Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 62
62 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
--------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SIGVALDI
J. DAGSSON
I Sigvaldi
Dagsson fæddist í
Vonarholti í
Strandasýslu 23.
nóvember 1913.
Hann lést á St. Jós-
efsspítala í Hafnar-
firði 19. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guðríður
Valgeirsdóttir og
Dagur Guðmun-
dsson.
—r Fyrri kona Sigvalda
var Guðrún María
Kristjánsdóttir. For-
eldrar hennar voru
Sesselja Einarsdóttir og Kristján
Sigurðsson frá Kollabúðum í
Reykhólasveit. Dóttir Sigvalda og
Guðrúnar er Guðný Bjamveig, f.
24.3. 1935, maki Jón Helgi Jóns-
son, f. 31.5. 1933, d. 24.3. 1992.
Seinni kona Sigvalda er Amfríð-
ur Aradóttir. Foreldrar hennar
vom Vigdís Sigurðardóttir og Ari
Þórðarson frá Seljalandi í Gufu-
dalssveit. Dóttir Sigvalda og Am-
fríðar er Vigdís Guðrún, f. 4.9.
1963. Bamsfaðir hennar er Guð-
mundur Hjalti Stefánsson, f. 26.9.
m-1964. Böm þeirra: Sigvaldi Am-
ar, f. 27.8.1990 og Jónný Hekla, f.
27.9.1996.
Sigvaldi verður jarðsunginn frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Pabbi minn er dáinn, hann sem í
mínum huga var eilífur, en það var
víst ekki hægt. í mínum fyrstu
minningum um hann erum við tvö
sitjandi á stól með sængina mína
yfir okkur að horfa á sjónvarpið,
sérstaklega Denna dæmalausa.
**ilýr og traustur faðmur sem gott
var að hjúfra sig í. Og allt sem
pabba datt í hug að mig gæti langað
í keypti hann og gaf mér.
Pabbi var fimmtugur þegar ég
fæddist og á hálfri öld
hafði ýmislegt breyst.
Það var erfitt að vera
sonur einstæðrar
móður sem þurfti að
vera langdvölum frá
syni sínum til að
sauma fyrir hina og
þessa. Fyrst var pabbi
hjá móðursystur sinni
í góðu húsaskjóli en
síðar varð amma að
koma pabba fyrir á
ýmsum stöðum eða
taka hann með sér.
Þegar hann var skilinn
einn eftir var það ekki
ætíð auðvelt fyrir lítinn dreng enda
þegar á leið lærði hann að treysta
engum við fyrstu kynni og tók oft
langan tíma að ná til hans. Þegar
fram liðu stundir ólst upp harðdug-
legur unglingur sem vann og vann
og vakti aðdáun fyrir dugnað. Ung-
ur að árum kynntist pabbi Guðrúnu
Maríu. Þeim fæddist dóttir, Guðný
Bjarnveig. Um það bil sex árum
síðar missa feðginin Guðrúnu úr
fylgikvillum liðagigtar. En þar sem
tengdaforeldrar pabba voru yndis-
legir hjálpuðu þau pabba með Guð-
nýju og voru þau sem hans besta
skjól. A heimili Kristjáns og Sess-
elju ólst mamma mín upp frá
tveggja ára aldri og var hún systur-
dóttir Kristjáns. Eftir lát Guðrúnar
fór svo að pabbi og mamma felldu
hugi saman. Þau bjuggu í Múla í
Þorskafirði í nokkur ár en slitu síð-
an sínum búskap en héldu sínum
vinskap allt til enda.
Pabbi var bóndi á Múla í Þorska-
firði þar til hann fluttist til Reykja-
víkur. Hann vann ýmis störf þar til
hann fór að vinna hjá Nýju
blikksmiðjunni en þar vann hann til
loka síns starfsaldurs. Pabbi leigði
lengst hjá Valgerði Guðnýju Ola-
dóttur og voru þau miklir vinir allt
til andláts hennar.
Síðustu árin dvaldi pabbi á Hrafn-
istu í Hafnarfirði og kunni hann
mjög vel við sig þar. Á starfsfólkið
þar miklar þakkir skilið. Á milli
pabba og Guðnýjar systur ríkti
mjög náið og gott samband enda
von þar sem þau gengu í gegnum
bernskuskeið hennar í blíðu og
stríðu. Á milli okkar pabba var gott
samband en öðruvísi enda ég alin
upp hjá mömmu, Guðnýju og Jóni
manni hennar.
Pabbi og Jón voru mjög nánir
tengdafeðgar og var andlát Jóns
pabba eins erfitt og okkur hinum.
