Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
IltagtsiiMflritffe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HRUN í SJÁVAR-
ÚTVEGSNÁMI
SJÁVARÚTVEGUR er mikilvægasta atvinnugrein íslend-
inga og sú, sem hefur borið uppi batnandi lífskjör þjóðar-
innar á þessari öld. Þótt sú næsta muni einkennast af upplýs-
ingatækni, líftækni og hvers konar nýsköpun í íslenzku at-
vinnulífí verður ekki annað séð, en að sjávarútvegurinn muni
áfram verða styrkasta stoðin. Þess vegna rak marga í
rogastans, þegar fréttir bárust um það fyrr í vikunni, að hrun
hafi orðið í aðsókn að námi á sviði sjávarútvegs. Ymsar skýr-
ingar á þessari þróun hafa verið á borð bornar, m.a. sú, að
ungmennum þyki störf í sjávarútvegi ekki fýsilegur kostur
miðað við störf í öðrum greinum, sem njóti meira álits. Við svo
búið má ekki standa og viðhorfsbreytingar er þörf í þessum
efnum. Það ætti að verða tiltölulega auðvelt, því miklar breyt-
ingar hafa orðið og eru fyrirsjáanlegar í íslenzkum sjávarút-
vegi. Hann býður upp á fjölbreytt og vel launuð störf í kjölfar
tæknivæðingar. Hann er að breytast í þekkingariðnað að sögn
Jóns Þórðarsonar, forstöðumanns námsbrautar í sjávarútvegs-
fræði við Háskólann á Akureyri.
Fjölmargar námsbrautir eru í boði í sjávarútvegsfræðum á
framhaldsskóla- og háskólastigi hér á landi eins og mátti
glögglega sjá í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag. Þar kom
fram, að aðeins átta nemendur hafi hafið nám í sjávarútvegs-
fræðum við Háskólann á Akureyri og aðeins hafi sex sótt um á
2. stigi skipstjórnarnáms við Stýrimannaskólann í Reykjavík.
Enginn stundar skipstjórnarnám á útvegssviði Verkmennta-
skólans á Akureyri á Dalvík eða við framhaldsskólann í Vest-
mannaeyjum. Þá er engin kennsla í fímm af sjö skólum, sem
bjóða kennslu í tveggja ára undirbúningsnámi fyrir skipstjórn-
arbraut. Þá hefur orið stöðnun eða fækkun í námi við Vélskól-
ann í Reykjavík og Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði.
Forstöðumenn skólanna nefna ýmsar ástæður fyrir þessum
litla áhuga á námi á sviði sjávarútvegs, þótt nemendur geti
gengið inn í góð og vel launuð störf og eftirspurn mikil. Flestar
skýringar þeirra felast í eftirfarandi ummælum Jóns Þórðar-
sonar hjá sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri, sem segir
m.a.: „Það eru miklar breytingar að verða í sjávarútveginum
núna, hann er að verða mun tæknivæddari og er í raun að
breytast í þekkingariðnað. Eftirspurnin frá fyrirtækjum er
langt umfram það sem við útskrifum og þetta fólk gengur í vel
launuð sérfræðinga- og stjórnunarstörf í sjávarútvegi og þjón-
ustugreinum tengdum honum, t.d. tölvufyrirtæki, banka og
sjóði.“ Og Jón heldur áfram: „Eg held, að sú umræða, sem fer
fram á heimilum landsins, hafi mest áhrif á ungt fólk. íslend-
ingar eru íhaldssamir og vilja að börn þeirra fari í hefðbundið
nám á borð við lögfræði og læknisfræði. Menn treysta ekki á
framtíð sjávarútvegsins, ef til vill vegna þeirrar neikvæðu um-
ræðu, sem átt hefur sér stað undanfarið, um að fyrirtæki hafi
verið ;ið leggja upp laupana og annað í þeim dúr.“
LIÚ hefur haft til athugunar um nokkurt skeið, að koma á
fót sjálfseignarstofnun til að annast kennslu í sjávarútvegi á
framhaldsskólastigi og að hluta á háskólastigi. Er þar höfð til
hliðsjónar góð reynsla verzlunarinnar af rekstri Verzlunar-
skólans og Viðskiptaháskólans. Björn Bjarnason, menntamála-
ráðherra, hefur lýst áhuga á því, að atvinnulífíð komi að skóla-
haldi í landinu og því tekið vel í hugmyndir útvegsmanna. Þær
eru af því góða, því atvinnulífið sjálft veit bezt hvar skórinn
kreppir í menntun starfsmanna þess.
