Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta umræða um fjáraukalagafrumvarp rikisstj órnarinnar Aukin útgjöld rfkissjóðs harðlega gagmynd Stjómarandstæðingar gagnrýndu fjáraukalagafrumvarp ríkisstjóm- arinnar harðlega við umræður á Al- þingi í gær og vom ráðherrar meðal annars sakaðir um útgjaldafíkn, en útgjöld ríkissjóðs aukast samkvæmt fmmvarpinu um tæplega fimm milljarða króna. Margir þingmenn bentu einnig á að ýmsir útgjalda- þættir í fjáraukalagafmmvarpinu hefðu átt heima í fjárlögum síðasta árs, enda hefði átt að vera hægt að sjá þá fyrir. Framvarpið var af- greitt til annairar umræðu í gær og fær fjárlaganefnd Alþingis það nú til umfjöllunar. Geh’ H. Haarde fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalagafmmvarp- inu og lagði áherslu á að með þessu frumvarpi væri fylgt rækilega eftir því markmiði að skila afgangi af rík- issjóði en áætlað er tekjuafgangur verði 7,5 milljarðar króna í stað 2,4 milljarða, eins og gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum fyrir þetta ár. Jafnframt ætti lánsfjáijöfnuður að verða 20,5 milljarðar skv. fmmvarp- inu í stað 16,7 milljarða. Auknar tekjur ríkissjóðs upp á um tíu milljarða frá því sem gert var ráð fyrir skýrði Geir með meiri umsvifum í efnahagslífinu en búist var í lok síðasta árs. Hann sagði að tekjur ríkissjóðs, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu að verði 194,8 milljarðar króna, gætu jafnvel hækkað enn meira vegna væntan- legrar sölu Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Fyrirsjáanlegur kostnaður komi fram í fjárlögum Þótt margir stjómarandstæðinga gleddust yfir því við umræðumar í gær að ríkissjóður skilaði afgangi beindu þeir sjónum sínum mun frekai- að útgjaldaþáttum fram- varpsins en í því er áætlað að út- gjöld ríkissjóðs aukist um tæplega fimm milljarða króna. Þai’ af er lagt til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði auk- in um tæplega þrjá milljarða ki’óna. Sagði Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, merkilegt að í mesta góðæri Islandssögunnar væri jafnframt við svo erfiðan stjórnunarvanda að etja, vanda sem byggðist á óráðsíu. Flestir þingmanna stjórnarand- stöðunnar gerðu einnig athuga- semdir við það að settur væri í fjár- aukalög kostnaður sem auðveldlega hefði mátt sjá fyrir við fjárlagagerð árið á undan. Nauðsynlegt væri að breyta þessum vinnuháttum, eðli- legt væri að horfast í augu við borð- liggjandi útgjaldaþætti. Sagði Gísli S. Einarsson, þing- maður Samfylkingar, t.a.m. að nið- urstöður frumvarpsins byggðust í raun á vanáætlunum við fjárlaga- gerð á síðasta ári. Sagði hann auk þess að skv. gögnum sem lægju fyr- ir fjárlaganefnd Alþingis væm van- áætluð útgjöld rfkisins í raun nær sjö milljörðum en ekki fimm, þannig lægi t.d. fyrir í uppgjöri ríkisendur- skoðanda að halli á rekstri heU- brigðismála yrði fjórir milljarðar í stað tæplega þriggja. Sagði Gísli það skrípaleik að leggja fram svo óraunhæfar áætlanir. Ennfremur gagnrýndi Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, að menn færa fæm fram úr þeim út- gjaldaheimildum sem fjárlög veittu ALÞINGI þeim en héldu samt áfram og fram- kvæmdu hluti sem ekki væri heim- ild fyrir í fjárlögum. Síðan væri þess vænst að Alþingi staðfesti þessi umframútgjöld með fjárauka- lagafmmvarpi, Alþingi væri þannig látið standa frammi fyrir orðnum hlut. Fjármálaráðherra noti agavald sitt Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingar, sagði að þrátt fyr- ir allt góðærishjal væri staðan í efnahagsmálum brothætt. Við slíkar aðstæður væri ráð að hægja á út- gjöldum. Ríkisstjórnin tæki hins vegar alls ekki þann kostinn heldur mætti segja að hún þjáðist af út- gjaldafíkn, algert stjómleysi ríkti í mörgum stofnunum, ekki síst heil- brigðisstofnunum, og það markmið að spara 300 milljónir í lyfjamálum hefði t.d. ekki tekist betur en svo að í staðinn varð útgjaldaauking upp á 450 milljónir. Lagði Össur áherslu á að Geir H. Haarde yrði að nýta það agavald sem honum væri