Morgunblaðið - 30.10.1999, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tónleikar
Samkórs
Selfoss í
Gerðubergi
SAMKÓR Selfoss hélt upp á 25 ára
starfsafmæli sitt síðastliðið vor. I
tilefni þess hefur kórinn ákveðið að
flytja dagskrá afmælistónleikanna í
Gerðubergi á morgun kl. 15.
Kórinn hefur starfað óslitið síðan
haustið 1973. Á efnisskrá eru m.a.
íslensk og ungversk þjóðlög, lög úr
söngleikjum og lag, tileinkað Sam-
kór Selfoss eftir Björgvin Þ. Valdi-
marsson.
Stjómandi kórsins er Edit Moln-
ár og undirleikari Miklós Dalmay.
-------------
Upplestur og
ljúflingslög
í Haukshúsi
í DÆGRADVÖL Bessastaða-
hrepps verður hlustað á upplestur
og ljúflingslög á morgun, sunnu-
dag, kl. 20.30. Flytjendur eru Þor-
steinn frá Hamri, Laufey Sigurðar-
dóttir, Kristyna Cortes og Bjöm
Th. Ámason.
♦ ♦ ♦----
Arnesinga-
kórinn í Bú-
staðakirkju
ÁRNESINGAKÓRINN í Reykja-
vík heldur tónleika í Bústaðakirkju
í dag, laugardag, kl. 16.
Kórinn mun kynna geislaplötu
sína sem út kom nýlega. Þar er úr-
val íslenskra og erlendra laga, allt
frá hefðbundnum kórlögum til
kirkjulegra verka.
Söngstjóri er Sigurður Braga-
son.
Rafruðn-
ingur í
Nýlista-
safninu
TILRAUNAELDHÚSIÐ, í
samvinnu við Undirtóna,
kynnir raftónleika í Nýlista-
safninu mánudagskvöldið 1.
nóvember kl. 21. Þar munu
Hilmar Jensson, gítar, Matt-
hías MD Hemstoek, trommur
og Jóel Pálsson, kontrabas-
saklarinett, spinna rafeindir
og auk þess kemur orgelkvar-
tettinn Apparat fram. Kvar-
tettinn samanstendur af Herði
Bragasyni úr Hringjum, Jó-
hanni Jóhannssyni Lhooq-
meðlimi, Músikvati og Úlfi
skemmtara.
Orgelkvartettinn Apparat
kom fyrst fram í Tjamarbíói í
september og er um þessar
mundir í hljóðveri að vinna að
sinni fyrstu plötu, Gesang der
Raumjúnglinge, sem verður
tvöföld plata tileinkuð rúss-
nesku geimstöðinni Mir sem
lögð verður niður á næsta ári.
Hilmar Jensson, Matthías
Hemstock og Jóel Pálsson
hafa starfað saman áður í ýms-
um myndum, en koma nú fram
í fyrsta sinn með impróvíser-
aðan rafeindakokteil.
Tilraunaeldhúsið var stofn-
að fyrir um ári til þess- að
kynna lifandi tilraunatónlist
og stóð fyrir mánaðarlangri
tónleikarþð á Kaffi Thomsen í
apríl sl. í haust var Tilrauna-
eldhúsið með dagskrá á vegum
RÚREK í Tjamarbíói þar sem
framflutt var m.a. gítarsinfón-
ía fyrir 15 rafgítarleikara.
BÆKUR
Skáldsaga
MEISTARI JIM
eftir Joseph Conrad í þýðingu Atla
Magnússonar. Mál og menning
1999.345 bls.
Hetjuskapur og
ragmennska
HETJUSKAPUR og rag-
mennska eru andstæður sem mjög
gerast ásæknar í skáldsögunni
Meistari Jim eftir Joseph Conrad.
Okkur er kastað inn í heim sjóferða
og suðræns eyjalandslags þar sem
dauðinn leynist við margt fótmálið.
í slíkum skáldsagnaheimi verða til-
finningarnar miklar og sálfræðileg
persónusköpun áhrifamikil ef sá
sem með pennann fer er vandanum
vaxinn. Fáir höfundar eru raunar
magnaðri á þessu sviði en Joseph
Conrad. Rithöfundarferill hans er
einstakur og næsta ótrúlegt hvem-
ig þessi pólski farmaður gat orðið
einhver stórbrotnasti rithöfundur
enskrar tungu í kringum síðustu
aldamót.
