Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ 4 Af vest- rænni vel- megun „Bandaríkjamenn eru reyndar langfeit- asta þjóð í heimi og umfangsminni íbúar annarra heimsálfa ættu kannski að láta sér í léttu rúmi liggja hvaða stökkbreytingum bandaríska þjóðin er að taka. Ymislegtgerir þó að verkum að við ættum að veita þessu athygli. “ Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen I SIÐASTA mánuði var það meðal annars í fréttum að mannkynið náði sex milljörð- um. Ekki næsta nákvæmlega talið, en þó útspekúlerað sam- kvæmt líkönum sem meðaljón þarf ekki að kunna skil á. Svo er ekki nóg með að okkur fjölgi með ógnarhraða, hverjum haus fylgir líka sífellt umfangsmeiri búkur ef marka má aðrar mæl- ingar og spálíkön. VIÐHORF ríkjumím^" þar sem svona reikn- iformúlur eiga oftar en ekki upptök sín, telst vísinda- mönnum nú til að þarlendir séu orðnir feitari en nokkru sinni áður, um 18% þjóðarinnar þjá- ist nú af offitu (sem er skil- greind sem 30% yfir kjör- þyngd) samanborið við 12% árið 1991. Bandaríkjamenn eru reyndar langfeitasta þjóð í heimi og um- fangsminni íbúar annarra heimsálfa ættu kannski að láta sér í léttu rúmi liggja hvaða stökkbreytingum bandaríska þjóðin er að taka. Ýmislegt ger- ir þó að verkum að við ættum að veita þessu athygli. Sam- bærilegar rannsóknir frá Evrópulöndum, þar með talið íslandi, sýna svo ekki verður um villst að við erum hér á sömu braut og Banda- ríkjamenn. Þar í landi er offita stærsta „heimatilbúna“ dánar- orsökin að undanskildum reyk- ingum, enda deyja árlega hundruð þúsunda Banda- ríkjamanna beinlínis vegna of- fitu. Hjá Miðstöð sjúkdóma- varna í Bandaríkjunum eru menn farnir að tala um fara- ldur sem ógni alvarlega al- mennri velferð í landinu. Offitan herjar á börn banda- rísku þjóðarinnar jafnt sem fullorðna og 25% þeirra teljast yfir eðlilegum þyngdarmörkum samkvæmt umræddri könnun. Samtímis því sem niðurstöður hennar voru kynntar, var nefnd til sögunnar ný rannsókn á sambandi sjónvarpsáhorfs barna og líkamsþyngdar þeirra. Þessi rannsókn var gerð af Thomasi Robinsson, barnasérf- ræðingi hjá Stanford-háskóla í Kaliforníu. í grein sinni um niðurstöður rannsóknarinnar sem birtist í Journal of the Am- erican Medicul Association, sagði Robinsson að bandarísk börn eyddu meiri tíma í sjón- varps- og myndbandsáhorf og myndbandsleiki en nokkuð ann- að, fyrir utan það að sofa. I rannsókninni kannaði Robinson 92 börn, 10 og 11 ára gömul, sem gengust undir einskonar „afsjónvörpun“ með aðstoð for- eldra og kennara. Eftir sjö mánuði voru þessi börn orðin mælanlega grennri en saman- burðarhópurinn; börn sem fengu að nota sjónvarp og myndbandstæki heimila sinna að vild. Reyndar er það svo að menn hafa lengi talað um jákvæða fylgni offitu og óhóflegs sjónv- arpsáhorfs. Að sögn talsmanna Standford-háskóla er hér um að ræða könnun sem gefur þessari skoðun vísindalega vigt. Fyrri kannanir sem gerðar hafa verið á þessari meintu jákvæðu fylgni hafa aðeins getað sýnt fram á veika fylgni, aðallega vegna erfiðleika á því að safna áreiðanlegum upplýsingum um raunverulegt óhorf. Þá erfiðleika átti Robinson ekki við að etja í sinni könnun. Hann þurfti ekki að reiða sig á að þátttakendur í könnuninni skráðu samviskusamlega niður hvenær og hversu lengi þeir settust niður fyrir framan sjónvarpið. Robinson nýtti sér sérstakt prógram sem hannað hefur verið í því skyni að að- stoða börn við að venja sig af sjónvarpinu, einhvers konar af- sjónvörpun. Afsjónvörpunin fór þannig fram að börnin fengu leiðsögn í því að hafa aðhald á tíma sínum fyrir framan sjónvarpið. Eftir tvo mánuði, þar sem þessi leið- sögn hafði vérið þáttur í hefð- bundnu námi barnanna í formi kennslustunda, tóku við tíu dagar þar sem þau horfðu alls ekkert á sjónvarp. (Rétt er að taka fram að ekki tókst öllum börnunum að halda þessa tíu daga út). Að þessum tíu dögum liðnum áttu börnin að tak- marka áhorfið við sjö vikustun- dir. Það sem gerði að verkum að Robinson þótti óhætt að treysta á upplýsingarnar um sjónvarpsáhorfið var að bömin fengu heim með sér tæki sem stjómar áhorfi þeirra. Tækið er tengt við sjónvarpið og stillt á ákveðinn tímafjölda í viku (í þessu tilfelli sjö tíma). Börnin þurftu að slá inn ákveðið lyki- lorð til þess að geta kveikt á sjónvarpinu og gátu að því loknu ráðið því hvað þau horfðu á og hvenær - en bara í sjö klukkutíma á viku. Meira leyfði tækið þeim ekki. Sá sem á heið- urinn af tækinu, Randal Leven- son, fékk þessa hugmynd að sögn eftir árangurslitla baráttu