Bamabörnin voru tvö, Sigvaldi
Arnar og Jónný Hekla. Þau voru
gimsteinarnir hans afa síns enda
var hann mjög montinn af þeim og
þau af honum. Við eigum öll bjartar
og góðar minningar um hann pabba
í okkar hjörtum og með þær að leið-
arljósi horfum við fram á veginn.
Guð blessi minningu pabba.
Vigdís (Dísa).
Elsku afi. Við þökkum fyrir allt
gott sem þú hefur gefið okkur í
gegnum árin og erum við þá ekki að
tala um leikföng, fot eða aðra hluti
heldur hugsun, minningar og ástúð.
Við treystum að guð sjái vel um þig
og að þú hittir Jón afa og alla þá
sem þér þótti vænt um. Dauðinn er
okkur ennþá fjarlægur en orð spá-
mannsins eiga vel við um þig:
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp í mætti sínum
og ófjötraður leitað á fund guðs
síns?“ (Kahlil Gibran.)
Við viljum kveðja þig með bæn-
inni sem mamma biður yfir okkur
er við erum að sofna eða sofnuð.
Núleggégaugunaftur,
6, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt.
Æ, virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Sigvaldi Amar
og Jónný Hekla.
Deyrfé,
deyja frændur,
deyrsjálfuriðsama.
Egveiteinn
að aldri deyr
dómur um dauðan hvem.
(Úr Hávamálum.)
Þessi orð hafa oft komið upp í
huga mér nú síðustu dagana eftir
að ég frétti að Valdi bróðir hennar
mömmu væri dáinn.
Eg hef hugsað með mér hvort al-
mættið hafi sett hann hér á meðal
okkar til að minna okkur á eilíft
gildi kærleikans því ég minnist
þess ekki að hafa séð eins innilegt
og hlýtt samband á milli systkina
eins og hans og Munda og mömmu
þótt þau hittust seint og sjaldan.
Það var einstakt að heyra þau
tala saman og hversu hlýlega þau
töluðu um hvert annað, þar skein
systkinakærleikurinn svo sannar-
lega í gegn og vekur líka óneitan-
lega upp margar spumingar um
hvernig annað fólk ræktar sinn
frændgarð og svarar einnig mörg-
um spumingum um rétt og skyldur
fólks til þess að fá að vita um og
þekkja náin skyldmenni sín.
Oftar en ekki var ég milliliður á
milli þessarar óendanlegu væntum-
þykju og hlýju þegar ég var beðin
að kaupa eitthvað sérstakt fyrir
„systur" eða „bróður" (en þannig
nefndu þau ætíð hvort annað) sem
myndi gleðja þau sérstaklega eða
þau þyrftu sérstaklega á að halda.
Það er mér mikils virði að fá að
hafa kynnst því hversu mikil virð-
ing, hlýja og kærleikur fyrir hvort
öðru var þeim í blóð borin án þess
að hafa haft mörg tækifæri til þess
að rækta samband sín á millum.
Eg kynntist móðurbróður mín-
um ekki fyrr en ég er komin á þrít-
ugsaldur og hann á sjötugsaldri en
svo má segja að tími og aldur hafi
máðst út við nánari kynni því Valdi
var mjög frjór í anda og hugsun og
ekki má gleyma ódrepandi áhuga
hans á stjómmálum og líðandi at-
burðum tengdum þeim.
Oftar en ekki kom hann mér á
óvart með víðsýni sinni og framsýni
í þeim málum þótt ég hugsaði oft
með mér að þetta segði hann bara
til að hleypa mér upp í þeim um-
ræðum.
Valdi heilsaði mér oftast með
orðunum „Sæl, frænka,“ svo kom á
eftir „Hvað finnst þér um...?“
Best man ég hann þó sem snyrti-
legt, gjafmilt glæsimenni, þéttan á
velli og léttan í lund sem kom alltof
sjaldan í heimsókn en þegar hann
kom var oftast kátt á hjalla.
Einu sinni hitti ég hann heima
hjá mömmu og vinkona mín var
með.
Hann bauð henni að kaupa bílinn
sinn, Cortinu, sem var að þeirra
mati gullmoli, vel með farinn og lít-
ið sem ekkert ekinn, fyrir 20 þús-
und krónur og sagði: „Eg er orðinn
sjötugur og það er hættulegt að
gamalmenni eins og ég séu í um-
ferðinni og allir ættu að hætta að
keyra þegar þeir finna sinn tíma.“
Þetta lýsir honum ef til vill betur
en mörg önnur orð hefðu getað sagt
og þó má bæta við að hann spurði
eftir bílnum í mörg ár hvort hann
gengi ekki enn og hvernig vinkonu
minni vegnaði.
