Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 33
Tina LeBlanc, ein skærasta stjarna San Francisco-ballettsins, í hlut-
verki Odette í Svanavatninu.
Feiknarlega flott
og glæsileg sýning
„ÞETTA er alveg
feiknarlega flott
og glæsileg sýn-
ing eins og ég átti
svo sem von á - ég
hef séð flokkinn
áður í svona stórri
sýningu úti í San
Franciseo. Þetta
eru einstaklega
fágaðir og glæsi-
legir dansarar og
menn tala um það
í dómum um sýn-
inguna í enskum
blöðum að þetta
sé glæsilegasta
Svanavatn sem nú
er á fjölunum í
veröldinni. Það er
í einu orði sagt frábært að
geta fengið þennan flokk og
Helga Tómasson til íslands á
þessu mikla menningarári.
Það er óhætt að lofa listunn-
endum á Islandi mikilli
veislu,“ segir Þórunn Sigurð-
ardóttir, stjórnandi Menning-
arborgarinnar, sem var meðal
leikhúsgesta þegar Svanavatn-
ið var á fjölum Sadler’s Wells
þetta kvöld.
Þórunn
Sigurðardóttir
Þórunn segir Is-
lendinga sjaldan
eiga þess kost að
bjóða upp á svona
stóra listviðburði en
vegna samstarfs
Menningarborgar-
innar og Lista-
hátíðar í Reykjavík
sé þetta hægt nú. Þá
megi ekki gleyma
þætti Helga Tómas-
sonar, hans áhugi
hafi verið þungur á
metum. „Helgi kem-
ur vel á móti okkur
og sennilega hefði
þetta ekki verið
hægt nema af því að
hann er Islendingur
og langar að sýna okkur lönd-
um sfnum flokkinn sinn f fullri
stærð. Við gerðum okkur líka
grein fyrir því að það væri nú
eða aldrei.“
Helgi Tómasson á sæti í
heiðursráði Menningarborgar-
innar og bindur Þórunn vonir
við að hann geti tekið þátt í
hátfðarhöldunum sem efnt
verður til um áramót, við upp-
haf menningarársins.
hann svo ákveðinn. „Við höfum ekk-
ert að óttast."
Þegar Helgi tók San Francisco-
ballettinn upp á sína arma var hon-
um jafnframt falið að byggja upp
listdansskóla flokksins. Segir hann
það starf hafa gengið vel, með
góðra manna hjálp, en Helgi breytti
strax til í kennaraliðinu.
Skólinn hefur skilað mörgum
góðum dönsurum. Alls stunda 225
nemendur nám við hann í vetur.
Arangur Helga í starfi listræns
stjórnanda San Francisco-balletts-
ins er undraverður. En hvað liggur
til grundvallar? Hvernig stjórnandi
er Helgi Tómasson?
Hann hlær þegar þessari spurn-
ingu er varpað fram, kýs eflaust að
láta verkin tala. „Þessu er ekki gott
að svara. Eg get þó sagt að ég
krefst aga af dönsurunum. Agi er
númer eitt, tvö og þrjú. Ætli fólk að
vera í þessum flokki, þarf það að
þola aga. Góður dansari þarf líka að
vera músíkalskur og vera gæddur
einstaklingseðli. Síðan er auðvitað
mikilvægt að hafa ánægju af því að
dansa. Daginn sem ástríðan hverfur
og menn fara bara að líta á dansinn
sem atvinnu sína er mál að hætta.“
Ballettinn Svanavatnið, við tón-
list Pjotr Iljítsj Tsjajkovskíjs, var
frumfluttur í Bolsjoi-leikhúsinu í
Moskvu árið 1877 og var danshöf-
undurinn Julius Reisinger. Ai-ið
1895 frumsýndi svo Maryinskíj-
leikhúsið í Pétursborg útgáfu Pet-
ipa-Ivanov. Síðan hafa margir
kunnir höfundar gert sína útgáfu.
Um endursköpun Helga á hinum sí-
gilda ballett hefur verið sagt að hún
sé fastheldin á hefðir verksins og
rætur en um leið sniðin að þörfum
nútíma dansflokks. Hvernig fór
hann að?
