Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 41 MARGMIÐLUN Nj ósnaraerjur að hætti Mad Windows 2000 árið 2000 NÝJUSTU fréttir frá Microsoft herma að Windows 2000 stýri- kerfið, arftaki Windows NT 4.x, komi út 17. febrúar næstkomandi, en upphaflega stóð til að stýri- kerfið kæmi út snemma á þessu ári. Til að ganga ekki alfarið á bak orða sinna sendir fyrirtækið hug- búnaðinn í framleiðslu fyrir ára- mót. Windows 2000 er ætlað að leysa af hólmi NT-gerð Windows sem er um margt frábrugðin Windows 98, enda ætluð fyrir fyrirtæki og þyngri vinnslu. Útgáfan hét reyndar Windows NT 5 framan af, en þótti heppilegra frá mark- aðslegu sjónarmiði að kalla hana Windows 2000 þótt það hafi kallað á ómældan misskilning hjá þeim sem nota Windows 95/98. Þannig verður yfirleitt illmögulegt að keyra hágrafíska leiki á Windows 2000, því það er hannað með meiri áherslu á stöðugleika en svo að það leyfi hugbúnaði að tala beint við jaðartæki eins og slíkir leikir vilja gjarnan gera. Seinkunin á útgáfu Windows 2000 kemur sér illa fyrir Microsoft, sem hefur lagt gríðar- legan kostnað í hönnun stýrikerf- isins sem kallað hefur verið mesta hugbúnaðarverkefni sögunnar, en í stýrikerfinu eru 30.000.000, þrjá- tíu milljón, línur af forritskóða. Windows 2000 er ætlað að etja kapp við UNIX-vélar sem sótt hafa í sig veðrið í ljósi aukinna krafna um netstuðning og hraðari gagnaflutning í ílags/frálagsrásir. Þótt ýmsar prófanir hafi verið gerðar á getu Windows 2000 hef- ur enn ekki reynt verulega á þan- þol stýrikerfisins, en þess má geta að Microsoft keyrir enn sitt stærsta vefsetur, HotMail, á Un- ix-netþjónum. Kemco gaf nýlega út leikinn Spy vs Spy. Leikurinn er fyrir Game Boy Color-Ieikjatölvurnar og byggður á njósnurun- um í Mad-teiknimyndablöðun um bandarísku. 32 BORÐ eru í Spy vs Spy-leiknum, þar á meðal fjölmörg þjálfunarborð þar sem spilandinn getur lært hvernig spila á leikinn. Markmið leiksins er að safna nokkrum hlutum sem faldir eru í hverju borði, hvert borð hef- ur að minnsta kosti níu herbergi og í hverju herbergi eru hús- munir, til dæmis hillur, regn- hlífastandur og skápar. I þessum húsmunum eru venjulega faldir einhverjir munir, þar á meðal sprengj- ur, hnífar, fötur af vatni og svo fram- vegis. Þessa muni á að nota sem gildrur sem njósnarinn getur svo sett upp um allt hús; vatnsfatan fer ofan á hurðina, sprengjan undir skápinn og svo framvegis. Þar sem nær ómögu- legt er að vita hvar óvinanjósnarinn hefur falið gildrur er einnig hægt að pota í hurðir með priki og taka sprengjur úr sam- bandi svo dæmi séu nefnd. Hljómar kannski frekar flókið og í raun er það svo í byrjun, Spy vs Spy er ekki leikur sem er hægt að spila án þess að leggja sig allan fram. Eftir skamma stund lærir spilandinn hvernig á að forðast flestar gildrur og getur einbeitt sér að að finna hlut- ina sem faldir eru um allt borðið, eða einfaldlega drepið hinn njósnarann. Grafík leiksins er fín og miðað við hraða leiksins er ótrúlegt hversu vel Kemco hefur tekist að skapa andrúmsloftið sem einkennir Spy vs Spy í Mad-blöðunum. Hljóðið er klassískt smá- tölvuhljóð, frekar skrækt og pirrandi, hins vegar sér síbreytilegur taktur leiksins til þess að spilandinn byrjar ekki að hata tón- listina... strax. Omissandi leikur fyrir þá Ga- meboy Color-eigendur sem fíla Mad-húmor og hraða leiki. Fyrir aðra er hann góð afþrey- ing og betri en flestir aðrir GBC-leikir á markaðinum í dag. Ingvi M. Arnason Ruslafata með rafheila Á CEBIT sýningunni í Þýskalandi fyrr á árinu vakti mikla athygli ör- bylgjuofn frá bandaríska íyrirtæk- inu NCR sem var með innbyggða nettengingu, en felldur í hurð ofns- ins var snertiskjár sem nota mátti til að vafra um netið, kaupa í mat- inn eða kíkja á fréttirnar. Nú hefur fyrirtækið bætt um betur því það kynnti á dögunum ruslafötu sem sér um að flokka í-uslið sjálfkrafa og kaupa inn ef vill. Á CeBIT sýningunni var mikill straumur gesta í bás NCR enda þótti mönnum örbylgjuofninn nýi merkileg smíð. Hann var þeim kostum búinn að notandi gat lesið inn í hann strikamerki á vörum um leið og hann raðaði þeim í hillurnar og síðan gat ofninn gefíð góð ráð um matreiðslu, minnt á hvaða vara í skápnum væri komin á síðasta neysludag og vakið athygli á því ef einhver tiltekin tegund matar væri að ganga til þurrðar. Ruslafatan nýja er um sumt svipuð þó hún fá- ist við það sem er á leið út úr hús- inu, en ekki inn í það. Ný ruslafata NCR er úr ryðfríu stáli með innbyggðri tölvu. Hún stýrir meðal annars strikamerkja- lesara sem les á strikamerki sorps- ins sem í hana er hent og flokkar síðan sjálfkrafa eftir því hvort um er að ræða pappír, glervöru, málm eða matarleifar. Til viðbótar við þetta skráir fatan hjá sér neyslu- venjur fólks með því að meta hverju er hent og síðan er hægt að láta hana prenta út innkaupalista ef vill. Með tíð og tíma sjá starfs- menn NCR fyrir sér að hægt verði að tengja fötuna stórmarkaði og láta hana þannig panta varning sjálfkrafa þegar hún telur að birgðir séu orðnar naumar. Jafnvel megi hugsa sér að stórmarkaðir kaupi síkar fötur og gefi föstum viðskiptavinum enda komist þeir þá yfir upplýsingar um neysluvenj- ur þeirra í staðinn. Ruslafatan nýja er ekki komin á almennan markað og óvíst hvort það verði einhverntímann. NCR hyggst ekki fjöldaframieiða hana sjálft heldur láta öðrum í té tækn- ina. Að sögn myndi hver fata kosta í kringum 10.000 kr. ef af verður. Delta hornsófi kr. 94.500 Til í fjórum litum; Ijósbrúnn, dökkbrúnn, rauðbrúnn og svartur. HUSGOGN SíÖumúla 30 - Sími 568 6822 - ævintyri líkust fös. 10:00 - 18:00 Fimmlud. 10:00 - 20:00 Laugard. 11:00 -16:00 Sunnud. 13:00 -16:00 5 "69069111191 Andi Afrt'ku i Fossvogi - Læknastofa barnanna - Halldór Briem býr á Hilton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.