Conrad er einna þekktastur fyrir
að nota sjómannasögur ýmiss kon-
ar sem umgjörð utan um djúpsæja
heimspeki sína og innsæi í mann-
lega tilvem. En verk hans spanna
þó vítt svið og eru engan veginn
bundinn við sjóinn eins og fræg-
asta stóra smásaga hans, Heart of
Darkness, ber vitni um. Öðrum
þræði draga sögumar dám af út-
þenslu nýlendustefnunnar og er
svo einnig með Meistara Jim. Samt
sem áður hverfur sviðið jafnan í
skugga hinnar innri frásagnar í
verkum Conrads. Þau snúast um
siðferðileg gildi, virðingu, einkum
sjálfsvirðingu,_ og tilvistarlegar
spurningar. Eg hygg að það sé
mestur styrkur þeima.
I Meistara Jim dregur Conrad
upp mynd af ungum manni sem
býr við þá voveiflegu
fortíð að hafa brugðist
á örlagastundu. Hann
er stýrimaður á skipi
og þegar gat kemur á
botn skipsins yfirgefa
yfirmennirnir fleyið og
hundrað farþega. Hins
vegar bjargast fleyið
en skömmin situr eft-
ir. Ungi maðurinn ák-
veður að horfast í
augu við skömm sína
og hefja nýtt líf enda
er hann „einn af oss“
eins og sögumaður
Conrads sem þekktur er úr öðram
sögum hans, Marlow, kemst að
orði. Hann er þó djúpt særður af
vansæmdinni og útskúfaður úr
menningarsamfélagi. Hann er á
stöðugum flótta undan því orði sem
af honum fer. En hann fær annað
tækifæri til að sanna sig fyrir sjálf-
um sér og öðram og sigrast að lok-
um á því lydduorði sem af honum
fer á afskekktri eyju í Austur-In-
díum.
Stíll Conrads einkennist af því
hversu mjög honum er sýnt um að
sýna okkur aðalpersónuna frá sem
flestum sjónarhornumn. Sögumað-
urinn, Marlow, hefur ekki sérlega
skýr persónueinkenni en miðlar
þessari sýn úr ýmsum áttum með
margvíslegri endursögn. Hann
flytur þó að nokkru leyti siðferðis-
legan boðskap sögunnar, er eins
konar fulltrúi breskrar siðmenn-
ingar. En fjöldi persóna er eftir-
minnilegur, höndlar-
ar og glæpamenn,
sæfarendur og fleiri,
og ljóst að Conrad er
enginn aukvisi í
persónusköpun.
Persónunum fylgja
þá gjaman hUðar-
sögur svo að
skáldsagan fer nokk-
uð víða.
Raunar var Meist-
ari Jim nokkuð
gagnrýnd fyrir veik-
leika í byggingu og
sagan þótti minna á
smásögu sem hefði bólgnað út í
meðförum höfundarins. Þannig
taldi gagnrýnandinn frægi F.R.
Leavis Meistara Jim með síðri
verkum Conrads og túlkar það svo
að í reynd hafi allt verið sagt sem
máli skiptir í fyrri hlutanum.
Seinni hluti verksins sé langloka
sem sýni fram á sömu niðurstöðu
og sá fyrri án þess að lyftast upp úr
meðalmennskunni og líkist einna
helst eldhúsreyfara. Vissulega er
það réttmæt gagnrýni að um mið-
bik sögunnar sé lopinn teygður
fullmikið. Þar er að finna býsna
langorðar lýsingar sem lítinn
áhuga vekja. En án seinni hlutans
væri sagan hvorki fugl né fiskur.
Aðalpersónan er ómótaður ung-
ur maður en glæsilegur og aðlað-
andi. Samkvæmt Marlow er hann
ungur maður „af því tagi sem menn
vilja hafa nálægt sér; af því tagi
sem menn vilja ímynda sér að þeir
Josep Conrad
hafi sjálfir verið; af því tagi sem
með útlitinu einu saman sýnist
endurheimta allar draumsýnirnar
sem þú hafðir talið slokknaðar - út-
dauðar, kaldar, og sem nú, líkt og
tendraðar á ný gefa frá sér leiftur
einhvers staðar djúpt, djúpt niðri,
gefa frá sér ljósleiftur ... hitaleift-
ur!...“ Hér er því um mann að ræða
sem sögumaður og lesendur sam-
sama sig. Hann er ímynd hins róm-
antíska karlmennis sem í fyrstu
bregst en fær síðar tækifæri til að
staðfesta tilvera sína svo um mun-
ar og það jafnvel þótt hann sé á því
augnabliki fangi aðstæðnanna.
Hann hverfur í hugleysinu en verð-
ur til í athöfnum sínum og gjörð-
um, rís upp úr öskunni eins og fugl-
inn Fönix í hinni frjálsu, hugrökku
athöfn svo að einna helst minnir á
Islendingasagnapersónu á örlaga-
stundu.