gefið sem ráðherra fjármála, og ekki síður nota tyftunarvald sitt þegar svo bæri við. Þeir Pétur H. Blöndal og Einar Oddur Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, tóku undir þá skoðun að óviðunandi væri að for- svarsmenn stofnana fæm fram úr fjárheimildum sínum. Sumir fæm hins vegar meira fram úr áætlun en aðrir og samt kæmi tékki frá ríkinu í formi fjáraukalaga á meðan þeir, sem héldu sig innan ramma fjár- laga, fengju skammarverðlaun. Sögðu þeir þetta senda röng skila- boð til stjómenda stofnana. Tekjuafgangur vegna þenslutekna? Pétur Blöndal fagnaði hins vegar mjög að ríkissjóður skilaði tekjuaf- gangi en nokkrir stjórnarandstæð- ingar, þ.m.t. Jóhanna Sigurðardótt- ir, þingmaður Samfylkingar, lýstu í því sambandi þeirri skoðun að um- ræddur tekjuafgangur væri byggð- ur á þenslutekjum, tekjum sem ekki væm varanlegar og ekki í samræmi við það markmið manna að efla stöðugleika í efnahagslífinu. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, lagði á hinn bóginn áherslu á að fjáraukalagafmmvai'p- ið sýndi þann kraft sem hefði hlaup- ið í íslenskt atvinnulíf. Atvinnuleysi væri lítið og fyrirtæki skiluðu hagn- aði og hvorttveggja kæmi ríkissjóði til góða. Jón viðurkenndi að hluti rekstrarafgangs stafaði af auknum vörainnflutningi, sem þar af leið- andi hefði í för með sér aukinn við- skiptahalla við útlönd, en sagði að þá væri nauðsynlegt að leggja tekj- umar fyi’ir í stað þess að setja þær aftur út í hagkerfið og valda þannig enn frekari þenslu. Utandagskrárumræður um málefni LÍN Sjóðurinn sakaður um að sinna ekki lögboðnum skyldum Morgunblaðið/Ásdís Borgarstjóri afhjúpar nýjan upplýsingaskjöld á Arnarhóli. U pplýsingaskj öldur á Arnarhóli í utandagskráramræðum á Alþingi í gær um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna (LÍN) var því haldið fram að LIN hefði brotið lög með því að hafa ekki framkvæmt könnun á gmnnframfærslu náms- manna undanfarin tuttugu og fjög- ur ár eins og lög kveða á um. Sagði málshefjandi utandagskrámmræð- unnar, Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, að sjóð- urinn gæti ekki sinnt skyldu sinni; að vera jöfnunarsjóður, þegar hann hefði ekki áreiðanlegar upplýsing- ar um raunverulega þörf náms- manna fyrir námslán. Björgvin sagði að könnun á grunnframfærslu og þörf náms- manna á námslánum hefði síðast farið fram 1975. Hélt hann því fram að eitt af því sem slík könnun myndi leiða í Ijós væri það órétt- læti sem felist í því að húsaleigu- bætur séu skattskyldar, en það sagði Björgvin bitna á þeim náms- mönnum sem ekki eiga kost á því að búa í heimahúsum eða kaupa sér íbúð. Björgvin gerði einnig að umtals- efni frítekjumark námsmanna á Is- landi sem hann sagði mun lægra, eða 250 þúsund krónur, en á hinum Norðurlöndunum; tæplega 809 þúsund krónur í Danmörku og 782 þúsund krónur í Svíþjóð. Sagði hann þetta skýrast af því að ekki hefði farið fram könnun á grunn- framfærsluþörf námsmanna. í svari Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra kom fram að þegar í maí síðastliðnum hefði stjórn LÍN falið sérstökum starfs- hópi að gera tillögur um könnun á grunnframfærslu námsmanna og að það væri stefna sjóðsins að frá og með næsta vori yrði stuðst við þennan grann við árlega endur- skoðun grunnframfærslu lána- sjóðsins, að teknu tilliti til meðal- tekna lánþega. Kom fram hjá ráð- herra að gert væri ráð fyrir að starfshópurinn lyki störfum næsta vor og sagðist Björn bíða niður- stöðu hans. Björn benti jafnframt á að hann hefði beitt sér fyrir hækkun frí- tekjumarks námsmanna fyrr á þessu ári úr 185 þúsund krónum í 250 þúsund, eða um 35 prósent, og sagði hann áfram unnið að því að bæta hag viðskiptavina lánasjóðs- ins. Sagði Björn að af nýrri evr- ópskri samanburðarskýrslu um stuðning við námsmenn í ýmsum Evrópulöndum mætti ráða að sú skipan mála sem gilti hér á landi hvað varðar námslán þætti til fyr- irmyndar. Lýsti hann furðu sinni á utandagskráramræðum um þetta mál enda segði í þingskaparlögum að til slíkra umræðna