Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 30.10.1999, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 1--" ................. MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Hljómdiskur með Human Body Orchestra kominn út Kveðist á í gegn- um himintunglin Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon vöktu athygli fyrir nokkrum ár- um á óvenjulegri búksláttartónlist. Með tíð og tíma þróaðist tónlistin og er nú rafmögn- uð og seiðandi. Sunna Ósk Logadóttir tók hús á þeim hjónum og ræddi við þau um ný- útkominn geisladisk. HVER man ekki eftir Didda fíðlu, Sverri Guðjónssyni og Ragnhildi Gísladóttur syngjandi og dansandi í breska sjónvarpinu og berjandi sér á brjóst? Flestir geta verið sam- mála um að þama var á ferðinni frumlegt og eftirminnilegt atriði. „Ólíkt því sem var þegar við ^gerðum þetta á sínum tíma höfum við nú tekið í þjónustu sveitarinnar hljóðsarptækni,“ útskýrir Jakob. „Það er stafræn leið til að nema hljóð og endurvarpa.“ Hefðbundin hljóðfæri er ekki að finna á plötunni heldur er mannslíkaminn; hold, blóð og bein, sá rammi sem unnið er með. „Með því að taka hljóðsýni af slegnum brjóstvöðva og færa það keikhús- & h ví ^vi,|i^i|'átörðun Ufésmynda- 4j|?f<uförðun 1 Opið hús í skólanum laugardaginn 30.október Kl. 13.00- 16.00 Verið velkomin Förðunarskóli íslands Grensásvegl 13 108 Reykjavík S. 588 7575 fardi@fardl.com www.fardi.com Fight flub niður um tvær áttundir er búið að mynda grunninn í hljóðmyndinni sem venjulega væri kallað bassatr- omma,“ heldur Jakob áfram. „Síðan er tekið hljóðsýni af léttslegnum vanga og hljóð úr mannsbarkanum og þau notuð sem ígildi hinna ýmsu hljóðfæra.“ I lifandi flutningi er sérstakri tækni beitt. „Þá eru settir plástrar á ákveðna líkamshluta sem eru tengdir við hljóðsarpinn og svo er slegið á plástrana og tónlistin verð- ur til,“ segir Ragnhildur. Engin dónahljóð í kynningarefni sem fylgir disk- inum kemur fram að sveitin vill engan særa né í uppnám koma og því var þess vandlega gætt að var- ast hvers kyns dónahljóð s.s. það sem stafa kann af vindgangi eða meltingartruflunum. Þess í stað er lögð áhersla á hið göfuga er tengist mannslíkamanum og kapp lagt á að upphefja bæði sál og líkama. En auk ýmissa kynjahljóða fær mannröddin að njóta sín til fulls. Ragnhildur: Já, það er heilmikið sungið og röddin notuð til að fram- kalla alls konar hljóð. Við leikum okkur mjög mikið með röddina og fögnum þessari nútímatækni sem gerir okkur þetta kleift. Jakob (grafalvarlegur): Þessi plata er gott dæmi um það hvernig hægt er að berja konuna sína án þess að nokkur skaði hljótist af. - Eruð þið sum sé að berja og slá hvort á annað? Ragnhildur: Stundum gerum við það en það er ýmsum erfiðleikum bundið því maður finnur best sjálf- ur hvar og hversu fast þarf að berja til að framkalla ákveðið hljóð. - A tónlistin að vekja einhver ákveðin hughrif hjá fólki? Jakob: Ef þú ákveður t.a.m. að njóta ásta inn í svefnherbergi getur tónlistin virkað mjög örvandi. Þetta hafa margir þegar staðfest. Ragnhildur: Inni í svefnherbergi eða hvar sem er... - Var vinnsluferlið langt? \ « :■■ ■ Æ Morgunblaðið/Kristinn Þau eru músíkalskt par. Jakob Frímann og Ragnhildur þekkja mannslíkamann og hljómræna möguleika hans betur en flestir. Jakob: Já, við höfum prófað ýms- ar leiðir. Fyrst