Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Óhöpp og vandræði í Gilinu Jarðgöng eða hitalögn? Morgunblaðið/Kristján Nemendur fræðast um sjávarútveginn ÓLAFUR Ásgeirsson, aðstoðaryfíi'- lögregluþjónn á Akureyri, segir ým- islegt hægt að gera til að koma í veg fyrir óhöpp í Kaupvangsstræti, Gil- inu svonefnda, en þar rann strætis- vagn stjórnlaust niður götuna í fyrrakvöld. Eignatjón varð en engin slys á fólki. Gilið er næst umferðar- mesta gata bæjarins. í fyrsta lagi benti Ólafur á að öku- menn ættu að hafa vit á að velja sér aðrar ökuleiðir milli bæjarhluta væru þeir á vanbúnum bílum. Einnig nefndi hann að hægt væri að leggja hitalögn í götuna þannig að hún væri alltaf auð, en um væri að ræða dýra framkvæmd og rekstur. Þá sagðist Ólafur hafa vai'pað fram þeirri hug- mynd að gerð yrðu jarðgöng frá gömlu kartöflugeymslunni við inn- keyrslu í Brekkuskóla og niður í Hafnarstræti að Umferðarmiðstöð. „Eg veit þetta er rándýrt, en með nútímatækni væri þetta mögulegt,“ sagði Ólafur. Kirkjustarf Kyrrðar- og bænastund verður í Svalbarðskirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 7. nóvember, kl. 21. Minnst látinna og geta kirkjugestir kveikt á kerti í minningu látinna vina. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Barna- unglingaguðsþjónusta verður í Bakkakirkju næstkomandi sunnu- dag, 7. nóvmeber og hefst hún kl. 11. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Birgir Helgason. Fermingarbörn að- stoða. Foreldrar eru hvattir til að mæta með bömum sínum. Fyrirlestur um Einar Bene- diktsson GUÐJÓN Friðriksson sagnfræðing- ur flytur fyrirlestur í Safnahúsinu á Húsavík næstkomandi sunnudag, 7. nóvember. Fyrirlesturinn nefnist „Einar Benediktsson og Dettifoss“ og hefst hann kl. 15. Skartgripir á Karólínu FRIÐRIK Freyr Flosason gullsmið- ur opnar sína fyrstu sýningu á handunnum skartgripum á Kaffí Karólínu á laugardag, 6. nóvember. Friðrik Freyr útskrifaðist frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1998. Hann lærði á Gullsmíðastofunni Skart á Akureyri. Sýningin verður opin alla daga frá 6. nóvember til 6. desember. Bingó KFUM og K heldur bingó á sunnu- dag, 7. nóvember, kl. 15 í félagsheim- ilinu í Sunnuhlíð til styrktar starfí fé- lagsins. Boðið verður upp á mola- sopa og sjoppa verður opin. Loks nefndi Ólafur að hægt væri að minnka brekkuna eitthvað með því að taka af henni við Frímúrara- húsið. Hann sagði lögreglu loka Gil- inu í fljúgandi hálku, en þó svo að sett væru upp skilti sem greindu frá lokun væra margir sem ekki virtu þau og ækju eftir sem áður um göt- una. Mikil umferð gangandi fólks í Gilinu Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, sagði að Gilið væri hræðilegt við aðstæður eins og voru í fyrrakvöld, þegar hiti væri um frostmark og snjókoma. Þó svo að gatan væri sandborin hefði það ekkert að segja, sandurinn træð- ist niður og hálkan yrði gríðarleg. Hann sagði lögreglu ekki aðgæta nægilega fljótt að loka götunni, ekki væri lokað fyrr en eftir meiriháttar vesen og vandræði. „Það gerist alltaf nokkrum sinnum á ári að vagnarnir lenda í vandræðum sem og aðrir bílar. Það verða þarna nokkur slys á ári vegna þessa en sem betur fer hefur einungis verið um eignatjón að ræða, ekki slys á fólki. Verði ekkert að gert er það sjálfsagt bara tímaspursmál hvenær það verð- ur. Umferð gangandi fólks er mikil, þarna eru kaffihús og sýningarsalir og skólar í næsta nágrenni þannig að fjöldi fólks er þarna að jafnaði á ferð- inni yfir daginn,“ sagði Stefán. AKUREYRARBÆR var í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær dæmdur til að greiða Kærunefnd jafnréttismála vegna Ragnhildar Vigfúsdóttur, fyrrverandi jafnrétt- is- og fræðslufulltrúa bæjarins, hálfa milljón króna. Einnig var bær- inn dæmdur til að