Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 63

Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 63 ----------------------------1 INGÓLFUR MATTHÍASSON + Ingólfur Matt- híasson fæddist á Gjábakka 17. des- ember 1916. Hann lést 18. október síð- astliðinn í Hraun- búðum í Vestmanna- eyjum. Foreldrar hans voru Matthías Gislason, f. 14. júní 1893 í Sjávargötu á Eyrarbakka, fórst með Ara VE 235 14. janúar 1930, og Þór- unn Júli'a Sveins- dóttir, f. 13. júlí 1894 á Eyrarbakka, d. 20. maí 1962. Systkini Ingólfs eru: Sveinn, matsveinn og útgerðar- maður, f. 1918, d. 1998; Oskar, f. 1921, d. 1992; Gísli, f. 1925, d. 1986; Matthildur Þórunn, hús- freyja í Vestmannaeyjum, f. 1926, d. 1986. Hálfsystkini Ing- ólfs eru: Gísli M. Sigmarsson, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 1939; og Erla Sigmarsdóttir, húsfreyja í Vestmannaeyjum, f. 1942. Ingólfur kvæntist 12. aprfl 1983 Pálínu Björnsdóttur, f. 12. maí 1918, d. 1990. Foreldrar hennar voru Björn Pálmason, bóndi, f. 1892, d. 1929, og Sigur- björg Jónsdóttir, húsfreyja, f. 1892, d. 1928. Ingólfur og Pálína bjuggu fyrst á Hásteinsvegi 7 í Vestmannaeyjum en síðan á Hólagötu 20 í Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún Ing- ólfsdóttur, verslunarkona, f. 1938. Hún á þrjú börn með fyrr- um eiginmanni sínum, Olafi Granz. Þau eru: Birna Dögg, f. 1969; Carl, f. 1969, og Sonja, f. 1971. 2) Ægir Rafn Ingólfsson, tann- læknir, f. 1948. Börn hans með fyrr- um eiginkonu, Guð- rúnu Pétursdóttur, eru: Hildigunnur, f. 1976, og Amgun- nur, f. 1979. Sam- býliskona Ægis Rafns er Ragna Margrét Norðdahl og eiga þau einn son, Ingólf Pál, f. 1996. 3) Inga Dís Ingólfsdóttir, f. 1960. Hún er gift Pétri Sigurðssyni. Böm þeirra em: Ingunn Guðmunda, f. 1979, Guðbjörg Marta, f. 1983, og Ing- ólfur Júh'us, f. 1987. Ingólfur lauk vélstjóraprófi 1948 frá Fiskifélagi íslands. Hann hlaut skipstjómarréttindi 1955 og 1958 frá Stýrimanna- skólanum. Hann var stýrimaður frá 16 ára aldri, háseti og seinna vélstjóri á Muggi VE og Helga Helgasyni VE. Hann var skip- sljóri á Hildingi, Frosta og GuII- þóri frá Vestmannaeyjum, skip- stjóri og útgerðamaður á Hafemi VE 23, sem hann átti ás- amt Sveini bróður sínum 1959- 1984. Ingólfur var hafnarvörður í Vestmannaeyjum 1984-1989. Hann sat lengi í stjóm Báta- ábyrgðarfélags Vestmannaeyja og í stjóm Vinnslustöðvarinnar hf. títför Ingólfs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegur afi minn, Ingólfur Matthíasson, var góður maður. Eg gat alltaf komið til hans ef ég datt eða meiddi mig. Þá kom hann alltaf um leið. Ég man eftir öllum góðu stundunum sem ég átti með honum, eins og þegar hann var búinn að skreyta jólatréð. Þegar við krakk- amir komum til hans þá máttum við taka allt af því og skreyta það SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigurlaug Guð- mundsdóttir fæddist í Skolla- tungu (Tungu) í Gönguskörðum í Skagaljarðarsýslu 2. ágúst 1913. Hún lést í Hveragerði 8. október si'ðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þorlák- skirkju í Þorláks- höfn 16. október. Vinkona mín, Sigur- laug Guðmundsdóttir, var jarðsungin laugar- daginn 16. þessa mánaðar 86 ára að aldri. Þetta var hófsöm og falleg at- höfn og algerlega í samhengi við lífshlaup þessarar alþýðuhetju. Hún vildi ekki að blásið yrði í lúðra þótt hún kveddi þennan heim. Það var henni meira virði að þeir sem henni þótti vænt um kæmu og þess óskaði hún áður en hún dó. Það er ekki langt síðan ég skrif- aði kveðjukorn til eiginmanns Laugu, hans Þorsteins Sigvalda- sonar. Allt þeirra hjónaband voru þau einlægir baráttumenn fyrir málstað þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Það var sagt í út- förinni hennar Laugu að hún hefði ekki verið menntuð kona en vitur og trú sínu fólki. Ég vil segja að þótt Lauga hafi aldrei gengið í skóla var hún mjög menntuð manneskja. Orðið mennt eða menntun er af sama stofni og orðið maður. Þeir sem eru mennt- aðir eru þess vegna ekki meiri menn heldur meira menn. Menntun þarf ekki endilega að sækja í skóla. Þar fær fólk skólun og þjálfun og ef vel tekst til einnig