Forvígismenn í sjávarútvegi, m.a. launþegasamtaka, taka
undir þá skoðun skólamanna, að neikvæð umræða um sjávar-
útveginn hafí stuðlað að hruni í aðsókn ungs fólks að þessu
námi. Það gerir sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen,
líka, en hann segir m.a.: „Það læðist að manni sá grunur, að sú
umræða, sem verið hefur í gangi undanfarið, þar sem sjávarút-
vegurinn er tengdur við byggðavandann og byggðaþróunina í
neikvæðu ljósi, hafí áhrif á þetta.“
Vafalaust er eitthvað til í því hjá ráðherranum og skóla-
mönnunum, að ungt fólk hafi misst trú á framtíðarmöguleika í
sjávarútvegi vegna þessarar umræðu. Kvótakerfið hefur haft
þau áhrif, að útgerð og fiskvinnsla hefur lagzt af í ýmsum
byggðarlögum, t.d. víða á Vestfjörðum, og auk þess er erfítt
fyrir ungt fólk að hefja útgerð eða sjómennsku vegna þess að
færri og færri aðilar sitja að auðlindinni. Nýliðar fá kvótann
ekki ókeypis eins og margir þeirra sem fyrir eru í greininni.
En það má ekki gleyma því, að umræður um sjávarútveg eru
ekki bara neikvæðar. Fjölmiðlar flytja nánast dag hvern já-
kvæðar fréttir úr sjávarútvegi, góðan hagnað fyrirtækjanna,
endurskipulagningu, hagræðingu, sameiningu fyrirtækja og
svo mætti lengi telja. Varla er hægt að halda því fram, að þess-
ar jákvæðu fréttir fæli ungt fólk frá námi í sjávarútvegsfræð-
um. Það þarf að kanna þetta mál rækilega. Það skiptir miklu
máli fyrir land og þjóð að eiga vel menntað fólk á sviði sjávar-
útvegs.
Opið hús í norrænu sendiráðunum í Berlín
Morgunblaðið/Karl
Ingimundur Sigfússon sendiherra stendur við inngang sendiráðs íslands í Berlfn með brot úr Berlínarmúrnum,
sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, kona hans, gáfu sendiráðinu daginn sem
það var vígt. Halldór og Sigurjóna hjuggu brotið úr múrnum í janúar 1990 er þau voru stödd í Berlín og fengu
listamanninn Jón Snorra Þórisson til að smfða utan um það.
16 þúsund gestir
á einum degi
Ingimundur Sigfússon sendiherra segir
samvinnu Norðurlandanna gera sendiráðið
hæfara til að gegna hlutverki sínu.
NORRÆNU sendiráðin,“
tilkynnir rödd í leið núm-
er 100. Út um glugga
strætisvagnsins blasir við
veggur samsettur úr spanskgræn-
um koparplötum, sem umlykur
sendiráð Norðurlandanna fímm og
sameiginlega byggingu þeirra í
hverfinu Tiergarten í Berlín. Á
laugardag var opinn dagur í sendi-
ráðunum og náði röð þeirra, sem
vildu skoða hinar nýju byggingar,
langt meðfram kopai’veggnum.
Ingimundur Sigfússon, sendiherra
íslands í Berlín, sagði að um 16
þúsund manns hefðu komið að
skoða sendiráðin og það hefði verið
bæði ánægjulegt og gaman að taka
á móti Berlínarbúum.
Samstarf Norðurlandanna um
sendiráð er tilraun, sem á sér ekki
hliðstæðu og kvaðst Ingimundur
Sigfússon sendiherra vænta þess að
þetta fyrirkomulag myndi verða ís-
lendingum mjög hagkvæmt.
