Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 5- NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SAN Francisco-ballettinn var settur á laggirnar árið 1933 með einfalda draum- sýn í huga: Að ná hástigi listræns ágætis. Sextíu og fimm ár- um síðar er þessi einfalda en hvetj- andi draumsýn okkar leiðarljós. Eg hef ætíð verið sannfærður um það að ballett færi fegurð og skáldskap inn í lífið; hann vekur ímynd- unaraflið. Hann höfðar til hjartans og nærir sálina. Hann göfgar. Hann menntar og hvetur og stundum veldur hann hræringum. Hann seg- ir okkur eitthvað um hver við vor- um, með því að opna glugga til for- tíðar, og hver við erum, með því að endurspegla nútímann. Hann opnar dyr inn í framtíðina.“ Þessi orð, sem Helgi Tómasson ritar í afmælisrit San Francisco- ballettsins á liðnu ári, les ég þar sem ég bíð eftir honum í Sadler’s Wells-leikhúsinu í Lundúnum þennan laugardagsmorgun í lok október. Ég sé Helga tilsýndar, skammt frá, þar sem hann fundar með einhverju fólki, og fer að hugsa hvað þessi orð séu lýsandi fyrir hann, áhugann, metnaðinn, ástríð- una, sem hafa fleytt honum í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Ég hef, eins og flestir Islendingar, fylgst með frama hans í gegnum ár- in og finnst ég þekkja hann. Samt geri ég það ekki - hef raunar aldrei hitt hann. Kvöldið áður hef ég séð hina róm- uðu uppfærslu Helga á Svanavatn- inu í sneisafullu Sadler’s Wells. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og ljóst má yera að hér er á ferð sýning sem íslendingar geta ekki á degi hverjum boðið listdans- unnendum upp á. Þeir eiga veislu í vændum. Fundi er slitið, fólkið hverfur á braut, og Helgi gengur til mín. Við heilsumst. Handabandið er ekki þétt en hlýlegt og góðlátlegt bros færist yfir andlitið. Hann berst ekki á þessi maður. Ég veit að mikið hefur mætt á Helga í Lundúnum, fjölmiðlar sótt að honum úr öllum áttum. Samt er engin þreytumerki á honum að sjá. „Jú, jú, fjölmiðlar hér hafa sýnt okkur mikinn áhuga. Það hefur ver- ið í mörg hom að líta. Við erum mjög ánægð með viðtökurnar," seg- ir hann, þegar ég hálfpartinn biðst afsökunar á því að vera að herja á hann. Það er óþarfi. En er ekki skemmtileg tilbreyt- ing að veita viðtal á íslensku eftir þessa ensku orrahríð? „Já og nei. Það er auðvitað ágæt tilbreyting að veita viðtal á íslensku en á móti kemur að ég á erfiðara með að koma orðum að hlutunum, í mínu starfi fer öll hugsun fram á ensku.“ Ég læt það vera, þann klukku- tíma sem við sitjum þama á kaffi- stofu leikhússins og spjöllum saman rekur Helga ekki oft í vörðumar. Eftir þetta langa úthald talar hann óhjákvæmilega með hreim en mál- vitundin er í góðu lagi. í fyrsta sinn á íslandi Helgi dansaði oft á íslandi meðan frægðarsól hans sem dansara skein sem hæst en hann hefur ekki komið með San Francisco-ballettinn heim í annan tíma. Kveðst hann hlakka til þess. „Það er stórkosþlegt að fá tækifæri til að koma til Islands. Það er mikil eftirvænting í hópnum." Sýningin í Lundúnum var afar fjölmenn og sviðið í Sadler’s Wells, sem þó er ekki lítið, nýtt til hins ýtr- asta. Gerir Helgi ráð fyrir að þurfa að fækka dönsuram eitthvað í fjöl- mennustu atriðunum þegar til Is- lands er komið en vonar að það komi ekki að sök. Nokkur böm taka þátt í sýning- unni og fékk flokkurinn til liðs við sig unga breska ballettnema í Lundúnum. Hyggst Helgi virkja krafta íslenskra ballettbama í Borgarleikhúsinu? „Hvers vegna ekki? Við munum alla vega skoða málið. Það væri auð- vitað skemmtilegast. Að öðram kosti yrðum við annaðhvort að sleppa bömunum eða taka þau með okkur frá Bandaríkjunum og því fylgja mörg vandamál, forráða- menn yrðu að koma með og þar fram eftir götunum." Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Helgi Tómasson danshöfundur og listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins. Hef dottið niður á réttu staðina Einn af höfuðviðburðum menningarársins í Reykjavík á næsta ári verða fímm sýningar San Francisco-ballettsins á Svanavatninu í Borgarleikhúsinu í maí. Menningarborgin og Listahátíð í Reykja- vík standa í sameiningu að komu dansflokksins sem þykir einn sá fremsti í heimi. Orri Páll Ormarssou sá umrædda sýningu þessara fótafímu Friskómanna í Lundúnum og ræddi við höfundinn og list- rænan stjórnanda flokksins, Helga Tómasson. .... !