Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 35
V el valin og vel
sungin lög
TONLIST
Geislaplötur
NÁTTMÁL
Árnesingakórinn í Reykjavík og
Félagar úr Baltnesku Fflharmón-
íunni. Söngstjórn: Sigurður Braga-
son. Hljómsveitarstjórn: Guðmund-
ur Emilsson. Píanó- og orgelleikur:
Bjarni Þ. Jónatansson. Einsöngur:
Rannveig Fríða Bragadóttir, Kris-
tín Sædal Sigtiyggsdóttir, Sigurð-
ur Bragason, Arni Sighvatsson og
Magnús Torfason. Félagar úr kór
Kvennaskólans í Reykjavík syngja
með í nokkrum lögum. Upp-
tökustjóm: Karlis Pinnis (Hafnar-
borg 1999 febrúar, mars og aprfl),
Vigfús Ingvarsson (Selljamar-
neskirkja 1999 mars) og Georg
Magnússon. Hljóðvinnsla: Vigfús
Ingvarsson/ Páll Sveinn Guð-
mundsson. Hljóðvinnsla hljómsveit-
arlaga og samsetning: Halldór Vík-
ingsson. Utgefandi:
Árnesingakórinn í Reykjavík 1999.
Dreifing: Skífan.
ÞESSI ágæti kór er með langa
og fjölbreytta söngskrá á þesssum
nýja hljómdiski, 25 góð og vel valin
(og vel sungin!) lög, en diskurinn
endar á sjálfum þjóðsöngnum, og
fannst mér fara vel á því eftir svo
góðan og á köflum tilþrifamikinn
flutning. Einsöngvarar eru einnig
góðir - og einn frábær: Rannveig
Fríða Bragadóttir syngur hér ein-
söng í þremur lögum, Vorstemmn-
ingu og Ave Maria eftir stjórn-
andann, Sigurð Bragason, við ljóð
Valdimars Lárussonar (bæði lögin
góð - hið seinna sérlega fallegt), og
Friði á jörðu eftir Árna Thorsteins-
son við ljóð Guðmundar Guð-
mundssonar. Rannveig Fríða er nú
hvorki meira né minna en meðal
allra bestu söngvara sem státað
hafa af íslensku þjóðerni, en hún
hefur í mörg ár starfað erlendis við
virt óperuhús. Söngur hennar er
hrífandi fallegur, innihaldsríkur og
„spirituel". Sigurður Bragason er
einnig mjög góður söngvari „með
karakter" (svo sem geisladiskar
bera vott um), sem fer vel með efni
og áherslur.
Sigurður hefur stjórnað Arnes-
ingakórnum (stofnaður 1967) frá
1988, og hefur starfsemi kórsins
farið ört vaxandi á þeim tíma. Kór-
inn hefur komið víða fram, hérlend-
is sem erlendis. Hann hefur haldið
tónleika á öllum Norðurlöndunum,
Þýskalandi, Austurríki, Tékklandi,
Ítalíu og nú síðast í Riga í Lettlandi
vorið 1998. í bæklingi kemur fram
að í tengslum við þá tónleikaferð
hljóðritaði kórinn nokkur lög við
undirleik félaga úr Baltnesku Fíl-
harmóníunni í Riga. Einnig söng
kórinn með kór Lettnesku akadem-
íunnar og Baltnesku Fílharmón-
íunni á tónleikum sem haldnir voru
í Wagnersalnum til heiðurs forseta-
hjónum Islands og Lettlands.
Stjómandi var Guðmundur Emils-
son.
Eins og fyrr segir er söngskráin
á þessum hljómdiski fjölbreytt og
aðlaðandi, og flutningur yfirleitt
jafn og góður - stundum mjög góð-
ur. Undirleik annast Bjarni Þ.
Jónatansson (píanó, orgel) með
miklum ágætum eins og vænta
mátti. Minnst hefur verið á þátt fé-
laga úr Baltnesku Fílharmóníunni í
nokkrum laganna; einnig syngja fé-
lagar úr kór Kvennaskólans í
Reykjavík með í fimm lögum,
þ.á.m. í Lofsöngnum.
Hljóðritun hefur yfirleitt tekist
vel. Sem sé: mælt með diskinum, og
söngur Rannveigar Fríðu er einn
og sér alveg þeirra peninga virði
sem diskurinn kostar.
Oddur Björnsson
4.990
VERÐÁÐURKR. 5.990
Litir:
svart
blátt
vínrautt
grænt
YSTI
ÆFINGAR - UTIVIST - BOMULL
---Skeifunni 19 - S. 568 1717-
Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 16
Einn Kringlu Kristur Gunnars
Karlssonar í Kringlunni.
Kringlu
Kristur
NÚ stendur yfir sýning Gunnars
Karlssonar myndlistarmanns í
Kringlunni í samvinnu við Gallerí
Fold. Sýningin, sem ber nafnið
Kringlu Kristur, samanstendur af
fjórum 5 metra háum myndverkum
sem sérstaklega eru gerð með hið
stóra rými Kringlunnar í huga.
Verkin eru tölvuunnar ljósmynd-
ir, teknar í samvinnu við Grím
Bjarnason ljósmyndara og Guðjón
Hafliðason módel. Myndirnar eru
prentaðar hjá Nón.
Gunnar Karlsson stundaði
myndlistamám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands og Konung-
legu listaakadenuuna í Stokkhólmi.
I gegnum árin hefur hann haldið
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga. Jafnhliða myndlist-
inni hefur Gunnar unnið að mynd-
skreytingum og auglýsingagerð og
hin síðari ár gert teiknimyndir fyr-
ir sjónvarp. Hann rekur nú teikni-
myndastúdíóið Skrípó.
Tennur
og list
á Mokka
„ÞETTA geta allir gert“ er yf-
irskrift sýningar Snorra As-
mundssonar sem opnuð verð-
ur á Mokka í dag, föstudag. Á
sýningunni eru ljósmyndir
prentaðar á striga af mynd-
listarmönnum að bursta í sér
tennurnar.
Snoni vill með þessari sýn-
ingu minna fólk á að bursta í
sér tennurnar og að mynd-
listarmenn og tannlæknar
geta unnið sameiginlega að
því að bæta tannhirðu almenn-
ings.
Sýningin er með stuðningi
Tannlæknafélags íslands
Ragnheiður
sýnir í
Smíðar og
skart
RAGNHEIÐUR Ingunn Ágústs-
dóttir opnar sýningu á nýjum
skartgripum sínum í Gallerí Smíðar
og skart, Skólavörðustíg 16a á
laugardag kl. 14.
Ragnheiður stundaði nám í lista-
háskólanum I’Ecole des Arts
Decoratifs í Frakklandi og lauk MA
gráðu í hönnun frá Domus Acade-
my á Ítalíu. Hún hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum, bæði hér heima og er-
lendis.
Sýningin er opin kl. 10-18 virka
daga og til kl. 14 laugardaga og
stendur til 4. desember.
Salerni
Með lokuðum
fæti og setu
15.990 kr.
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
YERSLUNIN HÆTTIR
ALLT Á AÐ SELJAST
Dæmi um verð:
Vindjakkar 990 - Skór 990 - Bolir 990 - Síðbuxur 500 - Peysur 990
Bakpokar 990 - Úlpur 2.990 - íþróttagallar 1.990
Vorum að taka upp nýjar vörur
Opið:
Mán.-fös. 10-18
Laugardaga 10-16
iþrótt
Skipholti 50d, sími 562 0025.
/Xxzvxu