Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 53^
UMRÆÐAN
Tíminn er líf og-
lífíð býr í hjartanu
TIL ER mikill en þó
hvunndagslegur leynd-
ardómur. Allir eiga
sinn þátt í þessum
leyndardómi. Hver ein-
asta manneskja þekkir
hann. Flestir taka hon-
um eins og hverjum
öðrum sjálfsögðum hlut
og undrast ekki vitund.
Þessi leyndardómur er
tíminn. Það eru til
dagatöl og klukkur sem
mæla tímann. En það
segir ekki alla söguna.
Allir þekkja að ein
klukkustund getur
virst vara heila eilífð og
eins getur ein klukku-
stund liðið eins og örskot, allt eftir
því hvað maður upplifir. Því tími er
líf. Og lífið býr í hjartanu.“
Sagan um Mómó
Þetta er tilvitnun í söguna um
Mómó eftir Michael Ende. Ævintýri
fyrir böm og fullorðna og fjallar um
það sem gerðist þegar „grámennin"
sem nærast á tíma mannanna, tóku
völdin í heiminum. Alveg eins og hjá
fólkinu í sögunni kemur sá tími í lífi
okkar allra að okkur virðist líf okk-
ar vera tilgangslaust, að bara ef við
hefðum meiri tíma og peninga þá
gætum við lifað „almennilegu lífi“.
Og við förum að „spara“ tímann
okkar, vinna meira til að safna fyrir
því sem við höldum að myndi gera
okkur hamingjusöm að nýju.
Tímasparnaðarfólk
Kannski kannast einhver við
þessa lýsingu á tímaspamaðarfólki
úr sögunni: „Svipur þess var
þreytulegur, bitur eða fullur upp-
gjafar og augnaráðið óvingjamlegt.
... Það átti engan að
sem gat hlustað á það
svo sanngimi þess og
skilningur ykist eða að
það fyndi til gleði.
Jafnvel þótt tíma-
sparnaðarfólk hefði átt
einhvern slíkan að er
afar ósennilegt að
hann hefði nokkum
tíma heimsótt hann.
Það hefði að minnsta
kosti viljað hafa trygg-
ingu fyrir því að mál-
inu mætti ljúka á fimm
mínútum. Annað hefði
því þótt tímasóun.
Jafnvel í tómstundum
sínum fannst tíma-
sparnaðarfólki að það þyrfti að fá
eins mikla skemmtun og afslöppun
á sem skemmstum tíma. ... Allra
síst gat tímasparnaðarfólkið þolað
Líföndun
Allir þekkja að ein
klukkustund getur
virst vara heila eilífð,
segir Guðrún Arnalds,
og ein klukkustund
liðið eins og örskot.
við þegar allt vai' kyrrt og hljótt. í
kyrrðinni læddist að því sá ótti að
ekki væri allt með felldu. Ef kyrrð
ógnaði lagði það allt kapp á að fram-
leiða hávaða. ... Ekki þótti lengur
mikilvægt að fólk hefði ánægju af
vinnu sinni. Það þótti jafnvel óæski-
legt því það tafði fyrir. Það sem
mest var um vert var að afkasta
sem mestu á sem skemmstum tíma.
... Enginn virtist veita því athygli að
með því að spara tíma var verið að
spara eitthvað allt annað. Enginn
vildi viðurkenna að lífið gerðist
stöðugt fátæklegra, leiðinlegra og
kuldalegra.“
Ef við viljum vera alveg hrein-
skilin \'ið okkur sjálf. Hvað er þá
mikið af þessari lýsingu sem við
könnumst við - í dag eða á öðrum
tímapunkti í lífi okkar?
Aukin notkun
geðdeyfðarlyfja
Eg hef tekið eftir því í mínu starfi
að sífellt fleiri þeirra sem koma til
mín eru á einhvers konar geðdeyfð-
arlyfjum. Oft til lengri tíma, jafnvel
margra ára. Ég las nýlega í tímarit-
inu Veru grein þar sem fram kom
að notkun slíkra lyfja hefur aukist
mjög mikið á undanförnum árum og
mun meira á íslandi en í nágranna-
löndum okkar. í allt að 80% tilvika
eru þessi lyf gefin út af heimilis-
lækni. Þar kemur einnig fram að
þunglyndi er ekki algengara hér en
hjá nágrannaþjóðunum. I greininni
er verið að velta því upp hvað valdi
þessari aukningu, hvort auglýsingar
lyfjafyirtækja hafi mikil áhrif á
þessa aukningu, hvort læknar séu
kannski í sumum tilfellum of fljótir
til að skrifa lyfseðilinn og spyiji ef
til vill ekki nóg út í aðstæður. En
greiningin „þunglyndi" virðist nú ná
yfir stærri hóp fólks en áður.
