Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 6

Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 6
6 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mikil uppstokkun framundan í rekstri Básafelis hf. á ísafírði eignir og kvóta fyrir 785 milljónir króna BÁSAFELL hf., Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. og Þormóður rammi- Sæberg hf., ásamt fleiri aðilum, hafa stofnað félag sem kaupir rækjuverksmiðju og frystigeymslu Básafells hf. Þá mun Hraðfrystihús- ið-Gunnvör hf. kaupa varanlegar aflaheimildir af Básafelli hf. fyrir allt að 600 milljónir króna. Hlutafé hins nýja félags er 60 milljónir króna og eiga Hraðfrysti- húsið-Gunnvör hf. og Básafell hf. hvort um sig 30% hlut í félaginu, Þormóður rammi-Sæberg hf. 20% en aðrir hluthafar minna. Hið nýja félag kaupir rækjuverksmiðjuna og frystigeymsluna á samtals um 185 milljónir króna og er stefnt að því að félagið hefji starfsemi strax. I kaupunum fylgja eitt þúsund tonn af hráefni. Einnig hefur orðið að samkomulagi að Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. kaupi varanlegar afla- heimildir af Básafelli fyrir allt að 600 milljónir króna eða á annað þús- und þorskígildistonn. Að sögn Ein- ars Vals Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf., er aflaheimildunum ætlað að styrkja rekstur félagsins enn frekar og segir hann mikils um vert að halda aflaheimildunum inn- an fjórðungins, enda hafi fram- kvæmdastjóri Básafells lagt á það mikla áherslu. „Við kaupum einnig þarna fullkomna og góða rækju- verksmiðju, auk þess sem henni fylgir mikil þekking hjá starfsfólki. Vinnsla hefst í verksmiðjunni undir merkjum nýja félagsins þegar í stað, enda er nóg til og gott fram- boð af hráefni," sagði Einar Valur. Básafell verður ekki lagt niður Básafell hf. sendi fyrr í vikunni frá sér afkomuviðvörun, en tap á rekstri félagsins á síðasta ári var um 850 milljónir króna. Guðmund- ur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Básafells hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sala rækju- verksmiðjunnar og aflaheimildanna væri liður í uppstokkun á rekstri fyrirtækisins. Þannig ætti að freista þess að styrkja þær einingar sem fyrir eru. Aðspurður sagði Guðmundur það ekki vera stefnu stjórnar félagsins að leggja það nið- ur. Félagið væri hinsvegar mjög skuldsett og þessar aðgerðir mið- uðu aðeins að því að lækka skuldir. „Reksturinn hefur ekki gengið sem skyldi, en nú fáum við góða rækju- menn með okkur í rekstur rækju- verksmiðjunnar og það styrkir fé- lagið að mínu mati,“ sagði Guð- mundur. Vel má sjá hroðann á götunni en brimið svarrar fyrir ströndu. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar Sjógangur á þjóðvegi Ölafsvík. Morgvnblaðið. ÞESSA dagana er stórstreymi mikið, en þegar stórstreymi og vestlægar áttir fara saman gengur sjór oft á land hér um slóðir. Á miðvikudagskvöld og fimmtudagsmorgun gekk sjór upp á Ólafsbraut í Ólafsvík og skildi þar eftir möl og þara. Á þjóðveginum inn í Ólafsvík var ástandið þannig að illfært var fyrir grjóthnullungum og möl sem sjórinn ruddi upp á veginn. Um kl. 10 á fimmtudagsmorg- un, þegar meðfylgjandi myndir voru teknar, um klukkustund eftir háflóð, var verið að ryðja þjóðveginn í þriðja sinn þann morgun. Svo mikið var brimið að þess gætti ofan vegar í Hvalsá sem þar rennur til sjávar um ræsi. Að sögn bæjarverkstjórans í Ólafsvík, Péturs Bogasonar, urðu nokkrar skemmdir á kant- steinunum við innkeyrsluna í bæinn. Má þakka fyrir að vind- staða var hagstæð, því annars hefði ástandið orðið mun verra. Sala einkavæðingar- nefndar á FBA Ættfræð- ingur feng- inn til að- stoðar ÞRIGGJA manna matsnefnd sem skipuð var í þeim tilgangi að fara yfir þátttökutilkynning- una og kanna hvort hópurinn uppfyllti skilmála sölunnar um skyldleika, fjárhagsleg tengsl og eignarhlut hvers og eins réð sérfróðan ættfræðing sér til að- stoðar. Var honum falið að rekja hvort um hugsanleg ættartengsl væri að ræða á milli fjárfest- anna, samkvæmt upplýsingum Jóns Sveinssonar hæstaréttar- lögmanns og eins nefndar- manna. Ástæðan fyrir þessu er sú að í útboðsgögnum voru sett ströng skilyrði um ættartengsl kaup- enda, en þar segir: „Með hug- takinu „skyldir aðilar og/eða fjárhagslega tengdir" er átt við: - Hjón, eða sambýlisaðila. - Skyldmenni í beinan legg, bræður eða systur, systkina- böm, systkini fóður eða móður eða tengingu milli aðila með sama hætti vegna ættleiðingar. Foreldrar, böm, bræður og/eða systur maka eða sambýlisaðila." Tíð óhöpp á Akureyri LÖGREGLUNNI á Akureyiá bárust sex tilkynningar um minniháttar umferðaróhöpp í gæi-morgun milli klukkan sjö og níu. Nokkur hálka var á götum bæjarins eftir að talsvert snjó- aði í fyrrinótt. Óhöppin urðu með þeim hætti að ekið var m.a. á umferðarskilti og brunahana. Rétt fyrir hádegi í gær rann bíll út úr stæði í kaupfélagsskýlinu og lokaði því. Ekki urðu meiðsl á fólki í þessum óhöppum. Vaka sendir erindi til Tölvunefndar vegna samnings sem veitir Stúdentaráði beintengingu við LIN Viðkvæmar persónu- upplýsingar á glámbekk . mw • ■ - -' m jgyi v# Opel Vectra - Frábær fjölskyldubíll Verð: 1.590.000 kr. Beinskiptur Ekinn: 3.800 km Útvarp og segulband Árgerð: 1999 Ath. skipti möguleg Vél: 1.800 cc Litur: Grágrænn 777 sölu og reynsluaksturs hjá Jöfri, Nýbýlavegi 2, Sími: 550 2400 VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, hefur sent Tölvunefnd erindi þar sem farið er fram á að Lána- sjóði íslenskra námsmanna verði veitt formleg áminning vegna með- ferðar á persónuupplýsingum í vörslu sjóðsins. Jafnframt að fram fari heildarúttekt á meðferð per- sónuupplýsinga í vörslu LIN. For- maður Vöku segir viðkvæmar per- sónuupplýsingar nánast liggja á glámbekk. Ástæða þessa erindis Vöku er þjónustusamningur sem Stúdenta- ráð Háskóla íslands gerði ásamt öðrum námsmannasamtökum við LÍN og veitir þeim beinlínutengingu við fyrirspurnarþjón hjá LlN. Þór- lindur Kjartansson, formaður Vöku, segir það óeðlilegt að starfsmenn Stúdentaráðs hafi aðgang að þessum gögnum frá LIN, sem séu viðkvæm- ar persónuupplýsingar um stúdenta, s.s. um námsárangur, námsfram- vindu og tekjur. Tilgangur þessa þjónustusamn- ings er sá að námsmannasamtökin geti veitt einstökum lánþegum sem þess óska upplýsingar frá Lána- sjóðnum, sem samtökin fá síðan með beinlínutengingu við LÍN. Er gert ráð fyrir að samtökin hafi opna skrif- stofu a.m.k. 4 tíma á dag alla virka daga ársins til þess að veita þessa þjónustu. Fyrir þetta greiðir LÍN samtökunum upphæð sem nemur kostnaði við hálft stöðugildi. Þórlindur segist enga ástæðu sjá til þess að beinlínutenging sé fyrir hendi eða að starfsmenn Stúdenta- ráðs hafi aðgang að gögnum LÍN sem innihaldi viðkvæmar persónu- upplýsingar um stúdenta. Hann tel- ur að hægt sé að veita alla þjónustu og aðstoða námsmenn án þess að hafa þessa tengingu. Stúdentar hafa aldrei samþykkt þetta Þá segir Þórlindur að misbrestur sé á því hvemig ábyrgðinni á fram- kvæmd samningsins sé háttað. Sá starfsmaður sem veiti þjónustuna sé FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur hátíðarræðu á kristnihátíð Snæfellsness- og Dala- prófastsdæmis sem haldin verður í Stykkishólmi sunnudaginn 31. októ- ber. Hátíðin verður haldin í Stykkis- hólmskirkju og munu kirkjukórar og tónlistarfólk frá Snæfellsnesi syngja núna jafnframt fulltrúi í stjórn LÍN fyrir hönd Stúdentaráðs. Sem full- trúi í stjórn LÍN beri hann ábyrgð á framkvæmd samningsins, en sé jafn- framt sá aðili sem framkvæmi hann. Þannig hafi hann í raun umsjón með sjálfum sér. „Aðalmálið er auðvitað að stúdent- ar hafa ekki upplýsingar um þetta og hafa aldrei samþykkt að óviðkomandi aðilar og samstúdentar þeirra hafi aðgang að þessum upplýsingum. Það er ekkert eftirlit með því hverjir hafa aðgang að þessum upplýsingum og engir aðgangskóðar virkir svo við vit- um til. Þetta er í raun alger óþarfi og óskiljanlegt að þessu sé háttað svona. Upplýsingarnar liggja þama nánast á glámbekk," segir Þórlindur. Kristnihátíð á Snæfellsnesi og í Dölum Forsetinn flytur hátíðarræðu og flytja tónlist. Ávörp munu flytja sr. Ingiberg Hannesson prófastur og sr. Eiríkur Hauksson og aðrir prest- ar úr prófastsdæminu taka þátt í há- tíðarhöldunum. Að lokinni hátíðinni í Stykkis- hólmskirkju verðin- öllum hátíðai'- gestum boðið að þiggja veitingar í Fosshóli í Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.