Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 36

Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 36
36 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hugað að sil Nú er stangaveiðivertíðin á enda og þar með má reikna með því að um land allt séu frystikistur að springa af laxi og silungi. Þótt lax sé talinn hið mesta hnossgæti virðast fleiri vera á því að silungur sé betri matfískur og þá einkum bleikja. Og alveg sérstaklega sjó- bleikja. Um þetta karpa menn þó sem vonlegt er og sjóbirtingur sem ekki er orðinn allt of leginn á sér einnig marga áhangendur. Morgunblaðið Ingvar Signrðsson, matreiðslumeistari á Argentínu, með nokkrar bleikjur tilbúnar á grillið. NÚ í haust og vetur taka veiðimenn, vinir þeirra og fjölskyldur til við að borða fenginn og víða eru sterkar hefðir fyrir samkomum og matargerð. En þar sem aflinn í kistunni er oft mikill, kemur oft upp sú staða að menn vilja breyta til í matargerð. Morgunblaðið fékk meistarakokka Argentínu steik- húss, þá Óskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson, til að stinga upp á nokkrum skemmtilegum silungs- réttum. Argentína steikhús á tíu ára afmæli um þessa helgi og þótt veitingastaðurinn hafi jafnan lagt megináherslu á nautakjöt láta þeir Óskar og Ingvar sér fátt óviðkom- andi í matargerð og hristu eftirfar- andi uppskriftir fram úr erminni án nokkurs hiks. Óskar segir að silungur sé með besta mat sem til sé og notkunar- möguleikar sOungs séu ótakmark- aðir. „A pan of fried trout can’t be bettered,“ skrifaði Hemingway einhvemtíma. Steiktur silungur var uppáhaldsmatur hans og hafði hann ákveðna aðferð við steiking- una. Margir eru sérvitrir með mat- argerð á silungi, en flestir sem unna veiðum og góðum mat hlakka til vorsins þegar hægt er að byi’ja að veiða silung. Eins og ég sagði, eru notkunarmöguleikar sOungs ótakmarkaðir. Hægt er að bera hann fram bæði heitan og kaldan, sem forrétt eða aðalrétt, grafinn, reyktan, soðinn, steiktan, fylltan, sítrónuleginn eða hráan. Ef skoð- aðar eru vinsælustu silungsupp- skriftir liðinna ára kemur í Ijós hversu margt passar með silungi og vil ég nefna nokkur dæmi, sítróna, möndlur, rúsínur, rósmar- ín, salvía, beikon, sellerí, steinselja, hvítvín, rækjur, furahnetur, lime, laukur, balsamic og margt fleira. Annars er það með silung eins og annan fisk, að varfærnisleg eldun gildir og hæfileg kryddun til þess að hið einstaka náttúrulega bragð silungsins fái notið sín,“ segir Ósk- ar. Og hér koma uppskriftir þeirra félaga: Pönnusteiktur silungur í furuhnetuhjúp Átta stykki meðalstór silungsflök, einn bolli ristaðar furuhnetur, kvart- bolli hveiti, ein teskeið af salti, þriðjungs teskeið pipar, tvær mat- skeiðar ólífuolía, 50 grömm af smjöri, eitt búnt af steinselju og einn lime-ávöxtur. Maukið hneturn- ar í blandara ásamt hveitinu og bætið í saltinu og piparnum. Hitið olíuna og smjörið á pönnu, veltið flökunum upp úr hnetublönd- unni og steikið við meðalhita í um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Saxið steinseljuna og stráið yfir fiskinn. Skerið lime-ávöxtinn í fjóra báta og kreistið safann yfir fiskinn. Berið fram með soðnum kartöflum og nýju lambhagasalati, tómötum og gúrkum. Uppáhald Hemingways Átta meðalstór silungsflök, þrír vorlaukar, ein matskeið söxuð fersk steinselja, tvær matskeiðar sítrónu- safi, fjórðungs teskeið svartur pipar fínmulinn, átta sneiðar beikon, þriðjungs bolli brauðrasp og þriðj- ungs