mætti boða þegar svo brýn mál kæmu upp að eðlilegt þætti að taka þau fyrir taf- arlaust. Slíkt ætti ekki við í þessu tilfelli. BORGARSTJÓRI Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, af- hjúpaði í gær nýjan upplýsinga- skjöld á Arnarhóli. Upplýsingaskjöldurinn er þrí- skiptur og markar uppsetning hans lokaáfanga að endurmótun Arnarhóls sem hófst árið 1988. Endurmótunin byggist á hug- myndum Birnu Björnsdóttur inn- anhússarkitekts, sem valdar voru til útfærslu eftir hugmyndasam- keppni um hlutverk og mótun Arnarhóls og umhverfis hans 1984. Birna á einnig heiðurinn af skildinum, sem unninn er úr ís- lensku grágrýti og ber tilvitnun úr Landnámabók sem greinir frá upphafi búsetu í Reykjavík. En auk þess má finna á skildinum upplýsingar um Arnarhólsbæinn og styttu Ingólfs Arnarsonar. í ræðu borgarstjóra kom þó fram að Birna hefði lagt til að einnig yrði reist stytta af Hall- veigu Fróðadóttur og sagði borg- arstjóri athugandi að Hallveig eignaðist einnig sinn stað í borg- arlandslaginu. Framlög til jöfnunar rafhitunar- kostnaðar verði aukin í SVARI Finns Ingólfssonar iðnað- arráðherra við fyrirspui’n Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylking- ar, á Alþingi um lækkun húshitun- arkostnaðar kom fram að það er vilji ríkisstjómar að við aðra um- ræðu um fjárlög fyrir árið 2000 verði upphæð sú, sem áætluð er til niðurgreiðslna á rafhitunarkostnaði, aukin um þrjátíu milljónir króna þannig að tilmælum þingsályktunar um byggðamál, sem samþykkt var í fyrra, sé fylgt að fullu. Finnur sagði einnig að á ríkis- stjómarfundi á þriðjudag hefði hann lagt fram tillögur að reglum um stuðning við lagningar nýrra hitaveitna á köldum svæðum en í fjárlögum þessa árs og í framvarpi til fjáraukalaga er gert ráð fyrir því að eyða 90 milljónum króna í slíkar stuðningsaðgerðir. Kristján hafði í fyrirspurn sinni spurst fyrir um það hvernig standa ætti við þau fyrirheit um lækkun húshitunai’kostnaðar sem fram komu í tillögu svokallaðrar byggða- nefndar forsætisráðherra á síðasta kjörtímabili. Kom fram í máli Krist- jáns að þeir sem greiða mest fyrir hitun íbúðarhúsnæðis búa flestir í dreifðari byggðum landsins og sagði Kristján í þvi sambandi að jöfnun húshitunarkostnaðar væri því byggðastefna sem bragð væri að. Iðnaðarráðherra rakti í svari sínu auknai’ fjárveitingar til niðurgreiðslu á rafhitun en í fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir að sex hundruð milljónum króna yrði varið til þess i stað 487 milljóna árið 1998. Sagði Finnur að með þessari hækkun hefði hitunarkostnaður meðalnotanda miðað við algengasta hitunartaxta hjá Rafmagnsveitu ríkisins lækkað um rúmlega tólf prósent og því hefði náðst verulegur árangur í þessu efni. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins Hefst með stefnuræðu formanns MIÐSTJÓRNARFUNDUR Fram- sóknarflokksins hefst á Hótel Loft- leiðum í dag klukkan 17.30. Fundin- um lýkur síðdegis á morgun, laugar- dag, en fundarstörf hefjast þá klukkan 9 árdegis. Að sögn Egils Heiðars Gíslasonar, framkvæmdastjóra Framsóknar- ílokksins, munu um 150 miðstjórn- arfulltrúar af öllu landinu sækja fundinn. Fundarhöldin í dag verða helguð stefnuræðu formanns en að loknum ílutningi hennar verða um- ræður um hana. Á laugardaginn verður litíð til framtíðar. Farið verður yfir nýja stöðu sem upp er komin í sambandi við breytta kjördæmaskipan og ný kosningalög. Jafnframt verða skipu- lagsmál flokksins rædd og Páll Skúlason háskólarektor heldur fyr- irlestur um miðjustefnu í stjórn- málasögu og -heimspeki. Bjartsýnis- verðlaun, sem flokkurinn hefur stað- ið fyrir sl. tvö ár, verða veitt og kosnir verða níu einstaklingar i landsstjórn flokksins. Alþingi Dagskrá Fundir falla niður ÞING Norðurlandaráðs verður haldið í Stokkhólmi dagana átt- unda til ellefta nóveniber og fundir í Alþingi falla niður af þeim sökum næstkomandi mánu- dag og þriðjudag. Þingfundur verður næst í Alþingi miðviku- daginn 10. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.