Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 66
MORGUNBLAÐIÐ
66 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
v—
MESSUR Á MORGUN
Guðspjall dagsins:
Hve oft á að fyrirgefa?
(Matt. 18.)
* ÁSKIRKJA: Kirkjuvika Áskirkju 31.
*október - 7. nóvember. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Kaffisala: Hjálþarstarf kirkjunnar.
Einsöngur: Anna Sigríður Helga-
dóttir.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa
kl. 11. Léttir söngvar, biblíusögur,
bænir, umræður og leikir við hæfi
barnanna. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
* þjónusta kl. 10.15. Prestur sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson. Organisti
Kjartan Ólafsson. Rangæingakór-
inn syngur.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl.
11. Guðsþjónusta kl. 11. Barnakór
Grensáskirkju syngur undir stjórn
Margrétar J. Pálmadóttur.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr.
Ólafur Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu-
morgunn kl. 10. Guðsmyndin í
bænaversum Hallgríms Pétursson-
ar: Sr. Sigurður Pálsson. Siðbótar-
dagu inn. Messa og barnastarf kl.
11:00. Schola cantorum syngur.
Organisti Hörður Áskelsson. Sr.
Jón D. Hróbjartsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. María Ágústsdóttir.
HÁTEIGSKIRKJA: Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa
kl. 14. Organisti Douglas A.
Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskuþs. Messa kl. 11 á
siðbótardeginum. Sr. Kristján Valur
Ingólfsson messar. Félagar úr Kór
Langholtskirkju syngja. Organisti
Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir
messu. Þar mun sr. Kristján Valur
h fjalla um grundvallarhugtak siðbót-
arinnar: Réttlæting af trú. Lúthersk
kirkja og rómversk-kaþólsk; sam-
staða og ágreiningur. Barnastarf í
safnaðarheimilinu kl. 11. Fönd-
urstund. Umsjón Lena Rós Matthí-
asdóttir.
LAUGARNESKIRKJA: Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugar-
neskirkju syngur, organisti Bjarni
Jónatansson. Hrund Þórarinsdóttir
stýrir sunnudagaskólanum með
sínu fólki. Prestur sr. Bjarni Karls-
son. Messukaffi og djús fyrir börnin
á eftir. í prédikun verður fjallað um
kynlífsiðnaðinn á ísiandi, en í dag
(laugardag) er haldið málþing á
vegum fullorðinsfræðslu safnaðar-
ins um það efni. Messa kl. 13 í
r Dagvistarsalnum, Hátúni 12. Félag-
ar úr Kór Laugarneskirkju syngja,
organisti Bjarni Jónatansson. Guð-
Fríkirkjan
í Reykjavík
Barnaguðsþjónusta
kl. 11.00.
Fuglunum gefið brauð í lok samveru.
Umsjón: Konni og Hrafnhildur.
Guðsþjónusta kl. 14.00.
Prestur sr. María Ágústsdóttir.
Kór Skálholtskirkju syngur undir stjórn
Hilmars Arnar Agnarssonar.
Aldraðir úr Kópavogi koma í heimsókn.
Organisti Kári Þormar.
Tónleikar í kirkjunni kl. 20.00.
Kór Skálholtskirkju syngur ásamt
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur.
Þorkell Jóelsson leikur á horn.
Undideikari Kári Þormar.
Stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson.
Kvenfélag Fríkirkjunnar heldur fund í
Safnaðarheimilinu fimmtudagskvöldið
4. nóvember kl. 20.30.
Gestur fundarinsverður
Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttirjj
hjúkrunarfræðingur.
Hjörtur Magni Jóhannsson.
-E3L
Grundarfjarðarkirkja.
rún K. Þórsdóttir djákni, Gréta
Scheving og sr. Bjarni Karisson
þjóna.
NESKIRKJA: Sunnudagaskólinn
kl. 11. Átta til níu ára starf á sama
tíma. Guðsþjónusta kl. 14 á vegum
Önfirðingafélagsins. Prestur sr. Ön-
undur S. Björnsson. Organisti
Reynir Jónasson. Einsöngur Inga J.