Sigvaldi var mikill hagleiksmað-
ur til munns og handa og gjafmild-
ur á verk sín. Eg á eftir hann
hnýtta gjörð sem er brúkuð sem
klukkustrengur, allnokkra stál-
bakka sérsmíðaða undir tertur og
smurbrauðstertur, stálrúllupylsup-
ressu og dótturdóttir mín kera-
mikjólatré að ógleymdum löbern-
um sem hann óf í fyrra og ég setti
upp til hátíðabrigða sem altarisdúk
þegar dótturdóttir mín og nafna
var borin til skírnar heima hjá okk-
ur fyrir hálfum mánuði. Þá montaði
ég mig mikið af frænda sem hefði
ofið þennan löber 85 ára gamall,
glæsilegt verk og engir hnökrar á
því verki.
Valdi mun lifa áfram í minning-
um mínum og minna barna og
barnabama sem eitt af þessum
hugljúfu glæsimennum sem
skreyta tilverana og minna okkur á
eilíft gildi kærieikans.
Guðbjörg
Ingimundardóttir
+ Ásgeir Emilsson
var fæddur á
Hátúni við Seyðis-
fjörð 9. október
1931. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 23. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Emil Theodór Guð-
jónsson og Guðný
Helga Guðmunds-
dóttir. Ásgeir var
yngstur tólf systk-
ina. Sjö þeirra eru á
lífi. Þau eru: Val-
gerður Emilsdóttir, _
búsett á Seyðisfirði, Ásdís Emils-
dóttir, búsett í Keflavík, Vil-
hjálmur Emilsson, búsettur á
Egilsstöðum, Gísli Emilsson, bús-
. ettur í Keflavík, Emil Emilsson,
_ Elskulegur móðurbróðir minn
Ásgeir Emilsson, Geiri, er látinn.
Hann hafði á undanfómum árum
átt við veikindi að stríða sem voru
farin að marka spor sín á hann. En
kallið kom samt öllum að óvörum
því hann hafði fengið ágæta skoðun
í Reykjavík vikunni fyrir andlátið.
Geiri var yngstur tólf systkina.
Hann átti frá upphafi við fötlun að
stríða sem gerði honum erfiðara
fyrir að fóta sig í lífinu en ella.
< --------------------------
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
^fcoinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
búsettur á Seyðis-
firði, Friðrik Emils-
son, búsettur í
Reykjavík og Guð-
rún Emilsdóttir,
búsett í Keflavík.
Látin systkini Ás-
geirs voru Guðjón
Emilsson, sem bú-
settur var í Reykja-
vík, Jórunn Emils-
dóttir Thorshamar,
bjó sfðast í Vest-
mannaeyjum, Guð-
mundur Emilsson
og Valgeir Emils-
son sem báðir voru
búsettir á Seyðisfirði.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Hann lét þá byrði þó aldrei hefta
sig og var ávallt lífsglaður. Geiri
var mjög listrænn og fór alls
ótroðnar slóðir í þeim efnum. Mörg
frændbörnin sem öllum þótti vænt
um Geira frænda, eiga nú til minn-
ingar afrakstur listar hans, sem að-
allega fólst í sérstakri hönnun á
kórónum, litlum ruggustólum og
stólum og borðum, en þessa hluti
vann hann úr niðursuðudósum,
hreint listaverk. Sköpun hans birt-
ist víðar, m.a. í myndhst og ber hús-
ið sem hann bjó í síðustu ár merki
þess.
Fötlun Geira aftraði honum ekki
frá því að leggja sitt af mörkum til
samfélagsins, en hann stundaði sjó-
mennsku framan af ævinni. Lengst
af og til starfsloka starfaði hann við
fiskvinnslu á Seyðisfirði.
Geiri var einfari en þó ávallt
vinamargur og hreif alla sem hon-
um kynntust með sérstökum per-
sónutöfrum sem fólust m.a. í ein-
feldni hans og umhyggju fyrir
lítilmagnanum.
Geiri bjó alla sína ævi á Seyðis-
firði, fyrst í Hátúni við Hánefsstað-
areyri þar sem hann bjó með for-
eldrum sínum og Valgerði systur
sinni og hennar fjölskyldu. Fjöl-
skyldumar fluttust síðan inn í
kaupstað þegar Geiri var kominn á
fullorðinsaldur. Eftir að foreldrar
hans létust með stuttu millibili bjó
hann lengst af einn. Mikill kærleik-
ur ríkti ávallt milli Geira og for-
eldra hans og bar hann mikla virð-
ingu fyrir þeim. Fráfall móður hans
og síðan föður var honum því mikill
missir.