menntun. Lauga sótti alla sína visku og menntun í lífið sjálft. Frá barns- aldri vann hún hörðum höndum og allt fram á efri ár. Hún greip í flest þau störf sem við köllum hefðbundin verkamannastörf. Var alls staðar vel liðin í vinnu vegna dugnaðar síns en það þýddi ekki að hún lægi á skoðun- um sínum þegar kom að kjörum hennar fólks. Ég er ekki svo viss um að Lauga hafi lesið mikið í póli- tískum fræðum þótt nægur væri bókarkosturinn í þeim efnum á heimilinu. Hún las auðvitað greinar og tímarit um stjórnmál. En hún sótti visku sína meira í höfuðskáld- in en hún var ákaflega vel lesin. Það var gaman að koma á heimili henn- ar og Steina og renna yfir fallega innbundnar bækurnar í bókaher- berginu. Steini batt þær flestar inn sjálfur en handverk hans var vel þekkt meðal þeirra sem kunna að meta gott bókband. Og ekki var verra þegar heilu ljóðabálkarnir runnu upp úr þeim hjónum. Þegar ég kynntist Laugu og Steina fyrir um 19 árum voru þau komin um sextugt. Steini snuddaði enn í skúmum sínum við bókband, frímerkjasöfnun og smíði lampa, platta og fleira úr skeljum og grjóti og Lauga vann enn í Meitlinum í Þorlákshöfn. Þau voru lífsglatt fólk. Þrátt fyrir erfiðisvinnu og strit alla sína ævi fann ég aldrei fyr- ir biturleika í fari þeirra. Enda voru þau rík. Þau skilja eftir sig vænan hóp barna, tengdabarna og barna- upp á nýtt. Og líka þegar hann leyfði mér að vera uppi á háalofti og skoða dótið sem þar var. Hann fór með mig einu sinni og horfði á mig spranga eftir einn af mörgum bryggjurúntum sem við fóram saman. Og ég á eftir að sakna hans mikið. Þakka þér íyrir allar samverustundirnar sem við áttum, elsku afi minn. Takk fyrir allt. Ertu þá farinn? Þá ert þú farinn frá mér. Hvarertþúnúna? Ertþúuppiáhimnum og hvílir á góðum stað hjá ömmu? Þinn Ingólfur Pétursson. Elskulegur afi okkar, Ingólfur Símon Matthíasson, er látinn. Við ætlum að minnast nokkurra atriða um hann. Eitt skiptið vorum við fjölskyldan og afi og amma í Gríms- nesi. Svo á sunnudegi fóru allir heim nema við stelpumar. Við fengum að fara til Vestmannaeyja með afa og ömmu. I þessari heim- sókn fórum við að skoða lömbin úti í Eyjum og þau hoppuðu út um allt og léku sér. Heima hjá afa og ömmu var sérstök sparistofa sem var bannað að fara inn í og stálumst við stundum inn og afi bjargaði okkur úr vandamálunum sem við lentum í við að fara inn í sparistof- una. Og líka þegar við fengum að fara út og labba með Rósulind eftir algjört suð, en því fylgdu tvö skil- yrði, að hún ætti að fara í kápuna sína og við áttum að forðast alla polla. I þessu ljóði viljum við kveðja elskulegan afa okkar. Þúfórst þúfórstáðurenéggat kvattþig. Núna get ég hvorki talað né hitt þig nema í huganum og draumum. En þú munt alltaf vera hjá mér. Vera í hjarta mínu, allar minningamar um þig og brosið. Ingunn og Guðbjörg. barna sem öll héldu góðu vina- sambandi við þau allt til hins síð- asta. Og þau voru rík af kærleik til sinna og til allra þeirra sem stóðu höllum fæti. Þau hjónin gátu bæði verið ákaf- lega hvassyrt ef þau þóttust verða vör við óréttlæti einhvers staðar í þjóðfélaginu. Þá var eins og maður væri kominn á heljarinnar pólitísk- an fund í eldhúsinu hjá þeim og lá við að samdar væru ályktanir. En það var líka ákaflega stutt í glensið og gamansemina hjá þeim báðum, sérstaklega ef tekið var í spil. Mér leið alltaf eins og heima hjá mér hjá þeim og fyrir það verð ég þeim ævi- langt þakklátur. Ef ég er heppinn hef ég mennt- ast eitthvað, orið meira maður, af kynnum mínum af þessu góða fólki. Við vinir þeirra og ættingjar getum best heiðrað minningu þeirra með því að taka við kyndlinum sem þau báru alla sína ævi. Ég sendi börn- um þeirra og öðrum ættingjum og vandamönnum mínar einlægustu kveðjur. Heimir Már Pétursson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. LILJA JÓNSDÓTTIR + Lilja Jónsdóttir fæddist á Garð- stöðum í Vest,- mannaeyjum 14. aprfl 1916. Hún lést 22. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Eyjólfsdóttir, hús- feyja, f. 9. október 1887 íKeflavík, d. 9. júlí 1923, og Jón Pálsson, ísláttar- maður, f. 24. aprfl 1874 undir Eyjafjöll- um, d. 10. janúar 1954. Systkini Lilju . eru Halldór, f. 28. september 1908, d. 4. júlí 1976; Sigurður, f. 28. febrúar 1912, d. 16. aprfl 1988; Björgvin, f. 17. mars 1914, d. 16. júlí 1989; Helga, f. 20. ágúst 1917; Páll Eydal, f. 8. des- ember 1919, d. 27. október 1996; Eyjólfur, f. 27. mars 1922, d. 6. október 1959. Frá sjö ára aldri ólst hún upp hjá fósturforeldrum þeim Odd- nýju Elínu Jónsdóttur, f. 1878, d. 1967 og Guðmundi Gíslasyni, f. 1883, d. 1969, útvegsbónda á Vil- borgarstöðum í Vestmannaeyj- um. Oddný og Guðmundur bjuggu á Vilborgar- stöðum til 1930; síð- an í Reykjavík. Börn þeirra og upp- eldissystkini Lilju vora Jónas Þor- bergur, f. 4. júlí 1908, d. 1. október 1979; Margrét Ingi- björg, f. 9. júní 1909, d. 7. mars 1976; Magnús, f. 29. aprfl 1912, d. 10. nóvember 1961; Haraldur Kristinn, f. 30. júlí 1922, d. 29. nóvember 1981. Lilja giftist Ara Bergþóri Oddssyni 1954. Hann er fæddur 2. ágúst 1924. Foreldrar hans vora Sigrfður Bergsteinsdóttir og Oddur Pálsson. Dætur Lilju og Ara eru: 1) Guðrún Jóna, f.18. janúar 1955, gift Sigurði J. Ög- mundssyni. Synir þeirra era Ari Bergþór og Jón Oddur. 2) Sigríð- ur, f. 14. sept 1956, gift Guð- mundi Finnssyni. Synir þeirra era Finnur Sigurður og Amar Páll. títfor Lilju fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14 * í dag kveðjum við umhyggju- sömustu konu sem við höfum kynnst á ævinni. Ekki mátti hún vita af einhverjum sem hún þekkti sem átti við veikindi að stríða eða átti bágt á einhvem hátt. Varð henni ekki rótt fyrr en hún var búin að heimsækja viðkomandi. Þannig var okkar ástkæra tengdamóðir Lilja Jónsdóttir, sem ávallt var til- búin að gefa það sem hún gat af sér og sínu. Þegar viðkomandi maldaði í móinn var svarið ávallt hjá henni, ekki tek ég þetta með mér í gröfina. Alltaf var jafnfriðsamlegt að koma í Lyngholtið eins og við köll- uðum það, setjast á bekkinn í eld- húsinu og þiggja kaffi, svo ekki sé minnst á meðlætið sem var yfirleitt lágmark þrjár til fjórar tegundir, og yfirleitt var viðkvæðið: Það er verst að ég á ekkert með kaffinu handa ykkur. í ágústbyrjun var fjölskyldan saman komin á Akureyri þar sem haldið var upp á 75 ára afmæli tengdaföður okkar. Þrátt fyrir að Lilja þyrfti að styðjast við staf var glaðværðin og umhyggjusemin fyr- ir fjölskyldunni alltaf í fyrirrúmi. Það var ávallt mikil eftirvænting hjá barnabömunum á kvöldin hvað amma Lilja mundi setja í namm- iskálina í kvöld og ekki var eftir- væntingin síðri hjá okkur. Þessi sumarbústaðaferð var sú síðasta af mörgum góðum ferðum þar sem við förum saman um landið og mun minning um Lilju lifa meðal okkar og barna okkar. Hún Lilja var einstök húsmóðir sem hugsaði um það eitt að fjöl- skyldunni liði vel. Megi algóður guð geyma hana og þær ánægjustundir sem við áttum saman. Tengdasjmimir, Guðmundur og Sigurður. Elsku mamma það er svo sárt að , kveðja þig. Það vantar svo mikið þegar þú ert ekki hjá okkur lengur. Þú kvaddir svo snögglega og við vorum ekki viðbúnar, auðvitað vild- um við hafa þig lengur hjá okkur en við það varð ekki ráðið, almættið sá um það. Við hugsum til baka og rifj- um upp þær gleðistundir sem við höfum átt saman þessi litla fjöl- skylda okkar. Það verður tómlegt að koma á Aðalgötuna og engin mamma. Elsku pabbi, missirinn er mikill og söknuðurinn sár. Guð gefi þér styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Eglifi’í Jesúnafni, í Jesú nafni’ ég dey, þó heilsa’ og líf mér hafni hræðistégdauðannei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ ég segi: Komþúsæll.þáþúvilt. (Hallgr. Pét) Þínar dætur Guðrún og Sigríður. + GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR frá Ásgarði, Vestmannaeyjum, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 1. nóvember kl. 13.30. Svanhildur Guðmundsdóttir og fjölskylda. + Innilegar þakkir sendum við til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát föður okkar, MAGNÚSAR Ó. VALDIMARSSONAR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Katrín Edda Magnúsdóttir, Már Magnússon. f J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.