Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vísindamenn hjá íslenskri erfðagreiningu á alþjóðlegu þingi um erfðavísindi Launakostnað- Hafa smíðað hraðvirkt for- rit til leitar að erfðavísum ÍSLENSK erfðagreining sendi fimmtán vísindamenn á alþjóð- legt þing um erfðavísindi í San Francisco í októberlok og birtu margir þeirra niðurstöður rann- sókna sinna á veggspjöidum, auk þess sem sumir héldu fyrirlestra. Einna mesta athygli vakti fyrir- lestur Kristjáns Jónassonar stærðfræðings um tölfræðiforrit sem hann og Daníel F. Guðbjarts- son tölfræðingur hafa smíðað til að flýta leit að erfðavísum. Forritið, sem þeir félagar kalla Könnun á 2000- vanda fyrirtækja ára- Rúmlega 2% telja mótin skapa vandamál RÚMLEGA 2% fyrirtækja í könnun Gallup, sem gerð er fyrir Skýrslutæknifélag ís- lands, telja að árið 2000 muni skapa mikii vandamál í fyrir- tækjunum og hefur hlutfallið hækkað lítillega frá því í maí sl. Könnunin var gerð í síma 29. september til 19. október sl. og voru 600 fyrirtæki með fjóra starfsmenn eða fleiri í úrtakinu. Heildarfjöldi svar- enda var 431, 52 neituðu að svara, ekki náðist í 36 og fyrir- tæki með færri en fjóra starfs- menn voru 31. 47 fyrirtæki voru gjaldþrota eða hætt starfsemi. Endanlegt úrtak var 522 fyrirtæki og nettó- svörun því 82,6%. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að athugun á 2000- vandanum er hafin í rúmlega 38% fyrirtækjanna, sem tóku þátt í könnuninni, athugun er lokið í nærri 58% þeirra en 4% höfðu ekki hafið athugun. Hlutfall þeirra sem sögðu at- hugun ekki vera hafna hefur lækkað úr nærri 7% frá könn- un sem gerð var í mars sl. Meirihluti svarenda í þeim fyrirtækjum, þar sem athugun á 2000-vandanum var hafin eða henni lokið, um 69%, taldi að fyrirtækið væri búið að leysa meira en 75% þeirra vandamála sem tengjast hon- um. Langflest fyrirtækjanna áætla að ljúka endurbótum og aðgerðum vegna áramótanna á þessu ári eða rúmlega 98% svarenda. Meirihlutinn eða 86% áætlar að ljúka endurbót- um fyrir 1. desember. Allegro, er ætlað að koma í stað bandaríska forritsins Genehunt- er. Það byggist á nýrri lausn (reikniriti) sem flýtir gagna- vinnslu á bilinu tuttugu- til hund- raðfalt. Genehunter var samið við MIT (Michigan Institute of Technology), og eru höfundar þess meðal færustu vísindamanna Bandaríkjanna á sínu sviði. I er- indi sínu í San Francisco skoraði Kristján þá og aðra á hólm að gera nú betur. Keyrslur sem áður tóku heilan sólarhring gerir Al- legro nú á hálfri klukkustund hjá íslenskri erfðagreiningu. Mikill áhugi hefur komið fram hjá vís- indamönnum erlendis á þessu nýja forriti, svo sem hjá Stanford, McGill og Berkeley-háskólunum, auk stofnana í Bretlandi, Frakk- landi og Sviss,“ segir í upplýsing- um frá íslenskri erfðagreiningu. Forritið er skrifað í C++. Höf- uðtilgangur þess er að flýta töl- fræðilegri úrvinnslu við leit að staðsetningu erfðavísa, svo- nefndri tengslagrei n ingu. ur hækkaði um 16,9% milli ára LAUNAKOSTNAÐUR A-hluta ríkissjóðs hækkað um 16,9% á ár- inu 1998 miðað við árið 1997 eða úr 37,3 milljörðum í 43,6 milljarða. Greiddum ársverkum fækkaði hins vegar milli ára um 1,5%. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikn- ing 1998. I kjarasamningum við marga hópa opinberra starfsmanna, sem gerðir voru 1997 og 1998, var leit- ast við að færa margvíslegar auka- SNJOKAST AISAFIRÐI Morgunblaðið/RAX VIÐ Barnaskólann á Isafirði er líf og fjör í frímínútum, sérstaklega þegar snjórinn er kominn. greiðslur inn í föst laun. Þetta end- urspeglast vel í ríkisreikningi því að greiddar yfirvinnustundir um- reiknaðar til ársverka drógust saman um 13%. Dæmi eru um að greiddum yfirvinnustundum hafí fækkað um nálega helming hjá sumum ráðuneytum. Mest hækkun hjá félagsmála- og heilbrigðisráðuneytum Nokkuð mismunandi er milli ráðuneyta hve miklar launabreyt- ingar hafa orðið. Launakostnaður hefur mest hækkað hjá stofnunum sem heyra undir félagsmálaráðu- neytið eða um 21,4% og heilbrigðis- ráðuneytið eða um 20,3%. Heildarlaunakostnaður A-hluta ríkissjóðs, launatengd gjöld með- talin, hækkaði milli ára um 27,1 milljarð, eða úr 44,8 milljörðum í 71,9 milljarða. Skýringin á þessari miklu hækkun er mikil hækkun á lífeyrisskuldbindingum, en lífeyris- skuldbinding í A-hluta hækkaði úr 4,2 milljörðum í 22 milljarða á ár- inu 1998. Ástæða fyrir þessu eru breyt- ingar á uppbyggingu kjarasamn- inga, þ.e. hækkun fastra launa, en lífeyrir flestra opinberra starfs- manna tekur mið af föstum laun- um þeirra sem enn eru starfandi hjá ríkinu. Mikil hækkun lífeyrisskuldbindinga Ekki var reiknað með svo mikilli hækkun lífeyrisskuldbindinga } fjárlögum. Ríkisendurskoðun sér ástæðu til að benda á áhrif launa- hækkana á lífeyrisskuldbindingar því stofnunin áréttar það sjónar- mið „að í reikningsskilum ríkis- sjóðs komi skýrt fram hver heild- arkostnaðaráhrif eru á hverjum tíma af nýjum kjarasamningi- Ákvörðun um hækkun launa hefur ekki einvörðungu áhrif á kostnað vegna núverandi starfsmanna heldur jafnframt vegna þeirra allra sem eiga rétt á lífeyri og þeirra sem byijaðir eru töku hans.