Hagkvæmt fyrirkomulag
„Hér er frábær aðstaða og þetta
fyrirkomulag hlýtur að gera sendi-
ráðið miklu hæfara til að gegna sínu
hlutverki,“ sagði Ingimundur er
hann átti þess kost að slaka á eftir
erfiðan undirbúning undir vígslu
sendiráðanna að viðstöddum þjóð-
höfðingjum Norðurlandanna og ut-
anríkisráðherrum auk forseta
Þýskalands og utanríkisráðherra í
liðinni viku. „Eg er sannfærður um
að þetta er stórkostlegt fyrir öll
Norðurlöndin og kannski sérstak-
lega fyrir okkur vegna smæðar okk-
ar. Það er alveg ljóst að við hefðum
aldrei getað komið okkur fyrir með
jafn glæsilegum hætti og hér hefur
verið gert ef við hefðum verið ein -
en það á reyndar einnig við um hin
Norðurlöndin. Við hefðum aldrei
getað fengið jafn mikið fyrir pen-
ingana og hér og það má segja að
það að-leggja saman hafi margföld-
unaráhrif."
Ingimundur kvaðst vera þess
fullviss að sú kynning, sem fylgdi
opnun sendiráðanna, myndi hafa
góð áhrif: „Berlínarbúar þekkja vel
til þessa svæðis og eru norrænu
sendiráðunum kunnugir. Það vita
allir af þessu og það gildir líka um
Þjóðverja almennt þar sem talað er
um þetta framtak Norðurlandanna
langt út fyrir Berlín. Það má segja
að þetta hafí lyft Norðurlöndunum
mjög upp. Þá held ég að það hafí
verið mjög góð ráðstöfun að þjóð-
höfðingjar Norðurlandanna komu
hingað vegna opnunarinnar."
Þegar sendiráðin voru opnuð var
viðkvæðið jafnt í ræðum sem blaða-
greinum að þau lýstu einingu Norð-
urlandanna, en um leið fjölbreytni
þeirra, samhug sem þrifist um leið
og sérstaða landanna fengi að njóta
sín. En er þessi eining til staðar?
„Mér fínnst hún vera það og sam-
starf norrænu sendiherranna er
mjög gott og þýðingarmikið," sagði
Ingimundur. „Við hittumst reglu-
lega og á þeim fundum er aðeins
talað á Norðurlandamálum. Nú ætl-
um við okkur að hittast oftar en áð-
ur, enda er það orðið mun auðveld-
ara en verið hefur. Þetta er til þess
fallið að auka veg Norðurlandanna
og verður vonandi gert víðar, en
það yrði ekki auðvelt. Hér voru
reyndar einstakar aðstæður vegna
þess að öll Norðurlöndin þurftu að
koma sér upp aðstöðu í einu.“
Ingimundur kvaðst oft benda á
það, þegar spurningin um forsendur
til samstarfs milli Norðurlandanna
væri til umræðu, að í Reykjavík
væru breska og þýska sendiráðið
undir einu þaki og yrðu menn oft
hissa að heyra það.
Ingimundur sagði að sér þætti ís-
lenska sendiráðsbyggingin falla vel
inn í heildarmyndina: „Eg er líka
þeirrar skoðunar að okkar sendiráð
sé mjög fallegt og þótt það sé
minnst ber það á vissan hátt af
vegna arkitektúrsins. Hin húsin eru
öll klædd gleri og tré, en ljóst lípar-
ítið, sem íslenska sendiráðið er
klætt, gefur því vissa sérstöðu."
Málverk lánuð frá
Kjarvalsstöðum
Þegar inn í sendiráðið er komið
blasa við málverk eftir íslenska nú-
tímamálara. „Sendiráðið gerði sam-
starfssamning við Kjarvalsstaði og
naut þar dýrmætrar leiðsagnar Ei-
ríks Þorvaldssonar, forstöðumanns
Listasafns Reykjavíkur," sagði
Ingimundur. „Eg er mjög þakklátur
fyrir hans góða starf og get fullyrt
að listaverkin hér í sendiráðinu
vekja athygli og lyfta sendiráðinu
mikið upp auk þess sem þetta er
eitt af því, sem sendiráðið getur
gert til að kynna íslenska menn-
ingu.“
Verkin eru eftir Erlu Þórarins-
dóttur, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur,
Kristján Steingrím Jónsson, Sigurð
Guðmundsson og Sigurð Árna Sig-
urðsson auk þess sem þýski málar-
inn Bemd Koberling, sem undan-
farin 20 ár hefur oftsinnis dvalið á
Islandi, lánaði þrjú verk.