Þegar lífið missir
lit sinn
Flestir hafa einhvern tíma gengið
í gegn um tímabil þar sem heimur-
inn virtist hrynja og lífið hafði ekki
sama lit og áður. Þetta getur gerst
Guðrún
Arnalds
þegar við verðum fyrir sorg, áfalli
eða einfaldlega ef við höfúm gleymt
að sinna okkur sjálfum í langan
tíma. Oft gerist það líka í kjölfar
erfiðleika að við sökkvum okkur of-
an í enn rneiri vinnu en áður og för-
um að lifa hratt eins og tímasparn-
aðarfólkið í sögunni. Ef við látum
það viðgangast í langan tíma að
sinna ekki sjálfum okkur, hvort sem
það er vegna tilfinninga sem við
viljum ekki horfast í augu við eða
bara af gömlum vana þá verður það
til þess á endanum að lífið fer að
virðast flatt, tilgangslaust og grátt.
Hvort við viðurkennum það fyrir
okkur sjálfum eða ekki er svo annar
handleggur.
Ótti við tilfinningar
Ef tilfinningar hafa legið lengi
ótjáðar geta þær virst enn hættu-
legri en þær reynast vera þegar við
leyfum þeim að tala og hlustum á
þær. Tilfinningar sem við geymum
úr æsku geta sýnst svo stórar og yf-
irþyrmandi þegar við nálgumst
þær, einfaldlega vegna þess að bam
upplifir tilfinningar sínar þannig.
En á meðan við reynum að snið-
ganga tilfinningar okkar hafa þær
ákveðið vald. Þunglyndislyf eiga
vissulega rétt á sér þar sem þau
eiga við. En þau deyfa þessar til-
finningar og ýta þannig undir þenn-
an ótta mannsins við að finna til og
horfast í augu við sjálfan sig. Þau
hafa ekkert lærdómsgildi.
Líföndun
Líföndun er ein af þeim leiðum
sem okkur bjóðast til að nálgast til-
finningar okkar, finna þær og losa
um það sem er frosið eða fast. Við
notum öndunina til að halda aftur af
því sem við viljum ekki finna - þeg-
ar við reynum að bremsa lífið. A
sama hátt getum við nálgast frosnar
eða ómeðvitaðar tilfinningar í gegn
um öndunina, með því að finna fyrir
þeim í líkamanum á meðan við önd-
um. Líföndun getur líka verið leið
til að finna fyrir lífinu, lífskraftinum
okkar og hlaða okkur orku ef við
höfum gleymt henni einhvers staðar
á hlaupunum. En líföndun eins og
allt annað er engin allsherjarlausn.
Við verðum að velja að lifa lífinu,
velja að njóta þess og finna fyrir
okkur sjálfum - líka þegai' á móti
blæs.
Fyrirbyggjandi
lausnir
Ég vil undirstrika það að hér er
ekki verið að mæla með því að fólk
hætti á þunglyndislyfjum nema í
samráði við lækni og fyrir þá er
ekki líföndun endilega fyrsta skref-
ið, a.m.k. ekki ein og sér. Þar eru
sálfræðingar og geðlæknar nauð-
synlegir stuðningsaðilar. Hins veg-
ar mætti staldra við fyrr á leiðinni
og skoða hvort ekki séu aðrar leiðir
færar áður en valin er þessi lausn
að taka geðdeyfðarlyf. Kannski eru
tilfinningarnar okkar ekki svo
hættulegar eftir allt saman.
Hvernig nálgast
ég líföndun?
Fyrir þá sem vilja kynnast lífónd-
un er gott að bytja á því að fara til
reynds kennara í líföndun, annað-
hvort á námskeið eða í einkatíma.
Líföndunin sjálf tekur u.þ.b.
klukkutíma og er alltaf mikil upplif-
un. Það getur svo tekið tíma að læra
að tengjast tilfinningunum sínum í
gegn um líkamann og eftir því sem
líföndun er stunduð oftar og lengur
þeim mun dýpri upplifun verður
hún.
Að kunna að hlusta
Mómó hafði einn eiginleika sem"
fáir hafa og marga vantar í líf sitt.
Hún kunni að hlusta. Hún hlustaði
svo vel að sá sem talaði fékk ótelj-
andi hugmyndir og fann lausn á því
sem var að vefjast fyrir honum.