Backman. Kristín Gunnlaugsdóttir
les ritningarlestur. Að lokinni guðs-
þjónustu verður kirkjukaffi í safnað-
arheimilinu á vegum kaffinefndar
Önfirðingafélagsins.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Barnastarf á sama
tíma. Organisti Sigrún Steingríms-
dóttir. Prestar sr. Sigurður Grétar
Helgason og sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir. Fundur með foreldr-
um fermingarbarna að lokinni
messu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Samvera
aldraðra í kirkjunni kl. 14. Valgerður
Gísladóttir, framkvæmdastjóri Elli-
málaráðs Reykjavíkurprófasts-
dæma, flytur erindi: „Tveir hópar
aldraðra". Einsöngur og kaffi.
(SLENSKA KIRKJAN ERLENDIS:
Messa í Gautaborg sunnudag 31.
okt. kl. 14 í norsku sjómannakirkj-
unni. Prestur sr. Þorvaldur Karl
Helgason. Organisti Tuula Jóhann-
esson. Einsöngur Stefán Stefáns-
son.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Fuglunum
gefið brauð í lok samveru. Umsjón
Konní og Hrafnhildur. Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestur sr. María
Ágústsdóttir. Kór Skálholtskirkju
syngur undir stjórn Hilmars Arnar
Agnarssonar. Aldraðir úr Kópavogi
koma í heimsókn. Organist Kári
Þormar. Tónleikar í kirkjunni kl. 20.
Kór Skálholtskirkju syngur ásamt
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Þorkell Jó-
elsson leikur á horn. Undirleikari
Kári Þormar. Stjórnandi Hilmar Örn
Agnarsson. Kvenfélag Fríkirkjunnar
heldur fund í safnaðarheimilinu
fimmtudagskvöldið 4. nóvember kl.
20.30. Gestur fundarins verður
Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir,
hjúkrunarfræðingur. Hjörtur Magni
Jóhannsson.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 árdegis. Organleikari: Pavel
Smid. Vænst er þátttöku væntan-
legra fermingarbarna og foreldra
þeirra í guðsþjónustunni. Barna-
guðsþjónusta kl. 13. Barnakór
kirkjunnar syngur undir stjórn Mar-
grétar Dannheim. Bænir, fræðsla,
söngvar, sögur og leikir. Foreldrar,
afar og ömmur eru boðin velkomin
með börnunum. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta
á sama tíma. Organisti: Daníel Jón-
asson. Tómasarmessa kl. 20 í sam-
vinnu við félag guðfræðinema og
kristilegu skólahreyfinguna. Fyrir-
bænir og fjölbreytt tónlist. Kaffisopi
í safnaðarheimilinu að messu lok-
inni. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Kl. 11.
Messa. Prestur sr. Gunnar Sigur-
jónsson. Organisti: Örn Falkner.
Sunnudagaskóli á sama tíma. Létt-
ur málsverður eftir messu.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Organisti
Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón-
usta á sama tíma. Umsjón Margrét
Ólöf Magnúsdóttir. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11.
Prestur sr. Vigfús Þór Árnason.
Umsjón: Hjörtur og Rúna.
Organisti: Hörður Bragason.
Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11.
Prestur sr. Sigurður Arnarson. Um-
sjón: Signý, Guðrún og Guðlaugur.
Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogs-
kirkju kl. 14. Sóknarþresturinn á
Siglufirði sr. Bragi Ingibergsson
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
sr. Vigfúsi Þór Árnasyni sóknar-
presti Grafarvogskirkju. Kór Grafar-
vogskirkju og Kirkjukór Siglufjarðar
syngja undir stjórn Antoníu Hevesi
og Harðar Bragasonar organista.
Einsöngur: Hlöðver Sigurðsson.
Meðhjálpari: Hermann Jónasson.
Kirkjukaffi í boði Kórs Grafarvogs-
kirkju að lokinni guðsþjónustu. Kór
Grafarvogskirkju syngur. Organisti:
Hörður Bragason. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Tónlistarguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. íris Kristjáns-
dóttir þjónar. Kammerkór Hjalla-
kirkju syngur og leiðir safnaðar-
söng. Organisti: Jón Ólafur Sig-
urðsson. Barnaguðsþjónusta í
kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl.