Hugmyndin um að standa saman
að því að reisa sendiráð kom fljót-
lega upp úr því ákveðið var að sam-
eina Þýskaland og flytja höfuðborg-
ina til Berlínar. Þegar Ingimundur
varð sendiherra í febrúar árið 1995
hafði ákvörðunin verið tekin. 6. maí
1996 söfnuðust norrænu sendiherr-
arnir saman í Berlín og tóku fyrstu
skóflustunguna að byggingunum.
Framan af höfðu framkvæmdasýsla
ríkisins og skrifstofustjóri utanrík-
isráðuneytisins með málið að gera.
„Það var ekki fyrr en að því kom
að við áttum að fara að flytja inn í
sendiráðið að þetta helltist yfir okk-
ur og það hefur verið mikil vinna,
en það gleymist þegar þessi aðstaða
blasir við,“ sagði Ingimundur.
„Mikil ánægja ríkir meðal starfs-
fólksins eftir þessar breytingar og
það er okkur öllum hvatning í starfi
að vera komin í nýja húsnæðið."
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 43
Sólveig Kr. Einarsdóttir um umræður um Rússafflill
„Einar Olgeirsson
tók aldrei við pen-
ingnni frá Rússum“
Sólveig Kr. Einarsdóttir, dóttir Einars
Olgeirssonar, formanns Sameiningar-
flokks alþýðu - Sósíalistaflokksins, vísar
alfarið á bug ásökunum um að Einar
hafi tekið við peningum frá sovéska
Kommúnistaflokknum. Slíkt hafi gengið
þvert á öll lífsviðhorf hans.
FAÐIR minn, Einar Olgeirs-
son, tók aldrei við neinum
peningum frá Kommúnista-
flokknum í Sovétríkjunum
eða öðrum aðilum á hans vegum,“
segir Sólveig Einarsdóttir, dóttir
Einars Olgeirssonar, formanns Sam-
einingarflokks alþýðu - Sósíalista-
flokksins, um langt árabil og eins
helzta forystumanns sósíalista á ís-
landi á þessari öld, í samtali við
Morgunblaðið. Sólveig Einarsdóttir
vinnur nú að því að skrifa sögu Ein-
ars Olgeirssonar og hefur dvalið á
íslandi undanfarnar vikur en hún
hefur verið búsett í Ástralíu frá ár-
inu 1990.
Fréttastofa Stöðvar 2 skýrði frá
því í síðustu viku, að sovézk gögn
sýndu, að Sósíalista-
flokkurinn hefði fengið
tæplega 30 milljóna
króna fjárhagsstuðning
frá sovézka kommún-
istaflokknum á árunum
1956-1966. Síðan hafa
komið fram staðhæfíng-
ar um, að það hlyti að
hafa verið Einar 01-
geirsson sjálfur, sem
hefði tekið við þessum
peningum. Einar 01-
geirsson var formaður
Sameiningarflokks al-
þýðu - Sósíalistaflokks,
frá 1939 til 1968 er
flokkurinn var lagður
niður við stofnun Al-
þýðubandalagsins sem
formlegs stjórnmálaflokks. Einar
Olgeirsson sat á Alþingi í þrjá ára-
tugi frá árinu 1937 til 1967.
Sólveig Einarsdóttir er annað
tveggja barna Einars Olgeirssonar
og konu hans, Sigríðar Þorvarðs-
dóttur. Bróðir hennar, Ólafur, lézt
langt íyrir aldur fram á árinu 1983.
