Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 13 FRÉTTIR Hópur franskra skiptinema frá College les Fontaines í Thouarcé í heimsókn á fslandi Morgunblaðið/Kristinn Auk barnanna frá Thouarcé eru hér á landi nemendur frá Pornichet, Sanit-Nazarie í Frakklandi. Börnin skoðuðu m.a. Alþingishúsið þar sem Björn Bjamason menntamálaráðherra tók á móti þeim. Fresta varð ferð nemendanna til Snæfellsness um einn dag vegna veðurs, en í staðinn skoðuðu þau sig um í Reykjavík. Vildu sjá sögusvið Jules Verne HÓPUR franskra skólabarna ásamt kennara hefur undan- farna daga ferðast um Island, en ferðin hingað er hluti af skiptinemaverkefni milli ís- lenskra og franskra grunnskóla. I hópnum eru m.a. 40 nemendur frá College les Fontaines, sem er skóli í Thouarcé í vesturhluta Frakklands. Hópurinn fór m.a. í heimsókn til Akraness, en um 50 nemendur frá Akranesi heim- sóttu börnin í Thouarcé í vor, auk þess sem þau heimsóttu staði á Brittaníuskaga þar sem franskir sjómenn lögðu úr höfn áleiðis til fiskveiða við íslands- strendur. Frönsku krakkarnir frá Thou- arcé hafa ferðast víða, m.a. heim- sótt Þingvelli, Gullfoss, Geysi og Borgarfjörð. f gær fóra þau og heimsóttu Snæfellsnes, en Snæfellsnes vakti talsverða forvitni þeirra. Þau búa ekki fjarri Nantes, þar sem rithöfundurinn Jules Verne var fæddur, er skrifaði hina þekktu bók um ferðina að miðju jarðar. Sem kunnugt er komu ferðalangarnir í bókinni upp á yfirborð jarðar við Snæ- fellsjökul. ÍSLENDINGAR vinna meira og neyta meira lambakjöts en minna magns ávaxta en aðrir Norðurlanda- búar. Þá er íslenska fjölskyldan fjöl- mennari en sú norræna að því er fram kemur í Norrænu tölfræðiár- bókinni. Hlutfallslega fleiri Islendingar eru á vinnumarkaðnum en þekkist á hin- um Norðurlöndunum. En rúmlega 90% íslenskra karla og 83% kvenna á aldrinum 16-64 ára eru útivinnandi. Norðmenn fylgja næst á eftir með 85,5% karla og 76% kvenna, á meðan Finnar reka lestina með 75,1% karla og 69,7% kvenna. Þá vinna íslendingar lengur en grannar þeiraa því 94,1% íslenskra karlmanna á aldrinum 55-64 ára eru enn útivinnandi á móti 44,1% Finna. íslenskar konur vinna líka lengur en stallsystur þeirra, því 83,7% eru enn útivinnandi á þessum aldri á móti 63,2% sænskra kvenna og 39,9% fmnskra kvenna. Fóstureyðingar algengastar á Grænlandi Meðalfjölskyldustærð á Norður- löndunum eru tveir einstaklingar á móti þremur hérlendis, en fjölskylda er skilgreind sem skyldir einstakling- ar sem búa undir sama þaki. Hlut- fallslega fleiri íslendingar og Norð- menn eru einstæðir foreldrar en á hinum Norðurlöndunum eða 22%. Giftir einstaklingar með böm eru að sama skapi færri hérlendis eða 55% á móti 81% Svía og 64% Dana. Á íslandi era hins vegar fleiri einstaklingar með böm í sambúð en annars staðar. Þá fjölgar ógiftum lítillega alls staðar á Norðui’löndunum og eru karlar þar fjölmennari en konur, eða 39,9%. Tölfræði um hagi þjóða á Norðurlöndum __ > Fleiri Islendingar á vinnumarkaðnum Margt er líkt með íslendingum og grann- þjóðum þeirra í norðri, en þegar blaðað er 1 Norrænu tölfræði- árbókinni má ekki síður sjá hvað skilur þjóðirnar að. Á Islandi og Grænlandi fæðast fleiri börn mæðrum undir tvítugu en í grannlöndunum. I fyrra voru 6,32% íslenskra kvenna sem fæddu börn á þeim aldri en þetta hlutfall mælist lægst í Svíþjóð, 1,29%. Þá færist það í vöxt að konur á Norðurlöndunum eignist ekki börn fyrr en eftir þrítugt, nema á Islandi og Grænlandi og dregur að sama skapi úr fæðingum kvenna á aldrin- um 25-29 ára, utan íslands þar sem mæðram á þessum aldri fjölgar. Flestar fóstureyðingar eru hins veg- ar framkvæmdar á Grænlandi og er hlutfallið nokkuð hátt yfir alla ald- Neysla kjöttegunda á Norðurlöndunum 1998 Kfló á mann á ári að meðaltali Bu_ Danmörk bEL Finnland ddI ísland Noregur □!