Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskólinn verður á dvalarheimil- inu Hlíð kl. 11 á morgun. Guðsþjón- usta kl. 14. Hjón sérstaklega boðuð til kirkjunnar. Beðið fyrir hjóna- bandinu. Fyrirlestur fyrir hjón í safnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustuna. Sr. Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfjarðarkirkju fjall- ar um hjónabandið við aldaskil. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17 á morgun í kapellu. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20 á mánudags- kvöld í umsjá sr. Guðmundar Guð- mundssonar. Morgunsöngvar í kirkjunni kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á morg- un, Barnakór Glerái'kirkju sjmgur undir stjóm Björns Þórarinssonar. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að mæta með börnunum. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 18 sama dag. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, fyr- irbænir, altarissakramenti og léttur málsverður í safnaðarsal á eftir. Op- ið hús fyrir mæður og börn kl. 10 til 12 á fímmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, bæna- stund kl. 16.30, almenn samkoma kl. 17 og unglingasamkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára börn kl. 17.30 á miðvikudag, 11 plús mín- us kl. 17.30 á föstudag fyrir 11 til 12 ára. Flóamarkaður á föstudögum frá 10 til 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund kl. 20 í kvöld, laugardag. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla fyrir alla aldurshópa, Snorri Bergs- son kennir. Vakningasamkoma sama dag ki. 16.30, G. Theodór Birgisson safnaðarhirðir predikar. Fyrirbænaþjónusta og bamapöss- un. Skrefíð og Krakkaskrefið á þriðjudag kl. 17 fyrir 8-12 ára. Krakkaklúbbur fyrir 3 til 7 ára böm á miðvikudag kl. 17. Gospelkvöld unga fólksins á föstudagskvöld. Bænastundir eru alla morgna kl. 6.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26. Herra Johannes Gij- sen biskup syngur messu. KFUM og K: Almenn samkoma kl. 17 á morgun, sunnudag, ræðumaður sr. Sigfús Ingvason. Fundur í yngri deild KFUM og K kl. 17.30 á mánu- dag, fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára. LAUGALANDSPRESTAKALL: Fjölskyldumessa með sunnudaga- skólaívafi verður í Munkaþverár- kirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Skúli Torfason aðstoðar sóknar- prest og verða fleiri slíkar fjöl- skyldumessur í hinum ýmsu kirkj- um á næstunni ef Guð lofar. Hvern- ig væri að slökkva á sjónvarpinu augnablik og koma til kirkju? SJONARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn sámkoma á Sjónarhæð kl. 17. Barnafundur kl. 18 á mánudag, allir krakkar vel- komnir, sérstaklega Ástimingar. Nýtt hlutafélag í meirihlutaeigu KEA á sviði upplýsingatækni Umsvif aukast og ný hátæknistörf skapast Morgunblaðið/Kristján Stefán Jóhannesson, forstöðumaður Þekkingar-upplýsingatæki, Ei- ríkur Jóhannsson kaupfélagsstjóri og Sigurður Smári Gylfason, sem sæti á í stjórn félagsins. ÞEKKING-upplýsingatækni er nýtt fyrirtæki á sviði upplýsinga- tækni og er það að þremur fjórðu hlutum í eigu Kaupfélags Eyfirð- inga, en 25% eru í eigu Islenska hugbúnaðarsjóðsins, fjárfestingar- sjóðs í eigu banka og ýmissa fag- fjárfesta. Fyrirtækið tekur til starfa nú um mánaðamótin. Náið samstarf er við hugbúnaðarfyrirtækið Þróun hf. sem KEA hefur keypt 5% hlut í. Upplýsingadeild KEA er