Einmitt þessi eiginleiki gerði hana
að óvini grámennanna. Þau sögðu
henni óvart sannleikann af því hún
hlustaði svo vel. En hvemig væri líf
okkar ef við gætum lært að hlusta á
okkur sjálf jafn vel og Mómó hlust-
aði á vini sína? Kannski yrðum við
ríkari en ríkasti maður heims. Og
jafnvel sáttari. Að minnsta kosti
ekki fæða handa grámennum.
Höfundur er leiðbeinandi í lífondun,
hdmópati og nuddari.
.1
Boðflenna á
kvennaráðstefnu
NÚ Á dögum fer
mikill tími og kostnað-
ur í alls konar ráð-
stefnuhald utanlands
og innan. 1995 var mik-
il stemmning ríkjandi
meðal íslenskra kvenna
að komast til Kína á
Kvennaráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna.
Fylgdist ég með um-
ræðunni af nokkrum
áhuga ekki síst vegna
þess, að örlögin höguðu
því þannig, að ég fyrir
tilviljun lenti á einni
slíkri fyrr á árinu. Já,
ýmislegt gerðist á
þessu ári umburðar-
lyndis og vonandi verða ár framtíð-
arinnar með umburðarlyndið að
leiðarljósi. Ekki veitir af í okkar
hrjaða heimi.
Ári áður varð á vegi mínum í
Eyjum vestur-íslensk hjúkka,
þriðja ættliðar, komin í pflagríms-
fór til lands forfeðranna. Úrðum við
mestu mátar.
í framhaldi fékk ég frá henni
mikið af gögnum, þar sem hún viðr-
aði hugmyndir sínar um lausnir
heimsvandamála, sem væntanlegur
fulltrúi Kanada á ráðstefnu frjálsra
félagssamtaka NGO, sem er veiga-
mikill þáttur í starfsemi Sameinuðu
þjóðanna, og haldin yrði við hlið
stórráðstefnunnar um félagsmála-
þróun heims í Kaupmannahöfn
5.-13. mars.
Ég var svo ljónheppinn við kom-
una á hótel mitt í Kaupmannahöfn
að mér var rétt mappa með öllu
sem ráðstefnuna varðaði og þar
með orðinn einn af
meira en 30 þúsund
þátttakendum á ráð-
stefnunni miklu.
Fyrst sem ég gerði
var að hengja á mig
merki dagsins og var
þannig orðin lögleg
boðflenna að mínu
mati og hagaði mér
samkvæmt því. Marg-
víslegur fróðleikur var
í boði eins og að líkum
lætur. M.a. 110 fyrir-
lestrar, þátttökufélög
um 3000 með 760 sýn-
ingarbása í 30 þúsund
fermetra rými.
Fljótlega lét ég mig
berast með straumnum, og viti
menn, Sonja birtist í mannhafinu í
allri sinni dýrð. Miklir urðu fagnað-
arfundir að sjálfsögðu. Gerði Sonja
mér í stuttu máli grein fyrir um
hvað málin snerust, fyrst og fremst
ranglæti heimsins, þar sem krafan
um mannréttindi fyrir alla, réttur
til fæðu og næringar, auk klæða í
hungruðum heimi og staða barna
og kvenna væri sett á oddinn. Er
þetta lítið brot af þvi sem umræður
snerust um.
Það setti að mér hroll að heyra
vitnisburð kvennanna frá svörtustu
Afríku og Austurlöndum, er þær
lýstu aðstæðum.
Úr fjölmiðlum fáum við marga
vitneskju um stöðu mála, er það létt-
vægt á móti því að standa andspæn-
is fólkinu, sem upplifir slíkt á degi
hverjum í ára raðir, og það sem
verst er, virðist engan enda ætla að
taka. Margar þessar lífsreynslusög-
Konur
Það var stór stund fyrir
einstæðan föður að
standa þarna fyrir
framan allan kvenna-
skarann. Jóhann Frið-
fínnsson segir frá ráð-
stefnu sem hann lenti á
fyrir algjöra tilviljun.
ur eru okkur svo framandi og ótrú-
legar, meðan við lifum í okkar
verndaða umhverfi. Bágast að hugsa
til þess, hve við sem lifum á okkar
hluta jarðkringlunnar látum okkur
litlu skipta ömurlegar aðstæður og
kjör stærsta hluta mannyns sem býr
við mesta óöryggið og eymdina.
Það var því ofur eðlilegt hve kon-
ur voru áberandi og létu mildð til
sín taka í umræðunum. í lítilli
blaðagrein er ekki unnt að gera
þessu stórmáli skil, sem verðugt
væri enda alls ekki á mínu færi.
Okkur Sonju var eins og öðrum
fulltrúum m.a. boðið í bátsferð um
höfnina, en mótsstaðurinn var Hol-
men, sem margir kannast við,
lengst af var þar aðalaðsetur
danska hersins. Þarna voru þeir,
sem reyna að koma hugmyndum
sínum á framfæri, en upp á Bella
Center, komu þeir, sem völdin hafa.