11. Við minnum á bæna- og kyrrð-
arstund á þriðjudag kl. 18. Prest-
arnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta í safnaðarheimilinu Borg-
um kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son. Organisti: Hrönn Helgadóttir.
SELJAKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. irma Sjöfn
Óskarsdóttir þjónar. Kórar kirkj-
unnar leiða söng. Organisti og kór-
stjóri er Gróa Hreinsdóttir. Ath.
guðsþjónustunni verður útvarpað.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar. Fermd verð-
ur: Sigrún Valsdóttir. Heiðarseli 4,
Reykjavík. Altarisganga. Organisti
er Gróa Hreinsdóttir. Guðsþjónusta
í Skógarbæ kl. 16. Sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir prédikar. Organisti er
Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN:
Morgunguðsþjónusta kl. 11.
Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Eft-
ir stundina er sameiginlegur matur.
Allir koma með mat og leggja á
hlaðborð. Samkoma kl. 20. Mikil
lofgjörð og fyrirbænir. Olaf Engs-
bráten prédikar. Allir eru hjartan-
lega velkomnir.
KROSSINN: Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
KLETTURINN: Krakkakirkja kl. 11
fyrir alla fjölskylduna. Samkoma kl.
20. Prédikun orðsins og mikil lof-
gjörð og tilbeiðsla. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl.
16.30. Lofgjörðarhópurinn syngur,
ræðumaður Snorri Óskarsson frá
Vestmannaeyjum. Ungbarnakirkja
fyrir 0-3 ára og barnakirkja fyrir 3-
12 ára á sama tíma. Allir hjartan-
lega velkomnir.
BOÐUNARKIRKJAN: Alla laugar-
daga kl. 11 bibliufræðsla. Ræðu-
maður dr. Steinþór Þórðarson. Alla
sunnudaga kl. 17 erindi; „Þegar
Jesús breytti vatni í vín“. Dr. Stein-
þór Þórðarson. Mánudaga og mið-
vikudaga kl. 20 námskeið um Opin-
berunarbókina. Alla fimmtudaga kl.
15 talar Steinþór á Hljóðnemanum
FM 107.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugar-
dag kl. 13: Laugardagsskóli.
Sunnudag kl. 19.30 bænastund. Kl.
20 hjálpræðissamkoma. Kafteinn
Miriam Óskarsdóttir talar. Mánu-
dag kl. 15: Heimilasamband fyrir
konur.
KFUM og KFUK v/Holtaveg:
Samkoma sunnudaga í aðalstöðv-
um KFUM og KFUK við Holtaveg
kl. 17. Stjórnandi sr. Jóna Hrönn
Bolladóttir, miðbæjarprestur KFUM
& K. Fluttar verða glóðvolgar fréttir
úr næturlífi Reykjavíkurborgar og
miðbæjarstarfi KFUM og KFUK.
Unglingar úr miðbæjarstarfinu lesa
úr ritningunni og syngja. Hugvekju
flytur Bolli Pétur Bollason, guð-
fræðinemi. Boðið verður upp á
samveru fyrir börn á meðan á sam-
komunni stendur. Skipt í hópa eftir
aldri. Eftir samkomuna verður seld
samfélagseflandi máltíð á fjöl-
skylduvænu verði. Komið, heyrið
og upplifið hvað þau í miðbæjar-
starfi KFUM & K hafa fram að færa.
Samkomutími u.þ.b. ein klukku-
stund. Allir velkomnir.
KRISTSKIRKJA, Landakoti, er
lokuð vegna viðgerða. Messur í
Dómkirkjunni sunnudaga kl. 9.30
og 14. Messa kl. 18 á ensku. Mán.
1.11.: Allra heilagra messa. Messa
kl. 8 í kapellu Landakotsspítala.
Biskupsmessa kl. 18 í Dómkirkj-
unni við Austurvöll. Þri 2.11.: Allra
sálna messa. Messur kl. 7, 7.30, 8
og 18 í kapellu Landakotsspítala.