„Eg var strax staðráðinn í að
gera þetta eftir mínu höfði. Ég hef
auðvitað séð óteljandi uppfærslur á
Svanavatninu í gegnum árin og þótt
sumar hverjar heldur þungar í vöf-
um. Ég ákvað því að færa verkið
nær okkur í tíma, fram á nítjándu
öldina, og létta svolítið andrúms-
loftið. Fyrsta og fjórða þættinum
breytti ég mest; skapaði alveg nýj-
an íyrsta þátt, samdi öll sporin þar
sjálfur. Mörgum þykir fyrsti þátt-
urinn yfirleitt langur, þar gerist
fátt, og fólk bíður bara eftir öðrum
þætti. Þessu hefur mér, að ég held,
tekist að breyta, þátturinn virðist
ekki langm- þótt hann sé óstyttur.
Ég gerði litlar breytingar á öðrum
þætti, þess gerðist ekki þörf, samdi
aðeins ný spor fyrir svanina fjóra.
Síðan sameinaði ég þriðja og
fjórða þátt, sem er sjaldgæft. Ég
hélt sumu í þriðja þætti en fjórði
þátturinn er alfarið mín danssmíð."
í hópi athyglisverðustu
danshöfunda
Frami Helga sem danshöfundar
hefur verið stöðugur. I grein í New
York Times fyrir um ári segir ball-
ettrýnirinn Jennifer Dunning að
hann sé kominn í hóp athyglisverð-
ustu danshöfunda sem nú eru starf-
andi í heiminum. Segir hún Helga
fram að þessu hafa verið best
þekktan fyrir „skipulagða nálgun
sína að tónlist og dansi, klassískur
og agaður í hugsun, en tvö síðustu
verk hans bendi til þess að hann sé
að söðla um, brjótast undan hefð-
inni og losna undan eigin járnaga".
Helgi segir sitthvað til í þessu en
partur af skýringunni er sá að hann
semur nú í auknum mæli við nú-
tímatónlist, í stað klassískrar áður.
„Ég hef gaman af því að semja við
nútímatónlist, þannig finn ég fyrir
meira frjálsræði, þótt tæknignmn-
urinn sé eftir sem áður klassískur.
Ég hef meira svigrúm til að skapa
með þessum hætti.“
Næsta verk Helga verður þó
samið við eldri tónlist, Fyrsta
píanókonsert Beethovens,. en það
gerir hann að beiðni síns gamla
vinnuveitanda, New York City Ball-
et. Að því verkefni snýr hann sér
eftir tvær vikur og hvert er þemað?
„Ég hef ekki hugmynd um það,“
segir hann og skellihlær. Og ég,
blaðamaðurinn, hef fullkominn
skilning á því að hann sé ekki farinn
að hugsa svona langt fram í tímann.
Helgi er að sönnu upptekinn
maður. Til Lundúna kom hann frá
Kanada, þar sem hann lagði loka-
hönd á undh-búning fyrir frumsýn-
ingu á öðru nýju verki sem samið er
við tónlist eftir _ Englendinginn
Arthur Sullivan. „Ég var með gen-
eralprufu þar á fimmtudegi en
missti af frumsýningunni, á föstu-
degi, þar sem ég þurfti að koma
mér til Lundúna. Var á flugi yfir
Islandi meðan dansararnir svifu á
sviðinu."
Helgi lifir og hrærist í dansi og-
tónlist, í leik og starfi, en skyldi
hann eiga einhver önnur áhugamál?
„Auðvitað fer mestur tími í vinn-
una en þar fyrir utan hef ég mikið
yndi af myndlist, reyni að njóta
hennar eins oft og ég get. Síðan er
ég sífellt að reyna að finna tíma fyr-
ir sjálfan mig og fjölskylduna -
slappa af. Það gengur oftilla."
Helgi og kona hans, Marlene,
eiga sumarhús í dal skammt frá San
Francisco og þangað sækja þau
eins oft og svigrúm gefst. „Þar er
afskaplega gott að slappa af, hvíla
lúin bein. Síðan er ég búinn að koma
mér upp vínvið - byrjaður að rækta
mitt eigið rauðvín. Ég framleiði
ekki í stórum stíl, þetta er bara fyr-
ir mig, en þetta nýja áhugamál er
virkilega skemmtilegt."
Ekki hef ég rænu á að spyrja
Helga hvort hann kremji vínberin
sjálfur en væri það ekki sjón að sjá
- Helgi Tómasson tiplandi á berjun-
um?
Helgi unir hag sínum vel í San
Francisco en það var alls ekki sjálf-
gefið að hann færi þangað á sínum
tíma. „Mér var boðið að taka við
dansflokki á Norðurlöndunum og
kynnti mér aðstæður þar. Mér
fannst vinnutíminn með dönsurun-
um hins vegar ekki nógu langur og
bað menn að breyta því. „Allt í
lagi,“ sögðu þeir. „Kom þú fyrst og
síðan munum við breyta þessu!“
Það fannst mér ekki koma til
greina, bað þá að lengja vinnutí-
mann fyrst, síðan myndi ég koma.