_ Svíþjóð Nauta- og kálfakjöt 19,4 19,2 13,8 20,3 20,7 Svínakjöt 62,9 34,1 14,5 24,0 37,7 Lambakjöt 1,2 0,4 25,4 5,5 0,8 § s 1 5 1 Hlutfall fólks á aldrinum 16-64 ára sem hafði atvinnu á Norðurlöndunum árin 1995 og 1998 Danmörk Finntand ísland Noregur Svíþjóð J urshópa. En tæplega 113 af hverjum 1.000 konum þar í landi, undir undir 19 ára aldri, láta framkvæma slíka aðgerð. Neytum meira kindakjöts íslendingar neyta mun meira kindakjöts en grannþjóðirnar og er meðalneyslan 25,4 kg á mann á ári. Norðmenn koma næstir með 5,5, kg en Finnar eru neðstir með 400 grömm. Danir neyta hins vegar tölu- vert meira svínakjöts en aðrir og er meðalneysla þar í landi tæp 63 kg á mann á móti 37,7 kg á hvern Svía, sem standa Dönunum næstir. Sykurneysla íslendinga er hærri en hinna Norðurlandaþjóðanna og er meðalsykurneysla hér rúm 53 kg á ári. Sykurneysla Finna er hins vegar lægst, eða 36,1 kg. Islendingar neyta síðan minnst Norðurlandaþjóðanna af ferskum ávöxtum og mælist með- alneysla um 43,4 kg sem er tæpum 20 kg minna en hjá Norðmönnum sem mælast hæstir. Minni hluti vergrar þjóðarfram- leiðslu íslendinga fer í bætur og þjónustu fyrir öryrkja, aldraða og sjúka en á hinum Norðurlöndum. En hér mælast örorkubætur og þjón- usta um 2,1% vergrar þjóðarfram- leiðslu á móti 4,3% í Noregi þar sem hlutfallið er hæst. I Svíþjóð mælist hæst hlutfall ein- staklinga af erlendum upprana sem hlotið hafa sænskan ríkisborgararétt og eru þeir um 6% íbúafjölda. Flestir flóttamenn leita einnig til Svíþjóðar eftir aðstoð, eða 12.844. Fæstir leita hins vegar skjóls á Islandi, en 1998 sóttu 24 um hæli hér á landi. Sú tala var fjórfalt hærri en árið á undan þegar 6 sóttu um. Kærður fyrir kynferðissamband við 13 ára stúlku Hæstiréttur ómerkti sýknudóm HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt sýknudóm yflr manni, sem var ákærður fyrir að hafa átt í kynferð- issambandi við 13 ára stúlku. Hæstiréttur segir að fram hafi komið upplýsingar um að mannin- um hafi e.t.v. verið kunnugt um réttan aldur stúlkunnar, en héraðs- dómur látið hjá líða að kanna það atriði nánar. Málinu er því vísað aftur í hérað til meðferðar og dóms. Hæstiréttur bendir á að við aðal- meðferð fyrir héraðsdómi hafi stúlkan borið að hún hafi haldið síð- búna fermingarveislu í apríl 1996. Maðurinn hafi komið þangað og þegið veitingar. Hafi honum verið kunnugt um tilefnið og raunar einnig verið boðið í sjálfa ferming- arveisluna daginn áður, en hann hafi ekki verið þar. Hæstiréttur segir að upplýsingar um þetta hafi ekki komið fram í rannsóknargögnum lögreglu. Við mat á því hvort manninum hafi verið eða mátt vera kunnugt um aldur stúlkunnar, þegar þau hófu kynferð- issamband sitt, hljóti að skipta vera- legu máli, hvort hann hafi vitað um fermingu hennar í apríl 1996. Þegar stúlkan hafi borið fyrir héraðsdómi með framangreindum hætti hafi verið fullt tilefni til viðbragða, bæði af hálfu ákæruvalds og dómara málsins. „Ekkert var þó að gert og dómari víkur ekki að þessum fram- burði í niðurstöðukafla héraðs- dóms,“ segir Hæstiréttur og telur ekki hjá því komist að ómerkja hér- aðsdóm og málsmeðferð í héraði frá upphafi aðalmeðferðar og vísa mál- inu heim í hérað á ný. Auglýsing um innlausnarverð ECU-tengdra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSN INNLAUSNARVERÐ 1994-1.fl.D ECU 05.11.99 kr.: sjá skilmála Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 5. nóvember 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.