burða- rás í hinu nýja félagi og þjónusta við KEA verður stór þáttur í starfsem- inni auk þess sem gert er ráð fyrir auknum umsvifum og fjölgun starfsfólks frá því sem nú er í upp- lýsingadeild KEA, en þeir era nú um 10 talsins. Reynsla og þekking í vöggugjöf Eiríkur Jóhannsson kaupfélags- stjóri sagði að sú þekking sem til væri innan fyrirtækisins á sviði upplýsingatækni nýttist vel og með stofnun hins nýja fyrirtækis yrði styrkari stoðum skotið undir þann þátt. Hann sagði fyrirhugað að fjárfesta frekar í þekkingariðnaði, en þegar hefur verið gengið frá kaupum á 5% hlut í Þróun. Eiríkur sagði að KEA myndi í framhaldi þessa skipta á hlutabréfum við Þróun hf. þannig að fyrirtækið UNNIÐ er að því að koma á fót skóla á Akureyri sem byði upp á þriggja anna nám fyrir fatlaða og er fyrirmyndin að því sótt til Hring- sjár, starfsþjálfunar fatlaðra í Reykjavík sem starfrækt hefur ver- ið í tólf ár með góðum árangri. Unnið hefur verið að undirbún- ingi þessa máls frá því í september síðastliðnum og er þess vænst að ákvörðun liggi fyrir fljótlega. Gert er ráð fyrir að kennsla geti hafist haustið 2000 og að 8-10 nemendur yrðu teknir inn fyrsta kastið. Um er að ræða þriggja anna nám. Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Islands, Guðrún Hannesdóttir, skólastjóri Hringsjár í Reykjavík, og Helgi Jósefsson, skólastjóri Fullorðinsfræðslu fatl- aðra á Akureyri, eiga sæti í undir- búningsnefnd vegna þessa máls. Helgi Jósefsson sagði að sótt hefði verið um húsnæði Iðjulundar þar sem áður var vinnustaður fatl- aðra undir starfsemi skólans. Hvort af verður ræðst á fundi fulltrúa fé- lagsmála- og menntamálaráðuneyt- Til leigu á Akureyri verslunar-, iðnaðar- eða geymsluhúsnæði 390-600 m2 við Dalsbraut - Margir möguleikar - Heitasta svæðið í bænum Upplýsingar: Sími 894 4292 Boðtæki 846 2620 myndi verða einn eigenda Þekking- ar. Stefán Jóhannesson forstöðumað- ur Þekkingar-upplýsingatækni sagði að tölvu- og upplýsingadeild KEA hefði verið stofnuð árið 1974 þannig að löng hefð væri fyrir rekstri upplýsingakerfa innan fyrir- tækisins. „Við fáum mikla reynslu og þekkingu í vöggugjöf," sagði hann. Mikil verðmæti fælust í starfsfólki fyrirtækisins sem byggi yfir víðtækri reynslu, en þjónusta við atvinnuvegina, verslunarrekst- ur, mjólkurframleiðslu, kjötiðnað og sjávarútveg hefði verið fyrirferða- mikil í starfsemi upplýsingadeildar KEA. Fyrirtækið mun sérhæfa sig í rekstri tölvu- og upplýsingakerfa hjá fyrirtækjum, en starfsemi af því tagi hefur mjög ratt sér rúms í út- löndum. Sama þróun er þegar hafin hér á landi, enda sagði Stefán fylgja því marga kosti. Viðskiptin byggð- ust á fastverðssamningum, þannig að viðskiptavinir munu vita fyrir- fram hvað rekstur tölvukerfisins kostar. Rekstur tölvukerfa hefur fai'ið stighækkandi sem hlutfall af heildarkostnaði fyrirtækja og erfitt hefur reynst að áætla hann fyrir- fram. Þá nefndi hann að sífellt erfið- ara væri að fá fólk til starfa í minni is á mánudag, en þar verður tekin ákvörðun um hvað gera á við hús- næði Iðjulundar. Helgi sagði að þetta húsnæði hentaði einkar vel undir þessa starfsemi. Brýn þörf fyrir starfsemi af þessu tagi „Það er brýn þörf fyrir starfsemi af þessu tagi hér á Akureyri," sagði Helgi, en þótt endanleg ákvörðun um starfsemina liggi ekki fyrir og hún hafi ekkert verið auglýst hafa þegar skráð sig 11 manns í forkönn- un sem gerð