Bakkus var samferðamaður
Geira um skeið og gerði honum
marga skráfveifuna og var nær
búinn að leggja hann að velli fyrir
áratug eða svo. Eftir þá lífsreynslu
sagði Geiri skilið við Bakkus og
sneri sér með enn meiri ákafa að
ýmissi listsköpun eins og áður hef-
ur komið fram.
Á árunum sem Geiri stundaði
sjómennsku kom hann víða við um
landið og dvaldi m.a. nokkrum sinn-
um í Keflavík. Þar kynntumst við
systkinin honum best og eigum
góðar minningar frá þeim tíma.
Kynni okkar héldust ávallt góð og
hittum við hann nú síðast í afmæli
eins bamsins í fjölskyldunni viku
fyrir andlát hans. Þá var hann í
rannsóknum hjá læknunum sínum í
Reykjavík. Þó farið væri að draga
af honum var léttleikinn og stríðn-
isglampinn á sínum stað og þannig
munum við öll minnast hans.
Systkinum hans og öðrum ást-
vinum vottum við, ég og fjölskylda
mín, dýpstu samúð okkar.
Elsku Geiri, hafðu þakkir fyrir
allt og allt. Nú ert þú kominn í faðm
foreldra þinna og himnaföðurins.
Hinstu kveðjur.
Hjördís Ámadóttir og
fjölskylda, Keflavík.
ASGEIR
EMILSSON
ARMANN
BJARNASON
+ Ármann Bjarna-
son fæddist 1
Bjamaborg á Norð-
firði 10. nóvember
1911. Hann lést í
Hraunbúðum í Vest-
mannaeyjum 11.
október siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Landa-
kirkju 16. október.
Afi er dáinn. Þegar
komið er að kveðju-
stund langar mig að
minnast afa með fáein-
um orðum. Ég minnist
afa fyrst sem drengur sem kom í
heimsókn til afa og ömmu í Lauf-
holt. Það var alltaf mikið tilhlökk-
unarefni að koma til afa í Laufholt.
Á sunnudögum var boðið upp á
kakó, pönnukökur og vöfflur með
sultu og rjóma. Að sjálfsögðu. Afi
sá til þess að öllum liði vel. Þjón-
ustulundin var honum í blóð borin.
Við kaffiborðið var spjallað um
heima og geima og hent að mörgu
gaman. Allir fóru mettir frá borði.
Afi fylgdist vel með öllu, einkum
aflabrögðum og mannlífínu í Eyj-
um.
Afi ólst upp á Norðfirði til tvítugs
aldurs. Hann lærði matreiðslu og
starfaði sem þjónn um nokkurt
skeið á Hótel Borg og matsveinn á
millilandaskipum. Eftir það lá leið-
in til Eyja. I Eyjum starfaði hann
sem sjómaður í nokkra áratugi,
lengst af sem kokkur. Hann var eft-
irsóttur sem kokkur, enda sann-
kallaður snillingur á því sviði. Þeg-
ar hann kom í land vann hann ýmis
verkamannastörf. Síðustu árin í ís-
félaginu. Hann vann til 79 ára ald-
urs. Þó hann væri hættur að vinna
úti, var nóg að gera
heima í Laufholti. Það
þurfti að huga að einu
og öðru. Mála húsið,
slá blettinn, taka upp
kartöflur. Aldrei var
stoppað. Fólk á hans
aldri sem alist hefur
upp við kröpp kjör
virðist alltaf þurfa að
vera að.
Afi var hrókur alls
fagnaðar á manna-
mótum. Með létta
lund á góðri stund.
Hann átti gott með að
blanda geði við aðra.
Unga sem aldna. Háa sem lága.
Alltaf gat hann séð skoplegar hliðar
á öllum málum og þá var stutt í
hláturinn. í eðli sínu var hann þó
einfari og alvörugefinn maður.
Hann lifði einföldu lífi. Fór vel með
það sem hann eignaðist um ævina
og bruðlaði ekki með neitt. Að lifa
um efni fram var ekki hans lífsmáti.
Síðustu æviárin dvaldist afi í
Hraunbúðum, dvalarheimili aldr-
aðra í Vestmannaeyjum. Þar undi
hann hag sínum vel, undir hand-
leiðslu frábærs starfsfólks Hraun-
búða, ásamt ömmu, en hún lést fyr-
ir ári síðan. Þessi ár voru þó ekki
alveg þrautalaus. Erfiður upp-
skurður og hrakandi sjón sáu fyrir
því. Kraftar fóru dvínandi með ár-
unum.
En hann setti það ekki fyrir sig.
Þetta var gangur lífsins. Hann lést
sáttur við allt og alla. Löngu búinn
að fylla upp í lífsins kvóta og meira
en það.
Elsku afi minn. Ég þakka þér fyrir
allar þær samverustundir sem við
áttum og kveð þig með söknuði.
Guðmar.