bolli hveiti. Saxið laukinn eins fínt og hægt er og blandið saman við steinselj- una og sítrónusafann. Smyrjið laukmaukinu á flökin og látið standa í tvær klukkustundir. Bland- ið saman raspinu og hveitinu, veltið flökunum upp úr blöndunni þannig að hjúpi vandlega. Steikið beikon- sneiðarnar á pönnu þar til þær verða stökkar. Fjarlægið beikonið og steikið flökin upp úr beikonfeit- inni í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða eftir stærð flakanna. Berið fram með sítrónubátum og beikonsneið- unum. Ekki er gott að segja hvaða meðlæti Hemingway kærði sig helst um þannig að það er gefið frjálst. Cajun silungsflök Átta stykki silungsflök, 50 grömm bráðið smjör, safi úr einni sítrónu, tvær matskeiðar tilbúin cajun-kryddblanda, tveir þriðju bolii brauðrasp, ein græn paprika, einn rauðlaukur, þrír stórir vel þroskaðir tómatar, ein matskeið rifinn parmesan og fjórar sneiðar af vel brúnuðu beikoni. Blandið saman bræddu smjörinu og sítrónusafanum, stráið cajun- kryddinu yfir flökin og dýfið í smjör- blönduna. Veltið síðan upp úr brauðraspinu og leggið í eldfast fat. Saxið paprikuna, laukinn og tómatana og steikið saman í potti í ólífuolíu og stráið ögn af cajun- kryddi yfir. Dreifið yfir silungsflökin og að lokum stráið yfir parmesa- nostinum og söxuðu beikoninu. Bakið i 180 gráðu heitum ofni í 10-15 mínútur eftir þykkt flakanna. Berið fram með salati og e.t.v. kart- öfium. Bakaður fylltur silungur með balsamic lauksultu Sex stykki heilir silungar, u.þ.b. 400 grömm hver, tveir stórir laukar, þrír fjórðu bolli af balsamic-ediki, einn þriðji bolli sykur, ein teskeið saxað ferskt rósmarín, hálf teskeið salt og einn súputeningur. Saxið laukinn gróft niður og steikið í ögn af ólífuolíu í potti. Bætið restinni í og sjóðið við væg- an hita uns blandan þykknar, pass- ið að ekki brenni við. Kælið blönd- una áður en hún er sett í fiskinn. Skolið fiskinn vel og skerið dálkinn úr, þ.e.a.s. hryggurinn er fjarlægð- ur, en flökin látin hanga saman á hausnum og sporðinum. Fyllið fisk- inn með sultunni og pakkið í álp- appírsböggul smurðan með olíu. Bakið við 200 gráður í um það bil 20 mínútur. Berið fram með fersku salati, kotasælu og grænmeti. Araniót með stæl / Aramótin nálgast nú óðum og ljóst að í til- efni þess að í stað ársins 1999 kemur árið 2000 ætla margir að halda upp á þau með glæsibrag. Steingrímur Sigurgeirsson bragðaði á þeim réttum, sem í boði verða á gamlárskvöld í Grillinu. RÁTT fyrir harðvítugar deilur um það hvenær hinn raunverulegu árþúsunda- mót eru, fer ekki ekki á milli mála að hér á landi, rétt eins og annars staðar, verða veisluhöld í til- efni næstu áramóta glæsilegri en venja er. Þetta kom greinilega fram á blaðamannafundi, sem boðað var til á Radis- son SAS Hótel Sögu nú í vikunni, til að kynna nýársfagnað í Grillinu. Löng hefð er fyrir nýárs- kvöldverði í Grillinu á nýársdag en að þessu sinni verður jafnframt kvöldverður á gamlárskvöld. Hanna María Jónsdóttir, sem sér um mark- aðsmál hótelsins, segir að fyrr á ár- inu hafi farið að bera á óskum fastra viðskiptavina Grillsins um að boðið yrði upp á eitthvað sérstakt í þring- um áramótin og því hafi í sumar ver- ið ákveðið að koma til móts við þess- ar kröfur viðskiptavina. Settur hefur verið saman tíu rétta matseðill með völdum vínum og kostar kvöldverð- urinn 32 þúsund krónur á mann. Verðið hefur þó greinilega ekki fælt frá því þau 95 sæti, sem eru í boði hvort