Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 20

Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ _____________FRÉTTIR________________ Viljayfírlýsing um íslenska menntanetið Mikilvægt að hafa hagsmuni skólastarfs að leiðarljósi NOKKRIR forráðamenn í fræðslumálum hafa sent Morgun- blaðinu eftirfarandi yfirlýsingu í tilefni af hugsanlegri sölu á Is- lenska menntanetinu. „Við sem undirritum þessa viljayfirlýsingu teljum það mjög mikilvægt að starfrækt sé skóla- og menntanet í landinu sem hafi hagsmuni skóla og skólastarfs á öllum skólastigum að leiðarljósi. Vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á Islenska menntanetinu lýsum við því yfir áhuga á samstarfi og samvinnu við þann sem er tilbú- inn að vinna að: • Þjálfunarferli þar sem upplýs- ingatækni er samþætt inn í kennslustarf og nám samkvæmt aðalnámskrá. • Ráðgjöf og aðstoð vegna notk- unar kennslu- og hjálparforrita þar sem fyrirsjáanlegt er að þátt- ur hugbúnaðar í námi og kennslu mun vaxa í náinni framtíð. • Ráðgjöf og aðstoð varðandi kennslufræðileg mál, svo og tæknileg t.d. hvað varðar upp- byggingu staðarneta, vélbúnaðar- innkaup og lausnir. • Rekstri mennta- og skólavefs þar sem verði að finna almennar upplýsingar um skóla, starf þeirra og námsframboð, möguleika til fjárnáms, endur- og símenntunar á sem flestum sviðum, krækjur í sérvefi menntastofnana, kennslu- efni og barnasíður, tilboð og möguleika á samskiptaverkefnum innanlands og utan o.s.frv. • Þátttöku í samvinnu um rekst- ur netstýrikerfa í skólaumhverfi, kynningar á nýjungum sem að þeim lúta og sameiginlega tækni- aðstoð. • Svæðisbundinni þjónustu við staðarnet skóla í samstarfi við heimamenn með það að markmiði að veita skólum bestu þjónustu og ráðgjöf. • Uppsetningu og þróun sér- hæfðrar leitarvélar fyrir íslenskt skólaumhverfi. • Samstarfi um þróunarvinnu við smíði gagnagrunns sem geri skól- um kleift að fylgjast með og skilu- leggja skólastarf samkvæmt markmiðum námskrár. • Uppbyggingu sameiginlegs baknets og samnýtingu á band- vídd þar sem tæki og tól eru vist- uð þar sem hagkvæmast þykir hverju sinni. Skólanetinu verði settar sjálfstæðar reglur sem taki mið af þörfum skólanna hverju sinni við þróun og prófanir. Nauð- synlegt er að greina kennslu- fræðilega netumferð frá annarri umferð. • Uppbyggingu þjónustu með kennslufræði- og tæknileg mark- mið sniðinni að þörfum skóla. Tryggja aðgang að starfsfólki sem hefur sérþekkingu og skiln- ing á þörfum skóla. • Markvissri uppbyggingu á flutningsgetu skólanets þannig að hún nægi til fullnýtingar þeirra möguleika sem gagnvirk marg- miðlunartækni býður upp á m.a. í fjarkennslu, þróun kennsluað- ferða, miðlun upplýsinga og rann- sóknavinnu. Við sem að þessari viljayfirlýs- ingu stöndum höfum fullan hug á að sameina krafta okkar á sviði upplýsingatækni í skólastarfi. Við viljum beina viðskiptum okkar til þess sem er tilbúinn að veita þjón- ustu og standa að uppbyggingu byggðri á ofangreindri hug- myndafræði á sanngjörnu og sam- keppnishæfu verði.“ Þorsteinn Gunnarsson f.h. Háskólans á Akureyri Hjalti Jón Sveinsson f.h. Verkmenntaskólans á Akureyri Tryggvi Gíslason f.h. Menntaskólans á Akureyri Gunnar Gislason f.h. Skólaskrifstofu Akureyrar Gerður G. Óskarsdóttir f.h. Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar Greinarg’erð Upplýsingatækni í skólastafi er sá möguleiki sem skólafólk hefur horft til. Þar hafa sveitarfélög séð leið til hagræðingar og aukins faglegs metnaðar í skólastarfi á upplýsingaöld. Þetta á jafnt við í dreifbýli sem þéttbýli. Með upp- byggingu á innri netum skóla, samtengingu þeirra, samnýtingu bandvíddar og hóflegri verðlagn- ingu þarf að gera skólum kleift að njóta hagkvæmni stærðarinnar. Tryggja verður jafnt aðgengi nemenda og kennara um land allt að smeiginlegum auðlindum þjóð- arinnar og þar með aðstöðu til náms óháð búsetu. Þetta er liður í að sporna gegn þeirri gríðarlegu byggðaröskun sem nú hefur átt sér stað og er fyrirsjáanleg um ókomna framtíð ef ekkert verður. að gert. Það er mjög mikilvægt að skól- ar hafí aðgang að samræmdu um- hverfi til samskipta sín á milli. Til að svo megi verða er mikilvægt að útbúið sé umhverfi á vef þar sem hægt er að þróa og prófa hugbún- að og lausnir sem létt geta kenn- urum og nemendum kennslu og nám. Þannig verður til sá vett- vangur samstarfs sem nauðsyn- legur er í nútíma skólastarfi. Undanfarin misseri hefur verið mikil gróska á sviði fjarkennslu. Mikilvægt er að íslenskt skóla- kerfi geti haldið þeirri þróun áfram og staðið jafnfætis eða framar öðrum, bæði hvað varðar kennsluaðferðir, vélbúnað og lausnir. Einnig hafa ýmsir skólar verið að þróa sínar eigin hugbún- aðarlausnir. Oft er þar að finna vaxtarbrodd í hugbúnaðargerð og því er mjög mikilvægt að styðja við bakið á þeim hvað þetta varð- ar. Leitast skal við að hafa sam- starf við þá aðila sem eru færastir á hverju sviði svo sem í gagna- flutningum, notkun upplýsinga- tækni og kennslufræðilegri ráð- gjöf. Mikilvægt er að fylgjast náið með nýjungum í upplýsingatækni í skóíastarfi og koma þeim til skila á markvissan hátt. Skóla- og menntanet er kennslufærðilegur miðill. Þar á meðal annars að veita kennsluráð- gjöf og sérfræðilega aðstoð hvað varðar uppeldis- og kennslufræði- leg málefni. Morgunblaðið/RAX Svanhildur Jónsdóttir, póstburðarkona á Hólmavík, á gangi upp Kópncsbraut, í bakgrunni sést Riis-hús. Hressandi á Hólmavík póstburður PÓSTBURÐARKONAN á Hólmavík, Svanhildur Jónsdóttir, sér ein um að bera út póstinn í 500 manna bæ, sama hvernig viðrar. A fimmtudag var snjór á götum bæjarins og því nokkuð hált, en veður ágætt. „Þetta er bara ósköp hressandi eins og hálfs tíma göngutúr," sagði Svanhildur. „Það er nú varla hægt að segja að það sé kominn vetur, allavega er maður enn ekki farinn að klofa snjóinn upp í hné.“ Svanhildur sagði að snjórinn væri tiltölulega ný- kominn og að það hefði komið bæjarbúum nokkuð á óvart á miðvikudag að sjá allar götur hvítar, sérstak- lega þar sem veðurstofan hefði spáð öðru. „Það varð þriggja bíla árekstur í hálkunni, en það var nú samt ekkert alvarlegt, meira svona nudd,“ sagði Svanhildur. „Þá rann einn bíll á netageymslu- skúr, en bíllinn skemmdist ekki mikið og það rétt að- eins sér á skúrnum.“ Börnin á Hólmavík Fógnuðu fyrsta snjónum og snjókarlar litu dagsins ljós. Haldið upp á afmæli Húnavallaskóla í A-Húnavatnssýslu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nemendur og kennarar fögnuðu því að 30 ár eru liðin frá því að Húnavallaskóli var settur í fyrsta sinn. 30 ár frá fyrstu skólasetningu Blönduósi -Aðstandendur Húna- vallaskóla í Austur-Húnavatns- sýslu héldu upp á 30 ára setning- arafmæli skólans fyrir skömmu. í tilefni timamótanna var efnt til samkomu í skólanum þar sem m.a. var riljuð upp byggingar- saga skólans og opnuð ljós- myndasýning tengd sögu hans. Birgitta H. Halldórsdóttir, skáldkona og bóndi, rifjaði upp fyrsta skóladaginn fyrir þrjátíu árum og Gríinur Gíslason sagði frá aðdraganda að stofnun skóla á Reykjum við Reykjabraul og byggingarsögu hans. Skólinn var settur í fyrsta sinn 28. okt. 1969 en var formlega vígður ári seinna. I Húnavallaskóla eru nemendur úr sjö sveitahreppum Austur-Húnavatnssýslu og hafa þeir flestir verið um 180 en í vet- ur stunda 110 nemendur nám við skólann. Upphaflega var rekin heimavist við Húnavallaskóla en hún var lögð niður árið 1982 og í dag er nemendum ekið daglega í skóla. Skólastjóri Húnavallaskóla er Arnar Einarsson og er hann fimmti skólastjórinn frá upphafí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.