Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 26
26 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Betur horfír í fiskeldi á Islandi en oft áður
„Fiskeldi hérlendis
á mörg sóknarfæri“
VERÐMÆTI fískeldisafurða hér-
lendis er um 1 milljarður króna á
ári og betur horfir í gi'eininni en oft
áður. Þetta kom fram í ávarpi
Guðna Agústssonar, landbúnaðar-
ráðherra, við setningu ráðstefnu um
framtíðarsýn og stefnumótun í ís-
lensku fískeldi sem hófst í dag.
Ráðherrann sagði erfíðleika og
fjárhagsvanda hafa verið áberandi í
umræðunni um fískeldi hér á landi
á undanfömum árum. Fiskeldis-
stöðvar hafi ekki skilað þeirri fram-
leiðslu sem að var stefnt og fyrir-
tæki hafí mörg orðið gjaldþrota.
„Nú kveður sem betur fer við nokk-
uð annan tón og fréttir berast af
góðum árangri fiskeldisstöðva.
Landbúnaðarráðuneytið hefur á
undanfömum árum veitt fiskeldinu
mikilvægan stuðning. Ráðuneytið
hefur haft forgöngu um uppbygg-
ingu kynbóta fyrir fiskeldi, Stofn-
fiskur hf. hefur stundað kynbætur
á laxi og regnbogasOungi, Hólaskóli
hefur séð um kynbætur fyrir
bleikjueldi og emm við í dag for-
ystuþjóð á sviði bleikjueldis. Það er
löngu ljóst að fiskeldi verður ekki
stundað hér á landi án þessa kyn-
bótastarfs. Samkeppnin er hörð,
fiskeldið sækir þekkingu sína í
miklum mæli til landbúnaðarins og
á ég þar við fóðurfræði og erfða-
fræði sem að grunni til eru land-
búnaðarvísindi. Fiskeldið er land-
búnaðinum einnig mikilvægt og má
í því sambandi nefna að árleg fram-
leiðsla er um 4.000 tonn og útflutn-
ingsverðmæti eldisfisks er í dag um
einn milljarður króna á ári. Land-
búnaðarráðuneytið hefur veitt
nokkram fiskeldisfyrirtækjum sér-
stök rekstrarlán og standa vonir til
að frekara framhald geti orðið á
slíkri fyrirgreiðslu. Forsendan fyrir
slíkum lánveitingum er svo háð því
að eldri lán endurgreiðist í ein-
hverjum mæli,“ sagði Guðni.
Guðni sagðist ennfremur vera
þeirrar skoðunar að fiskeldi á Is-
landi væri komið til að vera. Það
mætti meðal annars sjá á þeim
sóknarhug sem ríkti hjá mörgu
ungu fólki og á fjárfestum. „Fisk-
eldið á mörg sóknarfæri. Við fóram
of hratt í upphafi eins og Islending-
um er títt en í staðinn grandvallast
atvinnugreinin á góðri þekkingu og
dýrmætri reynslu," sagði ráðherr-
ann.
Ráðstefnunni verður fram haldið
í dag. Þá verða m.a. til umræðu
sölu- og markaðsmál, menntunar-
mál í fiskeldi og sjúkdómar og sjúk-
dómavarnir.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, ávarpar ráðstefnu um framtíð fískeldis á Islandi.
Nicotinell
Njóttu lífsins reyklaus!
Nicotinell tyggigúmmf er lyf sem er notað sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótfn sem losnar úr þvf þegar tuggið er, frásogast f munninum
og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt Tyggja skal eitt stykki f einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn en
ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Lyfið er ekki ætlað börnum.
~ ~' ...................^ ......."" ..........
Morgunblaðið/Grímur Gíslason
Ingunn AK 150 í Asmar-skipasmíðastöðinni fyrir sjósetningu.
Nýtt skip HB hf.
sjósett í Chile
NÝTT skip Haraldar Böðvarssonar
hf. var sjósett í Asmar-skipasmíða-
stöðinni í Chile nú í vikunni. Við sjó-
setningu var skipinu gefið nafn og
heitir það Ingunn AK 150 eftir Ing-
unni Sveinsdóttur, eiginkonu Harald-
ar Böðvarssonar, eins stofnenda fyr-
irtækisins. Það var Jóhanna Halls-
dóttir, eiginkona Sturlaugs Stur-
laugssonar, aðstoðaríramkvæmda-
stjóra HB, sem gaf skipinu nafn. Við
athöfnina fluttu ávörp, Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og
eiginkona Haraldar Sturlaugssonai',
framkvæmdastjóra HB, og Sergio
Martines, framkvæmdastjóri Asmar,
skipasmíðastöðvarinnar.
Skipið verður afhent í febrúar
eða marz og tekur um mánuð að
sigla því heim. Þegar heim kemur
heldur skipið tl kolmunnaveiða, en
það er búið til veiða í nót og
flottroll. Skipið er 65,7 metra langt
og 12,6 metra breitt og getur borið
um 1.400 tonn af fiski í sjókælitönk-
um.
Auk Ingunnar er verið að smíða
tvö skip fyrir Islendinga í skipa-
smíðastöðinni, nýtt hafrannsókna-
skip og skip fyrir útgerð Hugins í
Vestmannaeyjum. Afhenda á haf-
rannsóknaskipið á næstu vikum,
en Huginn verður sjósettur í febr-
úar.
Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir
Óli Bjarni Ólason, sonur Óla H. Ólasonar, með góðan afla í
bát þeirra feðga, Óla Bjarna frá Grímsey.
Mikil seiðagengd
á grunnslóðinni
fyrir Norðurlandi
Þorskurinn víða fullur af seiðum
Mikil seiðagengd er fyiir Norður-
landi. Þannig er höfnin í Grímsey
full af seiðum og upp úr þorski
veiddum á grunnslóð koma þorsk-,
ýsu- og ufsaseiði.
Ólí H. Ólason sem gerir út Óla
Bjarna frá Grímsey hefur aflað 100
tonna á árinu, en hann rær einvörð-
ungu með línu. Hann segir að tíðar-
far hafí verið gott í haust og afli
góður, um og yfir 200 kg á bjóð.
Uppistaðan í afla hefur verið þorsk-
ur, blandaður ýsu og steinbít. Óli
segir að óvanalega mikið sé af seið-
um og virðist svo vera á grunnslóð
fyrir Norðurlandi. Þannig sé höfnin
í Grímsey full af seiðum og upp úr
þorski komi mikið af seiðum, jafnt
þorsk-, ýsu- og ufsaseiðum. Óli seg-
ir að reynt hafi verið að fara með
net en það hafi ekki borið árangur.
Loðna út af Langanesi og
sfld á Borgarfirði eystri
í samtali við skipstjórann á Sól-
rúnu EA 351, Ásgeir Kristjánsson,
sem var á línuveiðum djúpt út af
Langanesi, kom fram að í þorski
væri allmikið af loðnu, en skipið
hafði áður verið að veiðum á
grunnslóð út af Eyjafirði og var
þar sömu sögu að segja og frá
Grímsey.
I samtali við Karl Sveinsson á
Borgarfirði eystri kom fram að afla-
brögð hefðu verið góð og hefðu bát-
ar verið að fiska 100 til 150 kg á
bjóð, aðallega þorsk. Auk þess hefði
einn bátur róið með færi og aflað
vel. Vart hefur orðið við sfld í þorsk-
inum, enda hafa sfldarskip verið við
veiðar á Borgarfirði.