Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 31

Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 31 NEYTENDUR Þjónustugjöld bankanna stór hluti heildartekna Greiðslumat vegna húsnæðislána dýrast Þóknunartekjur og þóknunargjöld nokkurra banka árið 1998 í ...... „ Nettó m í milljónum króna /jf Mk ðfr VA \ Þóknunar- / tekjur o. fl. Þóknunar- gjöld °iU lif ‘O JQ. Landsbanki islands ’^w 1.809,0 185,9 1.623,1 íslandsbanki 1.474,3 206,9 1.267,4 Búnaðarbanki íslands 1.310,2 169,8 1.140,4 Sparisjóður Reykjav. og nágr. 327,0 51,1 275,5 Sparisjóður vélstjóra 136,4 21,2 115,2 Heimild: Fjármálaeftirlitið 1999: Lánastolnanir - Fyrirtæki i verðbréfaþjónustu - Verðbéfasjóðir Nokkur þóknunargjöld banka 1999 Reikn- ings- yfirlit Viðskipta- yfirlit Viðskipta- yfirlit úr FE-kerfi Greiðslu- mat v. húsn.lána Landsbanki 50 120 1.200 2.500’' íslandsbanki 45 190 0 3.00012 Búnaðarbanki 60 150 1.000 4.000? SPRON 75 100 1.500 2.00012 Sparisj. vélstj. 75 100 1.500 2.000‘2 '1: Vidskiptayfirlit úr FE-kerfi innilalið í verði. '2: Við bætast 500 kr. fyrir viðskiptayfirlit úr FE-kerfi ÞJÓNUSTUGJÖLD bankanna vega orðið þungt í heildartekjum þeirra. Þau eru öðru orði nefnd þóknunargjöld sem bankar og sparisjóðir innheimta af viðskipta- vinum sínum fyrir ýmsa þjónustu, en auk ábyrgðai'þóknana eru stærstu útgjaldaliðir neytenda reikningsyfirlit, viðskiptayfh'lit og greiðslumat vegna húsnæðislána. I töflu hér annars staðar á síð- unni gefur að líta yfirlit yfir íyrr- nefnda útgjaldaliði sem viðskipta- vinum bankanna er gert að greiða. Viðskiptayfirlit sem að meðaltali kostar rúmlega hundrað krónur er yfírlit um viðskipti einstaklings við tiltekinn banka. I febrúar síðasthðnum var teldð í notkun nýtt upplýsingakerfi hjá Reiknistofu bankanna, sem nefnist FE-kerfið, með samþykki tölvu- nefndar. Markmiðið með upplýs- ingakerfinu er að láta bönkum og sparisjóðum í té samræmdar upp- lýsingar um skuldastöðu einstak- linga. Að sögn bankastarfsmanna sem Morgunblaðið talaði við eiga upplýsingamar að stuðla að fram- förum í lánamálum og draga úr hættu á tjóni ábyrgðarmanna og lánastofnana. Að fengnu skriflegu leyfi viðskiptamanns stofnar starfs- maður bankans, sem leitað er til, beiðni um um lánayfirht, en einung- is sérstaklega skráðir einstakhngar hafa leyfi til að stofna beiðni af þessu tagi. Viðskiptayfn'htið úr FE-kerfinu veitir samræmt yfirlit um allar skuldir, vanskil og sjálfskuldará- byrgðir einstaklinga í bankakerf- inu, við greiðslukortaíyrirtæki og í opinbera húsnæðislánakerfinu. Að sögn Finns Sveinbjömssonar, framkvæmdastjóra Sambands ís- lenskra viðskiptabanka, þjónar hið nýja upplýsingakerfi í meginatrið- um þríþættum tilgangi: „Að bæta ákvörðunartöku við lánveitingar til einstaklinga; að bæta mat á greiðslugetu einstaklinga og að draga úr líkum á því að einstakling- ar reisi sér hurðarás um öxl vegna skorts á heildstæðu lánayfirliti.