Mið.-föst.: Messur kl. 8 og 18 í
kapellu Landakotsspítala. Laugar-
dag: Messa kl. 18 í kapellu Landa-
kotsspítala.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8:
Messa sunnudag kl. 11. Mán.: Allra
heilagra messa. Messa kl. 18.30.
Virka daga kl. 18.30. Laugard.:
Messa kl. 18.30 (á ensku).
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30. Mán.:
Allra heilagra messa kl. 18. Þri.:
Allra sálna messa kl. 18. Laugard.
Messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Messa sunnudaga kl. 8.30. Mán.:
Allra heilagra messa. Messa kl.
8.30. Messa laugardaga og virka
daga kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavik:
Skólavegi 38. Messa sunnudag kl.
14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu
7: Messa sunnudag kl. 10. Mán.:
Allra heilagra messa. Messa kl.
18.30. Messa laugardag og virka
daga kl. 18.30.
RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag
kl. 17. Mán.: Allra heilagra messa:
Messa kl. 18.
AKUREYRI: Laugard.: Messa kl.
18. Sun.: Messa kl. 11 (biskupa-
messa).
FÆEYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ:
Samkoma á morgun kl. 15.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjal-
arnesi: Guðsþjónusta kl. 11 f.h.
Fermingarbörn sérstaklega boðin
velkomin ásamt foreldrum sínum.
Gunnar Kristjánsson, sóknarprest-
ur.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. „Vorboðarnir", kór aldr-
aðra í Mosfellsbæ, kemur í heim-
sókn og syngur nokkur lög undir
stjórn Páls Helgasonar. Organisti
Jónas Þórir. Kirkjukór Lágafells-
sóknar. Kirkjukaffi í skrúðhússaln-
um. Bamastarf í safnaðarheimilinu
kl. 11. Jón Þorsteinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskólar í kirkju og Hval-
eyrarskóla kl. 11. Munið sunnu-
dagaskólabílinn sem ekur til og frá
kirkju. Messa kl. 14, altarisganga.
Heimsókn úr guðfræðideild Háskóla
íslands. Hjalti Hugason, prófessor
og forseti guðfræðideildar, prédikar.
Guðfræðinemar lesa ritningarorð.
Prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr.
Gunnþór Jngason. Eftir messuna er
Strandberg opið og dr. Gunnar Kri-
stjánsson, prófastur, leiðir þar um-
ræður um gildi siðbreytingar og
samkirkjulegs starfs. Taize-messa
kl. 18. Prestur sr. Þórhildur Ólafs.
Orgelleikari við báðar messurnar
Natalia Chow. Félagar úr kór Hafn-
arfjarðarkirkju leiða söng.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Kór Víðistaðakirkju syngur.
Organisti Úlrik Ólason. Sigurður
Helgi Guðmundsson.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Umsjón Sigríður
Kristín, Edda og Örn. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Þóra V. Guð-
mundsdóttir. Einar Eyjólfsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Gospelmessa
með altarisgöngu kl. 11. Kór kirkj-
unnar leiðir almennan safnaðar-
söng. Barn borið til skírnar. Tónlist-
in verður gospel-tónlist. Hljóðfæra-
leikur verður í höndum þeirra Jó-
hanns Baldvinssonar organista og
píanóleikara, Matthíasar Hemstock
trommuleikara og Jóns Rafnssonar,
kontrabassaleikara. Fermingarböm
lesa ritningarlestra. Fermingarbörn
úr hópum A og B, ásamt foreldrum,
eru sérstaklega beðin um að mæta
vel, vegna þess að fundur um ferm-
ingarstarfið verður að aflokinni
messu fyrir hópa A og B. Þar verð-
ur meðal annars myndasýning frá
ferðunum í Vatnaskóg. Allir eru að
sjálfsögðu velkomnir til messunnar.
Sunnudagaskóli verður á sama
tíma í kirkjunni, yngri og eldri deild.
Hans Markús Hafsteinsson.
