Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 64

Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ ^64 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999__________________ MINNINGAR % + Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, SIGURÐUR THORLACIUS RÖGNVALDSSON, sem lést af slysförum mánudaginn 25. október verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 1. nóvember kl. 13:30. Nanna Lind Svavarsdóttir, Svanhvít Sif Sigurðardóttir, Ari Thorlacius Sigurðsson, Kristín R. Thorlacius, Hildur Rögnvaldsdóttir, Þrándur Rögnvaldsson, Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, Finnbogi Rögnvaldsson, Örnólfur Einar Rögnvaldsson, Ólafur Rögnvaldsson. Páll Benediktsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Sven Aschberg, Árni Þór Vésteinsson, Markús Gunnarsson, Sæbjörg Kristmannsdóttir, Magnea Þóra Einarsdóttir, Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA JÓNÍNA SVEINSDÓTTIR, áður til heimilis í Vesturbergi 80, verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánu- daginn 1. nóvember kl. 13.30. Sveinn Á. Haraldsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Huida Haraldsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Hrönn Haraldsdóttir, Trausti L. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÍVAR NIKULÁSSON, Strandaseli 11, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 16. októ- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Valdemarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞORBERGSDÓTTIR frá Sléttu í Fljótum, Dalbraut 27, Reykjavík, lést að morgni þriðjudagsins 26. október. Jarðsett verður frá Áskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 10.30. Ásta Sveinsdóttir, Páll Sveinsson, Bragi Sveinsson, Karl Sveinsson og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför elskulegrar móður okkar, tengda- mömmu, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR BJARNHEIÐAR GfSLADÓTTUR, Garðvangi, áður til heimilis á Hringbraut 70, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs fyrir elskulega umönnun. Gíslína S. Farnsworth, William W. Farnsworth, María S. Weiner, Norman G. Weiner, Ómar Steindórsson, Guðlaug Jóhannsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Axel Steindórsson, Brynja Sigfúsdóttir, Guðrún Dóra S. Cabrera, Pete Cabrera, barnabörn og barnabarnabörn. NIKULÁSINGI VIGNISSON + Nikulás Ingi Vignisson fædd- ist í Draminen í Noregi 6. septem- ber 1978. Hann lést í Alasundi í Noregi 10. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskapellu 22. október. Elsku Nikulás minn. „Þetta er það bréf sem þér mun aldrei berast. Prýða það þau orð sem þú munt aldreí sjá. Sem spinna ótal sögur sem þér verða aldrei sagðar. I því er sú ást sem aldrei var þér tjáð. A því fínnast tár sem eitt það vildu lækna öll þín sár. Það er snert af hönd sem skellfur frá hjartans önd. I minningu um þig.“ Einu sinni vorum við lítil og ljós- hærð börn sem lékum okkur áhyggjulaust að lífinu. Við trúðum á allt það góða í heiminum og fólk- inu sem þar lifði. Við gátum verið ansi stórtæk þegar þannig var á okkur hátturinn og við vorum dug- leg við að blása kjarki hvort í ann- að. Saman duttu okkur ótrúlegustu hlutir í hug og saman komum við þeim í framkvæmd. Þó að við höf- um verið áhyggjulaus, voru ekki allir á sömu nótunum og skutum við okkar nánustu ofi skelk í bringu. Til að mynda einn góðan dag þegar við ákváðum að skreppa í smáheimsókn til henn- ar Lóu að kíkja á kett- ina án þess að spyrja kóng eða prest. Aður en á leiðarenda var komið gerði mikið óveður þannig að búið var að senda út leitar- sveit þegai- við komum loks í leit- irnar. Aðspurð við heimkomuna sögðumst við bara ekkert hafa get- að að þessu gert. Það hafði verið svo vont veður að við þurftum að loka augunum. Með lokuð augun sáum við ekki neitt og rötuðum bara ekkert heim. Svo varð henni Jónu ömmu okk- ar ekki lítið bilt við er hún einn góðan veðurdag stökk inn í skóbúð- ina í Keflavík. Litlu ormarnir í baksætinu voru ekki lengi að taka bflinn úr handbremsu og láta bflinn renna af stað með þeim afleiðing- um að hann rúllaði út á akbrautina og í bflastæði kaupfélagsins hinum megin við götuna. Ævintýrin tóku seint enda. Til dæmis gleymi ég því aldrei er ég heimsótti þig til Noregs fimm til sex ára gömul með mömmu. Þegar við erum að trítla