var. NEMENDUR á þriðja ári í Mennta- skólanum á Akureyri tóku þátt í lestrarmaraþoni í skóianum, sem hófst kl. 8 í gærmorgun og átti að standa í einn sólarhring. Tilgang- urinn er að safna peningum í ferðasjóð fyrir útskriftarferð sem farin verður næsta haust. Nemend- ur gengu í fyrirtæki í bænum og einingum. Eins gæti starfsfólk fyr- irtækjanna þá einbeitt sér að sínum störfum, en aðrir sæju um tölvu- kerfið. Starfsfólki fjölgar um a.m.k. helming Sigurður Smári Gylfason sem sæti á í stjóm Þekkingar-upplýs- ingatækni fyrir hönd Islenska hug- búnaðarsjóðsins kvaðst binda mikl- ar vonir við starfsemi hins nýja fyr- Hringsjá er ætluð þeim sem eldri eru en 18 ára og hafa vegna sjúk- dóma, slysa eða annarra áfalla þurft að endurmeta og styrkja stöðu sína. Markmiðið er að þeir sem útskrifast frá Hringsjá séu færir um að takast á við almennt nám í almennum framhaldsskóla eða ftnna störf við hæfi á vinnumarkaðnum. Hringsjá hefur starfað í Reykjavík um 12 ára skeið og hefur árangurinn af starf- seminni verið einkar góður, en um 70% þeirra sem sótt hafa námið hafa ýmist haldið áfram námi annars staðar eða fengið atvinnu við hæfi. fengu þar nokkuð misjafnar mót- tökur. Þá stefna krakkarmr á að standa fyrir ruslatínslumaraþoni eftir áramót. Eftir að hefðbundinni kennslu lauk um miðjan dag í gær tók við bóklestur nemenda fram á morgun. Á myndinni liggja stúlkur í 3. U á náttúrufræðibraut skólans yfir skólabókum sínum. irtækis. „Það eru ekki mörg fyrir- tæki sem búa yftr jafnlangri reynslu í rekstri tölvukerfa," sagði hann. „Fyrirtæki era í auknum mæli að stíga þetta skref, að láta sérhæfð fé- lög sjá um rekstur tölvukerfa sinna og við teljum að þeim muni fjölga í framtíðinni.“ Alls starfa um 10 manns hjá fyr- irtækinu nú, en gert er ráð fyrir að í lok næsta árs muni skapast að minnsta kosti jafnmörg störf. BT opnar verslun á Akureyri BT opnar fimmtu verslunina í dag laugardaginn 30. október og nú á Furuvöllum 5 á Akur- eyri. Norðlendingurinn Sævar Freyr Sigurðsson tekur þar við starfi verslunarstjóra. BT á Akureyri mun bjóða upp á gott vöraúrval á hinu landskunna BT-verði, eins og segir í fréttatilkynningu fyrir- tækisins. Einnig kemur fram að full þörf sé á verslun af þessu tagi á staðnum, því aukin samkeppni muni eins og alltaf skila sér í vasa neytenda. Á opnunardaginn í dag, laugardag, kl. 10.00 verða ótrú- leg opnunartilboð á boðstólum; símar, sjónvörp, tölvur, leikir, myndbönd og íleira, allt á nið- ursettu verði. Bubbi og Omar Ragnarsson munu mæta í verslunina og reyna með sér í hringnum í box-tölvuleik. Af þessu tilefni vill BT-músin bjóða alla íbúa Norðurlands hjartanlega velkomna. Sýningu lýkur SÝNINGU á tillögum í samkeppni um útilistaverk á Akureyri sem verið hefur í Deiglunni í Kaupvangsstræti lýkur nú um helgina. Hún verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 18. Um er að ræða verðlaunaverkið, Islandsklukkuna, eftir Kristin E. Hrafnsson og fjórar tillögur að auki. Undirbúningur vegna náms fyrir fatlaða Morgunblaðið/Kristján Helgi Jósefsson, skólastjóri Fullorðinsfræðslu fatlaðra á Akureyri, Guðrún Hannesdóttir, skólastjóri Hringsjár í Reykjavík, og Helgi Selj- an, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags íslands, skipa undirbúnings- nefnd vegna stofnunar Hringsjár á Akureyri. Legið yfír skólabókum í sólarhring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.