“ Finnur segir að því fyllri og áreiðanlegri sem upplýsingar em sem greiðslumat byggist á, þeim mun áreiðanlegra verði matið. I einstökum tilvikum dregur það einnig úr þörf á sérstökum trygg- ingum svo sem skuldaábyrgð þriðja manns. Eins segir Finnur banka og sparisjóði um árabh hafa fylgt þeirri meginreglu að viðskiptavinir greiði fyrir þá þjónustu sem þeir nota og svipað gildi um viðskiptayf- irlitið úr FE-kerfinu. Fyrir yfirlitið gilda sömu reglur og fyrir staðfest ljósrit af skattskýrslum, en það er ekki lengur afhent ókeypis. En eins og sjá má í töflu er það sem hér hefur verið rakið ekki al- gilt og sumii' bankar og sparisjóðir taka ekki eða minna gjald fyrir skuldayíh'litið (viðskiptayfirlit úr FE-kerfi) þegar það er notað í greiðslumati vegna húsnæðislána sem gert er að ósk viðkomandi banka eða sparisjóðs. Hins vegar er ljóst að hér em á ferðinni nýir út- gjaldaliðir fyrir neytendur og þykir mörgum þeir vera að borga of mik- ið fyrir fáeinar prentaðar síður úr títtnefndu kerfi. Greiðslumat vegna húsnæðiskaupa Greiðlumat sem bankanir veita er forsenda umsóknar um húsnæðislán Ibúðalánasjóðs og er það tvíþætt. Fyrst er greiðslugeta einstakhngs eða fjöldskyldu reiknuð út frá tckj- um og eignum. Að því loknu veita bankar ráðgjöf á gmndvehi fyiT- nefndra útreikninga þar sem farið er yfir helstu þætti varðandi fyrir- hugaða lántöku og áætlaða greiðslu- byrði. Markmiðið er að leggja mat á mögulega lántöku vegna fyrirhug- aðrar fjárfestingai' og veita ráðgjöf sem dregur úr líkum á offjárfest- ingu og áætlaða greislubyrði. Bankar og sparisjóðir fara nú fram á að viðskiptavimr þeirra leggi fram viðskiptayfirht úr FE-kerfinu áður en ráðist er í greiðslumat vegna húsnæðislána, en einnig þeg- ar sótt er um ýmis önnur lán, og ljóst er að þar leggst nýr útgjalda- liður á viðskiptavini bankanna. Hins vegar er ekki hægt að neita því að að títtnefnt viðskiptayfirht þjónar hagsmunum neytenda þar sem þau draga úr líkum á að þeir reisi sér hurðarás um öxl í skuldsetningu með miklum óraunhæfum lántökum. Neytendasamtökin segja við- skiptayfírlitin of dýr Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir skoð- un neytendasamtakanna vera þá að viðskiptavinir greiði fyrir þá þjónustu sem þeir óski eftir, en samtökunum finnist gjaldið fyrir þjónustuna mjög hátt. Að sögn Jó- hannesar var leitað til Neytenda- samtakanna þegar ákveðið var að stofna nýja upplýsingakerfið, en samtökin bjuggust hins vegar ekki við að lagt yrði svo hátt gjald á þjónustuna. Helgi H. Steingríms- son, forstjóri Reiknistofu bank- anna, segir viðamikla upplýsinga- vinnslu úr mörgum tölvukerfum liggja að baki viðskiptayfirlitanna sem skýri verðlagningu á þessum þjónustulið bankanna. I KRINGLUNNI er húsnæði Silfurbúðarinnar til sölu. Stærð 160 fermetrar. Laust fljótlega. Leiga kemur einnig til greina. Fyrirspurnir óskast sendar í pósthólf 3011 eða á netfang silfurbudin@itn.is Landsþing Náttúrufræðifélags fslands Morgunblaðið/Ásdís NLFI segir háa tolla draga úr grænmetisneyslu hér á landi. Andstaða við tolla á grænmeti LANDSÞING Náttúrulækningafé- lags íslands, NLFÍ, var haldið síð- astliðinn laugardag á Heilsustofnun félagsins í Hveragerði. Alyktanir þingsins fela meðal annars í sér að hvetja til neyslu grænmetis og líf- rænna afurða, en NLFÍ segir að