Þessi tilvistaramræða Conrads
og áhersla hans á hina frjálsu at-
höfn og ábyrgð mannsins er ef til
vill einhver fyrirboði exístensíalis-
mans og raunar má skýra hrifn-
ingu ýmissa módemískra höfunda
á verkum hans út frá henni. Það er
því óhætt að fullyrða að þrátt fyrir
nokkra galla sé Meistari Jim stór-
brotið verk sem vel er þess virði að
lesa.
Þýðing Atla Magnússonar virð-
ist mér víðast nokkuð góð þótt mér
finnist mikil notkun eignarfalls
valda því á stöku stað að þýðingar-
bragur verði á verkinu: „Án þess
að hækka röddina gerði hún hana
þrungna af ómælismagni nístandi
fyrirlitningar, biturðar og örvænt-
ingar.“ En þetta er þó ekki til veru-
legra lýta og speglar raunar á sinn
hátt flúraðan stíl Conrads. Það er
vel við hæfi að gefa Meistara Jim
út nú og löngu tímabært, enda á
verkið senn einnar aldar afmæli.
Skafti Þ. Halldórsson
Samningur um eflingu
menningar á landsbygg'ðinni
BYGGÐASTOFNUN og Lista-
háskóli Islands undirrituðu nýlega
samning um samstarf að eflingu
menningarstarfs á landsbyggðinni.
Samningurinn er rammasamning-
ur með það að markmiði að efla
menningarstarf á landsbyggðinni
með rannsóknum, menntun og þró-
unarverkefnum á sviði menningar-
mála.
Helstu þættir samstarfsins era
þátttaka Listaháskóla Islands í
samstarfsneti um eflingu menning-
arstarfs á landsbyggðinni, sem
Þróunarsvið Byggðastofnunar hef-
ur haft frumkvæði að og nær til
sveitarfélaga, menningarstofnana
og atvinnuþróunarfélaga. Listahá-
skóli íslands hefur þegar tekið að
sér að skipuleggja námskeið um
menningarmál fyrir samstarfsnet-
ið.
Ennfremur munu aðilar hafa
samstarf um uppbyggingu þekk-
ingar, faglegra vinnubragða, rann-
sókna og kennslu auk gagnkvæmr-
ar miðlunar upplýsinga.
Listaháskólinn og Byggðastofnun
munu starfa saman að auknu að-
gengi nemenda á landsbyggðinni
aðmenntun á sviði listgreina og
menningar, s.s. þróun fjarkennslu í
listgreinum á háskólastigi auk sí-
og endurmenntunar. Þá mun
starfsfólk beggja stofnana flytja
fyrirlestra um menningarmál og
byggðastefnu annars vegar á
byggðabrúnni ,og hins vegar við
Listaháskóla Islands, samkvæmt
nánara samkomulagi.
Með þessum samningi eru sam-
eiginlegar áherslur í starfi stofna-
nanna skilgreindar og kraftar
þeirra samhæfðir. Samningurinn
er af hálfu Byggðastofnunar liður í
því að fylgja eftir áherslunni í
menningarmálum í þingsályktun
um stefnu í byggðamálum fyrir ár-
in 1999-2001. Byggðastofnun réði í
haust menningarráðgjafa til Þró-
unarsviðsins, sem hefur unnið að
þessum samningi og fengið með
Samningurinn handsalaður. F.v. Jóna Finnsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson, Guðmundur Malmquist,
Bjarki Jóhannesson og Guðrún Helgadóttir.
honum mikilvægan samstarfsaðila.
Listaháskóli Islands hefur sett sér
það markmið að þjóna landinu öllu
og með þessum samningi er stigið
stórt skref í þá átt. Af hálfu Lista-
háskóla íslands er þetta einnig við-
urkenning á því að menningarverð-
mæti þjóðarinnar er í ríkum mæli
að finna á landsbyggðinni og skól-
anum nauðsyn að starfa í sem nán-
ustu tengslum við þau.
Námskeið í
þýðingnm
FÉLAG háskólakvenna býður upp
á átta vikpa námskeið í þýðingum í
Háskóla íslands í Odda, stofu 202.
Námskeiðið verður í tveimur
áföngum og hefst fyrri hlutinn
fimmtudaginn 4. nóvember, alls
fjögur skipti. Þar verða kynnt hug-
tök og kenningar í þýðingarfræð-
um. Seinni hlutinn hefst í janúar á
málstofu með starfandi þýðendum.
í litlum málsamfélögum er stór
hluti lesefnis þýddur og gera þarf
kröfur til þeirra er stunda þýðingar
af erlendum málum.
Stjórnandi námskeiðsins er Hall-
dóra Jónsdóttir cand.phil.
Námskeiðið er öllum opið en
skráning og nánari upplýsingar
fást hjá formanni félagsins, Geir-
laugu Þorvaldsdóttur.
Morgunblaðið/Sverrir
Pallborðsumræður að afloknu námskeiði um Sölku Völku.