Úr öllum heimshornum m.a. for-
setafrú Hillai-y Clinton og að sjálf-
sögðu okkar ágæti forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson.
í útsýnisferðinni var hópur
föngulegra kvenna úr víðri veröld.
Tveir Afríku-fulltrúar Gabon og
Kamerún, sem sjást á mynd með
undirrituðum, vildu helst halda sig
sem næst okkur. Kannski af því hve
ég heilsaði þeim fagnandi og sagði
á mína vísu að öll værum við bræð-
ur og systur. En því miður er það
heimsins þrautamein, eins og við
þekkjum, að hið gagnstæða er það
sem oftast ræður.
Eftir skemmtilega ferð í blíðunni
barst leikurinn í hin veglegu húsa-
kynni dönsku kvennasamtakanna
KAD þar sem einhver þúsund þátt-
takenda komu og fóru. Við vorum
sett að borði við hliðina á ræðustól
og hátalarakerfi. Við vorum sett að
borði við hliðina á ræðustól og há-
talarakerfi. Fljótlega kom geðug
stúlka og bauðst til að túlka fyrir
Afríkudömurnar, var það léttir fyr-
ir mig. Fulltrúi dönsku kvennasam-
takanna flutti yfirgripsmikla tölu
um allt sem þær kynsystur hefðu til
ágætis unnið sér og sínum í tímans
rás. Var af miklu að taka, og hún
því hróðug sem vonlegt var.
Ekki fór fram hjá neinum hve
konurnar sem lengst voru aðkomn-
ar úr austri og suðri, voru fullar að-
dáunar og jafnvel öfundar yfir þeim
árangri sem náðst hefur í saman-
burði við þeirra stöðu. Þarf það
nokkurn að undra?
Þegar hér var komið sögu fékk
ég nánast köllun að skila kveðjum
frá konum íslands, sem ekki höfðu
látið sjá sig. A.m.k. fann ég enga.
Sagði ég túlknum er hjá mér sat að
í minni sókn þætti kurteisi að
þakka fyrir sig þegar vel væri við
mann gert eins og hér hefði verið
og hvort mér væri slíkt leyfilegt
hér og nú? Málaleitan minni var vel
tekið og í pontuna fór ég. Var það
stór stund fyrir einstæðan föður að
standa þarna fyrir framan allan
kvennaskarann.
Leyfði ég mér að skila kveðjum
frá íslenskum konum sem líklega
vegna kosningaundirbúnings hefðu
ekki átt heimangengt, alþingis-
kosningar í næsta mánuði.
Meðal þess sem ég sagði var að
formæðrum okkar ættum við líf
okkar og tilveru að þakka, þær
hefðu alið okkur, fætt og klætt m.a.
með því að taka ullina af fénu og
gera úr henni fat svo við hefðum,.
getað þraukað harðindin og hai'ð-
ræðið á öldum áður.
Allar okkar unaðsstundir í ald-
anna rás tengdust konum og væri
ég hjartanlega sammála slagorðinu
er hvarvetna blasti við „Kvinder
eller kaos“ - án kvenna allt í rugli.
Minntist að við hefðum fyrii' 80
árum verið með fyrstu þjóðum að
veita konum kosningarétt, en betur
mættum við standa okkur í launa-
jafnréttismálum. Islenskar konur
hefðu vakið þjóðarathygli með
kvennafrídeginum 1975 og fyrst
þjóða heims hefðum við í frjálsum
kosningum valið kvenforseta 1980,
frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Þarna varð ég að stoppa vegna j
mikils lófaklapps.
Einnig að árið 1983 hefðu konur
stofnað stjórnmálaflokk og boðið
fram til Alþingis. Að lokum þakkaði
ég Dönum fordæmið sem þeir gáfu
með jákvæðri og einstakri fram-
göngu í samskiptum þjóða er hand-
ritin voru afhent okkur sællar
minningar. Og auðvitað óskaði ég
alheimskonum allrar blessunar og
árangurs í baráttunni fyrir bættum
heimi. Undirtektir fékk ég af-
bragðsgóðar og vona að þessi fram-
hleypni hafi ekki spillt fyrir nein-^
um.
Mál er að linni. Læt ég hér stað-
ar numið þótt af mörgu sé að taka
og margt fleira eftirtektarvert hafi
gerst þessa ljúfu daga og nætur í
borginni við sundið.
Höfundur er safnsijóri í
Vestmannaeyjum.
Jóhann
Friðfinnsson
h