Hún segir, að á milli þeirra systkina
og foreldra þeirra hafi
verið mjög náið samband
alla tíð og eftir að hún
hafí haft aldur til hafi
hún fylgzt með stjórn-
málaafskiptum föður síns
í einu og öllu. Þau mál hafí öll verið
rædd á æskuheimili hennar. Faðir
hennar hafí verið svo umdeildur
stjórnmálamaður og legið undir svo
mikilli gagnrýni frá máttarstólpum
þjóðfélagsins að þegar af þeirri
ástæðu hafí samstaðan innan fjöl-
skyldu hans verið mjög sterk og
samband þeirra óvenjulega náið.
Það hefði verið. óhugsandi, að Einar
Olgeirsson hefði átt slík fjárhagsleg
samskipti við erlendan stjórnmála-
flokk án þess að fjölskylda hans
vissi af því.
Sólveig segir einnig, að æska og
uppruni og æskuhugsjónir Einars
Olgeirssonar hafi verið með þeim
hætti, að hann hefði aldrei tekið við
peningum frá útlendum valdhöfum.
Ein af sjálfstæðishetjum Einars 01-
geirssonar hefði verið Skúli
.Thoroddsen og mynd af honum ver-
ið á vegg á lítilli skrifstofu, sem
hann hafði á heimili sínu. Hann
hefði haft Theódóru Thoroddsen
ekkju Skúla í hávegum og leitað til
hennar um að fá nafnið Þjóðviljann
á dagblað sósíalista. Hann hefði
aldrei gleymt því, að hún hefði per-
sónulega gefíð honum nafnið Þjóð-
viljinn. Hann hefði barizt fyrir
þeirri hugsjón, að ísland yrði sjálf-
stætt ríki og hann hefði kornungur
ákveðið að helga líf sitt baráttu iýr-
ir fátæku fólki og sósíalísku þjóð-
skipulagi.
„Þessar ásakanir eru lágkúruleg-
ar, nánast hlægilegar, og mér fínnst
ég vera komin aftur í kalda stríðið
frá menntaskólaárum mínurn," seg-
ir Sólveig Einarsdóttir. „Ég efast
ekki um, að honum hafi
verið boðnir peningar
en það hvarflaði ekki að
honum að taka við þeim.
Hvernig hefði hann get-
að sakað Sjálfstæðis-
menn um undirlægju-
hátt við Bandaríkja-
menn ef hann hefði
sjálfur verið á mála hjá
Rússum? Hvers vegna
stóðum við í þessu eilífa
basli við að halda Þjóð-
viljanum úti, endalausar
fjársafnanir og sam-
þykktir á víxlum? Öll
nefndarlaun þingmanna
sósíalista gengu til
Þjóðviljans. Það kom
aldrei króna af þeim
peningum í þeirra eigin vasa. Faðir
minn og samstarfsmenn hans höfðu
lengi vel enga starfsaðstöðu. Þeir
skrifuðu Þjóðviljann heima hjá sér
frá degi til dags eða stóðu við hlið-
ina á setjara og réttu honum blöðin
jafnóðum.
Föður minn dreymdi ekki um að
eiga peninga. Hann fór allra sinna
ferða í strætisvagni og
átti aldrei bfl. Hann átti
gott bókasafn en það var
m.a. vegna þess, að menn
eins og Ragnar Jónsson í
Smára gáfu honum bæk-
ur, vissu, að hann var mikill bóka-
maður en hafði ekki efni á því að
kaupa bækur. Hann unni íslenzkum
bókmenntum framar öðru.
Hann sat í nefnd til þess að undir-
búa stofnun lýðveldis á íslandi eftir
að hann var búinn að byggja upp
verkalýðshreyfínguna á Norður-
landi. Svo kom nýsköpunarstjórnin
og í kjölfar hennar baráttan gegn
hemámi og Atlantshafsbandalaginu.
Það var þó Alþingi, sem samþykkti
inngönguna í NATO og þá sóru þeir
allir að hér yrði aldrei erlendur her
á friðartímum. Það liðu ekki meira
en tvö ár og þá kom herinn. Einar
Olgeirsson vann á móti peningavald-
inu. Hann vildi að alþýða manna
gæti lifað góðu lífi og menntað böm-
in sín. Samhjálp, samvinna og sam-
eign voru kjörorð hans.
