Morgunblaðið - 30.10.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 30.10.1999, Qupperneq 39
Ebolaveir- an rakin til nagdýra The Daily Telegraph. UMTALSVERÐUR árangur hefur náðst í baráttunni við einn alvarlegasta sjúkdóm sem hrjáir mannkynið, Ebóla- veikina, að því er franskir vís- indamenn greina frá. Hafa þeir komist að því, að hingað til hefur orsaka veikinnar ver- ið leitað á röngum stað. Vegna þess að Ebólaveikin getur brotist út skyndilega og er banvæn í 90% tilvika hefur leitin að upptökum hennar haft forgang, ef það mætti verða til þess að lækning fínn- ist. Erfðalykill Ebólaveirunn- ar hefur nú í fyrsta sinn fund- ist í músum og snjáldrum í Miðafríkulýðveldinu, að því er fram kemur í ritgerð sem birtist í nóvemberhefti tíma- ritsins Microbes and Infect- ions. Talið hafði verið, að upp- taka veikinnar væri að leita í prímata eða leðurblöku sem lifír djúpt inni í regnskógi, hátt uppi í trjánum. Svo virð- ist sem veikin hrjái dýr, sem lifa á jörðu niðri í votlendi sem skógur hefur vaxið yfir að hluta. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 39 Músaafbri ónæmt fyrir krabbameini Los Angeles Times. VISINDAMENN við Memorial Sloan-Kettering krabbameinsmið- stöðina í Bandaríkjunum hafa ræktað músaafbrigði sem er án arfbera, sem nauðsynlegir eru fyr- ir æxlisvöxt. Þessar mýs eru því ónæmar fyrir mörgum gerðum krabbameins. Þeir arfberar, sem um ræðir, eru meðal þeirra fyrstu sem vísinda- menn hafa uppgötvað að eiga þátt í myndun æða, sem æxli þurfa á að halda til að geta nærst og vaxið. Dr. Robert Benezra, og sam- starfsmenn hans, greindu frá rann- sóknum sínum í vísindaritinu Nat- ure. Rannsókn þeirra hefur beinst að arfberunum IDl og ID3 síðan 1990. Þessir arfberar gegna lykil- hlutverki í fósturvexti allra spen- dýra, frá músum til manna og hvala, þar sem þeir örva myndun heilafruma og eiga einnig þátt í vexti og kvíslun æða. Að sögn Benezra erfa öll spen- dýr tvö afrit af IDl og tvö afrit af ID3 frá foreldrum sínum við getn- að. Þegar ræktaðar voru mýs sem í vantaði alla fjóra arfberana kom í Ijós að vöxtur heilafruma og æða stöðvaðist fyrr en eðlilegt er, og allar mýsnar dóu á fósturstigi. I ljós kom, að ekki þurfti að gera nema eitt afrit af arberunum óvirkt til þess að gera mýsnar ónæmar fyrir mörgum gerðum krabbameins. Þegar brjósta- krabbameinsfrumum var sprautað í mýsnar gerðist ekkert, ekki held- ur þegar eitilkrabbafrumum var sprautað í þær. En þegar lungnukrabbafrunium var sprautað í mýsnar mynduðust æxli, en þau voru samsett úr deyj- andi frumum sem breiddu ekki úr sér. Ástæðan var sú, að æxlin gátu ekki myndað æðar. Næsta verkefni Benezras er að raimsaka IDl og ID3 í fólki. Markmiðið er að stöðva vöxt krabbameins áður en það get- ur dreift úr sér. H JARTAAÐG E RÐ hefur í fyrsta sinn verið framkvæmd án þess að skera sjúklinginn upp og án þess að stöðva hjartað. Við að- gerðina var notað vélmenni. Að- gerðin var gerð á Háskólasjúkra- húsinu í London í Kanada fyrir skömmu. „Þetta er ekki einungis auðveldara og sársaukaminna fyrir sjúklinginn, heldur er þetta ennfremur ódýrara fyrir heil- brigðiskerfið,“ hafði blaðið Globe and Mail eftir yfirmanni sjúkra- hússins. Sjúklingurinn, John Penner, er sextugur kúabóndi. Hann sagði eftir aðgerðina að sér hefði aldrei liðið betur. Hann fékk að fara heim af