Það gerðu þeir ekki og því fór sem
fór.“
Síðan fékk Helgi tilboð frá ball-
ettflokki Parísaróperunnai- fyrir
tæpum áratug um það leyti sem
Rúdolf Núrejev var að hætta.
„Það var auðvitað spennandi en
málið var einum of pólitískt fyrir
minn smekk. Síðan var ég heldur
ekki tilbúinn að yfirgefa San
Francisco-ballettinn á þessum
tíma, átti mikið verk óunnið. Þetta
var því hvorki rétti tíminn né réttar
kringumstæður."
En síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar. Er Helgi farinn að hugsa
sér til hreyfings nú?
Hann hallar sér aftur í stólnum,
andvarpar. Þykir spurningin ber-
sýnilega strembin. „Framtíðin er
óráðin. Ég hef aldrei planlagt neitt í
sambandi við minn feril - hef dottið
niður á réttu staðina, hvort sem var
hjá Balanchine í New York eða hjá
San Francisco-ballettinum. Hefði
mér verið sagt þegar ég byrjaði í
San Francisco að ég yrði þar enn
eftir fjórtán ár hefði ég ekki trúað
því. En þar er ég enn. Þetta hefur
verið frábær tími. Þetta er minn
flokkur, ég hef byggt hann upp og
er einráður. San Francisco-ballett-
inn er orðinn partur af mér! Vel má
vera að sá dagur renni upp að ég
vilji breyta til, prófa eitthvað nýtt,
en á þessari stundu er svarið við
spurningunni „nei“. Ég er ekki á
leið frá San Francisco!"
En skyldi Helga aldrei hafa-
dreymt um að segja skilið við amst-
ur hversdagsins, tæma skrifborðið
sitt, skunda upp í sumarbústað,
hella rauðvíni í glas og bara semja?
Nú hlær hann af innlifun. Sér
þetta sennilega ekki fyrir sér. „Þú
segir nokkuð. Ætli ég fengi nokkuð
að hætta? Það segja allir að ég sé
svo góður stjómandi."
Enn skellir hann uppúr en hugs-
ar sig svo betur um. „Nei, ég gæti
ekki hætt. Það er ekki auðvelt að
vera sjálfstætt starfandi danshöf-
undur. Síðan myndi ég sakna fólks-
ins svo mikið, dansaranna, og vinn-
unnar í æfingasalnum, spennunnar.
Þó að þetta sé slítandi starf, nánast
24 tímar á sólarhring, er það líka
gefandi, óskaplega gefandi. Strax
eftir viku í fríi er mig farið að klæja
í puttana - eða ætti ég að segja
tærnar.“
Helgi og Marlene eiga tvo syni,
Kristin, 32 ára, og Erik, 27 ára. Sá
fyrrnefndi starfaði um tíma sem
bflateiknari hjá BMW í Munchen en
flutti nýlega aftur til San Francisco,
þar sem hann réði sig til hönnunar-
fyrh-tækis. Erik starfar sem kvik-
myndatökumaður í Kanada.
Verð alltaf
Islendingur
Að sögn Helga tala strákarnir
ekki íslensku. „Þeir voru mikið á
Islandi sem ungir drengir en þeim
ferðum hefur fækkað og þeir tapað
tungumálinu niður. Þegar maður
býr í útlöndum þarf móðirin senni-
lega að tala „hitt“ tungumálið til að
börnin týni því síður niður. Strák-
arnir hugsa hins vegar hlýlega til
íslands og þykir alltaf jafn gaman
að koma þangað.“
En Helgi sjálfur, hvaða sess skip-
ar Island í huga hans eftir fjöratíu
ár í útlöndum?
„Ég er og verð alltaf íslendingur
- því er ekki hægt að breyta. Nú-
orðið kemst ég sjaldan heim vegna
anna, það var miklu auðveldara að
skjótast þegar ég var í New York.