greiða rúmlega 390 þúsund krónur í málskostnað og að greiða Ragnhildi um 87 þúsund krónur vegna málareksturs síns. Ragnhildur gegndi starfí jafnrétt- is- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæj- ar frá því haustið 1995 þar til í mars 1997. Kærunefnd jafnréttismála höfðaði mál gegn bænum í upphafi árs og voru dómkröfur þær að viður- kennt yrði að sá munur sem var á launum og öðrum starfskjörum jafn- réttis- og fræðslufulltrúa og atvinnu- málafulltrúa Akureyrarbæjar hafi verið ólögmætur og brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Krafist var 500 þúsund króna greiðslu fégjalds vegna hneisu og óþæginda Ragnhildar. Við ráðningu Ragnhildar í starfíð RANNSÓKNARSKIPIÐ Dröfn hefur verið á Akureyri undan- farna daga en starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar eru á ferð um landið, að kynna elstu grunn- skólanemendunum eitt og annað sem tengist sjávarútveginum. Nemendur fara í stutta siglingu með Dröfn og fræðast um veiðar- færi og þær fisktegundir sem í þau koma. Þá sjá þeir hvernig veitt er með trolli, blóðgun og aðgerð á fiski og hvernig fiskur en lengdarmældur. Einnig skoða þau kynningarmyndbönd m.a. um Hafrannsóknastofnun og skoða neðansjávarmyndir. Hér er um að ræða verkefni varð samkomulag um kjör hennar, en þau skyldu vera ákveðinn launa- flokkur samkvæmt kjarasamningi við Starfsmannafélag Akureyrar- bæjai- auk fleiri atriða. Eftir að fyr- ir lá niðurstaða starfsmats þar sem fram kom að laun atvinnufulltrúa voru hærri en laun jafnréttis- og fræðslufulltrúa óskaði Ragnhildur eftir leiðréttingu kjara til samræm- is við kjör atvinnufulltrúans, en þau voru miðuð við kjarasamning verk- fræðinga. Karlmaður gegndi á þeim tíma stöðu atvinnufulltrúa. Ekki var orðið við kröfum hennar um leiðréttingu kjara. í kjölfar þeirrar niðurstöðu að Akureyrai-- bær hefði brotið jafnréttislög við launaákvarðanir sínar gagnvart Ragnhildi hófust viðræður um launakjör sem ekki leiddu tO breyt- inga á kjörum hennar. I fyrrasumar var ákveðið á fundi bæjarráðs að hafna kröfum hennar. Stefnandi heldur því fram að störf jafnréttis- og fræðslufulltrúa og atvinnumálafulltrúa séu jafn- sem menntamálaráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið standa að, Fiskifélag fslands sér um skipulag þess en Hafrannsókna- stofnun um framkvæmd. Hjalti Karlsson líffræðingur hjá Hafró sagði að þessi kynning hafí byij- að á ísafirði en þaðan var haldið um Norðurland. Áfram verður haldið austur um land og til Gr- indavíkur. Einnig verður slík kynning fyrir nemendur á Faxa- flóasvæðinu. Á myndinni eru nemendur Brekkuskóla á Akureyri að lengdarmæla físk á millidekkinu í Dröfn, undir handleiðslu Hjalta. verðmæt og sambærileg þó þau séu ekki eins. Bent er á að nokkrir af æðstu yfirmönnum bæjarins fá laun samkvæmt kjarasamningi tækni- og verkfræðinga án tillits til menntun- ar, en það hafi Ragnhildi ekki verið boðið. Launamunur jafnréttisfull- trúa og atvinnufulltrúa hafi byggst á einhliða ákvörðun bæjai'yfirvalda. Þá er því haldið fram að ekki sé hægt að mismuna körlum og konum í starfi með vísan til markaðslegra forsendna og réttlæta áðurnefndan launamun með samningsfrelsi og mismunandi mati á verðmæti starfa. Krafa um fégjald er gerð vegna hneisu, óþæginda og röskunar á stöðu og högum sem mismununin leiddi af sér. Bent er á að málið hafi orðið til þess að Ragnhildur missti þann brennandi áhuga sem hún hafði á starfi sínu og því að raun- verulega væri hægt að vinna að jafnréttismálum fyrir Akureyrarbæ af einlægni. Ekki sambærileg störf að mati bæjarins Akureyrarbær krafðist sýknu í málinu og byggði á því að hann hefði fullt frelsi til samningagerðar um kaup og lqör við starfsmenn sína og eða félög þeirra. Því er haldið fram að ákvæða jafnréttislaga hafi verið