Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 33
FRÉTTIR
skip hafi ekki viljað ráða konur
heldur sóttu þær ekki um. Það er
mjög gott að hafa starfshópinn
blandaðan og hér ríkir almenn
ánægja með þær konur sem hingað
hafa komið til starfa. En því miður
allt of fáar,“ segir Halldóra Braga-
dóttir.
Viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu
Elín Þórunn Eiríksdóttir er for-
stöðumaður flutningsmiðlunar-
deildar og er fyrsta konan sem er
forstöðumaður á flutningasviði
Eimskipafélags íslands. Elín, sem
er viðskiptafræðingur að mennt,
kom til starfa hjá Eimskip í aprfl
1997 er hún leysti deildarstjóra
farmskrárvinnslu útflutnings af í
barneignarfríi. Eftir það tók hún
við verkefnastjórastarfi í farm-
skrárvinnslu, þar næst deildarstjóri
í söludeild innan þjónustudeildar en
um síðustu áramót var flutnings-
miðlunardeildin stofnuð og er hún
fyrsti forstöðumaður hennar.
Að hennar sögn hefur henni ver-
ið tekið mjög vel sem yfirmanni hjá
Eimskip allt frá byrjun. „Það hefur
orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélag-
inu almennt og hjá Eimskip hef ég
aldrei fundið annað en að starfs-
menn séu metnir að verðleikum en
ekki eftir kyni. Það hefur svo margt
breyst á fáum árum í þessum efn-
um og var ekki vanþörf á. Til að
mynda þegar ég kom í söluna þá
var ég fjórða konan sem kom á það
svið frá upphafi, en fram að því
höfðu starfsmenn verið karlmenn.
Nú eru 6 kvensölumenn hjá Eim-
skip, þannig að þróunin er hröð.“
„Hjá sumum fyrirtækjum heyrir
maður að það sé annaðhvort verið
að leita að konu eða karlmanni í
störf en hjá Eimskip heyrast aldrei
raddir sem þessar heldur er alltaf
verið að leita að starfsmanni í
ákveðna stöðu,“ segir Elín.
Hjón verða að vera samhent
„Það er jú mikil vinna og krefst
góðrar skipulagningar að sinna
störfum yfirmanns og vera með
stóra fjölskyldu um leið,“ segir
Ai-na Sveinsdóttir en hún hefur
verið aðalbókari hjá Eimskip í rúm-
lega ár samhliða því að vera með
þrjú börn í heimili. „Þessi mikla
vinna krefst þess auðvitað líka að
hjón séu mjög samhent enda erum
við hjónin svo heppin að vera það.
Við þurfum heilmikla samvinnu, til-
hliðrun og skilning í báðar áttir og
gengur það mjög vel,“ segii- Ai-na
og bætir því við að slík samvinna
gerist ekki sjálfkrafa.“Það er auð-
vitað líka mikil vinna.“
Arna er með meistarapróf í
reikningsskilum og fjármálum frá
Uppsalaháskóla og hóf hún vinnu
hjá Eimskip í október 1997 sem að-
stoðarmaður aðalbókara og tók hún
formlega við starfi aðalbókara sum-
arið 1998 eins og fyrr var vikið að.
Arna hefur töluverð mannaforráð
og er því spurð hvort hún telji að
aukinn hlutur kvenna í stjórnun
fyrirtækisins hafi skilað sér í
breyttum stjórnunarstíl þess?
„Órugglega," segir hún, „til
dæmis þykir það ekki eins sjálfsagt
og áður að starfsmenn vinni öllum
stundum. En til þess að greina slík-
ar breytingar nákvæmlega verður
þó að gefa okkur lengri tíma.“ Vís-
ar hún þarna til þess hve stutt sé
síðan flestir kvenstjórnendur hjá
Eimskip tóku við yfirmannsstöðum
sínum. „Við erum að tala um svona
þrjú ár,“ bætir hún við.