-■ .& ' | Wm W' |h ■ ■ m M 1 Svanimir svífa. Þessi fótlipru fiðurkvendi verða á fjölum Borgarleikhússins í maí á næsta ári. í dag er San Francisco-ballettinn í hópi þeirra allra bestu í heiminum. En þannig hefur það ekki alltaf ver- ið. Helgi tók til að mynda alls ekki við góðu búi árið 1985. „Flokkurinn var á þessum tíma frekar lítill, svæðisbundinn flokkur, þótt hann væri þekktur og stæði á fornum grunni. Verkefnið sem stjórnin bað mig að taka að mér var einfalt: Að koma flokknum til met- orða. Hana hafði lengi dreymt um að gera flokkinn samkeppnisfæran á landsvísu og ákváð að láta slag standa." En Róm var ekki reist á einum degi. „Fyrsta verkefnið var að vinna upp aga, honum var ábóta- vant. Ég gerði nokkrar breytingar á dansarahópnum, sagði upp sjö af 45 dönsurum, og fékk til starfa þekkta höfunda. Það var á brattann að sækja, því er ekld að neita, en með mikilli vinnu, aga og áhuga miðaði okkur áfram.“ Helgi réðst heldur ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, endur- skapaði einn vinsælasta ballett allra tíma, Svanavatnið, klassíkina upp- málaða. Var sýningin framsýnd ár- ið 1988 og olli vatnaskilum í sögu flokksins. Þetta Svanavatn er frábært afrek „Það var ekki auðvelt fyrir flokk- inn að gera þetta á þeim tíma en flokkar verða að geta dansað stóru ballettana ætli þeir sér að ná árangri í þessu fagi. Við drifum því í þessu.“ Og áhættan borgaði sig. „Þetta Svanavatn er frábært afrek sem markar þáttaskil í langri sögu dans- flokksins," sagði í dómi í New York Post, þegar flokkurinn sýndi í fyrsta sinn í aldarfjórðung í heims- borginni, 1991, og aðalgagnrýnandi New York Times, Anna Kisselgoff, fullyrti að með sýningunni væri flokkurinn kominn á heimskort listdansins. „Undir stjóm Helga Tómassonar er San Francisco-ball- ettinn eitt magnaðasta dæmið um velgengni í bandarískum listum." Ekki voru móttökumar lakari í París 1994, þegar San Francisco- ballettinn varð fyrsti bandaríski flokkurinn til að sýna Svanavatnið þar í borg frá upphafi vega. „Þetta var stórt skref og mildl áhætta en allt gekk að óskum og égsé sannar- lega ekki eftir þessu. Ég er líka þekktur iyrir að taka áhættu," segir Helgi og brosir í kampinn. Upp frá þessu hafa San Franc- isco-ballettinum staðið allar dyi' opnar. Helgi hefur kostað kapps um að hafa breiddina í hópnum sem mesta svo flokkurinn fái ráðið við hvaða verkefni sem er, hvaða stíl sem er. „Við sýnum gimsteina frá liðnum tímum sem draga upp mynd af tímalausum kringumstæðum og til- finningum; ný verk sem bergmála hjartslátt tímans; og verk blandin hreyfingum frá ólíkum menningar- heimum sem skapa nýjan orða- forða, bæði kunnuglegan og fram- andi í senn,“ segir Helgi í fyrr- nefndu afmælisriti. Við þetta er engu að bæta. Helgi segir engum blöðum um það að fletta að hópurinn sem hann hefur yfir að ráða í dag sé sá besti í þau fjórtán ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn. „Hópurinn er mjög sterkur í dag, svo sterkur að við verðum að vísa mörgum frábærum dönsuram frá á ári hverju. Höfum einfaldlega ekki rými fyrir þá. Ætli þetta sé ekki draumastaðan," segir Helgi og hlær. Flokkurinn samanstendur af 65 dönsurum, þar af era nítján aðal- dansarar og átta sólódansarar. „Það er þetta sem greinir okkur frá öðrum flokkum í Bandaríkjunum, við eigum svo marga dansara sem geta borið uppi sýningar. Ekki nóg með það, heldur úir og grúir af efni- legum dönsuram í gegnum allan flokkinn. Danshöfundar sem vinna með okkur eru almennt mjög án- ægðir með að geta valið úr svona stóram og breiðum hópi." Ekkert að óttast Skyldi San Francisco-ballettinn þá ekki óttast neitt verkefni? Helgi hugsar sig um. „Nei,“ segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.