Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 31

Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 31 Viðræður um nauðungarvinnusjóð Reynt að leiða málið til lykta Berlín. Reuters, AP. FULLTRÚAR þýzkra fyrirtækja og stjórnvalda ásamt umboðs- mönnum hópa fólks sem neytt var til vinnu á stríðsárunum í Þýzka- landi, kappkosta að sjá til þess að hægt verði að standa við að halda nýja samningalotu um stofnun skaðabótasjóðs fyrir þetta fólk í Bonn í þarnæstu viku. Snúast við- ræðurnar um að ná málamiðlun um það hve háa upphæð þýzku fyrir- tækin leggi fram í sjóðinn. Fulltrúi Deutsche Bank AG sagði á miðvikudag, að þau þýzku fyrirtæki sem gert hefðu tilboð um greiðslu í hinn áformaða skaðabóta- sjóð myndu ekki hækka tilboð sitt. „Fyrirtækin munu ekki leggja fram meira fé. Það er öruggt," sagði Klaus Kohler, lögmaður bankans, sem er meðal þeirra 35 fyrirtækja sem að tilboðinu standa. Þau lögðu, ásamt þýzkum stjómvöldum, í síð- asta mánuði íram tilboð um að greiða samtals 6 milljarða marka, andvirði 240 milljarða króna, í hinn áformaða skaðabótasjóð, en lög- menn hópa fólks, sem sætti nauð- ungarvinnu í Þýzkalandi í stríðinu, höfnuðu tilboðinu og sögðu það smánarlegt. Lögmennimir hafa hótað málaferlum í Bandaríkjunum gegn hverju og einu þýzku fyrir- tækjanna. Með því að setja sjóðinn á stofn vilja fyrirtækin að þau fái tryggingu fyrir því að þeim verði hlift við slíkum málaferlum. Mat á fjölda þess fólks sem ætti tilkall til fjár úr skaðabótasjóði þessum nær frá 700.000 upp í 2,3 milljónir, en það fer eðlilega eftir fjölda þeirra sem tilkall eiga til skaðabóta hve mikið fé þarf að vera í sjóðnum. Um tveir þriðju þessa fjölda eru Austur-Evrópubú- ar sem voru látnir vinna við her- gagnaframleiðslu, landbúnað og fleira í Þýzkalandi í stríðinu og ekki hafa notið góðs af þeim skaða- bótagreiðslum sem þýzka ríkið hef- ur á liðnum áratugum greitt fórn- arlömbum nazismans. En einnig er um að ræða fólk sem var í þræla- búðum þýzkra nazista. Það fólk er flest gyðingar. Bonn-fundi mögulega frestað Upprunalega stóð til að ganga frá samkomulagi um skaðabóta- sjóðinn fyrir 1. september, en það slitnaði upp úr viðræðum þýzku sendinefndarinnar við lögmenn fyi-rverandi nauðungarverkafólks í Washington. Ný samningalota er áformuð í Bonn 16. og 17. nóvem- ber, en henni kann að verða frestað ef ekki er útlit fyrir að þar verði hægt að ná samkomulagi. Wolf- gang Gibowski, talsmaður samn- inganefndar þýzku fyrirtækjanna, segir nokkra vinnuhópa vera að vinna að því þessa dagana og miði þeim nógu vel áfram verði Bonn- fundurinn haldinn á tilsettum tíma. Hafa bæði fulltrúar þýzkra stjórn- valda sem og þeir fulltrúar banda- rískra stjórnvalda, sem komið hafa að málamiðlun, lagt áherzlu á að samkomulag náist fyrir lok ársins. Aðsendar greinar á Netinu S' mbl.is -ALLTAf= £/TTH\&\£> A/ÝTT ERLENT Utanrikisráðherra Dana um ratsjárstöðina í Thule á Grænlandi NIELS Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, segir í sam- tali við danska dagblaðið Berlingske Tidende að Bandaríkin hafi ekki í hyggju að endurnýja ratsjárstöðina í Thule á Grænlandi án þess að ráð- færa sig áður við Rússa. Tilefni um- mælanna er að í gær lýsti Jonatan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, sig fylgjandi því að Bandaríkin fengju að gera end- urbætur á stöðinni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Komið hefur fram að Bandaríkin muni hugsan- lega vilja endumýja ratsjárstöðina og koma þar fyrir búnaði sem yrði hluti af umfangsmiklu eldflauga- varnakerfi. Slíku kerfí er ætlað að verja þau kjarnorkuvopnaárás óvin- veittra ríkja og hafa Norður-Kórea Engar framkvæmdir án samráðs við Rússa Reuters Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dana, (t.v.) ásamt kollega sínum í Lúxemborg. og írak verið nefnd í því sambandi. Rússai’ hafa sagt að komi Banda- ríkjamenn sér upp eldflaugavarna- kerfi verði það skýlaust brot á af- vopnunarsáttmálum sem Bandarík- in og Sovétríkin gerðu á árum áður og enn eru í gildi, þar á meðal ABM-sáttmálinn. Jeltsín Rúss- landsforseti hefur eindregið varað Bandaríkjamenn við, að ákveði þeir að koma upp eldflaugavarnakerfi, muni það hafa neikvæð áhrif á sam- skipti landanna og ógna öryggi í heiminum. Petersen segir einnig í samtali við blaðið að komi til samningavið- ræðna milli Bandaríkjanna og Dan- merkur um framkvæmdir í Thule- stöðinni, muni verða leitast við að hafa fullt samráð við Grænlendinga. Notaðu Póstinn þegar þú pantar vörur. Við komum þeim til skila hratt og örugglega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.