sjúkrahúsinu fjórum dög- um eftir aðgerðina en um var að ræða hjáveituaðgerð á kransæð- um. Eftir hefðbundna hjartaað- gerð þurfa sjúklingar að dvelja að minnta kosti viku á sjúkrahúsi. Dr. Doug Boyd framkvæmdi að- gerðina sitjandi um tvo metra frá sjúklingnum við tölvustjórnborð vélmennis. Raddstýrð myndavél Verkfærum, sem eru aðeins nokkrir millimetrar að stærð, var komið að hjarta sjúklingsins í gegnum lítil göt sem skorin voru á milli rifja. Við stjórnborðið not- aði læknirinn handföng sem svip- ar til skurðtækja og stýrðu verk- færunum í brjóstkassa sjúklings- ins. Agnarsmá; raddstýrð mynda- vél auðveldaði lækninum örlitlar hreyfíngar sem mannlegt auga hefði ekki greint. Að gera aðgerð- ina án þess að stöðva slátt hjart- ans dregur úr hættu á áfalli og öðrum fylgikvillum. Dr. Boyd sagði að þessi nýja tækni yrði smám saman notuð í auknum mæli, en fyrst um sinn einungis í um fimm prósentum þeirra 1700 hjartaaðgerða sem gerðar eru á Háskólasjúkrahús- inu í London árlega. Einnig væri ætlunin að nota þessa aðferð við aðgerðir á bömum. Hér er ekki sofið á verðinum. Presslink án uppskurðar Lítill mun- ur á hjálp- artólum The Washington Post. HVAÐA hjálpartól virka best til að auðvelda fólki að hætta að reykja, nikótíntyggjó, nikótín- plástur, nýr nefúði eða stútur sem á að fá fólk til að líkja eftir hreyf- ingum munns og handa þegar maður reykir? Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á 504 reykingamönn- um er lítill munur á því hversu gagnlegar þessar nikótínvörur eru. Breskir vísindamenn við Konunglega lækna- og tann- læknaskólann í London gerðu rannsóknina. Niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Archives of Internal Medicine. I rannsókninni tók einungis þátt reykingafólk sem var eldra en 18 ára, hafði reykt að meðaltali hálfan pakka á dag, var við góða heilsu og hafði ekki reynt að hætta að reykja undanfarna þrjá mánuði. Rannsóknin stóð í fjóra mánuði. Að þeim loknum hafði einum af hverjum fimm, í hópunum fjórum, tekist að venja sig af sígarettum. Þátttakendurnir þurftu að kaupa nikótínvörurnar fyrir hálfvirði, og var það gert til að líkja eftir raun- verulegum aðstæðum. I fyrri rannsóknum af þessu tagi hafa Pressiink þátttakendur fengið vörurnar án Einum af hverjum fimm tókst að hætta að reykja. endurgjalds. Gerirþú kröfurtil þeirra bœtiefna, sem þú kaupir? Auðvitað gerir þú það! Þess vegna viljum viö benda þér á BlO-bætiefnin frá danska lyfjafyrirtækinu Pharma Nord. ■ BlO-baetiefnin eru framleidd samkvæmt ströngustu kröfum um lyfja- framleiðslu. ■ BlO-bætiefnin eru hrein náttúruleg bætiefni. ■ Á bak við hvert bætiefni liggja margra ára rannsóknir og þróunarvinna, sem tryggir hámarksvirkni. ■ Hvert hylki og tafla eru sérpökkuð i þynnupakkningum. Það auðveldar alla meðhöndlun og tryggir hreinlæti. BIO-QUINON Q10 BIO-BILOBA BIO-SELEN+ZINK BIO-CHROM eykur úthald og orku. skerpir athygli og einbeitingu. Dregur úr hand- og fótkulda. er áhrifaríkt andoxunarefni. stuðlar að bættu sykurjafnvægi likamans, dregur úr þreytu og tilefnislausu hungri. BIO-CALCIIJM • BIO-CAROTEN • BIO-E-VITAMIN • BIO-FIBER • BIO-GLANDIN BIO-HVÍTLAUKUR • BIO-MAGNESIUM • BIO-MARIN • BI0-2INK BlO-bætiefnin - fyrir þá, sem gera kröfur! Thorarensen Lyf Vatnagörðum 18 • Sfmi 530 7100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.