kvöldið, eru löngu uppseld. Paul Henrik Remmer, hinn danski veitingastjóri Radisson SAS- hótelanna á Islandi, segir að unnið hafi verið að því frá í sumar að setja saman mat- og vínseðil kvöldsins og haft að leiðarljósi að nota það hrá- efni, sem best væri og ferskast á þessum árstíma. Agnar Sverrisson, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, hafði veg og vanda af samsetningu matseðilsins og Hend- rik Bjöm Hermanns- son, yfirþjónn, sá um að velja vín með réttunum. En hvað fær maður fyrir 32 þús- und krónur á „aldamótafagnaði" í Grillinu? Líkt og áður sagði eru réttimir tíu, boðið er upp á þrjár tegundir kampavíns, tvær af hvítvíni, eina af rauðvíni og púrtvíni og loks kaffi og koníak eða líkjör með síðasta réttinum, petits fours. Enginn veislustjóri verður í salnum og gestir borða réttina á sínum hraða. Byrjað er á Veuve Clicquot- kampavíni og smáréttum á fati, canapées, áður en sest er til borðs og fyrsti rétturinn birtist, ostrar með beluga-kavíar ásamt Taittin- ger-kampavíni. Næsti réttur er humar með krabbaravíólí og tómatconfit ásamt Chablis Premier Cra „Fourchaume" 1996 frá La Chablisienne. Mjúk byrjun á seðlin- um og mild áður en farið er út í þyngri sálma, gæsalifrarterrine með Gewurztraminer Seign de Ribeaupi- erre 1983 frá Trimbach. Líkt og vín- ið er gæsalifrarkæfan frá Elsass í Frakklandi, nánar tiltekið frá fram- leiðandanum Castaing. Inn á milli foie gras-sneiðanna er andalifrar- confit og undir sneiðinni majones bragðbætt með trafflum. Hér er matseðillinn kominn á flug og sam- setning víns og matar fullkomin. Næst kemur á borðið steikt hörpuskel með smokkfisksörmum og bleksósu og aftur farið til Chablis-héraðsins í víninu. Hörpu- skelin er stór og myndarleg, kanadísk að uppruna og hvílir á risotto-beði, bragðbættu með sítrónugrasi. Sósurnar tvær hvor annarri betri, svört og sæt bleksós- an annars vegar og hins vegar mild vanilluolíusósa. Þá er komið að villisveppaseyði með trafflum. Bragðmikið og dökkt seyði, borið fram í espresso-bolla, þar sem myrkilsveppir og kantarell- ur gefa þungan, jarðbundinn tón en ferskur og skarpur Sancerre 1998 frá Pascal Jolivet brýtur upp og hressir við. Kjötréttur seðilsins er næstur, hreindýrahryggur með steinselju- rót og ætiþistla-gratíni. Með honum klassískt villibráðarvín úr Rónar- dalnum, Cote Rotie 1994 frá E. Guigal. Hreindýrið fullkomlega eld- að, fyrst í stuttan tíma á háum hita og síðan látið jafna sig í stundar- fjórðung við vægan hita, svo meyrt og mjúkt að hægt hefði verið að borða það fyrirhafnarlítið með skeið. Bragðmikil soðsósan rann saman við mjúka steinseljurótar- músina og ætiþislamir skerptu á bragðheildinni. Næst var komið að tveimur eftir- réttum. Fyrst hvítu súkkulaði með kókosfroðu, réttur sem borinn var fram á framlegan hátt á stálfati. Uppistaðan súkkulaðisívalningur með kókosfrauði efst áður en maður vann sig niður í unaðslegt hvítt súkulaði og loks kaffifyllingu í botn- inum. Svona hefði líklega kókosboll- an orðið ef hún hefði verið fundin upp í bestu eldhúsum Frakklands. Dess- ert Anno 2000 rak lestina og gaf ferskan og suðrænan blæ undir lokin. Sítrónusorbet þar sem engifer var rílqandi og bananaís vora meðal þess góðgætis sem var að finna á diskin- um. Með eftirréttunum báðum tutt- ugu ára Tawny-púrtari frá F onseca. Oneitanlega með þyngri hádegis- verðum sem ég hef snætt, en vel þess vfrði. SÆLKERINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.