allsber út í garð + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA KARÍTAS EYJÓLFSDÓTTIR, Brekkustíg 14, Reykjavik, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 28. október. Sigríður Þóra Ingadóttir, Grétar Sigurðsson, Þórður Ingason, Helga Guðbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR EYJÓLFSSONAR pípulagningameistara, Víðihvammi 8, Kópavogi. Margrét Sigþórsdóttir, Sigþór Magnússon, Hrund Magnúsdóttir, Eyrún Magnúsdóttír, Gunnar Þór Finnbjörnsson, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTRÍÐAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði, Stella Friðriksdóttir, Gréta Friðriksdóttir, Sigmar Ólason, Steinunn Friðriksdóttir, Jón Árnason og barnabörn. að leika okkur og ég er að labba niður stigann finn ég hárið mitt allt í einu blotna og uppgötvaði ég mér til mikillar óhamingju að þetta væri ekki rigning heldur þú að pissa í hárið á mér. Manstu síðan eftir því þegar við vorum í sumarbústað í Noregi og litli strákurinn hans Sveins var með. Við vorum með svo mikil læti og umstang þegar við áttum að fara að sofa, að hann var settur í annað herbergi. En í stað þess að láta kyrrt liggja uppgvötuðum við að hægt var að klifra yfir vegginn í herberginu okkar yfír í herbergið hans. Og þegar leiðin var fundin gat ekkert hindrað okkur. Uppátæki okkar voru jafnmörg og þau voru misjöfn. Borgarvegur- inn var lengi vel vettvangur okkar og athafnasvæði og margir skandalarnir voru framkvæmdir þar. Eins og þegar við sturtuðum öllum snyrtivörunum hennar ömmu í baðið þar með talið sápur, krem, pappír og púður þannig að það var varla pláss fyrir okkur í baðinu. Síðan busluðum eins og við ættum lífið að leysa svo að það þurfti stígvél til að fiska okkur upp úr. Eg man eftir því þegar þú gistir hjá okkur inn á Kópubraut og vaknaðir undir arninum. Eg man eftir henni Nikólínu, páfagauknum sem ég skírði eftir þér. Eg man eft- ir bréfunum sem við skrifuðum þegar við vorum lítil. Ég man eftir svo mörgum góðum stundum sem munu seint gleymast. Uppátækjasemin eltist seint af okkur, því eldri sem við urðum urðu afköstin meiri og hugmynd- irnar fleiri. Manstu þegar við stál- um viðarplönkunum af byggingar- svæði og vorum langt komin með að byggja kofa undir svölunum hjá ömmu og afa þegar óánægjuraddir voru famar að berast frá nágrönn- um þeiira í kjallaranum sem sáu víst ekkert út. Ég gleymi aldrei sumrinu sem ég heimsótti þig úti í Noregi. Fyrsta daginn hjólaðir þú með mig niður í Gol og fórst með mig inn í einhverja sjoppu. Ég hafði mis- reiknað muninn á ísl. og norsku krónunni og hélt að allt nammið kostaði meira en 500 kr. ísl. Síðan hjóluðum við niður að ánni klædd- um okkur úr fötunum og stungum okkur til sunds. Þetta var fallegur sólskinsdagur og við létum síðan þoma af okkur á steinunum. Þetta sama sumar fórum við á eyjuna IJto med ungdom i mót nar- kotika. Þar kynntumst við yndis- legu fólki eins og Ove, Kjetel, Ma- ja, Synne, Stien og fleiri. Við lærð- um klettaklifur til að byrja með en skiptum svo um hóp og fóram að læra breakdans, síðan var fundað og spjallað langt fram eftir kvöldi. Við höfðum alltaf eitthvað nýtt og spennandi fyrir stafni frá morgni til kvölds. Fyrir þennan tíma verð ég þér að eilífu þakklát. Þær stundir sem við áttum sam- an sem hálffullorðið fólk, bæði að reyna fóta okkur í lífinu, em mér afar kærar. Ég græt það sárt að þær hafi ekki orðið fleiri. Mér þykir leitt að fá ekki að upplifa þig full- orðinn mann og sjá þig sigrast á því sæta og súra í lífinu. Fyrir mér varst þú sá stóribróðir sem ég aldrei átti, þú varst frændi minn en fyrst og fremst mjög kær vinur. Þú hefur verið fastur punktur í tilveru minni frá því ég man eftir mér. Því tilveran þín og tilveran mín hafa tif- að við sama takt um tímana tvenna. Heimurinn þinn og heimurinn minn hafa haldist í hendur um hvunn- dags daga. Brosin þín og brosin mín hafa brosað breitt í báðar áttir. Draumarnir þínir og draumarnir mínir hafa dafnað og dáið á sama degi. Hver sem fjarlægðin var sem skildi okkur að var hjartað allaf á sama stað. Ég hlakkaði til komu þinnar og grét við brottför þína. En það hvarflaði aldrei að mér að ég þyrfti að kveðja þig í hinsta sinn svona ungan að áram. Nú stendur stórt skarð eftir þar sem líf þitt áð- ur stóð. Þetta skarð er sem dalur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.