tekjumissi af völdum afnáms græn- metistolla mætti bæta upp með því að leggja tolla á sykur og sykurauka í matvælum. NLFI bendir í ályktunum sínum á að Islendingar standa grannþjóð- um sínum langt að baki hvað við- kemur neyslu grænmetis jafnvel þótt aðstæður til lífrænnar fram- leiðslu séu að mörgu leyti betri hér á landi en annars staðar. Eins lýsir félagið áhyggjum sínum yfir því hve frumkvöðlum á þessu sviði hef- ur verið gert erfitt fýrir. Þá bendir félagið á það ósamræmi sem felst í að eini aðilinn sem sérhæfir sig í þjónustu við lífræna framleiðslu á Islandi er farinn að flytja út sér- þekkingu sína en opinberir aðilar hér heima svara ekki erindum fé- lagsins til góðra verka þ.á m. kynn- ingarstarfs. Þingið hvetur því stjórnvöld til að hlúa að lífrænni framleiðslu með því að styðja slíkt þróunarstarf. Tollar á grænmeti draga úr neyslu þess NLFÍ segir háa tolla á grænmeti draga úr neyslu þess, sem er of lítil hér á landi. Félagið segir tollana einkum draga úr neyslu lífrænt ræktaðs grænmetis, sem er dýrt í innkaupum og margfaldast í verði vegna hárra tolla. Félagið telur ljóst að grænmetistollar stuðli að lakari heilsu þjóðarinnar og magni sjúkra- kostnað til muna. Sykumeysla eitt kíló á mann á viku NLFI varar við mikilli sykurneyslu Islendinga sem samkvæmt heimildum félagsins er komin yfir eitt kíló á mánn á viku. Sérstaklega er varað við neyslu gosdrykkja, sem er metin á þriðja lítra á mann á viku. Eins hvetur félagið til að skylt verði að tilgreina magn viðbætts sykurs á umbúðum matvæla, sem seld eru hér á landi, svo sem gert er í Bandaríkjunum. Félagið segir það tímabært að Manneldisráð fái fé til að láta mæla hvort innihalds- lýsingar á umbúðum matvæla séu sannleikanum samkvæmar og hvetur Neytendasamtökin til samstarfs um framgang þessa máls. Auglýsingar sem blekkja A landsþinginu var lýst andstöðu við hvers konar auglýsingar á miður hollum neysluvörum, sem aðallega er beint að börnum og unglingum. Að sögn félagsins hvetja auglýsing- arnar til neyslu á vamingi, sem inni- heldur mikið af sykri og öðrum óæskilegum efnum. Þær stangast því á við manneldismarkmið, þótt þær gefi oft hollustu í skyn. Að mati félagsins getur neysla umrædds varnings mótað heilsu bama og ung- linga til framtíðar og meðal annars leitt til ólæknandi offitu sem, eins og komið hefur fram, verður æ algeng- ari meðal íslenskra barna. í beinu framhaldi hvetur þingið foreldra og forráðamenn barna til að vera á varðbergi gegn þessum hættulegu auglýsingum. Einnig skegglitunargel sem þú burstar í skeggið og gráu hárin fá eðlilegan lit á aðeins 5 mínútum. iJlmíjJK Haraldtm Sigurðsson eht heildverslufl, símar 567 7030, If og 894 0852, (ax 567 9130. E-mail: landlirot@simnetis Moustacúe;Beai-d ondSidebums Íust For Men hárlitunarsjampó fyrir karlmenn, sem litar gráu hárin og gefur eðlilegan lit á aðeins 5 mínútum og hver litun endist í allt að 6 vikur. # Þú gerir það sjálfur - # Sáraeinfalt # Leiðbeiningar á íslensku fylgja hverjum pakka Útsölustaðir: Hagkaup, Nýkaup, apótek og hársnyrtistofur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.