BESSASTAÐAKIRKJA: Sunnu-
dagaskólinn kl. 13 í myndlistarstofu
íþróttahússins. Rúta ekur hringinn.
Hans Markús Hafsteinsson.
KÁLFAT J AR N ARSÓKN: Kirkju-
skólinn í dag, laugardag, kl. 11 í
Stóru-Vogaskóla. Hans Markús
Hafsteinsson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór
Njarðvíkur syngur undir stjórn Stein-
ars Guðmundssonar organista.
Sunnudagaskóli kl. 11. Fermingar-
böm aðstoða við brúðuleikhús.
Leikið á fiðlu. Foreldrar hvattir til að
mæta með bömum sínum og taka
þátt í starfinu með bömunum. Bald-
ur Rafn Sigurðsson.
NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 og fer hann fram í
Ytri-Njarðvíkurkirkju. Bíll fer frá
safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík
kl. 10.45. Bjarmi, félag um sorg og
sorgarviðbrögð á Suðurnesjum.
Nærhópur í Ytri-Njarðvíkurkirkju
mánudagskvöld kl. 20. Fjórða
skiptið. Baldur Rafn Sigurðsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Kirkjudag-
ur eldri borgara. Sunnudagaskóli
kl. 11 árd. Munið skólabílinn.
Messa kl. 14. Altarisganga. Lilja G.
Hallgrímsdóttir, djákni, prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sóknar-
presti. Kór eldri borgara syngur
undir stjórn Agátha Jo. Organisti
Einar Örn Einarsson. Sóknarnefnd
býður til kaffidrykkju í Kirkjulundi
eftir messu. Rúta fer um Suðurgötu
og Faxabraut kl. 13.30 og til baka
að loknu kaffi í Kirkjulundi.
HVALSN ESKIRKJ A: Guðsþjón-
usta kl. 14. Kór Hvalsneskirkju
syngur. Helgistund í Garðvangi kl.
15.15. Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 20.30. Kór Útskálakirkju syngur.
Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Mánudagur: Fyrirbæna- og kyrrð-
arstund kl. 20.30. Boðið upp á
kaffi. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Hádegis-
bænir kl. 12.10 þríðjudag til föstu-
dags. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Nú koma allir krakkar.
Baldur, Sigþrúður, Róbert og Fróði.
HJALLAKIRKJA í Ölfusi: Messa
kl. 14. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprest-
ur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Jón Ragnarsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa
sunnudag kl. 11. Unglingakór Hall-
grímskirkju syngur. Sóknarprestur.
TORFASTAÐAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta sunnudag kl. 14.
Söngur, fræðsla, sögur, bænir,
samfélag. Sóknarprestur.
SKEIÐFLATARKIRKJA: Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 14.
Organisti er Kristín Björnsdóttir. Al-
mennur safnaðarsöngur. Sóknar-
prestur. Munið kirkjuskólann í Vík-
urskóla á laugardögum kl. 11.15-
12.
FLATEYRARKIRKJA: Almenn
guðsþjónusta kl. 11. Athugið
breyttan messutíma. Barnastarf á
sunnudögum kl. 11.15 skv. nánari
auglýsingu. Guðspjallið í myndum,
ritningarvers, bænir, sögur, söngv-
ar. Afmælisbörn fá sérstakan
glaðning. Sr. Gunnar Björnsson.
REYKHOLTSKIRKJA: Allra heil-
agra messa sunnudag kl. 14. Sókn-
arprestur.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl.
11. Kór ísafjarðarkirkju syngur.
Organisti Hulda Bragadóttir. Sr.
Magnús Erlingsson.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. 1.
nóv.: Kyrrðarstund kl. 18. 2. nóv.:
Biblíulestur kl. 20. Sóknarprestur.
EIÐAKIRKJA: Barnastarf kl. 11.
Sóknarprestur.
HJALTASTAÐAKIRKJA: Messa
kl. 14. Prestur sr. Jóhanna I. Sig-
marsdóttir. Organisti Julian Hew-
lett.
KIRKJUBÆJARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 16. Prestur sr. Jó-
hanna I. Sigmarsdóttir. Organisti
Rosmary Hewlett.