Konur sljórni við hliðina á
En þegar hún er spurð hvort hún
telji að stjórnunarstfllinn eigi eftir
að breytast í nánustu framtíð vegna
aukins hlutar kvenna, segir hún:
„Fyiirtækið býr við ákveðinn
kúltúr og við sem erum'stjórnendur
erum aldar upp í þeim kúltur sem
hér er í gangi. Ég býst því ekki við
neinum stórkostlegum breytingum,
svona í fljótu bragði, en þó það er
alltaf erfitt að segja til um það.
Þetta er bara eitt af því sem reynsl-
an verður að leiða í ljós.“
Þegar vikið er að því hvort konur
og karlar stjórni eins, á heildina lit-
ið, segir Arna: „Ég held að konur
og karlar stjórni ekki alveg eins. Ef
Stjórn Hf. Eimskipa-
félags íslands
Hf. Eimskipafélag íslands Skipurit
Forstjóri
Hörður Sigurgestsson
Innri endurskoðandi
Sveinbjöm Sveinbjörnsson
EIMSKIP
Flutningasvið Innanlandssvið Utanlandssvið Fjánmálasvið Þróunarsvið
Þórður Sverrisson Höskuldur H. Ólafsson Erlendur Hjaltason Þórður Magnússon Þorkell Sigurlaugsson
Burðarás hf.
Friðrik Jóhannsson
Vaxandi menntun
kvenna hjálpar
þeim að tryggja
sér fótfestu
Fáar konur hafa
verið í stjórnunar-
störfum hjá flutn-
ingafyrirtækjum
Konur krefjast
sömu tækifæra og
sambærilegrar
umbunar og karlar
Krefst mikillar
skipulagningar að
sinna störfum
yfirmanns
við lítum á þetta sem spurningu um
að stjórna við hliðina á eða ofanfrá
tel ég að konur hafi tilhneigingu til
að stjórna meira við hliðina á en
karlarnir ofanfrá. Ég er þó ekki að
segja að þetta sé algilt.“
Tvisvar í fæðingarorlof
Kristín Egilsdóttir deildarstjóri
hagdeildar innanlandssviðs hjá
Eimskip hóf störf hjá fyrirtækinu
árið 1994. Hún hefur eignast tvö
börn á þessum tíma á meðan hún
sinnti yfirmannsstörfum og því hef-
ur hún farið tvisvar í fjögurra mán-
aða fæðingarorlof. „Ég byrjaði í af-
leysingum í fjárreiðudeild en síðar
hóf ég störf í farmskjalavinnslu í
útflutningsdeild. Ég tók hins vegar
við deildarstjórastöðu í deildinni í
ársbyrjun 1996 og í júlí 1997 fór ég
í mitt fyrra fæðingarorlof. Þegar
því orlofi lauk, eftir fjóra mánuði,
tók ég við nýrri deild sem sá um
alla farmskjalavinnslu í fyrirtæk-
inu. Þar starfaði ég þar til ég fór í
fæðingarorlof í aprfl á þessu ári og
þegar ég kom aftur til baka í ágúst
tók ég við enn annarri deild, hag-
deildinni."
Þegar Kristín er spurð nánar um
fæðingarorlofið upplýsir hún að í
bæði skiptin hafi eiginmaður henn-
ar tekið tveggja mánaða fæðingar-
orlof á móti henni. En hvernig tók
fólk því almennt að hún skipti fæð-
ingarorlofinu með eiginmanninum?
„Eg fann að mai-gir voru hissa,“
segir hún, „en jafnframt voru lang
Utanlandsdeild Ema Eiríksdóttir
Eimskip Rotterdam
Eimskip Þýskalandi
Eimskip Bretlandi
Eimskip Svíþjóð
Eimskip Noregi
Eimskip Færeyjum
Eimskip Bandarikjunum
Eimskip Nýfundnalandi
MGH Baltic
Fjárhagsdeild Guðný Sigurðardóttir
Fjárreiðudeild Sigríður Hrólfsdóttir
Starfsþróunardeild Hjördís Ásberg
Trygginga- og tjónadeild Bragi Kr. Guðmundss.