Sósíalistaflokkurinn naut um
Sólveig Kr.
Einarsdóttir
„Þessar
ásakanir eru
lágkúrulegar“
Einar Olgeirsson 1924.
skeið fylgis nálægt 20% þjóðarinnar.
Svo stór hópur fólks kýs ekki mann,
sem hefur uppi blekkingar. Fólk
kaus hann vegna þess, að það trúði á
baráttu hans og hugsjónir.
Ólafur Thors trúði ekki sögunum
um Rússagullið. Þegar Bretar hand-
tóku föður minn á stríðsáranum
hringdi Ólafur í móður mína og
sagði: Sigríður mín. Hafðu ekki fjár-
hagsáhyggjur. Ég skal sjá um að þú
fáir þingfararkaupið hans Einars.
Þá sagði móðir mín: en hvað um
Rússagullið, Ólafur minn?
Og Ólafur svaraði: Við vitum nú
bæði að það er bara í Morgunblað-
inu.
Rússarnir hafa áreiðanlega boðið
peninga en Einar Olgeirsson tók
ekki við þeim. Við sjáum hvert pen-
ingamir hafa farið, sem Bandaríkja-
menn hafa sent til Rússlands undan-
farin ár. Þeir hafa farið inn á einka-
reikninga embættismanna í Rúss-
landi. Það sama hefur gerzt á tíma
Sovétríkjanna. Peningarnir, sem
sagt er í rússneskum skjölum að hafi
farið hingað hafa farið eitthvað ann-
að. Þetta er ekki einu sinni svara-
vert.“
Hvernig skýrir þú þá staðreynd,
að Einar Olgeirsson hafði persónu-
lega milligöngu um nám fjölmargra
ungra íslendinga í Sovétríkjunum og
öðrum A-Evrópuríkjum á sínum
tíma?
„Það verður að líta á það í sam-
hengi við hans eigin sögu. Hann var
af bláfátæku fólki kominn. Hann
komst til mennta vegna þess, að
móðurbróðir hans, Páll Gíslason, sá
honum íyrir fæði og húsnæði. Ann-
ars hefði hann ekki getað menntað
sig. Hann kynntist því, að fátæktin
var svo mikil, að fólk átti varla til
hnífs og skeiðar, hvað þá að það
hefði efni á að læra. Móðir mín hafði
ekki efni á því að ganga menntaveg-
inn og gleymdi því aldrei.
í Sovétríkjunum fengu námsmenn
frítt húsnæði, ókeypis skóla og laun
fyrir að stunda nám. Ekki há laun en
nóg til að skrimta. Faðir minn sá
þarna tækifæri fyrir ungt fólk á Is-
landi til þess að mennta sig. Og þeir
voru margir, sem fóru þá leið sem
ella hefðu ekki haft efni á því að
ganga menntaveginn, alla vega ekki í
útlöndum."
Engu að síður er ljóst, að Einar
Einar Olgeirsson 14 til 15 ára gamall ásamt afa sínum, Júlíusi Kristjánssyni.
Olgeirsson var oft á ferð í Sovétríkj-
unum og átti þar mikil samskipti við
forystumenn í stjórnmálum.
„Það er rétt en hann fór þangað
ekki alltaf af pólitískum ástæðum.
Það er m.a. sagt frá því í ævisögu
Péturs Benediktssonar, að hann hafi
farið með Pétri til austantjaldsríkj-
anna til að selja sfld. Þá var allt í
lagi að nota sambönd hans þar.
Hann stóð uppi í hárinu á Rússum.
Hann upplifði það, að gamlir félagar
hans þar hurfu sporlaust. Hann stóð
með Tító gegn Sovétríkjunum, þeg-
ar Tító var þeim óþægur ljár í þúfu.
Eitt sinn flutti hann ræðu á alþjóð-
legum fundi kommúnista, sem birt-
ist svo að hluta til í Prövdu en rit-
skoðuð. Það era fleiri hliðar á þess-
um málum en fram hafa komið.
