Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Aðgerðaráætlun gegn einelti og ofbeldi undirrituð á Seltjarnarnesi Vinna sam- an gegn einelti Seltjarnarnes Á SELTJARNARNESI hefur sérstök aðgerðaráastlun gegn einelti og ofbeldi verið í undir- búningi um nokkurt skeið og hefur hún nú verið undhTÍtuð af fulltrúum skólanna, for- eldra, nemenda og skólanefnd- ar. Arni Ármann Amason er foreldi’i á Seltjamarnesi og í forsvain fyrii- fimm manna starfshóp sem útbjó áætlunina. „Einelti hefiu- verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en eins og staðan er í dag er ekki til aðgerðaráætlun í hverjum skóla sem segir hvað eigi að gera þegar það kemur upp, né hvernig eigi að fyrirbyggja ein- elti og ofbeldi.“ Árni segir foreldraráðið í Mýrarhúsaskóla hafa óskað eftir því við skólanefndina á Seltjamamesi að samin yrði aðgerðaráætlun gegn einelti og ofbeldi. í kjölfarið á því hafi skólanefndin sett saman þenn- an vinnuhóp. „Við sátum marga fundi og viðuðum að okkur ýmsu efni og sömdum svo ákveðnar viðmiðunarregl- ur sem við töldum æskilegt að farið yrði eftir í skólunum. Við lögðum þær undir skólayfir- völd, fulltrúa kennara, foreldra og nemenda til umsagnar og svo til undirritunar." Þannig segir Árni framkvæmd áætl- unarinnar orðna að samstarfs- verkefni þeirra allra. Búið sé að undirrita hana og þar með taki þær reglur sem í henni fel- ast gildi í skólunum. Meginreglur sem skal fylgja við meðhöndlun eineltismála I áætluninni er fjallað um hvemig bera eigi kennsl á ein- elti, hvemig megi fyrirbyggja það og bregðast við því. Komið er með sérstakar ábendingar til nemenda, foreldra og starfs- fólks skólanna, fjallað er um ábyrgð þeirra sem starfa með bömum og unglingum og til- lögur gerðar um reglulegt eft- irlit og könnun á stöðu mála. I áætluninni segir að einelt- ismál séu mjög ólík innbyrðis og því sé ekki hægt að setja fram reglur um eitt ákveðið vinnuferli sem alltaf skuli fylgja. Þeir sem taki á málum verði að vega og meta hvaða leið sé vænlegust til árangurs í hverju tilfelli fyrir sig en þó séu nokkrar meginreglur sem alltaf eigi við: •Komi upp grunur um einelti eða annað ofbeldi skal umsjón- arkennari nemenda látinn vita, hann kanni málið og hafi sam- ráð við skólastjóra eða náms- ráðgjafa. •Öryggi þolanda skal tryggt og einnig skal afia góðra upp- lýsinga um málið eins fijótt og hægt er. Ekki skal spyrja þol- anda í viðurvist annarra barna og varast skal að gefa gerend- um tækifæri til að hópa sig saman í vamarstöðu. •Þolandi og foreldrar hans skulu fá stuðning og gera skal þolandanum grein fyrir því að eineltið sé ekki honum að kenna. •Árangursríkast er að tala við gerendur einn og einn í senn. •Gerendum skal gert ljóst að þeir verði að hætta eineltinu. Sá sem ræðir við þá skal sýna þeim kurteisi og varast skammir, en ganga út frá því að jþeir bæti ráð sitt. •Áhersla skal lögð á að ná góðu samstarfi við foreldra gerenda en foreldrar eiga oft erfitt með að trúa því að barn þeirra hagi sér á þennan hátt. Gera skal ráð fyrir því að for- eldrar vilji ekki að bam þeirra leggi aðra í einelti. •Koma þarf í veg fyrir að nemandi sem leitar hjálpar vegna eineltis eða ofbeldis verði fyrn- hefndaraðgerðum frá gerendum. •Eftir að unnið hefur verið að lausn eineltismála þarf að fylgja málsaðilum eftir til þess að tryggja að sama sagan end- urtaki sig ekki. Morgunblaðið/Ásdís Þrjú hús við Hverfisgötu rifin Miðbær TIL stendur að rífa þrjú hús við norðanverða Hverfisgötu, á lóðum núm- er 85, 87 og 89. Eignirnar eru í eigu Reykjavíkurborgar og samkvæmt upplýsingum frá byggingarfulltrúa verða húsin rifin vegna þess að lóðimar era illa nýttar, en þarna gætu ver- ið byggingar sem nýttu þær mun betur. Húsin munu öll vera í lélegu ásigkomulagi og standa auð eftir að Reykjavíkur- borg keypti þau fyrir skömmu, en áður voru þar íbúðir og fyrirtæki. ByggingarfuIItrúi segir það ákvörðun skipulags- nefndar hvað gert verði við lóðimar og líklega verði gert nýtt deiliskipu- lag fyrir svæðið. Þó hafi engin ákvörðun verið tekin um hvað komi þarna í staðinn. Morgunblaðið/Golli Lóðir vinsælar + í Asa- hverfi Garðabær LOÐIR í nýju bygging- arlandi Garðabæjar á Hraunsholti, Ásahverfi, em vinsælar ef marka má fjölda umsókna sem bámst fyrir síðustu mánaðamót. Umsóknar- frestur rann út 31. októ- ber sl. og alls bárust um 340 umsóknir frá ein- staklingum og yfir 100 umsóknir