voru ekki sein á sér að
klæða sig út eftir að tók að birta
í gærmorgun. Jörð var hvít eftir
töluverða snjókomu fyrr um
morguninn og því upplagt að
byggja snjókarl og snjókerlingu
úr blautum snjónum með starfs-
fólki leikskólans. Börnin notuðu
g^ulrót sem nef á snjókarlana,
niðurskorna rauða papirku sem
munn og rúsínur sem augu. Eitt-
hvað reyndist börnunum erfitt að
sjá á eftir rúsínum í verkefnið,
því þegar upp var staðið höfðu
þau borðað allar rúsínurnar sem
átti að nota í augun. Þrátt fyrir
það litu snjókarlarnir vel út og
börnin voru ánægð með verkið.
EFNAHAGSBROTADEILD ríkis-
lögreglustjóra hefur kært til Héraðs-
dóms Reykjaness, þá ákvörðun sýslu-
mannsins í Kópavogi að hafna beiðni
efnahagsbrotadeildarinnar um kyrr-
setningu á verðmætum kjötvinnslu-
fyrirtækisins Rimax ehf., að jafnvirði
einnar milljónar króna hinn 19. októ-
ber síðastliðinn. Eigandi fyrirtækis-
ins sætir rannsókn efnahagsbrota-
deildarinnar fyrir peningaþvætti í
tengslum við stóra fíkniefnamálið.
Taka átti kærumálið fyrir í gær,
föstudag, en fyrirtökunni var frestað
fram yfir helgi.
Fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi
taldi efnahagsbrotadeildina ekki
hafa heimild fyrir kyrrsetningu
verðmætanna þar sem ekki væri
skilyrði fyrir slíkum gerningi þar
sem Rimax ehf. væri ekki sakborn-
ingur í málinu í skilningi laga um
meðferð opinberra mála.
Efnahagsbrotadeildin lagði hins
vegar til grundvallar gerðai’beiðn-
inni að eigandi fyrirtækisins væri
sakborningur í málinu og hefði sann-
anlega lagt eina milljón króna af
andvirði fíkniefnasölu í rekstur þess
og vill því leggja fyrir dómara að
endurskoða ákvörðun sýslumanns
um að hafna beiðninni.
Nýjar upplýsingar um laun fisk-
vinnslufólks á samningstímanum
Hækkuðu um 11%
en aðrir um 17%
KAUPMÁTTUR fiskvinnslufólks
hefur aukist um 11% frá fyrsta árs-
fjórðungi 1997 til fyrsta ársfjórðungs
1999. A sama tíma hefur almenn
kaupmáttaraukning verið um 17%.
Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur
ASÍ, segir að launaskrið hjá fisk-
verkafólki hafi ekki skilað sér að ráði
nema í bónusgreiðslum. Fast tíma-
kaup hafi lítið hækkað frá því í mars
1997 en bónusgreiðslur hafi hækkað
töluvert umfram það sem gera mátti
ráð fyrir. Hún segir að ótryggt at-
vinnuástand fylgi fiskvinnslunni og
að fólki fari sífellt fækkandi sem
stundi þessa atvinnugrein.
Föst laun hafa
Iítið hækkað
Edda Rós hélt erindi á þingi
VMSÍ um þróun kaupmáttar fisk-
vinnslufólks frá síðustu kjarasamn-
ingum. Hún segir að með öllum
hækkunum kjarasamninga hafi
kaupmáttur aukist um 11% á síðustu
tveimur árum, sé miðað við mælingu
á greiddu kaupi með bónus. Hins
vegar komi í ljós að eftir fyrstu
hækkun í mars 1997, hafi föst laun
hækkað lítið. „Þá mælist hækkunin
mjög lítil og í raun og veru slefar
hún ekki einu sinni upp í það sem um
var samið,“ segir Edda. Hún segir
skýringuna sennilega vera þá að
mikið hafi komið af nýju fólki inn í
greinina, þannig að fleira fólk sé á
grunntaxta en áður.
Á móti kemur að töluverð breyt-
ing hefur orðið á bónusnum. Að
sögn Eddu hefur hann hækkað tölu-
vert umfram það sem gera mátti
ráð fyrir, og að gerðir hafi verið
nokkuð margir bónussamningar á
síðustu misserum og þeir skili tölu-
verðu. Sérstaklega hafa þeir verið
að breytast hjá stóru húsunum sem
eru með stórar og miklar flæðilínur.
I síðustu kjarasamningum var
peningur fluttur úr bónusnum yfir í
fastakaupið. Það skilaði sér töluvert
inn í kauptrygginguna og sér í lagi
þegar fólk var sent heim vegna hrá-
efnisskorts. Færðar voru 54 krónur
frá bónus yfir í kauptaxta, sem þýddi
að fólk fékk 450 krónum meira á dag
í hráefnisskorti.
Ovenju mikið var greitt á síðasta
ári úr atvinnuleysistryggingasjóði
vegna kauptryggingar fiskverka-
fólks og hafði sjómannaverkfallið þar
nokkur áhrif. Edda segir að nú virð-
ist sem menn séu aftur byrjaðir að
semja um hækkun bónusa, en taxt-
inn haldi sér.
Edda Rós segir að flestir telji að
það hafi verið gott skref að færa
bónusinn inn í kauptaxtann. Hún
bendir á að lítið starfsöryggi sé í
fiskvinnslunni og að fólki hafi fækk-
að mikið í greininni. Talsvert hefur
verið flutt inn af vinnuafli og af þeim
tæplega 8.000 sem unnu í fiskvinnslu
árið 1998 séu 10% þeirra erlendis
frá. Árið 1993 unnu rúmlega 9.000
manns í fiskvinnslu og þá var hlutfall
erlends vinnuafls lægra. Þróunin er
því sú að íslendingum fækkar stöð-
ugt í fiskvinnslunni. Edda segist
telja að útlendingarnir fari allir á
byrjunartaxta og það geti haft áhrif
á útreikninga á meðaltali launa und-
anfarin misseri og geti verið ein af
skýringunum á því hversu lítið föst
laun hafi hækkað. Einnig telur hún
að brottflutningur fólks frá lands-
byggðinni spili þar inn í, á þann hátt
að fólkið sem verður eftir sé á lægri
töxtum.
Þá bendir Edda á að fiskvinnslu-
fólk sé láglaunahópur og hann hafi
ekki komið nógu vel út úr skatt-
breytingum miðað við aðra.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Birgir Leifur komst áfram
á Spáni/B1-B3
Jens Martin Knudsen
kemur við þriðja mann / Bi
Sérblöð í dag
ÁLAUGARDÖGUM
T FCDI^
LLöDl/
iUNBLAÐSINS