“ Stálu öllu steini léttara HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest 6 mánaða fangelsisdóm yfir manni sem braust í félagi við þrjá aðra inn í 15 sumarbústaði í Borgarfirði í maí í fyrra. í innbrotunum voru unnin um- talsverð spjöll á bústöðunum, hafnaboltakylfa var notuð til að mölva innanstokksmuni og þjófam- ir létu greipar sópa. Þeir stálu sjón- varpstækjum, hljómflutningstækj- um, myndbandstækjum, grillofnum og fleiri raftækjum en einnig ýmsu öðru og óvenjulegra, s.s. tusku- brúðu, sprellikörlum, hekluðum teppum, plastbakka með hnífapör- um, hægindastól, peysu, úlpu, bað- sloppum, strigaskóm, útskornum aski og útskornum burstabæ, rokk og útskornum trékanínum. Val þjófanna á góssi hefur e.t.v. litast af því að alls staðar þar sem áfengi var að finna stálu þeir því líka. Dómsmálaráðherra um vörslu og dreifingu á barnaklámi Refsiréttarnefnd skoði hvort ástæða sé til að herða viðurlög SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hefur ákveðið að fela refsiréttarnefnd dómsmálaráðu- neytisins að skoða hvort ástæða sé til þess að herða viðurlög við vörslu og dreifingu á barnaklámi frá því sem nú er. Samkvæmt 210. gr. hegningarlaga er m.a. kveðið á um að hver sá sem hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sam- bærilega hluti sem sýna böm á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skuli sæta sektum. Þessu ákvæði var bætt inn í lög- in árið 1996 og segir ráðherra að á þeim tíma þegar mælt hafi verið fyrir viðbótinni hafi sambærileg lagaákvæði ríkt á hinum Norður- löndunum. Ekki er í lögunum kveðið sérstaklega á um dreifingu á barnaklámi en sá sem verður uppvís að því að dreifa klámi al- mennt, svo sem klámritum eða klámmyndum getur sætt sektum eða fangelsisvist í allt að sex mán- uði. „Mér finnst alveg sjálfsagt að skoða hvort einhverjar frekari breytingar hafi verið gerðar á lög- unum í löndunum í kringum okkur eða þá bara hreinlega hvort íslend- ingum finnist ástæða til þess að herða þessi viðurlög. Ég hef því ákveðið að fela refsiréttarnefnd dómsmálaráðuneytisins að skoða þetta mál sérstaklega," segir ráð- herra og bætir við: „Varsla og dreifing á bamaklámi eru afbrot sem vekja óhug hjá almenningi og er vissulega ástæða til að fylgjast með þróuninni í viðurlögum í slík- um málum.“ Snorri Olsen tollstjóri um skýrslu ríkisendurskoðunar Verið að lýsa ástandi sem var SNORRI Olsen tollstjóri segir að fæstar af athugasemdunum um tollstjóraembættið sem fram koma í skýrslu ríkisendurskoðunar eigi lengur við rök að styðjast. Fram komi í inngangi skýrslunnar að at- hugun ríkisendurskoðunar hafi að verulegu leyti lotið að innheimtu- ferlinu fyrir 1998. í upphafi árs 1998 hafi verið ráð- ist í miklar skipulagsbreytingar á fyrirkomulagi á innheimtustarf- semi tollstjóraembættisins og að ýmis vandamál og álitaefni sem gerð eru að umtalsefni í skýrslunni hafi ýmist þegar verið lagfærð eða unnið sé að úrbótum á þeim. Umturnað öllum innheimtuferlum „Frá og með 1. janúar 1998, þeg- ar við tókum við gjaldheimtunni, höfum við umturnað öllum inn- heimtuferlum, sagt upp samning- um við lögfræðinga hér innan dyra og sett vinnureglur í nánast öllum gjaldflokkum. Þær athugasemdir sem ríkisendurskoðun setur fram í þessari skýrslu lúta fyrst og fremst að tímanum áður en þessar endur- bætur fara fram. Þetta kemur skýrt fram í innganginum og víðar í skýrslunni. Það er ekki annað hægt að segja að svona var ástand- ið eins og því er lýst en það á ekki við um ástandið eins og það er núna,“ segir Snorri. Fréttaflutningur aðallega um neikvæð atriði Snorri segir að fréttaflutningur- inn snúist aðallega um neikvæð at- riði í skýrslunni og að almennt megi segja að athugasemdir ríkisendur- skoðunar eigi ekki við rök að styðj- ast núna. „Við gerðum okkur gi'ein fyrir því að skýrsla ríkisendurskoð- unar yrði til þess að menn horfðu á neikvæðar hliðar málsins og við vildum gera mun meiri greinarmun á því ástandi sem verið er að lýsa fyrir 1998 og því sem hefur verið að gerast hjá okkur á síðastliðnum tveimur árum,“ segir Snorri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.