Ég reyni eigi að síður að koma á
hverju ári og náði að stoppa í fimm
daga í sumar, sem er með því lengra
í mörg ár.“ Og Helgi lætur sig
dreyma um að eignast íbúð í
Reykjavík. „Þar ólst ég upp og þó
margt hafi breyst - ég þekki ekkert
þessi nýju hverfi - væri gaman að
eiga þar athvarf. Sérstaklega á
sumrin, ég hef svo gaman af því að
renna fyrir fisk. Svo myndu strák-
arnir mínir örugglega nota íbúðina
mikið. Við sjáum hvað setur!“
Svo mörg vora þau orð. Tími
minn er á þrotum enda tvær sýn-
ingar framundan hjá Helga þennan
daginn. Við kveðjumst og hann
fylgir mér til dyra. Og þegar ég
hoppa upp í stætó fyrir utan leik-
húsið hugsa ég með mér - ég þekkti
Helga Tómasson þá bara ágætlega
eftir allt saman!
Ferill
Helga
HELGI Tómasson fæddist í
Reykjavík árið 1942. Hann hóf
listdansnám ungur að árum og
gekk meðal annars í listdans-
skóla Þjóðleikhússins. Fimm-
tán ára gamall hélt Helgi til
Kaupmannahafnar þar sem
hann var tekinn í læri hjá
Tívolíballettinum og tveimur
áram síðar fékk hann styrk til
náms við New York School of
American Ballet, fyrir milli-
göngu Jeromes Robbins.
Skömmu síðar hóf Helgi feril
sinn sem atvinnudansari í
Bandaiíkjunum, fyrst dansaði
hann hjá The Joffrey Ballet en
síðan The Hai-kness Ballet, þar
sem hann var einn af aðaldöns-
uranum.
Árið 1969 tók Helgi þátt í
fyrstu alþjóðlegu listdans-
keppninni í Moskvu, sem full-
trúi Bandaríkjanna, og hreppti
silfurverðlaun. Gullverðlaunin
féllu Mikhail nokkrum Bar-
yshnikov í skaut.
Ári síðar gekk Helgi til liðs
við New York City Ballet sem
aðaldansaii, þar sem hann
dansaði í fimmtán ár við frá-
bæran orðstír - var ein helsta
skrautfjöður flokksins. Er
Helgi almennt talinn einn
fremsti klassíski ballettdansari
sinnar kynslóðar. „Hann er ein-
faldlega einn fárra klassískra
listdansara sem hægt er að
segja að séu sannarlega fram-
úrskarandi," skrifaði Anna
Kisselgoff í New York Times,
1979.
Sérstaklega gat Helgi sér
gott orð fyrir túlkun á dans-
verkum George Balanchines og
Jeromes Robbins, en báðir höf-
undar bjuggu til mörg hlutverk
með Helga í huga.
Árið 1980 samdi Helgi sinn
fyrsta ballett, Tlieme and Vari-
ations, Polonaise, Op. 65, fyrir
School of American Ballet
Workshop. Féll verkið í frjóa
jörð og hvatti lærimeistarinn,
Balanchine, hann til að halda
áfram á sömu braut.
Helgi lagði skóna á hilluna
árið 1985 til að taka við starfi
listræns stjómanda elsta at-
vinnudansflokks Bandaríkj-
anna, San Francisco-ball-
ettsins. Hefur hann hafið
flokkinn til vegs og virðingar og
fært hann í fremstu röð dans-
flokka í heiminum.
Helgi hefur samið 29 dans-
verk fyrir San Francisco-ball-
ettinn, meðal annars Giselle,
Svanavatnið, Þymirós og
Rómeó og Júlíu. Hann hefur
byggt á klassískum granni og
þykja dansarar hans búa yfir
mikilli breidd, valda ólíkustu
stflum ogverkum.
Auk þess að semja sjálfur
hefur Helgi virkjað krafta
margra af fremstu danshöfund-
um heims í þágu flokksins, svo
sem David Bintley, Val Canip-
aroli, William Forsythe, James
Kudelka og Mark Morris. Þá
hefur hann einnig sett á svið
verk eftir menn á borð við
Frederick Ashton, George
Balanchine, August Boumon-
vflle, Flemming Flindt, Agnes
de Mille, Jerome Robbins og
Antony Tudor.
Þá hafa verk Helga sjálfs
verið flutt víða, meðal annars
hjá New York City Ballet,
Houston Ballet, Ballet Aiizona,
Finis Jhung’s Chamber Ballet
USA og Konunglega danska
ballettinum.
San Francisco-ballettinn hef-
ur gert víðreist í tíð Helga. Ber
hæst sýningar í New York City,
í íjórgang, Kaupmannahöfn,
París og nú í Lundúnum.
Helgi Tómasson er mai'g-
verðlaunaður fyrii* framlag sitt
til danslistarinnar, í Banda-
ríkjunum, á Islandi og viðar.