við eigin börn sem voru þauls- etin fyrir framan sjónvarpið. Þessar vísbendingar um tengsl sjónvarpsáhorfs og hættulegrar offitu gera það að verkum að á sama tíma og mér þykja jákvæðar fréttir um hina nýju íslensku sjónvarpsstöð, þá get ég ekki annað en hugsað með vissum söknuði - og þakk- læti - til sjónvarpslausra fimmtudaga og júlímánaðar í æsku. Það er þó varla að maður þori að segja það upphátt. Munkur fræðir um grein búdda- trúar ENSKI búddamunkurinn, Kelsang Drubchen, heldur opin fræðslufund um Mahayanabúddisma á morgun hjá Guðspekifélaginu. „Fyrirlestur- inn á að veita innsýn í þessa búddísku hefð og einnig í Lamrim hugleiðsluna sem er höfuðþáttur trúarinnar," segir Drubchen. Mahayana er einkum iðkuð í Japan, Kína og Kóreu. Dubchen er 36 ára gamall og var áður stjómandi tölvudeiidar líf- tryggingafélags í Brighton í Eng- landi. Hann segist hafa verið orðinn þreyttur á efnishyggju nútúnans og ákveðið fyrir fjórum ámm að ganga undir munkavígsiu og helga lff sitt því að kenna búddíska hug- leiðslu. Hann er meðlimur í Nýja Kadampaféiaginu, en það fylgir Mahayana búddakennslunni, sem tíbeski búddadýringurinn Je Tsongkhapa breiddi út á 15. öid. Dubchen er lærisveinn Geshe Morgunblaðið/Kristinn Kelsang Drubchen kennir Mahayanabúddisma. Kelsang Gyatso Rinpoche sem er meistari í þessari hefð og aðal- kennari. Geshe Kelsang býr í Eng- landi og hefur stoftiað búddísk fé- lög víða um heim. Karuna, sem er Samfélag Mahayna búddista á Is- landi, bað Geshe Kelsang fyrr á þessu ári um að senda kennara til Reykjavíkur. Durbchen hefúr verið hér si'ðan í september við kennslu, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kelsang Dmbchen heldur fyrir- lesturinn í Ingólfsstræti 22 á sunnu- daginn klukkan tvö eftir hádcgi. Hann segist einnig geta svarað fyr- irspumum um netfangið dmbchen- @hotmail.com. Morgunblaðið/Golli íslenskir þátttakendur voru átján, en erlendir sex. Þeir voru frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og HoIIandi. Kennsla erlendra tungu- mála fyrir unga nemendur í SAMVINNU Tungumálamið- stöðvarinnar í Graz (European Centre for Modern Languages) menntamálaráðuneytisins og Sí- menntunarstofnunar Kennarahá- skóla Islands var dagana 20.-23. október sl. haldið námskeið um kennslu erlendra tungumála fyrir unga nemendur. Auk þess lagði British Council til einn íyrirlesara. Heiti námskeiðsins var „Early Language Learning: from Policy to Practice", og miðaðist fyrst og fremst við kennslu ensku fyrir unga aldurshópa, sbr. þær breyt- ingar sem eru að verða hér á landi í kennslu ensku skv. nýrri aðalnám- ská, en þar er gert ráð fyrir að enska verði fyrsta erlenda tungum- álið í grunnskóla og að kennsla hefjist i 5. bekk. Námskeiðið fór fram í húsnæði Kennaraháskóla Is- lands og voru þátttakendur bæði innlendir og erlendir. (Islenskir þátttakendur voru 18, en erlendir þátttakendur 6. Þeir voru frá Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og Hollandi.) Stjómendur og fyrirlesarar á námskeiðinu voru: Jacqueline Friðriksdóttir og Auður Torfadótt- ir, báðar frá Kennaraháskóla Is- lands, Jayne Moon frá University of Leeds, Randi Lothe Flemmen frá Högskulan í Volda og Caroline Moore frá British Council. Einnig tók nýr framkvæmdastjóri Tungu- málamiðstöðvarinnar í Graz, Michel Lefranc, virkan þátt í und- irbúningi og stjórnun námskeiðs- ins, auk þess sem hann hélt fyrir- lestur um starfsemi tungumála- miðstöðvarinnar og framtíðar- áætlanir. Þátttakendur á námskeiðinu voru aðallega gmnnskólakennarar sem þegar hafa reynslu af því að kenna ungum nemendum ensku eða vinna að undirbúningi þess að koma slíkri kennslu á. Einnig tóku þátt háskólakennarar sem þjálfa kennaranema á þessu sviði. Island gerðist aðili að Tungu- málamiðstöðinni í Graz í ársbyrjun 1998. Tungumálamiðstöðin er rek- in í tengslum við Evrópuráðið sam- kvæmt sérstökum samningi. Aust- urrísk stjórnvöld styðja starf- semina m.a. með því að leggja tungumálamiðstöðinni til húsnæði. Starfsemi miðstöðvarinnar miðast mest við námskeiðahald, en einnig fer fram á vegum hennar útgáfu- starfsemi, rannsóknir o.fl. AðOdar- lönd eru nú 27. Aðdd Islands hefur þegar gefið allmörgum íslending- um kost á að sækja námskeið mið- stöðvarinnar sem flest eru haldin í Graz. Nánari upplýsingar um Tungumálamiðstöðina í Graz má finna á vefsíðu hennar: www. ecml.at Einnig er að finna upplýs- ingar um tungumálamiðstöðina á heimasíðu menntamálaráðuneytis- ins: www.mm.stjr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.