frá bygging- araðilum. Til úthlutunar eru 5 fjölbýlishúsalóðir með 40 íbúðum, 24 lóðir iýrir einbýlishús og 22 lóðir fyrir par- og rað- hús. Reiknað er með að lóðum verði úthlutað fyrir næstu mánaðamót og að lóðirnar verði byggingarhæfar í maí á næsta ári. Skýrsla lögð fram um málefni útlendinga í Hafnarfírði Komið verði á fót nýrri íbúamiðstöð Hafnarfjörður STARFSHÓPUR sem fjall- að hefur um málefni inn- flytjenda/nýbúa hefur ný- lega kynnt skýrslu þar sem m.a. er lagt að opnuð verði ný miðstöð fyrir innflytj- endur og flóttafólk í Hafn- arfirði. Gert er ráð fyrir að miðstöðn verði ekki einung- is sótt af útlendingum og að þar verði talsvert gegnum- streymi fólks daglega. Þá kemur fram í skýrslunni að þörf er á að auka íslensku- kennslu útlendinga, enda nauðsynlegt fyrir innflytj- endur að ná tökum á ís- lensku til að auðvelda alla aðlögun að samfélaginu. í skýrslunni kemur fram að ætla megi að útlendingar sem búsettir eru í Hafnar- firði séu um 350. Hinn 1. desember 1998 voru þeir 290 en frá þeim tíma hafa 54 útlendir einstaklingar flutt til Hafnarfjarðar auk 23 flóttamanna frá Kosovo, en 16 manns horfið á braut. Börn innflytjenda og flótta- manna sem fæðast hér á landi eru ekki talin í þessum hópi. Starfshópurinn var skip- aður þeim Helgu Steingerði Sigurðardóttur hjúkrunar- fræðingi sem tilnefnd var af Heilsugæslustöðinni Sól- vangi, Hólmfríði Amadóttur kennsluráðgjafa sem til- nefnd var af Skólaskrifstof- unni og var hún starfsmaður hópsins. Þá voru einnig í hópnum þær Malen Sveins- dóttir uppeldisfræðingur, tilnefnd af æskulýðs- og tómstundaráði, og Þórdís Bára Hannesdóttir félags- ráðgjafi sem tilnefnd var af Félagsþjónustu Hafnar- fjarðar. Auka þarf íslenskukennslu Hópurinn lagði talsverða vinnu í að hafa uppi á inn- flytjendum í Hafnarfirði, sem reyndist erfítt vegna upplýsingalaga og persónu- verndar. í ljós kom að stærstu hópamir komu frá Filippseyjum og Taílandi og var leitað til þeirra til að meta þörf þeirra og óskir um þjónustu hjá bæjarfélaginu. Áberandi var hjá báðum hópum að óskað var eftir meiri íslenskukennslu og betri upplýsingaþjónustu. Fólkið taldi afar brýnt að ná tökum á íslenskunni. Fram kom að erfiðleikar em á að sækja íslenskunám til Reykjavíkur vegna vinnu og samgangna. Sú íslensku- kennsla sem verið hefur í Námsflokkum Hafnarfjarð- ar hentar fólki frá Filipps- eyjum og Taílandi illa og hefur ekki verið vel sótt af fólki þaðan, sökum þess að kennslan hefur farið fram í blönduðum hópi frá öllum þjóðlöndum. Hins vegar sýndi tilraun sem gerð var sl. sumar til að kenna eingöngu þessum hópum að veruleg þörf er á íslenskukennslu hjá þessu fólki, sem var ánægt og afar þakklátt fyrir framtakið. St- arfshópurinn hefur því lagt til að íslenskukennsla verði aukin og ókeypis í a.m.k. 500 kennslustundir fyrir fólk frá málasvæðum ólík íslensku. Til samanburðar veita Danir 720 stundir ókeypis, enda sýna rannsóknir að fólk sem ekki nær tökum á málinu á í erfiðleikum með alla aðlög- un. Menningar- og upplýsingamiðstöð Til þess að koma til móts við þörf innflytjenda á greið- um aðgangi að upplýsingum og til að ijúfa félagslega ein- angrun þeirra, leggur starfs- hópurinn til að komið verði á fót miðstöð innflytjenda og flóttafólks. Gert er ráð fyrir að miðstöðin hljóti fordóma- laust nafn sem feli í sér að þangað sæki ekki einungis útlendingar og er lagt til að miðstöðin hljóti nafnið „íbúamiðstöðin, menningar- og upplýsingamiðstöð Hafn- arfjarðar". Miðstöðin á að vera stað- sett þar sem fólk er daglega á ferli, s.s. í tengslum við bókasafn^ listastofnun og kaffihús. I skýrslunni kemur fram að gagnkvæm blöndun í íslenskt samfélag sé mikil- vægt og huga verði að því að innflytjendur, flóttamenn og íslendingar hafi sem flesta snertifleti í samskiptum. Miðstöð þar sem enginn Is- lendingur á leið hjá stuðli hins vegar að einangrun. Lagt er tfl að í miðstöðinni verði einn starfsmaður með menntun og starfsreynslu í málefnum innflytjenda og flóttamanna og hefji þar störf 1. janúar árið 2000. Jafnframt þessu er lagt til að komið verði á fót stuðn- ingsfjölskyldukerfi. Þeim fjölskyldum sem taldar séu í þörf fyrir stuðning verði út- veguð hafnfirsk stuðnings- fjölskylda sem hefur það verkefni að hjálpa fólki að ná fótfestu í samfélaginu. Þessar fjölskyldur verða í tengslum við miðstöðina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.