gætt við ákvörðun launa Ragnhildar. Einnig byggir Akureyrarbær á því að starf jafnréttis- og fræðslufulltrúa hafi ekki verið sambærilegt og jafn- verðmætt starf og starf atvinnumála- fulltrúa. Sanngjöm rök búi að baki ákvörðun launa þessara fulltrúa og sé á engan hátt um kynbundin mun að ræða, sem best sjáist af því að kona gegni nú starfi atvinnufulltrúa. Af hálfu bæjarins er því einnig haldið fram að hann sé bundinn af samanburðai’tilraun starfsmats- Iðnaðarsafnið Sýning á prent- gripum KYNNING á umbúðum, auglýsing- um og ýmsu öðru sem unnið hefur verið fyrir ýmis fyrirtæki sem kynnt eru á Iðnaðarsafninu á Akur- eyri verður opnuð á laugardag, 6. nóvember kl. 16. Við uppsetningu Iðnaðarsafns- ins kom fljótt í ljós að ekki var nóg að segja sögu fyrirtækjanna, vél- anna og fólksins sem við þær vann að framleiðslunni. Þeir sem tóku við fullunnum vörum til kynningar í sérhæfðum umbúðum, auglýsing- um og öðru því sem til þarf við markaðssetningu koma þá til sög- unnar. Mikilvirkust á því sviði er auglýsingastofa Kristjáns Krist- jánssonar sem starfrækt hefur verið á Akureyri í rúm 30 ár og nú á laugardag verður opnuð sýning á ýmsu því sem þar hefur verið unn- ið fyrir fjölda fyrirtækja sem kynnt eru á Iðnaðarsafninu. Þar er um að ræða fjölbreytt yfirlit prent- gripa frá síðustu þremur áratug- um. Leitað að stærra húsnæði I tilefni af þessari sýningu verð- ur Iðnaðarsafnið opið daglega frá kl. 16 til 18 til 15. nóvember næst- komandi. Þann dag verður safninu sem er að að Dalsbraut 1 lokað þar til nýtt og stærra húsnæði finnst. Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því safnið var opnað hefur ótrú- legt magn verðmætra safngripa bæst við og eru þrengsli mikil. nefndai'. Bent er á að starf jafnréttis- og fræðslufulltrúa og atvinnumála- fulltrúa hafi verið metið á sambæri- legan hátt og ljóst sé að starfs- og ábyrgðarsvið starfanna sé annað og gjörólíkt. Þá er því haldið fram að ákvörðun um launakjör jafnréttis- og fræðslufulltrúa hafi verið tekin áður en starfið var auglýst og því óháð því hvort kona eða karl tækju við stöð- unni. Varðandi kröfu um fégjald er því haldið fram af hálfu bæjarins að vandséð sé að Ragnhildur hafi beðið hneisu eða orðið fyrir óþægindum vegna þeirrar athygli sem mál henn- ar hefur vakið. Þvert á móti hafi nú nýtt sér athyglina sér til framdrátt- ar og fremur áunnið sér virðingu og aðdáun en hið gagnstæða. Ragnhild- ur hafi tekið ákvörðun um starfslok þrátt fyrir vilja þáverandi bæjar- stjóra að ganga til samninga um málið. Ástæða starfslokanna hafi einfaldlega verið sú að henni hafi boðist spennandi starf í fjarlægu landi sem hún þáði. Kastaði rýrð á trúverðugleika í dómi Freys Ófeigssonar dóms- stjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram varðandi greiðslu fégjalds að horfa verði til tilgangs starfs þess sem Ragnhildur gegndi. Henni hafi borið að vinna að framkvæmd jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar, en brot bæjarins hafi beinlínis fallið innan starfsvett- vangs hennar og sé til þess fallið að kasta rýi'ð á trúverðugleika hennar sem jafnréttisfulltrúa. Því verði að telja að Akureyrarbær hafi bakað Ragnhildi óþægindi er hann mis- munaði henni í launakjörum á grundvelli kynferðis. Fjárhæð bót- anna, 500 þúsund krónur, þótti því hæfileg. Til sölu mjög gott 82,4 fm verslunarhúsnæði á fyrstu hæð í verslunarmiðstöðinni Krónunni, Hafnarstræti 97, Akureyri. Til afhendingar strax. Nánari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni ehf., Hermann R. Jónsson, sölustjóri, sími 861 5025. gsgocu e.’ Sími 462 1878 - Fax 461 1878 Dómur í máli Kærunefndar jafnréttismála gegn Akureyrarbæ Bærinn greiði fyrrverandi jafnréttisfulltrúa hálfa milljón
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.