Upplýsingavinnsla Óskar B. Hauksson
flestir afar hrifnir af þessu fyrir-
komulagi.“ í framhaldinu er
kannski eðlilegt að spyrja Kristínu
hvernig henni gangi að samræma
ábyrgðarstöðu og fjölskyldulíf?
„Það er svolítið erfitt að samræma
það að vera í krefjandi starfi og
eiga fjölskyldulíf, en það er vissu-
lega mjög gefandi þegar vel geng-
ur. Annars myndi þetta ekki ganga
nema vegna góðrar samvinnu milli
okkar hjónanna." Kristín bætir því
við að eftir að þau hjónin eignuðust
börn hafi þau að mörgu leyti lifað
rólegra lífi en áður. Meiri áhersla
væri lögð á heimilið og fjölskylduna
en minni á félagslíf og önnur
áhugamál.
Eimskip sýndi sveigjanleika
Að lokum er Kristín spurð að því
hvernig því hafi verið tekið innan
fyi'irtækisins að hún hafi tvisvar
farið í fæðingarorlof á meðan hún
gegndi stjórnunarstörfum? „Ég
held að það hafi ekki breytt neinu
um mína stöðu innan fyrirtækisins.
Eimskip hefur sýnt skilning og
sveigjanleika og hef ég til að mynda
verið með tölvu heima. Að minnsta
kosti hef ég fengið að þróast áfram
í starfi. Ég hef ekki fundið fyrir
neinni viðhorfsbreytingu til mín
sem vinnukrafts.“
Konur láta sig starfsfólkið varða
Sigríður Hrólfsdóttir forstöðumað-
ur fjárreiðudeildar hóf störf hjá
Eimskip í ágúst fyrir ári, en hún er
viðskiptafræðingur frá Háskóla Is-
lands með MBA-próf frá banda-
rískum háskóla. „Já, ég tel að auk-
inn hlutur kvenna í stjórnunarstöð-
um eigi eftir að breyta stjórnunar-
háttum fyrirtækisins að einhverju
leyti,“ segir hún aðspurð. „Ég tel
það alltjént æskilegt að hlutur
karla og kvenna í stjórnunarstörf-
um sé jafnaður frá því sem áður var
til þess að fleiri sjónarmið komist á
framfæri."
Þegar Sigi'íður er spurð að því
hvort konur hafí yfirhöfuð öðruvísi
stjórnunarstfl en karlar kveðst hún
telja að svo sé. „Ég held að konur
láti sig starfsfólkið meira varða. Til
dæmis um þeirra persónulegu hagi.
En ég veit ekki hvort þær eru endi-
lega betri stjórnendur en ég held
að munurinn sé þessi að það sé að-
eins meiri áhugi á því hvað sé að
gerast hjá undirmönnunum. En ef-
laust er stjórnunarstíll að flestu
leyti mjög svipaður hjá konum og
körlum og vafalaust líka persónu-
bundið.“
Sigríður á tveggja ára tvíbura og
segir hún að það sé mikið púsluspil
að samræma vinnu og fjölskyldu.
„Dags daglega gengur þetta ágæt-
lega því við hjónin erum búin að
koma okkur upp ákveðnu kerfi. Við
skiptumst til dæmis á að ná í börnin
til dagmömmunnar. En ef eitthvað
|_ Kynningardeild
Guðný Káradóttir
kemur upp á, verða til dæmis
veikindi hjá börnunum, þá verð-
ur þetta erfiðara, en það hefur
allt gengið upp og mér hefur
verið sýnd tillitssemi hjá Eim-
skip hvað þetta varðar.“
Sigríður segir ennfremur að
hún reyni að sinna yfirvinnunni
heima sé möguleiki á því en
annars sé það í raun hennar
„mottó“ að reyna að skipuleggja
starf sitt á þann hátt að það væri
sem minnst yfirvinna. „En það er
auðvitað aldrei hægt að koma því
við að það sé engin yfirvinna þegar
maður er í svona starfi."