algerlega án aðstoð- ar tækninnar, svo fórum við að blanda saman líkamshljóðum og öðrum hljóðfærum og síðan að vinna með ákveðnum einstakling- um sem endaði með þeim hópi sem er á plötunni. Ragnhildur er forsöngvari sveit- arinnar og einn aðalhöfunda tónlist- ar og Jakob gegndi hlutverki upp- tökustjóra og er jafnframt meðhöfundur nokkurra laga. Ás- amt þeim koma við sögu á plötunni Eyþór Gunnarsson, Egill Olafsson, Mark Davies, Simon Whittaker og fleiri. Tveir textar eru eftir skáldið Sjón og annar eftir Þorlák prófast Þórarinsson. Sumir textanna eru sungnir á svonefndri ragísku sem er tjáningarform uppspunnið og þróað af Ragnhildi. - Hvernig er ragíska ? Ragnhildur: Þá nota ég röddina eins og ég sé að spila á hljóðfæri, eins og t.d. básúnu. Eg nota hug- myndir og tilfinningar til að fram- kalla ákveðin hljóð, nota sem sagt skynfærin til að túlka. Ég hef verið að þróa þetta í um tíu ár og er kom- in á það stig að ráða vel við þetta. Upphafið íLondon - En má upphaf þessa tónlistar- forms rekja tilíslensku listahátíðar- innar í London hér um árið? The first rule of fight dub is... Yeu dc riof fulk ubouf fií;ht dub. tvrópufrumsýnd 5, nóvember www.fijlerdurden.com Jakob: Já, ég stóð fyrir viðamik- illi Islands-hátíð í Lundúnum og fékk sérfræðing í almannatengslum til að kynna hátíðina í fjölmiðlum. Okkur vantaði eitthvað sem myndi kveikja í fólki og þá fékk ég skyndi- lega hugmynd er ég mundi að Diddi fiðla og Sverrir Guðjónsson voru á leið til Lundúna. Til varð hljómsveit sem flutti íslensk þjóðlög án undir- leiks sem mörgum fannst forvitni- legt og sveitin kom fram í mörgum fjölmiðlum. Hins vegar hafði skrif- stofa fjölmiðlaráðgjafans ekki gert nægilegan greinarmun á hugtökun- um „traditionals“ þ.e. þjóðlögum og síðan „tradition" sem þýðir auðvit- að allt annað. Þetta olli ákveðnum misskilningi, sem kom sér í sjálfu sér vel nema að þetta fór fyrir brjóstið á sumum. Én þetta virkaði og listahátíðin var kynnt vel og vandlega. - Eg sé að einhver lög á disknum voru tekin upp í Gistiheimilinu í Ól- afsvík, hvernig stóð á því? Jakob: Ragnhildur var við upp- tökur í fyrra úti í Flatey [á Ung- frúnni góðu og húsinu] en við þurft- um að að klára plötuna. Yið Asgeir Oskarsson komum með upptöku- tæki i Gistiheimilið og ferjuðum Ragnhildi milli lands og eyjar til þess að syngja þar, á herbergi sjö ef ég man rétt. - Eruðþiðalkomin til íslands? Jakob: Ekki er nú hægt að segja það, hvorki alfarin né alkomin. Við dveljum einfaldlega þar sem okkur þykir best að vera hverju sinni. Ragnhildur: Heimurinn er alltaf að minnka, það er svo auðvelt að vera hvar sem er og alls staðar. Jakob: Við erum í samstarfi við menn víða um heim í gegnum tölv- ur. Þær gera manni kleift að kveð- ast á í gegnum himintunglin. The Human Body Orchestra mun halda sína fyrstu tónleika hérlendis á næstunni og þar sem Jakob hefur öðrum hnöppum að hneppa hefur Ragnhildur fengið hina taktföstu Gunnlaug Briem og Arnar Gíslason til liðs við sig. Þau munu berja á plástra, tala tungum og jafnvel slá svolítið hvert í annað af og til. tASÍflUNM í kvöld 30/10 kl. 20.30 örfá sæti laus lau. 13/11 kl. 23/lau. 27/11 kl. 20.30 sun. 31/10 kl. 14 uppselt sun. 7/11 kl. 14 Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10—18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.