Ég held, að skýrslur í rússneskum
skjalasöfnum geti verið vafasamar
heimildir. Ég þekki dæmi um það að
skýrslur um ferðir rússneskra
kommúnista hingað vora einfaldlega
falsaðar. Þeir gerðu ekki hér það
sem þeir sögðust hafa gert. Það era
til skýrslur um viðræður við Einar
Olgeirsson, sem aldrei fóru fram.
Eg fór sjálf tvisvar sinnum með
föður mínum til Rússlands. Það var
tekið ágætlega á móti okkur. Hann
fór þangað nokkrum
sinnum í þeirra boði á
heilsuhæh. En hversu
margir íslendingar hafa
ekki farið í boði Banda-
ríkjamanna til Bandaríkj-
anna eða til Atlantshafsbandalags-
ins í boði þess?“
Töluvert til af heimildum
og gögnum
Er mikið til af gögnum um ævi og
starf föður þíns?
„Það er töluvert til bæði af bréf-
um og öðrum gögnum. Ég hef átt
góða daga á Akureyri, hitt þar fólk
og mætt mikilli hlýju. Gísli Jónsson
veitti mér ómetanlega aðstoð ásamt
öðrum. Mig langar til að skrifa fyrst
og fremst persónulega sögu föður
míns, þótt pólitíkin komi þar óhjá-
kvæmilega við sögu. Mig langar til
að bregða upp mynd af ætt hans og
uppruna, hvaðan hann kom, hvers
vegna hann varð sá hugsjóna- og
baráttumaður sem raun bar vitni.
Mig langar til að skýra fyrir fólki
hvers vegna hann tók svo ungur
ákvörðun um það hvað hann vildi
verða. Það era til merkilegar heim-
ildir um það, jafnt í ritgerð frá
menntaskólaárum hans sem bréfum.
Mig langar til að gefa fólki mynd af
heiðarlegum manni, sem var ljúf-
menni og góður maður, og útskýra
hvers vegna við sem þjóð þurftum á
þeim tíma að eiga svona menn. Ég
vonast til að saga hans eða hluti
hennar komi út á 100 ára afmæli
hans árið 2002.
Fólk á Akureyri var mér gott.
Sýndi mér góðvild og hjálpsemi. Ég
kom inn á slík bókaheimili á Akur-
eyri, að ég hef ekki séð annað eins
frá því á mínu æskuheimili. Nokkrir
sögðu mér litlar sögur af föður mín-
um og afa eins og þá, að Olgeir afi
minn hafi sagt, að hann væri faðir'
byltingarinnar á íslandi. Það eru
svona perlur, sem ég vil ekki að
glatist.
Gísli Jónsson var þingritari í fjög-
ur ár á námsáram sínum. Hann
sagði mér að Einar Olgeirsson hefði
stundum verið stóryrtur og skömm-
óttur á þingi en aldrei rætinn.
Einnig að faðir minn hefði borið
djúpa virðingu fyrir Alþingi íslend-
inga.
Ég var fyrir norðan, þegar íyrstu
fréttir komu um Rússa-
gullið. Fólk var svo kurt-
eist, að það hafði varla orð
á því við mig eða þá að því
þótti þetta engin frétt.
Það spurði Gísla hvort
hann héldi að Einar Olgeirsson hefði
tekið við þessum peningum. Svaraði
hann því neitandi."
Barnabækur
Eins og fyrr segir er Sólveig Kr.
Einarsdóttir nú búsett í Ástralíu.
Hér á Islandi á hún barnabörn og
saknar þeirra mjög. Hún byrjaði að
segja þeim sögur, sem hún las inn á
segulbandsspólur og sendi þeim
hingað heim. Upp úr þeim sögum
varð til barnabók, sem Mál og*
menning gaf út 1997 og nú í haust
kemur út ný barnabók eftir hana.
Að lokum: ertu sósíalisti?
„Já, ég er sósíalisti. Brautin er
skrykkjótt og vonbrigðin hafa oft
verið sár en ég segi eins og Stephan
G.: við eigum ekki að hugsa í árum
heldur öldum.
Kapítalisminn á eftir að hrynja.“ *
Peningarnir
hafa farið
eitthvað annað