Ekki tekið öðruvísi
en karlmanni
Forstöðumaður fjárhagsdeildar
Eimskips er Guðný Sigurðai'dóttir,
en hún hóf störf hjá fyrirtækinu ár-
ið 1994 eða sama ár og hún útskrif-
aðist sem viðskiptafræðingur frá
Háskóla Islands. I fyrstu sinnti hún
störfum innheimtustjóra eða fram
til ársins 1996 en þá hélt hún til
Bretlands þar sem hún tók við
starfi aðalbókara hjá Longship,
dótturfyrirtæki Eimskips. „I vor
kom ég aftur til Islands og tók þá
við starfi sérfræðings í hagdeild á
innanlandssviði og síðar eða í júní
varð ég forstöðumaður fjárhags-
deildar."
Aðspurð segir Guðný að hún hafi
ekki áður sinnt svo ábyrgðarmiklu
starfi en undir hana heyra samtals
sextán stöðugildi. En hvernig hefur
því verið tekið af starfsmönnum fyr-
irtækisins að hlutur kvenna í stjórn-
unarstöðum hafi verið aukinn? „Ég
held að því sé bara vel tekið. Ég
verð ekki vör við að mér sé tekið
eitthvað öðruvísi en karlmönnum,“
segir hún og heldur áfram. „Ég hef
til dæmis ekki orðið vör við að und-
irmenn mínir hafi neitt við það að
athuga að ég sé kvenmaður og ekki
orðið vör við að þeim finnist erfið-
ara að taka við verkefnum frá mér
heldur en fyrrirennara mínum, sem
var karlmaður."
Stjórnunarstíll persónubundinn
Guðný tekur reyndar fram eins
og aðrir kvenstjórnendur að það sé
það stutt liðið síðan konum fór
fjölgandi í stjórnunarstörfum hjá
fyrirtækinu að lítið sé hægt að
segja til um áhrif þess á fyrirtækið
enn sem komið er. „Ég tel þó að
stjórnunarstfll sé bara persónu-
bundinn en fari ekki eftir því hvort
viðkomandi er karl eða kona,“ segir
hún.
Guðný hefur ekki fyrh' neinum
börnum að sjá og því er kannski
eðlilegt að spyrja hvort hún telji
það þýða að hún vinni meira en for-
eldrar. „Já, kannski aðeins. Það er
að minnsta kosti auðveldara að láta
ættingja, vini og áhugamál bíða en
börn og eiginmann," segir hún að
síðustu.
Margft hefur breyst á tíu árum
Erna Eiríksdóttir forstöðumaður
utanlandsdeildar hjá Eimskip hefur
gegnt þremur stjórnunarstörfum
hjá fyrirtækinu frá því hún hóf þar
störf árið 1990. Fyrst var hún aðal-
bókari og síðar deildarstjóri hag-
deildar innanlandssviðs. I samtali
við Morgunblaðið lýsir Erna því að
margt hafi breyst innan Eimskips á
þessum bráðum tíu árum sem hún
hefur starfað hjá fyrirtækinu. „Þá
var fyrirtækið miklu meira karla-
veldi en það er núna,“ segir Erna
og ítrekar að nú skipi fleiri konur
stjórnunarstóla enda yfirlýst mark-
mið fyrirtækisins um nokkurra ára
skeið. Þrátt fyi'ir þessa stefnu telur
Erna þó ekki að verið sé að hygla
konum bara af þvi að þær séu kon-
ur heldur sé sá hæfasti ávallt valinn
í hvert starf.
Aðspurð telur Erna það ekki fara
vel saman að vera kvenstjórnandi
með börn á framfæri sínu þar sem
vinnutíminn vilji oft verða langur
og álagið mikið. I þeim tilfellum
segir hún reyna á samvinnu á heim-
ilinu og vilja hjóna til verkaskipt-
inga. „En auðvitað er það alltaf val
hvers og eins að taka þátt í rekstri
fyrirtækis eins og Eimskips," segir
hún.
Atvinnulífið gerir kröfur
Þegar Erna er spurð að því hvort
stjórnunarstörfum fylgi ávallt lang-
ur vinnutími segir hún að auðvitað
megi finna stjórnunarstörf í þjóðfé-
laginu sem sinna megi á hefð-
bundnum vinnutíma. Langur
vinnutími stjórnenda virðist hins
vegar vera reglan frekar en undan-
tekningin. „Atvinnulífið gerir mikl-
ar kröfur til stjórnenda og svo ekki
sé talað um þær kröfur sem maður
gerir til sjálfs sín,“ segir hún.
Framtíðarsýn Ernu er sú að
vinnutími verði sveigjanlegri og
meiri möguleikar verði á því að
vinna heima við þegar það hentar.
„Það gæti hentað vel ungu fólki með
börn.“ Að lokum telur Erna mikil-
vægt að fyrirtæki blandi stjórn-
endahópinn, þ.e. hafí þar bæði karla
og konur, í þeim tilgangi að víkka
sjóndeildarhringinn, nýta það besta
frá báðum kynjum og gera starfs-
umhverfið skemmtilegra.
Allar breytingar
taka sinn tíma
„Ég held að Eimskip meti fólk að
verðleikum; út frá hæfileikum og
þekkingu en ekki hvort það er karl
eða kona. Um það snúast jafnréttis-
málin í raun og veru,“ segir Guðný
Káradóttir kynningarstjóri Eim-
skips. Hún hóf störf hjá fyrirtæk-
inu fyrir rúmu ári og er viðskipta-
fræðingur frá Háskóla Islands og
með cand.merc.-gráðu í markaðs-
fræðum frá Álaborgarháskóla. „Ég
hef alltaf unnið mikið innan um
karlmenn og þegar ég var spurð að
því þegar ég hóf störf hjá Éimskip
hvort það væri ekki erfitt að koma
inn í þetta karlaveldi hjá Eimskip,
þá skynjaði ég það ekki þannig.
Auðvitað eru karlar á toppnum en
þeir eru bara einstaklingar, þeir
gætu þess vegna verið konur og
það eigum við örugglega eftir að sjá
í framtíðinni. Það tekur tíma að
breyta þessu,“ ítrekar Guðný.
Þegar hún er spurð að því hvort
hún telji sig þurfa að leggja sig
meira fram en karlmenn í sömu
sporum innan fyrirtækisins, segii'
hún: „Ekki finnst mér það. Maður
hefur ákveðin metnað og leggur sig
fram þess vegna en ekki til að
keppa við karlana.“ Guðný telur það
sömuleiðis ekki standa konum fyrh'
þrifum innan fyrirtækisins að eiga
börn. „Ég átti reyndar mína stelpu
meðan ég vai’ í háskólanum en kon-
ur í fyrirtækinu hafa staðið í bai'ns-
eignum í stjórnunarstöðum og ég
get ekki séð að það hái þeim. Kon-
ur hafa marga góða eiginleika, sem
nýtast í stjórnunarstöðum og eiga
ekki að líða fyrh’ það að ganga með
börnin. Eimskip kemur líka með
margvíslegum hætti til móts við
konur sem eignast börn í starfi.“
Algengt að hafa húshjálp
Eins og aðrir kvenstjórnendur
sem Morgunblaðið ræddi við segir
Guðný að það krefjist ákveðins
skipulags að samræma störf, ekki
síst stjórnunarstörf og vinnu. Eig-
inmaður hennar gegnir einnig
ábyrgðarstöðu og segir hún að
hann sjái jafnt og hún um uppeldið
og eldamennskuna.
Talandi um heimilisstörf þá tek-
ur Guðný fram að mjög algengt sé
meðal kvenna sem sinni stjórnun-
arstörfum að hafa húshjálp, sem
komi til dæmis einu sinni í viku til
þess að þrífa heimilið. Hún segist
sjálf hafa verið með húshjálp.
„Þetta er kannski dæmi um það
sem hægt er að gera til að auðvelda
fólki að láta hlutina ganga upp,“
segir hún að síðustu.